Morgunblaðið - 04.01.1981, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.01.1981, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1981 37 Dýrt samband? S.b. hringdi og gerði að um- talsefni skíðaferð samgönguráð- herra til Spánar: — Mörgum finnst nú svona og svona af Steingrími að vera að sporta sig á skíðum á þessum alvörutím- um, meðan allt virtist í óvissu og á heljarþröm. Samgönguráð- herra sem einnig er formaður Framsóknarflokksins, svaraði því til að hann hefði verið í stöðugu sambandi við ríkis- stjórnina. Það vita víst allir, að það kostar ekkert smáræði að hringja eitt símtal til útlanda, en er þó ekki nema hjóm eitt miðað við það að vera í stöðugu sambandi landa á milli. Mig langar ekkert til að vita hvað skíðaferðin fræga kostaði, hana hefur Steingrímur sjálfur greitt. En hvað kostuðu símtölin með leyfi að spyrja? Skyldi maður geta fengið svar við því? mmmmm minni upphæðir-meira verðgildi Af hverju lá svona mikið á? Það er einnig annað sem mér leikur forvitni á að fá skýringu á. Af hverju lá svona mikið á að fá fólk til að skipta gamalli mynt og seðlum yfir í nýja? Linnulausar auglýsingar og fréttir. Og þó gildir gamla ntyntin fram í júní, i sex mánuði enn. Það var helst að skilja á Seðlabankamönnum að. best væri, ef allir flyktust til að skipta sínum krónum strax 2. janúar. Vafalaust er að fjöl- margir hafa tekið þetta bókstaf- lega og hlaupið til. Álagið var óskaplegt í bönkunum á degi sem vanalega eru þar róleg- heitadagar eins og í verslunum. Af hverju mátti þetta ekki gerast í rólegheitum eftir því sem fólk fór að hreyfa sig til að versla eftir áramótin? Lýst eftir gangstéttum Fótfúinn vegfarandi hringdi og kvaðst hafa átt í miklum erfiðleikum í bæjarferð nýlega: — Það er góðra gjalda vert, Velvakandi, að greiða fyrir um- ferð ökutækja, enginn dregur það í efa. En því má heldur ekki gleyma, að fleiri eru á ferð en þeir sem í bílum aka, jafnvel gömul hró eins og ég og fleiri, og ekki er ósanngjarnt að einnig sé tekið nokkurt tillit til okkar. Það virðist vera orðin lenska hér að ýta snjónum af götum og bílastæðum út til hliðanna og mynda fjallháa ruðninga sem jafnvel hylja meginhluta gangstétta og gera þær að al- gjörum ófærum fyrir eldri borg- ara, að ég tali nú ekki um þá sem eru eitthvað að ráði hreyfi- hamlaðir. Þetta er ekki verst þar sem akandi umferð er mest, heldur á hliðargötum. Sums staðar er ástandið jafnvel svo slæmt að gangstéttar finnast engar, aðeins flughálir skaflar beggja vegna götunnar. Ég leyfi mér að lýsa eftir þessum gangstéttum. Finnandi vinsam- legast skili þeim á sinn stað. Ég vil einnig benda á furðulegt sleifarlag á gangstéttarmokstri við verslunargötur eins og Laugaveg, Skólavörðustíg og Bankastræti. Hvers vegna ekki sjálfs- afgreiðsla? V.Á. hringdi og var heldur óhress út af bensínverkfalli. — S\GeA V/öGA í aiLVERAU Ég er ekki að fella neinn dóm i þessari kjaradeilu, en þarna gerist það eins og oftar að margir líða fyrir fáa. Það liggur í hlutarins eðli að í þéttbýlinu hér á Suðvesturlandi, þar sem fjarlægðir eru miklar og al- menningsvagnaþjónusta ónóg og þar á ofan stopul yfir vetr- artímann, ríður á miklu að einkabílanotkun geti verið með eðlilegum hætti. Mér hefur oft komið í hug að spyrjast fyrir um það, hvers vegna olíufélögin hafi ekki enn tekið upp það fyrir- komulag að gefa viðskipta- mönnum sínum kost á sjálfs- afgreiðslu, og greiða fyrir það lægra verð en með þjónustu. Já, hvers vegna hafa þau ekki enn látið verða af þessu? Ég vonast til þess að fá svar við því frá réttum aðilum. Félagsmálastofnun Akureyrar vill kynnast góöu fólki sem óskar aö gerast fósturforeldrar. Um er aö ræöa bæöi skammtíma fóstur til nokkurra mánaöa og langtíma fóstur yngri og eldri barna. Umsóknum meö sem nákvæmustu uppl. um aöstæöur og væntanlegar óskir umsækj- enda sé skilað sem fyrst til Félagsmálastofnunar Akureyrar, pósthólf 367, 600 Akureyri. Litiö veröur á allar upplýsingar sem fram koma í umsóknum sem algjört trúnaöarmál. Innritun hefst þriöjudaginn 6. janúar. Innritun þriöjudag, miövikudag og fimmtudag frá 10—12 og 13—19 alla dagana. Ath. Innritun aðeins þessa þrjá daga. & & & * Dansskoli Heiðars Ástvaldssonar Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar Dansskóli Sigvalda Dansstúdíóið Sóley Jóhannesdóttir DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS OOO TRYGGING fyrir réttri tilsögn í dansi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.