Morgunblaðið - 04.01.1981, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR
2. tbl. 69. árg. SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
íranir hóta réttarhöldum
yfir gíslum eina ferð enn
Rauóa stjarnan:
Baráttuglað-
ir Sovétar í
Aíganistan
Moskva. 3. janúar. AP.
SOVÉZKIR hprmonn í Afganist-
an fognuðu nýja árinu. haráttu-
glaðir og hrcssir og ynnu þeir
skyldustorf sín. til hjálpar Afg-
onum af alúð og trúmennsku.
segir í málgagni Sovéthers.
Rauðu stjörnunni. í dag.
Segir blaðið að danshópur sem
hafi farið frá Sovétríkjunum til að
skemmta hermönnunum í Afgan-
istan hafi látið í ljós sérstaka
hrifningu á baráttugleði og festu
sovézku hermannanna og var birt
mynd af forsvarsmanni dans-
flokksins í hópi brosandi sovézkra
herforingja.
Að sögn vestrænna sérfræðinga
eru nú um 85 þúsund sovézkir
hermenn í Afganistan og styðja
þeir leppstjórn landsins í að berja
á frelsissinnum, sem vilja að
Sovétherinn víki af afgönsku
landsvæði.
Sýrlendingur
særður á Kýpur
Limassol. Kýpur. 3. jan. — AP.
HANI Al-Hindy. rithöfundur
og útgefandi, Sýrlendingur.
sem hefur verið húsettur á
Kýpur, var sýnt hanatilræði í
morgun þegar sprengja sprakk
í bifreið hans og flettist af
honum annar handleggurinn.
I yfirlýsingu lögreglu segir að
Hindy hafi verið búsettur í
Líbanon, en haft útibú á Kýpur
og dvalið þar löngum. Hefði
hann fengizt við blaðamennsku
og rannsóknir á högum Pale-
stínumanna. Þykir tilræðið
minna á árásir sem voru gerðar
á tvo borgarstjóra Palestínu-
manna á Vesturbakka Jórdanár
á sl. ári.
3. jan. AP.
TEIIERAN útvarpið skýrði frá
þvi i dag eina ferðina enn að
handarísku gíslarnir yrðu leiddir
fyrir rétt ef stjórn Handarikj-
anna léti undir höfuð leggjast að
ganga að skilmálum stjórnar
Irans. Útvarpið sagði að það va*ri
ákaflega misráðið cf gíslamálið
yrði ekki leyst áður en „síonista-
klíka“ Ronalds Reagans kæmist
til valda í Bandarikjunum og
kynnu Bandaríkjamenn að þurfa
að súpa seyðið af því grimmilega
ef ekki yrði gengið að kröfum
þeirra.
Otvarpið ítrekaði að það væri
mikill misskilningur meðal
margra Bandaríkjamanna að ír-
anir myndu sýna meiri undanlát-
semi gagnvart stjórn Reagans —
nema síður yrði. Einnig var sagt
að vegna þess að Carter forseti
hefði tapað fyrir Reagan virtist
hann telja ónauðsynlegt að reka
endahnútinn á gíslamálið í sinni
valdatíð og vildi eftirláta það
Reagan. Ef svo reyndist myndu
Bandaríkjamenn fá að verða vitni
að því að gíslarnir yrðu af full-
komnu miskunnarleysi leiddir
fyrir rétt og gefið var í skyn, að
um afleiðingarnar þyrfti enginn
að efast.
Finnskir
trúboðar
myrtir
í Kabúl
Islamabaad. Pakistan. 3. janúar. AP.
FINNSK hjón. sem hafa stundað
trúboð í Afganistan og unnið við
hjúkrunarstörf á spítala í Kahúl
fundust myrt á heimili sinu i
höfuðhorginni í morgun. höfðu
verið rekin í gegn trúlega í
svefni.
Diplómatiskar heimildir segja
óljósar ástæður fyrir morðinu,
ekki sé vitað hvort um ránmorð
hefi verið að ræða eða hvort talið
hafi verið að hjónin hafi verið
sovézk og því verið drepin.
Lífgaði önd
með munnvið-
munnaðferð
I^ondon. 3. januar. AP.
ÞEGAR Earle Duncan.
slökkviliðsmaður kom auga
á slyttislega önd á floti í
lítilli tjörn í garði nágrann-
ans. brá hann við skjótt.
Hann óð út í tjörnina,
greip um öndina og barg
henni með munnviðmunn
aðferðinni. „Ekki leið á
löngu unz hún lauk upp
augunum,“ sagði Duncan
himinlifandi og lét ljós-
myndara síðan vita og var
tekin mynd af öndinni hvar
hún horfði aðdáunaraugum
að sögn á lífgjafa sinn.
Einn af
„The Platters“
látinn
Long Koarh. Kaiiforniu. 3. jan. — AP.
DAVII) Lynch. einn af hljóm-
listarmönnunum sem uppruna-
lega mynduðu „The PIatters“
lézt í morgun úr krahhameini.
Ilann hafði verið á sjúkrahúsi í
Los Angeles síðustu dagana.
The Platters voru af mörgum
kallaðir undanfarar Bítlanna og
voru upp á sitt bezta^upp úr
1950. Meðal vinsælla söngva
þeirra má nefna „Only you“ og
„Smoke gets in your Eyes“.
Einnig má nefna „Twilight
Time" sem var sungið hvar-
vetna árið 1958. Lynch var 51
árs, lét eftir sig konu og átta
börn. ___________
Clark boðin
staða aðstoðar-
utanríkisráðherra
San Francisoo. 3. januar. AP.
WILLIAM CLARK dómari við
Ilæstarétt Kaliforníu staðfesti í
dag að hann hefði verið heðinn að
verða aðstoðarutanríkisráðherra
í stjórn Ronalds Reagan. næsta
forseta Bandaríkjanna.
Clark er 49 ára ganiall, hann
var skipaður að Hæstarétti Kali-
forníu þegar Reagan var þar
ríkisstjóri. Clark kvaðst ekki hafa
gert upp hug sinn að svo stöddu,
hvort hann myndi fallast á að
verða aðstoðarmaður Alexanders
Haigs væntanlegs utanríkisráð-
herra.
Brezka konungsfjölskyld-
an í umsátri blaðamanna
London. 3. jan. AP.
ELÍSABET II Englandsdrottning hefur látið í ljós
opinherlega gremju með ágengni hlaðamanna og er þetta í
annað skipti á skömmum tima að hlaðafulltrúi drottningar
tilkynnir að konungsfjölskyldan sa'ti stöðugri hnýsni og
áreitni af hálfu fjölmiðla.
Drottningin og aðrir með-
limir konungsfjölskyldunnar
hafa verið i nýársleyfi í
Sandringhamhöl! og geta
varla út úr höllinni farið, þar
sem hlaðamenn og ljósmynd-
arar liggja hvarvetna í leyni
og við hallarhliðið er að
staðaldri varðstaða ljós-
myndara. Vegna þess að
blaðamenn búast við komu
Lafði Diönu Spencer, sem
orðuð er við Karl prins en
talin er nú aðeins tímaspurn-
ing hvenær þau muni opin-
bera trúlofun sína. Enn hef-
ur Lafði Diana ekki komið til
Sandringhamhallar í nýárs
heimsókn, nema þá hún hafi
verið í svo fullkomnu dular-
gervi að hún hafi leikið á
blaðamennina, eins og ein-
hver orðaði það.
Michael Shea, blaðafull-
Elisabet drottning — langlundar
geð hcnnar þraut í vikunni.
trúi- drottningar sagði að
drottningin neyddist til að
grípa til einhverra ráðstaf-
ana til að vernda einkalíf sitt
og sinna slíkri ágengni.
Drottningin sem hefur löng-
um sýnt sérstakt langlund-
argeð áhuga blaðamanna
hreytti út úr sér tvívegis í
vikunni við ljósmyndara )>eg-
ar þeir voru að mynda hana:
„Eg er viss um þið eigið
kappnóg af myndum af mér.
Ég vildi óska þið hypjuðuð
ykkur.“ Þá má einnig taka
fram að hópur blaðamanna
og ljósmyndara er einnig á
verði allan sólarhringinn við
bústað lafðinnar í London.