Morgunblaðið - 28.12.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.12.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1980 Nú um áramótin verður Grikkland tíunda aðildarríki Efnahagsbandalags Evrópu. Nýlega gerðist landið aftur að fullu þátttakandi í samstarfinu innan Atlantshafsbandalagsins. Um tíma leit út, sem deilan um það mál kynni að leiða til úrsagnar Grikkja úr vestrænu varnarsamstarfi. Lausn málsins hefur orðið til þess að styrkja tök George Rallis forsætisráðherra á flokki sínum. Kosningar fara fram í Grikklandi innan 10 mánaða. Sósíalistar undir forystu Andreas Papandreou hafa aldrei verið jafn sigurvissir. í þessari grein frá New York Times er lýst stjórnmálaástandinu í Grikklandi við inngönguna í Efnahagsbandalagið og upphaf sögulegrar kosningabaráttu. Hiti lærist í grísk stjómmál Ríkisstjórnin undir for- sæti Georfíe Rallis vakti ekki miklar vonir, þeyar hún tók við völdum fyrir 7 mánuðum. Viðhorf manna til stjórnar- innar hafa breyst henni í hag síðan. Þrátt fyrir að vel hafi miðað í mikilvæKum utanríkismálum ok í baráttu við erfiðleika heima fyrir, siglir ríkisstjórnin síður en svo á kyrrum sjó. Efnahags- vandinn er mikill, stúdentar í uppreisnarhuK ok verkföll lama atvinnulífið í mörKum greinum. Ýmislegt bendir einnig til meiri áhrifa sósíal- ista en áður og spár eru uppi um það, að nú sé komið að lokum 30 ára stjórnarsetu íhaldsmanna. Sumir stjórnmálamenn voru þeirrar skoðunar, að George Rallis, 62 ára að aldri, væri lítt hæfur til að gegna störfum forsætisráð- herra. Samanburðurinn við forvera hans, mesta áhrifamann grískra stjórn- mála, Constantin Caraman- lis var Rallis óhagstæður í upphafi. Þessar efasemda- raddir þögnuðu, þegar Rallis tókst að ná samkomulagi, sem leiddi til þess að Grikkir hófu að nýju þátttöku í sameiginlegu varnarkerfi Atlantshafsbandalagsins. Samkomulagið ruddi sex ára gömlu viðkvæmu deilumáli úr vegi. Það hefur einnig stuðlað að betra andrúms- lofti í samskiptum Grikkja við Tyrki, sem einnig eru í Atlantshafsbandalaginu, en þjóðirnar hafa löngum átt í útistöðum hvor við aðra. Þegar samkomulagið var borið undir gríska þingið, naut það stuðnings mikils meirihluta þingmanna. Stjórnarflokkurinn Nýji lýð- ræðisflokkurinn stóð ein- huga að baki forsætisráð- herranum og hann naut einnig stuðnings manna hægra megin við flokkinn og þeirra, sem skipa sess í miðju grískra stjórnmála. I kjölfar atkvæðagreiðslunnar hættu menn að velta vöng- um yfir hugsanlegum klofn- ingi í Nýja lýðræðisflokkn- um. Fram hafði komið, að varnarmálaráðherrann, Ev- angelos Averoff, sem tapaði naumlega fyrir Rallis í formannskjöri í maí sl„ væri með ráðagerðir um stofnun nýs flokks. „Ég er ekki aðeins óhræddur við klofn- ing flokksins, ég útiloka hann með öllu,“ segir Rallis nú, þegar hann er spurður um stöðuna í flokki sínum. Samstaðan innan stjórn- arflokksins ræðst vafalaust nokkuð af hræðslu manna við Sósíalistaflokkinn og ótta um, að klofningur lýð- ræðissinna muni leiða til auðvelds sigurs sósíalista í kosnirtgunum, sem verða að fara fram innan 10 mánaða. Þá þjappa efnahagsörðug- leikar stjórnarliðinu einnig saman. Fögnuðinum yfir samkomulaginu við NATO var varla lokið, þegar ríkis- stjórnin þurfti að bregðast við víðtækasta verkfalli í landinu í 30 ár. Launþegar bæði í þjónustu einkaaðila og hins opinbera kröfðust Constantine Caramanlis. forseti George Rallis. forsætisráðherra maður sósíalista. ■! m: : ■ '( verulegra launahækkang, á sama tíma og verðbólgan náði því að vera 25%-iað ársmeðaltali. Ríkisstjórnin mildaði skap verkfallsmanna nokkuð með því að lofa fimm daga vinnu- viku og vísitölubindingu launa frá og með 1. janúar. Eftir að þessar aðgerðir höfðu verið kynntar og verk- föllum linnti, var stjórnin sökuð um að stunda at- kvæðakaup með væntan- legar kosningar í huga. Bentu andstæðingar hennar á fleiri ráðstafanir hennar máli sínu til stuðnings. „Efnahagsörðugleikar sækja á allar þjóðir heims, þeir eru alþjóðlegt vandamál," sagði r Rallis nýlega og bætti við: „Við erum þeirrar skoðunar, að almenningi sé nú ljóst og honum verði það ljóst í kringum kosningarnar, að við gerum okkar besta til að bægja þessum vanda frá þjóðinni." Forsætisráðherrann telur, að styrkur sinn felist í þeim „sáttaanda", sem honum hafi tekist að mynda. And- stæðingar hans séu nú í þeirri stöðu, að þeir verði raunverulega að koma til móts við ríkisstjórnina, því að stjórnlistin felist í því að forðast átök eða láta æsa sig til harðra gagnaðgerða. „Mér finnst sem bæði al- menningur og stjórnmála- menn hafi lært, að hitinn í stjórnmálabaráttunni áður fyrr var helsti óvinur lýð- ræðislegs stöðugleika og sóknar til bættra lífskjara," sagði Rallis. Stjórnmálaþróunin tók skyndilega óheillavænlega stefnu í síðasta mánuði, þeg- ar öfgafullir unglingar lentu í átökum við lögregluna í lok göngu, sem farið hafði frið- samlega fram til að minnast þess, að sjö ár voru liðin síðan stúdentar efndu til mótmæla gegn einræðis- stjórn hersins, sem lét af völdum 1974. Ung stúlka týndi lífi og meira en 150 manns, þeirra á meðal lög- reglumenn, slösuðust. Mið- borg Aþenu leit út eins og vígvöllur eftir átökin, eldar loguðu og táragas leitaði inn um brotna sýningarglugga verslana. Á nokkrum síðustu vikum y„h^ s^tji/leotar tekið í sínar hendur völdin í ýmsum há- > f skóíadeildum og krafist um- bóta í kennsluháttum. Allt hefur það þó farið fram af hæfilegri hófsemd og ekki leitt til almennra átaka. Ráðherrar í ríkisstjórn Rallis og nánir samstarfs- menn hans hafa staðfest, að forsætisráðherranum sé ljóst, að aðgerðarleysi hans og friðsemd í innanlands- málum dugi ekki alfarið, þegar nær dregur kosning- um. Hlutlausir áhorfendur halda því fram, að þessi baráttuaðferð Rallis leiði til ófarnaðar andspænis eld- heitum áróðursræðum And- reas Papandreou, foringja stjórnarandstöðuflokksins, sósíalista, sem hlutu 26% atkvæða í þingkosningunum 1977 og þrefölduðu þing- mannafjölda sinn, þegar Nýji lýðræðisflokkurinn fékk 42% atkvæða í stað 54% áður. Nýlega hélt Papandreou því fram á fjöldafundi í flokki sínum, að Grikkir hefðu „ekki lengur ríkis- stjórn, aðeins ráðherra, fylk- isstjóra í flokkum og stríð- andi flokksklíkur, serti kæmu í veg fyrir mótun heildstæðrar stefnu til að leiða þjóðina út úr örðug- leikunum." I einkasamtali lét hann í ljós það álit, að flokkur sinn myndi vinna kosningarnar með 10% mun. Um miðjan nóvember kom til harðra orðaskipta milli Rallis og Papandreou, sem þóttu gefa til kynna, að vopnahlénu væri lokið og kosningaátökin byrjuð. For- sætisráðherrann sagði á flokksfundi, að valdataka sósíalista kynni að leiða til endaloka lýðræðisins og eyðileggingar á því, sem áunnist hefði í efnahagsmál- um og félagsmálum. Pap- andreou svaraði með yfirlýs- ingu um það, að einræði herforingjanna hefði átt rætur að rekja til klíku- starfsemi hægri manna og íhaldsamar ríkisstjórnir legðu það í vana sinn að ala á hræðslu, þegar þær sæju daga sína talda. Menn eru almennt sam- mála um það, að erfiðara verði fyrir Rallis að giíma við sósíalista en Caramanlis á sínum tíma. Caramanlis var kjörinn forseti í maí sl. eftir að hafa verið forsætis- ráðherra í sex ár. Hann hafði í fullu tré við Papand- reou ög sýrtdi af sér mikla, þóttafulla hörku. George Rallis hefur komist til valda vegna þeirra mildilegu að- ferða, sem hann er þekktur fyrir og duga ef til vill ekki lengur. í skjóli Caramanlis var Rallis önnum kafinn við störf á bak við tjöldin. Hans bíður nú örlagarík glíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.