Morgunblaðið - 04.01.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1981
19
heimi og jafnframt skemmtilega
ástarsögu. Hún er viturleg af því
að hún er fyndin, skilur fjarstæð-
urnar í lífi okkar og fyrirgefur
okkur samt. „Show People“
(Weidefeld) eftir Kenneth Tynan
var kveðjuverk hans og sannar-
lega honum til sóma, því hann var
engu minni snillingur en mennirn-
ir sem hann skrifar um, Mel
Brooks, Stoppard og Ralph Rich-
ardson.
• Harold Pinter
„From Middle England“
(Deutch) eftir Philip Oakes. At-
hyglisverð þróunarsaga um
bernsku höfundar á fjórða ára-
tugnum. Knöpp, yfirveguð, ná-
kvæm og ákaflega fyndin. Stór-
kostlegt verk. „A Part of Speech“
(Oxford) eftir Joseph Brodsky
(Oxford). Mjög áhrifaríkt og mik-
ilvægt ljóðasafn, skrifað bæði
fyrir og eftir sjálfskipaða útlegð
hans úr Rússlandi. Sönn göfgi í
skáldskap.
• Graham Greene
1. „The Habit of Being“ eftir
Flannery O’Connor (Faber). Hríf-
andi safn bréfa þessarar amerísku
skáldkonu, sem vanrækt var með-
an hún lifði. 2. „Moscow Diary“
eftir Veljko Micunovic (Chatto
and Windus). Aldrei fyrr hefur
sendiherra í Moskvu látið uppi í
smáatriðum svo mikið af leyndar-
dómum starfs síns. 3. „The
Church Maintained in Truth“
eftir Hans Kung (SCM-Press).
Stutt en djúphugul bók. Kaþólikk-
ar geta verið stoltir af þessum
andófsmanni.
styttstu bók ársins, þá held ég að
þau hefði hlotið Gita Mehta fyrir
smásagnasafnið Karma Cola
(Cape). Hver einasta sagna henn-
ar er gimsteinn. „Other Worlds“
eftir sálfræðinginn Paul Davies
(Dent) verður vel metin af lesend-
um með smekk fyrir ýmiskonar
dulspeki, sem sækir andagift í
nútíma stjörnugeim. Sumrr þætt-
irnir eru full tæknilegir, en þeim
getur leikmaður allt eins sleppt og
engu að síður náð þessari ótrúlega
furðulegu og um leið vísindalega
staðgóðu kenningu á óendanlegum
fjölda hliðstæðra alheima, sem
hver um sig hefur óendanlegan
fjölda afbrigða í lífsstíl.
• Roy Jenkins
„Raymond Asquith: Life and
Letters“ (Collins) í útgáfu Johns
Joliffes. Bréfaskriftir bréfaskrift-
anna vegna og þau fínpússuð í
stórkostlegt net lærdóms, kímni-
gáfu, sjálfsöryggis, sjálfsblekk-
ingar, bölsýni og oft hreinnar
fyndni. „Edwin Lutyens“ eftir
Mary Lutyens (John Murray) er
eitthvert besta dæmi sem ég þekki
um erfitt form, þegar afkomandi
skrifar. Þarna er að finna meira
um persónuna Lutyens en arki-
tektinn Lutyens, en samt ágætur
lítill skammtur af þeim síðar-
nefnda. Og allt er það skrifað með
blöndu af ást og tilfinningatengsl-
um í óvenjulegu jafnvægi. „The
Letters of Evelyn Waugh“
(Weidefeld) í frágangi Marks Am-
ory. Enn bréfasafn, sem ég á samt
erfitt með að ganga fram hjá. í
fyrsta lagi af því að - ég hafði
Les succés de la semaine
Rotnans, réciis, nouvelles
riTRES AUTEURS EDITEURS Clas. préc. Nbre de semain. de prés.
1 Le Jardin d’acclimatilion Yves Navarre Flammarion 4 3
2 Gatpard, Melchlor at Balthazar Michel Tournier Galltmard 1 5
3 Fort Saganne Louls Gardel Seuil 5 17
4 Les palembes ne passeront plus Claude Michelet Laffont 2 14
S Paris ma benne vllle Robert Merle Plon — 1
í Mimeires de Mary Watsen Jean Duteurd Flammarlon 3 5
7 Le Chian couchant Franfolse Sagan Flammarion 7 3
8 Trente Mllle Jeurs Maurlce Genevolx Seull 8 24
9 Les Lits i une placo Frangeíse Dorlir Flammarien 6 29
10 les Chénes nrts Sylvie Caster B.F.8. 9 9
Ciudes, essais, documents
t le Déti mendlal JeanJacques Servan-Schreiber Fayard 1 7
2 la Double Miprlse Catherine Nay Grasset 3 5
3 Le Pouvoir confisqué Héléne Carrére d'Encausse Flammarion 5 5
4 Lettre ouverte aui luturs illeltris Paul Guth Albin Mcchel 4 12
S La Femme au temps des cathidrales Régine Pernoud Stock 6 11
i La Nomenklatura Michael Voslensky Belfond 2 12
7 le Tabeuret de Piotr Jean Kéhayan Seuit 7 4
8 La Républlque giscardlenne Alain Duhamel Grasset V— 3
9 Frédéric de Hohenstaufen Benoist-Méchin Lib. acad. Perrin 10 2
tO La Guerre de Cenl Ans Jean Favier Fayard — 7
Frönskumælandi fólki til hægðarauka fylgir hér metsölubókalistinn í
jólavikunni úr franska blaðinu Express.
• Edna O’Brien
Þetta eru alvarlegir tímar. Max
Frisch heldur því fram af sinni
alkunnu nákvæmni að skáldsagan
sé ekki til neins nú á dögum, þar
sem hún geri ráð fyrir því að við
sitjum í tryggu sæti á jörðinni. í
„Man in the Holoscene“ (Eyre
Methuen) dregur Frisch með
hrollvekjandi snilli fram upplausn
mannlífsins og uppblástur jarðar-
innar. í „Riddley Walker“ (Cape)
bregst Russel Hoban léttúðlega
við hugsanlegri eyðileggingu, með
því að setja saman snilldarfrásögn
á máli, sem gæti verið tínt saman
úr brotunum. Aftur á móti grát-
biðja E.P. Thompson og Dan
Smith í „Protest and Survive“
(Penguin) — og að mínum dómi
með réttu — um afvopnun þjóð-
anna. Ef við förum að ráði þeirra,
þá verður bók Neils Jordans „The
Past“ (Cape) bráðnauðsynleg.
Hún er tær og áhrifarík.
• Arthur Koestler
Ef veitt væru verðlaun fyrir
gaman af bréfunum og í öðru lagi
af því þau eru miklu betri en
æfisögurnar og í þriðja lagi af því
að hve vel Mark Amory hefur búið
þau til útgáfu.
• A.J.P. Taylor
„The Philosophic Radicals“
eftir William Thomas (Oxford)
hefur hrifið mig mest af sagn-
fræðibókunum, sem ég hefi lesið í
ár. Jeremy Bentham var ákaflega
hrifinn af henni þegar ég hitti
hann í Lundúnaháskóla um dag-
inn. Skemmtilegasta æfisagan var
„William Wordsworth“ eftir
Hunter Davies (Weidefeld), sem
bætti við aðdáun mína á þeim
mikla manni. Versta bók ársins
var án efa „The Real War“ eftir
Richard Nixon (Sidgwick & Jack-
son).
• Anthony Howard
Af kaffiboðabókum ársins
stendur „The Shock of the Ncws“
(BBC Publication) upp úr, vegna
prósastílsins eins. Þótt hann fari í
taugarnar á manni í sjónvarpinu,
þá á Robert Hughes skilið að fá
tækifæri til að hrífa mann á
prenti. Af bókum í eldri stíl,
vinnur skoðun Georges Hutchin-
sons á Harold Macmillan í „The
Last Edwardian at No. 10“ (Quar-
tet) verðlaunin frá mér sem besta
lýsing okkar tíma. „London Parti-
culars“ (Oxford) eftir C.H. Rolph
er á hælunum á henni, því hún er
hreinasti Aladíns hellir, fullur af
tregablöndnum fjársjóðum, fyrir
hvern sem er kominn yfir 45 árin.
• Margaret Drabble
í ár hefi ég kosið þrjár skáld-
sögur: „Setting the World on
Fire“ (Secker and Warburg), sem
forfallnir eins og ég hafa lengi
beðið eftir og hún var vel þess
virði. „Earthly Powers“ (Huch-
inson) eftir Anthony Burgess er
hreinasta upplifun fyrir hingað til
hálfvolgan aðdáanda. Og loks
„How Far Can you Go“ (Secker)
eftir David Lodge, sem er fyndin,
dapurleg og áhrifarík; og að auki
mikilvægt verk frá félagssögulegu
sjónarmiði.
• A. Alvarez
Gott ár fyrir aðdáendur Smil-
eys. Meistarinn heyr lokaorrustu
sína við Karla í „Smileys People"
(Hodder and Stoughton). John Le
Carré sannar þar enn einu sinni,
að í höndum snjalls rithöfundar
getur njósnasagan verið jafn al-
varlegar og sveigjanlegar bók-
menntir eins og hvert annað
bókmenntaform. „Conspiracy“
eftir Anthony Summers (Coll-
ancz/Fontana) virðist vera lang
sannferðugasta bókin, sem fram
að þessu hefur verið skrifuð um
morðið á Kennedy forseta. Þessi
þrautseiga, nákvæma söfnun hans
á smáatriðum er spennandi og enn
hefur hún ekki verið afsönnuð og
ekki einu sinni mótmælt. Ég er
nýbúinn að lesa „The Right Stuff“
eftir Tom Wolfe (Cape), bók um
amerísku geimfarana og tilrauna-
flugmennina. Þetta er fyndin,
spennandi og djúpsæ skoðun á
heiðurshugmyndum þeirra, sem
hætta lífi sínu sér til skemmtunar.
• Anthony Sampson
„Smileys People“ eftir Le Carré
(Hodder and Stoughton), sem sýn-
ir meistara'nn i sínu besta formi
hreif mig mest á árinu 1980. Bókin
er hlaðin ógnum og háleitum
vonbrigðum með stórkostlegri
spennu. Uppáhaldsritverk mitt í
ár er „The Return of Eva Peron“
eftir V.S. Naipaul (Deutch). í sinni
þrúgandi svartsýni verkar hún
niðurdrepandi. Naipaul gæti látið
Bond Street verka líkt og versta
fátækrahverfi — en jafnframt er
hún stórkostlega ögrandi í lýsingu
sinni á hrörnun Afríkumanna og
Suðurameríkufólks. Umhugsunar-
verðasta stjórnmálasagan, sem ég
las, var „Margaret Thatcher's
First Year“ (Jill Norman) eftir
Hugh Stephenson, sundurgrein-
andi athugunum og teygðum og
toguðum útskýringum á „Fyrir-
brigðinu" og sambandi Margretar
við samstarfsmenn sína.
• Edward
Crankshaw
Þrjár bækur um fólk með
óvenjulega hæfileika. í „Nellie:
Letters from Africa“ (Weidenfeld
& Nicolson) kynnir Elspeth Hux-
ley bréf frá móður sinni í Kenya í
40 ár. Klók, næm, iðulega fyndin,
óviðjafnanleg bréf, og á Mau-Mau
tímanum all þrúgandi. „Kolyma
Tales“ eftir Varlam Shalamov
(Norton) er tilgerðarlaust verk
eftir fæddan rithöfund, helgað
verstu þrælkunarbúðum Stalins.
Þessar tæru myndir af fólkinu,
sem lifði með honum 17 ára
martröð, kunna að taka fram
öllum öðrum skrifum um búðirn-
ar, vegna þess að þau eru tær og
blátt áfram eins og Puskin eða
Chekov hefði skrifað. Síðast nefni
ég „Personal Impression"
(Charto) eftir Isaiah Berlin, vegna
skínandi gáfnafars hans og örlæt-
is hjartans í þessari stóru og
látlausu mynd af samtímafólki af
ýmsu tagi.
• Philip Toynbee
í fyrsta lagi sé ég, í nokkurri
fjarlægð þó, „My Guru and his
Disciple“ (Éyre Methenen) eftir
Isherwood, sem er einhver
skemmtilegasta leit í andanum,
sem ég hefi lengi átt. „Chaucers
Knight“ eftir Terry Jomes (Weid-
enfeld) er snjöll bókmenntaleg og
söguleg rannsókn. „Sidney Smith“
(Oxford) eftir Alan Bell er af-
bragðs æfisaga afbragðsmanns.
• A.J. Ayer
„Late Antique. Early Christian
and Medieval Art“ eftir Meyer
Scahpiro (Chatto), þriðja bindið af
úrvalsskrifum virts bandarísks
listfræðings, sem sýnir alla hans
fjölbreyttu þekkingu. „The North-
ern Crusades“ (Macmillan) eftir
Eric Christiansen, annað rit lærðs
manns um riddara ferðir og píla-
gríma frá Baltnesku löndunum á
tímabilinu 1100—1525. Og loks
„Twelve Tarot Games eftir
Michael Dummett (Duckworth).
Þetta er fylgirit við miklu dýrara
sögulegt verk eftir sama höfund
„The Game of Tarot“. Það er ætlað
spilafólki einu, en ætti að geta
skemmt hverjum þeim, sem hefur
þolinmæði til að læra eitt eða tvö
afbrigði af þessu spáspili.
nýtt ár ...
nýtt bókhaldsár...
MEÐ NÝJU ÁRI KOMA NÝJAR FÆRSLUR,
NÝJAR ÁKVARÐANIR, NYJAR BÓKHALDSBÆKUR.
HJÁ OKKUR FÁST RÉTTU BÓKHALDSBÆKURNAR.
ÚRVALIÐ ALDREI MEIRA.
Hallarmúla 2 Hafnarstræti 18 Laugavegi 84