Morgunblaðið - 04.01.1981, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.01.1981, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1981 Sextugur: Pétur Þorsteinsson sýslumaður í Búðardal í dag, hinn 4. janúar, verður Pétur Þorsteinsson í Búðardal, sýslumaður Dalamanna, sextugur. Það er ekki hár aldur, en þó hafa flestir unnið mestan part þess starfs sem lög skammta mönnum. En margir eiga líka því láni að fagna að vera alltaf sístarfandi, ekki síst þar sem hugur stefnir til lista eða fræðiiðkana. Þá skipta árin engu máli. Ég held að einn þessara manna sé einmitt sýslu- maður Dalamanna. Pétur Þorsteinsson er fæddur að Óseyri við Stöðvarfjörð 1921. Þar ólst hann upp við sjósókn og sveitavinnu svo sem títt hefur verið um bændasyni, við strendur íslands. 1936 fer Pétur í Eiða- skóla, menntasetur Austfirðinga. Þegar Pétur hafði numið allt sem hægt var að Eiðum stefnir 'hann á þann skóla sem mestur var í augum landsbyggðarfólks, Menntaskólann á Akureyri. Þar naut Pétur sín vel. Hann tókst á við verkefni skólans af þeirri djörfung sem þeir einir eiga er hafa fengið kraft og hæfileika sem náðargjöf. Það brann í augum sveitastrák- anna, því að stúlkur, sem sóttu skólann úr sveitum, voru fáar, erfið lífsbarátta eða kannski mætti segja allsleysi sveitanna, og menntun í margs konar mynd hefur verið og er lykill að breyt- ingum þjóðfélags; svo er það undir manninum komið, einum eða fleir- um, hvort hið nýja verður betra hinu gamla. Þeir sem eru í heiminn bornir um 1920 eru að sumu leyti (eða kannski að öllu) hamingjubörn. Þeir hafa nú J)egar lifað tvö eða þrjú skeið Islandssögunnar. í barndómi kynntust þeir krepp- unni. A unglingsárum þeirra fer skjálfti um öll lönd, nýr tími Brzezinski gagnrýndur rennur upp því að heimsstyjðid hefur lesið mönnum þann pistil þar sem flest gamalt verður feigt. Á íslandi hófst nýr tími, sem aldamótaskáldin Iýstu í draum- sýn, framfarir, framfarir. Vegir, brýr, hús manna og fénaður, skip, bátar, bílar, flugvélar, ylver og rafver, allt er nýtt og miklu fleira en hér hefur verið talið. Og nú erum við komin inn í verðbólgutímabilið. Það er sá skattur sem við þurfum að greiða eftir andvökunótt ofátsins. Það er ævintýri líkast að hafa lifað þetta — sérstaklega þeim sem bera á herðum sér land og þjóð — en svo má kalla þá sem hafa í sinni sér kjör fólksins, líf þess og starf. Einn þeirra er einmitt Pétur Þorsteinsson. Þeir sem hann þekkja vita hve stórhuga hann er í þjóðfélagssýn sinni, réttsýnn á menn, þarfir þeirra og eðli og um leið margsýnn. Slíkur þáttur í eðli manns hlýtur ávallt að koma fram í starfi. Því verða próf í skóla aldrei einhlít. Það verður ávallt þeim sem mannaforráð hafa nokkur vandi að tempra réttlætið við valdið. Svo virðist a.m.k. í fljótu bragði. En sá sem ekki kann það getur heldur ekki talist góður valdsmaður því að ofar öllu stendur þó samviska manns. Svo hefur mér líka virst um starf Péturs Þorsteinssonar. Svona eiga sýslumenn að vera. Gunnar Finnbogason, skólastjóri. New York, 2. jan. AP. AÐALFULLTRÚI Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Donald F. McHenry, kveðst telja að Zbigniew Brzezinski, ráðunautur forsetans i þjóðaröryggismálum. hafi talað þegar hann hafi átt að þegja og sent frá sér „vísbend- ingar“, sem hafi valdið misskiln- ingi. „Það er aðeins hægt að hafa einn utanríkisráðherra.“ sagði hann i viðtali við AP. Þetta er í annað skipti á einni viku sem Brzezinski sætir gagnrýni núverandi eða fyrrverandi starfs- manna Carter-stjórnarinnar. Hodding Carter III, sem var blaðafulltrúi Cyrus Vance fyrrver- andi utanríkisráðherra, kallaði Brzezinski annars flokks hugsuð" í grein í tímaritinu Playboy. Hodding Carter líkti Brzezinski við „rottuhund", sem „fór að glefsa í Vance" um leið og utanríkisráð- herrann fyrrverandi boðaði stefnu- ákvörðun. McHenry kvaðst telja það há ríkisstjórninni í friðartilraununum í Miðausturlöndum, að hún neitaði að semja við Frelsissamtök Palest- ínu, PLO. Hann sagði um ráðunauta Ron- ald Reagans, næsta forseta, að þeir litu á heimsástandið af sjónarhól kalda stríðsins og legðu of litla áherzlu á félagsleg, pólitísk og efnahagsleg vandamál þróunar- landa. Hann-kvað blökkumannaríki Afríku óttast, að stjórn Reagans hefði minni samúð með þeim en Carters. Elzti apinn þrítugur Piladelfiu, Pennsylvaniu. 30. des. AP ELZTI górilluapi í heimi, Massa, varð þrítugur í gær, þriðjudag, en sá aldur er talinn jafngilda 120 ára aldri manns. Þótt greinileg ellimerki sjáist á apanum er hann sagður sterkari en 16 menn. Hár hans er farið að grána og hann er nærsýnn. Hann er 135 kíló að þyngd og hefur lézt um 45 kíló á 10 árum. Yfirleitt lifa górillur ekki leng- ur en 30 ár. Til þess að halda upp á afmælið var Massa færð afmælis- terta úr fjörefnum, grænmeti og ávöxtum. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar þjónusta Innflytjendur Gel tekiö aö mér aö leysa úl vörur. Tilboö merkt: „J — 3046", sendist Mbl. Utskurður Útskuröarnámskeiö veröur haldiö aö Lindargötu 10. eftir áramót. Uppl. í s: 28405 e. kl. 19.00. húsnæöi óskast Vantar 2ja herb. íbúö ( Reykja- vík, helst t HliÖunum eöa gamla bænum fyrir einhleypa konu á sjötugsaldri Uppl. gefur Birgir Ásgeirsson, Mosfelli í síma 66113 eftir kl. 5. Fíladelfía Safnaöarguösþjónusta kl. 14. (Ath. aöeins fyrir söfnuöinn). Ræöumaöur Einar J. Gíslason. Almenn guösþjónusta kl. 20.00. Ræöumenn Rúnar Guönason. nýkomlnn heim eftir biblíuskóla- nám í Englandi og Jóhann Páls- son. Fórn fyrir kristniboöa í Afríku. Fjölbreyttur söngur. K.F.U.M. og K.F.U.K. Fórnarsamkoma annaö kvöld kl. 20.30. Benedikt Arnkelsson tal- ar. Allir velkomnir. Félag austfirskra kvenna Fundur mánudaginn 5. janúar aö Hallveigarstööum kl. 20.30. Fé- lagsvist. Skíðadeild Fram Aöalfundur skiöadeildar Fram veröur haldinn þann 8. jan. n.k. kl. 8 í Félagsheimilinu viö Safa- mýri. Fjölmenniö. Stjórnin Kristniboðsfélag karla Reykjavík Fundur veröur í kristniboöshús- inu Betanía, Laufásveg 13, mánudagskvöld 5. jan. kl. 20.30. Allir karlmenn velkomnir. Stjórnin Elím, Grettisgötu 82 Sunnudagaskóli kl. 11.00. Al- menn samkoma kl. 17.00. Alllr eru velkomnir. Sálarrrannsóknarfélag íslands Almennur fundur veröur haldinn fimmtudaginn 8. janúar aö Hall- veigarstööum viö Túngötu kl. 20.30. Fundarefnl: örn Guömundsson varaforseti félagsins flytur erindi um norska sjáandann og hug- lækninn Marcello Haugen. Stjórnin Hörgshlíð Samkoma í kvöld kl. 8. Krossinn Almenn samkoma í dag kl. 4.30 aö Auöbrekku 34, Kópavogl. Hjálpræðisherinn i dag kl. 20.30 hjálpræöissam- koma séra Lárus Halldórsson talar. Allir velkomnir. Félagiö Anglía tilkynnir: Laugardaginn 10. janúar kl. 14—17 er barnaskemmtun fé- lagslns haldln aö Síðumúla 11. Aögöngumiöar seldir vlö inn- ganginn og kosta nýkr. 10. Á sama staö sama dag 10. janúar kl. 21.00 heldur félaglö disko- dansleik meö „Italian supper". Húsiö er lokaö kl. 22. Dansaö til kl. 2. Aögöngumiöar seldir f versl. Veiöimanninum Hafnar- stræti og kosta nýkr. 50. Anglía félagar fjölmenniö á þennan síöasta dansleik vetrarlns. Stjórn Anglía. L/hr) í*!****1 tiHiiinniii JSALr / ICELANDIC ALPINE CLUB Almennur félagsfundur veröur haldinn miövikudaginn 7. janúar n.k. aö Grensásvegi 5. Rætt veröur um starfiö framund- an og skálamál. Stjórnin ÚTIVISTARFERÐIR Sunnud. 4.1. kl. 11: Nýéreferö suöur meö sjó í fylgd meö séra Gísla Brynjólfssyni. Komiö veröur í Útskálakirkju. Verö 50 nýkr. frftt f. börn m. fullorönum. Fariö frá B.S.I. vest- anveröu (í Hafnarf. v. kirkjugarö- inn). Útivlst FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SIMAR11798 og 19533. Dagsferö 4. janúar kl. 13: Skföaganga á Hellisheiöi. Farar- stjóri: Tryggvi Halldórsson. Verö nýkr. 40.-. Fariö frá Umferöar- miöstööinni austanmegin. Far- miöar v/bf). Feröafélag fslands radauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar \ tilkynningar | húsnæöi i boöi | bilar | ( h c a L Framkvæmdastjórar Tek aö mér aö fara í iönfyrirtæki og yfirfara rekstur þess. Algjörum trúnaöi heitiö. Sendiö nafn viðkomandi fyrirtækis til augld. Mbl. merkt: „Verkleg reynsla — 3105“. * Til leigu 80 fermetra skrifstofuhúsnæði á góöum stað viö Laugaveg er til leigu. Laust strax. Tilboö sendist Morgunblaöinu fyrir 10. janúar 1981 merkt: „Laugavegur — 3067.“ Til sölu Mercedes Benz 1719, framd., árg. 1978. Ekinn 59 þús. km. 3,80 m milli hjóla. Uppl. í síma 91-30694. Dld boys Iressingarleikfimi í íþróttahúsinu Ásgarði Jarðabæ. Alhliöa hreyfing fyrir karla á öllum Idri. Námskeiðiö hefst þriöjudaginn 6. jan. Jþpl. og innritun í síma 52655 og 53066. Páll Ólafsson, íþróttakennari. Verslunarhúsnæði 80 fm. götuhæö á besta staö viö Laugaveg- inn til leigu í 1—2 mánuöi fyrir útsölumarkaö. Tilboö sendist augld. Mbl. fyrir 8. janúar merkt: „Laugavegur — 3099“. Vörubílar til sölu tveir Volvo bílar N88 meö grjótpalli, annar ökufær, og hinn í því ástandi sem hann er eftir veltu. ístak, íþróttamiðstöðinni. Sími 81935.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.