Morgunblaðið - 28.12.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.12.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1980 27 Lúkas segir frá fæðingu frelsar- ans og tengir atburðinn mann- tali sem framkvæmt var á ríkis- stjórnarárum Ágústusar keis- ara, en nefnir ekki hvenær ársins. Guðspjöllin veita hins vegar vitneskju um hvenær krossfest- ingin og upprisan áttu sér stað. Og það er ljóst að allt frá fyrstu tíð hefur hinn kristni söfnuður haldið hátíð á páskum. Um 300 hélt krikjan hátíð bæði á páskum og hvítasunnu.en ekki á jólum. Ástæðan er ekki eingöngu sú að tími fyrri hátíð- anna var kunnur, heldur hitt að hugmyndin um jólahald virðist hafa verið kirkjunni framandi fyrstu 300 árin. Predikun kirkjunnar og hugs- un öll snerist um atburði kyrru- viku og páskadags, en ekki um fæðingu Krists. Að líkindum hafa kristnir henn á fyrstu öldum ekki haldið neina fæð- ingardaga hátíðlega, hvorki sína né annarra. Kirkjan minntist dánardægurs píslarvottanna með guðsþjónustu, en ekki fæð- ingardags þeirra. Guðfræðingur- inn Origenes, sem uppi var í byrjun 3. aldar talar um afmæl- isdagahald sem heiðinn sið. En þegar til lengdar lét gat kirkjan ekki látið sér í léttu rúmi liggja fæðingardag frelsar- ans. Hann var frelsari heimsins og koma hans í þennan heim hlaut því að marka tímamót í sögu mannkyns. Þörfin fyrir að halda fæð- ingarhátíð frelsarans varð þá fyrst áberandi, þegar kirkjan tók að hugleiða fyrir alvöru spurn- Saga jólahaldsins kirkjan hafði haft frá upphafi og afleiðingar hennar, þeim mun mikilvægari varð sá dagur sem hann hafði komið í þennan heim. Þessi trú kirkjunnar frá önd- verðu var fólgin í því að Jesú væri Messías, sonur Guðs, ljómi dýrðar hans og ímynd veru hans. Hann sem „allir hlutir voru gerðir fyrir", fæddist af gyðing- legri móður og var lagður í jötu austur í Gyðingalandi. Orðið varð hold og bjó með oss. Því meira sem menn hugleiddu leyndardóm holdtekjunnar, sem svo hefur verið nefnd, þeim mun eðlilegra varð að halda hátíð hennar. Fæðingardagur Jesú var ekki allt í einu uppgötvaður. Þvert á móti. Kenning kirkjunnar og játning er upphafið. Vegna þess að Jesú er eingetinn sonur Guðs, kominn í þennan heim sem maður, og vegna þess að kirkjan í predikun sinni leggur áherslu á það, váknaði þörfin fyrir að halda hátíð til minningar um fæðingu hans. Og síðan varð kirkjan að velja dagsetninguna. Það er vitað með vissu að jól voru haldin í Róm, sem fæð- ingarhátíð frelsarans, 25. des- ember 354. Líklegt er að þessi dagur hafi verið haldinn allt frá árinu 336. Þegar Rómarbiskup tók ákvörðun um 25. desember sem fæðingarhátíð frelsarans, gerði hann mikla heiðna hátíð að kristinni hátíð. Samkvæmt júlí- anska tímatalinu var 25. des. sólhvarfadagurinn. Litið var á hann sem fæðingardag sólarinn- ar. Sólin var dýrkuð á tímum Stefánsdagur Jólahald hefur nú víðast hvar náð hámarki. Jóladagarnir tveir eru þeir dagar sem stemmning jólanna er hvað mest og gleði fjölskýldulífsins kemst í al- gleyming. Jafnvel jólaboðskapurinn um fæðingu frelsarans nær ótrúlega víða og fleiri en við getum ímyndað okkur, hlusta á jóla- guðspjallið og annað uppbyggi- legt kristilegt efni. 26. des. er frá fornu fari nefndur Stefánsdagur, eftir Stefáni píslarvotti, sem sagt er frá í Postulasögunni. Stefán þessi var fyrsti kristni píslar- votturinn og mætti dauða sínum með ótrúlegri ró og styrkleika, sem tekið var eftir. Nú mætti segja að tal um píslarvotta kristninnar sé ekki beint jólaefni, eða hvað? Þegar grannt er skoðað hæfir mjög vel að hugsa um hina stríðandi kristnu kirkju á helg- um jólum. Kirkja Krists á jörð hefur allt frá upphafi verið ofsótt í einhverri mynd og svo er enn. Á öllum tímum finnum við lönd og ríki þar sem kristnir menn eru ofsóttir fyrir trú sína eina saman. Nýjasta dæmið um ofsóknir á hendur kristnum mönnum, sem vissulega kemur okkur íslend- ingum mikið við, er í Eþíópíu, en þar hafa íslenskir kristniboðar starfað allt frá 1954. Um þessi jól er vitað um marga sem sitja í fangelsum víða um Eþíópíu. Þannig væri hægt að nefna mörg ríki sem hafa á stefnuskrá sinni leynt og ljóst að útrýma kristindóminum. En það hefur ekki tekist nú frekar en endra- nær, enda veit sá sem reynt hefur að í kristnum dómi er kraftur sem mannlegur máttur ræður ekki við. Stefánsdagur er því á góðum stað í kirkjuárinu að mati kirkj- unnar manna og gefur okkur öllum ástæðu til að hugsa um trúbræður okkar, sem um þessi jól líða pyntingar og fangelsanir fyrir það eitt að hafa tekið á móti fagnaðarerindi jólanna um fæðingu Jesú Krists. Stefán grýttur — þýsk koparstunga frá 1630 — Jólin eru yngst hinna þriggja stórhátíða kirkjuársins, — jóla, páska og hvítasunnu. Jólin eiga sér vissulega for- sögu, langa forsögu. Hin kristna jólahátíð hefur rutt úr vegi og komið í staðinn fyrir forna, heiðna miðsvetrarhátíð. Hin heiðna forsaga jólanna er áhugaverð í sjálfu sér, en hitt má ekki gleymast, að jólin hafa fengið nýtt innihald sem fæð- ingarhátíð Jesú Krists. Það er ljóst hverjum sem lesa, að guðspjöllin gefa enga vitn- eskju um fæðingardag Jesú. Jó- hannesarguðspjall hefur alls enga tímaviðmiðun, heldur segir ofur einfaldlega: „Orðið varð hold og hann bjó með oss“. inguna um persónu Jesú Krists, hver hann er, hvert samband sé milli hans og föðurins og hvernig varið sé mennsku hans. Það er ekki tilviljun að þörfin fyrir að halda hátíð til minningar um fæðingu Jesú verður þá fyrst brýn, þegar upp kemur í kirkj- unni það sem nefnt hefur verið „arianismi", sem afneitaði guð- dómi Jesú Krists. Þessi deila kom upp á þriðju öld. Að vísu er ekkert þeint samband milli þess- ara deilna um eðli Jesú Krists og hins kristna jólahalds að því er best verður séð. En hvort tveggja er ávöxtur áhuga á því sem einstakt er við persónu Jesú Krists. Þeim mun meira sem menn hugsuðu um þá trú sem hinna síðustu heiðnu keisara í Róm. Með því að velja þennan dag til að minnast fæðingar Jesú, vildi kirkjan svipta hann heiðnu innihaldi og gefa honum kristið innihald. í Gamla testamentinu er Kristur nefndur „réttlætis sólin", og í lofgjörð Sakaría í Lk. 1. er talað um „ljós af hæðum mun vitja vor“ og í lofgjörð Simeons (Lk. 2) er talað um „ljós til opinberunar heiðingjum“. I predikunum sínum segja kirkju- feðurnir gjarnan: Við tilbiðjum ekki sólina, heldur þann sem skóp hana; við tilbiðjum ekki himinhnött, heldur þann sem er sól réttlætisins". Signuð skín réttlætis sólin frá ísraels fjöllum, sólstafir kærleikans ljóma frá Betlehems völlum. Blessuð um jól börnunum Guðs þessi sól flytur ljós frelsisins öllum. Jens Pálsson. Leið oss ekki / i freistni Oft hefur þessi bæn verið misskilin, og þá á þann veg að Guð leggi freistingar fyrir okkur mennina. Luther tekur mjög sterkt til orða í fræðunum sínum „hinum minni", er hann fjallar um þessa bæn. Hann segir: „Guð freistar að sönnu einskis manns.“ Það sem átt er við með þessari bæn er, að Guð forði okkur frá að lenda í þeim aðstæðuni að víð freistumst um megn fram. Freistingar verða margar á vegi okkar, en þær eru þess eðlis aö þær leiða okkur afvega, við mætum löngunum til að framkvæma hiuti sem samviska okkar veit að eru rangir. Allir muna freistingarnar frá æsku sinni, þegar við sáum eitthvað sem okkur langaði svo rnikið í. Allir falla fyrir einhverjum freistingum á þessu æviskeiði, að vísu misalvarlegum, og bregðast við þeim misjafnlega, og fer það bæði eftir upplagi og uppeldi. En freistingarnar eldast ekki af okkur, hið synduga eðli er hið sama. Fullorðinn rnaður freistast alla jafna ekki til að stela súkkulaði úr búð, þó að honum þyki það gott, eins og barnið mundi ef til vill gera. F'reistingarnar verða á öðrum sviðum, t.d. á kynferðissviðinu og á sjálfsbjargarsviðinu, ef við getum kallað það þvt nafni. Flestir geta orðið hrifnir af öðrum en maka sínurn, svo eitthvað sé nefnt, slíkt er eðli okkar. Og ekkert er hægt að segja við því, ef við föllum ekki fyrir freistingunni og látum undan. Að vísu þ.vkir það vart orðið tiitökumál að lifa í frjálsum ástum, eins og það er kallað. En slíkt líferni stríðir gegn kristinni siðgæðisvitund, enda sýnir reynslan svo eigi verður um villst, að framhjáhald veldur alltaf árekstrum og vandræðum fyrr eða siðar. Einnig mætti nefna skattsvikin, sem fyrir mörgum er mikil freisting. Nú fer í hönd áramótauppgjörið, svo nú verður sú freisting sterkari en ella. Ekki verður jæssi freisting minni nú en áður vegna þeirrar staðreyndar að fjárhagsstaða fólks er verri nú en undanfarin ár. En allir vita hvað það hefur í för með sér fyrir þjóðarheildina, ef skattsvik eru algeng. Það er því augljóst að bænin: Leið oss ekki í freistni er bæn sem vert er að biðja af hjarta og le.vfa umhugsuninni um vilja Guðs og leiðsögn hans að móta hugsanir okkar og gjörðir. A Umsjón: Séra Jón Dulbií Hróbjartsson Séra Kart Siyurbjörnsson Sigu rdvr Pólsson DROTTINSDEGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.