Morgunblaðið - 28.12.1980, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1980
Flugeldar - blys - gos - sólir - stjörnuljós
SKIPARAKETTUR - SKIPABLYS - TIVOLÍBOMBUR
OG INNIBOMBUR MEÐ LEIKFÖNGUM OG SPÁDÓMUM
ÚTSQLUSTAOIRír;
Reykjavík:
Skátabúðin, Snorrabraut
Volvo salurinn, Suðurlandsbraut
Alaska, Breiðholti
Fordhúsið, Skeifunni
SeglagerðinÆgir
Bankastræti 9
Á Lækjartorgi
Garöabær:
Garðaskóli v/Vífilstaðaveg
v/Blómabúðina Fjólu, Goðatúni 2
Akureyri:
Alþýðuhúsið
Söluskáli v/Hrísalund
Söluskáli v/Hagkaup
Steinhólaskáli Eyjafirði
ísafjörður:
í Skátaheimilinu
Aðaldalur:
Hjálparsveit skáta Aðaldal
Blönduós:
Olís-skálinn (BP-skálinn)
Kópavogur:
Toyota, Nýbýlavegi 8
Reiðhjólaverkstæðið Hjólið,
Hamraborg 9
Skeifan, Smiðjuvegi 6
Skátaheimilið, Borgarholtsbraut 7
Kaupgarður, Engihjalla
Vestmannaeyjar:
Drífandi
Hótel H. B.
Hveragerði:
Hjálparsveitarhúsið v/Hveramörk
Njarðvík:
Bílasala Suðurnesja
Söluskúr v/Kaupfélag Njarðvíkur
30. des. verður sölubíll í Vogum/
Vatnsleysuströnd
Fljótsdalshéraö:
Kaupvangur 1, Egilsstöðum
Fjölskyldupakkarnir eru 10% ódýrari.
Þeir kosta 12.000 kr., 18.000 kr., 25.000 kr. og 35.000 kr.
í hverjum pakka er leiðarvísir um meðferð skotelda.
Styðjið okkur — stuðlið að eigin öryggi.
OPIÐ TIL KL. 10 Á HVERJU KVÖLDI
Minning:
Ágúst Jóhannesson
verksmiðjustjóri
f •
með flugeldum
fráokkur
Fæddur 19. áKÚst 1893
Dáinn 18. desember 1980
Þeir týna óðum tölunni, sem í
yrjun þessarar aldar gerðust
rautryðjendur iðnaðar á Islandi.
störf við lítil efni, en þeim
un meiri bjartsýni. Einn þessara
Ágúst Jóhannesson, verk-
miðjustjóri, andaðist að heimili
sínu hér í borg 18. þ.m. Ágúst
fæddist 19. ágúst 1893 og var því
rösklega 87 ára er hann lést.
Æskuár hans liðu á líkan hátt og
annarra barna og unglinga á þeim
árum. Snemma varð að taka til
hendi, þar sem efni voru af
skornum skammti enda lenska að
hefja ungur störf.
Það kom fljótt í ljós hjá Ágústi,
að hann setti sér markið hærra en
almennt gerðist. Til þess að ná því
þurfti hann að öðlast menntun og
þá helst á verklegu sviði. Hann
hóf nám í bakaraiðn hjá kunnum
bakarameistara, Carli Fredriksen,
er rak brauðgerðarhús að Vestur-
götu 14 og lauk þaðan sveinsprófi
á tilsettum tíma. Ekki fannst
honum sá undirbúningur nægi-
legur fyrir ævistarf sitt, því eftir
nokkurra ára starf hélt hann til
Kaupmannahafnar til frekara
náms i iðngrein sinni, sem var
heldur fátítt á þeim árum. Vann
hann bæði við brauð- og kökugerð
og einnig á þekktum hótelum þar í
borg og öðlaðist með því haldgóða
reynslu í iðngrein sinni. Árið 1926
kom hann svo aftur heim og má
segja að þá hafi orðið aígjör
þáttaskil í lífi hans, en eftir
heimkomuna stofnaði hann,
ásamt fleirum, Kexverksmiðjuna
Frón og lagði þar með grunn að
þeirri atvinnu, sem hann stundaði
síðan meðan kraftar leyfðu.
Á þeim rösklega 50 árum, sem
liðin eru síðan Ágúst og félagar
hans stofnuðu Frón, hefur fyrir-
tækið vaxið frá því að vera
smáverksmiðja, þar sem manns-
höndin þurfti að gera flesta hluti,
til þess að vera vel vélvædd
verksmiðja, þar sem hönd og
hugur stjórna vélum er vinna
verkin. Því má segja að bjartsýni
og stórhugur Ágústs hafi skilað
verðugum árangri.
Á yngri árum sínum, og raunar
langt fram eftir aldri, iðkaði
Ágúst íþróttir af kappi. Vann
hann einnig mikið að félagsmálum
íþró’ttafélaga og var þar, sem
annars staðar tillögugóður. Var
hann um árabil í stjórn Glímufé-
lagsins Ármanns og formaður
þess um fimm ára skeið. Þá var
hann sæmdur gullmerki ÍR fyrir
góð störf í þágu þess félags, auk
heiðursmerkis Ármanns.
5VAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Hvað veldur því, að margir mcnntamenn sneiða hjs
kristindómnum? Okkur er sagt, að fólki fari fækkandi i
öllum kirkjudeildum, og þvi er spáð, að hugsanlegt sé, að
þjóð okkar fari leið kommúnismans og hér verði guðlaust
þjóðfélag. Getið þér bent á einhverjar ástæður til þessa?
I raun og veru eru tvær hreyfingar að verki á okkar
dögum, önnur, sem stefnir frá kirkjunni, og hin, sem
stefnir til kirkjunnar og kristilegra trúarsetninga.
Þér spyrjið um fráhvarf menntafólks frá kirkjunni.
Auðvitað er rangt að alhæfa, og þó að þér segið, að
menntamenn sneiði hjá kristindómnum, þá get eg
nefnt hvert dæmið af öðru um, að menntamenn snúi
sér til Krists.
Ein ástæðan til þess, að margir hirða ekki um
kirkju og kristindóm nú um stundir, er sú, að í
mörgum kirkjudeildum er hinn kristni boðskapur svo
útvatnaður, að hann er orðinn algjörlega bragðlaus.
Hann höfðar ekki til nokkurs manns. Lærisveinar
Krists hafa alltaf lifað „spennandi" lífi, já, stundum
hætt lífi sínu. Almenningur er orðinn langþreyttur á
kristnum mönnum, sem trúa fáu, ögra engum og
hafast lítið að.
Ekkert hefur náð þvílíkum tökum á mér og Biblían
og kenningar Krists. Daglega bið eg um styrk og vizku
til að lifa í samræmi við þær, og þegar eg finn, að
hann girðir mig styrkleika, svo að eg öðlast hjálp til
að sigrast á fordómum, eigingirni og synd, þá veit eg,
að ekkert er eins dýrmætt í lífinu og að fylgja honum.
+
Bróölr minn
SIQUROUR TÓMASSON,
úramiAur,
Bsrónssltg 51,
lést aö kvöldí 23. desember aö Elli- og hjúkrunarheimillnu Grund.
Fyrlr hönd vandamanna.
Ingjaldur Tómasson.
Konan mín
KRISTÍN ENGILBERTSDÓTTIR,
Laugalnk 25,
andaöist á jóladag.
Kristinn Hannesson.
lugeldapnarkaÓHjjr
JH já Ip^gsveila § feátaa