Morgunblaðið - 04.01.1981, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.01.1981, Blaðsíða 40
Síminn á afgreiðslunni er 83033 JlUrgunbUbib Hrainlatittaki BMndunartwki Státvaskar ARABIA Ix)aðstofvmM Nýborgarhúainu, Ármúla 23, afmi 31810. SUNNUDAGUK 4. JANÚAR 1981 21 ár liðið frá því að millifærslu- og uppbótakerfi var afnumið NU ER rétt 21 ár frá þvi cr millifærslu- ojí upp- bótakerfi var afnumid sem kjarninn í íslenzkri efnahatísstjórn. I»aó tíerðist í upphafi við- reisnarstjórnarinnar í janúar- ojí fehrúarmán- uðum 19(50. Þetta upp- lýsti Jónas II. Ilaralz bankastjóri Morjíunhlað- ið um í jíær. Jónas Haralz sajjði vissar leyf- ar gamla kerfisins hafi verió áfram við líði fvrst á eftir. Tryggingar voru j;reiddar fyrir fiskiflotann ojí voru f>a>r af- numdar, en teknar upp á ný, þar sem í ljós kom, að fiskiflotinn var orðinn svo vanur að jjreiða ekki tryjcginjíar, að þær inn- heimtust ekki. Þetta kvað Jónas þó ekki hafa verið nein megin- atriði og raunar hafi komið stuttur tími í ársbyrjun 1964, þar sem greidd var hækkun fiskverðs um stuttan tíma, en féll niður um leið og verðhækk- anir urðu á erlendum mörkuð- um, sem fyrirsjáanlegar voru. A þessum tíma var ekki til verð- jöfnunarsjóður fiskiðnaðarins. Jónas Haralz sagði: „Þarna verður algjör kerfisbreyting og um leið samfara því, voru af- numin mismunandi gjöld á inn- flutningi, sem voru mjög flókin og margbrotin." Bátagjaldeyrir er þó enn eldri, frá 1952 og var í gildi fram til 1956, er bátagjald- eyriskerfinu er breytt í útflutn- ingssjóð með sérstökum útflutn- ingsbótum á vinstri stjórnarár- unum 1956. Þó var þetta kallað bátagjaldeyriskerfi áfram, því að í eðli sínu var það hið sama. Á þessum tímá fengu LÍÚ og útflutningssamtökin jyaldeyris- leyfi í hendur og seldu beinlínis gjaldeyrisleyfi. ur til útreikn- ings á verðbót- um 1. marz „ÞAÐ SEGIIÍ í bráðabirgðalög- unum. að 1. marz skuli hara miðað við það að draga 7% frá verðbótunum, eins og þa‘r hefðu orðið samkvæmt fyrra kerfi. Þessi umma'li eru því rétt," sagði Tómas Árnason. viðskiptaráð- herra, er Mbl. bar undir hann þau ummadi Ásmundar Stefáns- sonar. forseta ASÍ, að 10% ha kk- un opinberrar þjónustu á gaml- ársdag komi „í vísitölu með eðlilegum hætti og ba'tist með verðbótum 1. marz". Tómas sagði ljóst af bráðabirgðalögunum. að hvcr sem vísitöluhækkunin ætti að verða 1. mar?samkvæmt eldra kerfi, þá yrði hún ekki skert meira en sem nemur 7%. Leki kom að Fjallfossi UEKI KOM aó l'jallíossi. einu skipa Eimskipafélajís Islands í jíaTnmrjíun. þar scm skipið var á hoimleið um það bil miðja vejíu milli íslands ojí Færeyja. Slysavarnafélajíi Islands var jíert viðvart. ojí jafnvel talið að skipið þyrfti á aðstoð að halda fyrirvaralaust. en nokkur sjór var þá kominn í lestar þess. Togarinn Guðsteinn og skipin Alafoss og Dettifoss, sem ekki voru langt undan, sigldu þegar í átt að Fjallfossi, og áttu þau að Ferðalög talin óvarleg og færð víða mjög erfið F/ERÐ á vegum landsins er nú víða erfið, og fólki er ráðlagt að icggja ekki upp í ferðalög nema brýna nauðsyn beri til og þá á vel úthúnum farartækjum. í fyrrinótt spilltist fa-rð mjög víða og versta veður gerði víða um land. ekki hvað síst suðvest- anlands. Suðurlandsvegur varð til da“mis ófær milli Selfoss og Ilvolsvallar. en hann var ruddur í gær. og er nú fært allt til Víkur í Mýr- dal. um Þrengsli. Ilellisheiði er ófær og verður ekki rudd að svo komnu. og ekki heldur vegir austan Víkur. Flestir hliðarvegir í Árnes- og Rangárvallasýslum eru ófærir. Um hádegisbil í gær var kominn mikill skafrenningur á þeim slóðum, og vart talið ferðaveður. Fa>rt var um Suður- nes, fyrir Hvalfjörð, upp í Borgarnes, ófærð var mikil í gær í Borgarfjarðardölum, en færð allgóð á Snæfellsnesi, ófærð var á Mýrum. Fært var norður Holtavörðuheiði á stór- um bílum, skafrenningur var mikill á Norðurlandi, ófært var til Hólmavíkur, Ólafsfjarðar og Siglufjarðar, og einnig austan Húsavíkur. Fjallvegir á Austur- landi voru allir ófærir og þung- fært á láglendi. Þá var erfið færð víða á Veátfjörðum, svo sem milli Bolungarvíkur og ísafjarðar og í nágrenni Flat- eyrar. Flug innanlands hefur gengið misjafnlega, ófært hefur til dæmis verið til ísafjarðar í nokkra daga, en tekist hefur að fljúga til Húsavíkur og Akur- eyrar. Ekki er vitað um óhöpp eða slys vegna erfiðrar færðar. verða hjá skipinu um klukkan 16 í gær. Eftir að lekinn hafði verið kannaður nánar kom hins vegar í ljós að hann var ekki eins alvar- legur og fyrst var talið, og sigldi ski{' ð því fyrir eigin vélarafli til Fæteyja, og höfðu dælur þess vel við. Flugvél Landhelgisgæslunnar var þó send á vettvang, og einnig átti danska varðskipið Vædderen að vera hjá skipinu um klukkan 16. Veður á þessum slóðum var um 7 vindstig er lekinn kom upp, en er síðast fréttist var allt í lagi um borð, og engan skipverja hafði sakað. Ekki er vitað hvað olli lekanum, er kom upp fyrirvara- laust og án árekstrar eða annars sjáanlegs tilefnis, að því er Morg- unblaðinu var tjáð hjá Slysa- varnafélaginu og Landhelgisgæsl- unni í gær. Ljósm. Mbl.: RAX. Gífurleg örtröð fólks var í sparisjóöum í höfuðborginni í gær vegna gjaldmiðils- skiptanna, en allir bankar voru þá lokaðir, nema afgreiðsla Seðlabankans. Lýsti þetta amstur í sparisjóðunum þeirri þörf, sem var fyrir að bankar væru opnir. Myndin er tekin í gærmorgun í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. Ekkert sem bendir bein- línis til verðhækkana Rætt við Eyjólf ísfeld Eyjólfsson og Sigurð Markússon um horfur á sölu sjávarafurða EG TEL ekki að í sjálíu sér séu nein ákveðin merki á loíti, sem hendi til hækkana á sjávarafurðum á erlendum mörkuðum á þessu ári. sagði Eyjólfur Isfeld Eyjólísson. forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. í samtali við Morgunblaðið í gær. en Tómas Árnason. viðskiptaráðherra. sagði í fyrradag. að menn væru að vona, að sjávarafurðir ..lyftu sér“ á erlendum mörkuð- um og að verðjöfnunarsjóðnum yrði þá kleift að hrúa bilið þar til verðhækkanir kæmu fram. Sigurður Markússon, fram- kvæmdastjóri Sjávarafurðadeild- ar Sambandsins, sagði í gær, að ýmislegt í sambandi við framboð og eftiispurn benti til þess, að verðþróun ætti að geta orðið hagstæðari árið 1981 en hún var á nýliðnu ári. Þá væri þó eftir að taka með í reikninginn hina miklu ríkisstyrki, sem þekktir væru í sumum þeim löndum, sem íslend- ingar ættu í hvað harðastri sam- keppni við. Sigurður var sérstaklega spurð- ur um fryst flök á Bandaríkja- markaði og sagði, að sér fyndist ekki að menn gætu gert sér vonir um verðhækkanir á þeim sérstak- lega. Hann benti á að nú væri um 35—40% verðmunur á frystum þorskflökum frá íslandi og Kan- ada og eru flökin héðan mun dýrari. Þorskflökin eru um helm- ingur frysts bolfisks, sem Islend- ingar selja á Bandaríkjamarkað og verðmæti þeirra meira en helmingur. Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson sagði, að skreiðarseljendur gerðu ráð fyrir óbreyttum verðum á nýbyrj- uðu ári, en saltfiskframleiðendur væru heldur bjartsýnir á verð. Um frystu afurðirnar á Bandaríkja- markaði sagði Eyjólfur: — Verðin hafa í stórum drátt- um verið óbreytt í tvö ár og það þýðir í raun verðlækkun miðað við verðbólguna. Á þeim grunni leyfa menn sér að vona að eitthvað birti til á þessu ári því þetta hefur verið óbreytt svo lengi. Þá er spurning hvernig framleiðslan verður hér á landi í ár. Ef saltfisk- og skreiðar- verkun verða hagstæð á árinu gæti það dregið úr frystingunni, sem aftur gæti hjálpað til að hækka verð á frystum afurðum. Það eru mörg atriði sem spila þarna inn í, en það sem menn hafa fyrst og fremst á bak við eyrað í þessum efnum er, að það má telja heldur óeðlilegt að frystur fiskur skuli ekki hafa hækkað í tvö ár miðað við verðbólgu í markaðs- löndunum og hækkanir, sem orðið hafa á öðrum matvælum í Banda- ríkjunum, sagði Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson. Tómas Árnason: Hækkunin kem-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.