Morgunblaðið - 25.01.1981, Síða 3

Morgunblaðið - 25.01.1981, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1981 3 Rauði kross Islands: Vantar nú frönskumæl- andi fólk til hjálparstarfa RAUÐA krossinn vantar nú til- finnanlega frönskumælandi fólk til hjálparstarfa. Alþjoða Rauða krossinm un KanKast fyrir nám- skeiði í Genf siðari hluta marz- mánaðar fyrir fólk sem hyKífst gefa kost á sér til slikra hjálpar- starfa. Hjálparbeiðni berst Al- þjóða Rauða krossinumárleKa á 16—18 daKa fresti. Rauði kross íslands tekur i æ ríkari mæli þátt i hjálparstörfum erlendis ok hefur farið í vöxt að fólk sé sent héðan til slikra starfa. t.d. hafa 16 fslendinKar farið til hjálparstarfa i ýmsum löndum á veKum RKl sl. tvö ár. 1. Góð menntun og almenn reynsla. 2. Góð kunnátta í ensku, bæði talmáli og ritmáli. Frekari tungu- málakunnátta kostur, og þá sér- staklega góð frönskukunnátta. 3. Aldur 25—50 ára. 4. Gott heilsufar, lækniðvottorð fylgi. 5 Reglusemi. 6. Nauðsynlegt er að viðkomandi geti farið með stuttum fyrirvara til starfa í 3—6 mánuði og skal liggja fyrir skrifleg viljayfirlýsing í þá átt. Einnig liggi fyrir skrifleg yfirlýsing vinnuveitanda um að hann sé jákvæður því að viðkom- andi geti fengið leyfi frá störfum. 7. Umsækjendur þurfa að hafa ótvíræðan áhuga á að vinna við framandi aðstæður með ókunnu fólki af öðru þjóðerni og eiga auðvelt með öll samskipti við aðra. 8. Óskað er eftir að læknar hafi 6 ára reynslu, hjúkrunarfræðingar 4 ára reynslu. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða starfsmenn frá Alþjóðasam- bandi Rauða kross félaga, Alþjóða- ráði Rauða krossins og Rauða krossi íslands. Fer allt námskeiðið fram á ensku. Fyrsta sendingin af Suzuki bilum er komin til landsins og var myndin tekin nýlega af flotanum, sem nú bíður afgreiðslu. Sveinn Egilsson hf. hefur umboð fyrir hina japönsku Suzuki bíla og komu 150 bílar í fyrstu sendingunni og eru þeir flestir seldir. Á næstu dögum verða þeir sendir í ryðvörn og síðan taka eigendur við þeim á næstunni. Hjálparbeiðni berst ýmist frá Alþjóðasambandi Rauða krossfé- laga eða Alþjóðaráðinu, allt eftir því hvers kyns hjálparbeiðnin er, hvort um er að ræða náttúruham- farir eða t.d. landamæraerjur. Ýmis landsfélög RK hafa á sínum vegum varalið sem hægt er að kalla á með litlum fyrirvara, því nauðsynlegt er að bregða skjótt við er hjálpar- beiðni berst. Rauði kross íslands efnir til námskeiðs fyrir þá, sem hafa áhuga á því að taka að sér hjálparstörf á vegum félagsins erlendis. Undir- búningsnámskeið þetta verður haldið dagana 4.-8. maí nk. Tala þátttakenda verður takmörkuð við 25 og skulu þeir uppfylla þau skilyrði sem sett eru af Alþjóða Rauða krossinum og RKÍ sem cru m.a.: Kammersveit Reykjavikur: Verk eftir Brahms og Schönberg á tónleikum annað kvöld KAMMERSVEIT Reykjavíkur efnir til þriðju áskriftartón- leikanna á þessu starfsári i Austurbæjarbiói annað kvöld, mánudagskvöld kl. 19.15. Á efnisskrá eru tvö kammer- verk, sem talin eru meðal merkustu tónverka tónbók- menntanna. Fyrst verður flutt- ur klarinettkvintett op. 115 eftir Johannes Brahms. Þetta verk var frumflutt fyrir tæpum 90 árum en hefur einungis verið flutt fjórum sinnum á tónleikum hér á landi. Síðara verkið er Pierrot lunaire eftir Arnold Schönberg, samið og frumflutt 1912. Rut Magnússon fer með lykilhlutverkið í þessu verki en stjórnandi þess er bandaríski hljómsveitarstjór- inn og fiðlusnillingurinn Paul Zukovsky. Kammersveitin flutti verk þetta á listahátíð 1980 en vegna fjölda áskorana var ákveðið að flytja það á ný á þessu starfsári. Paul Zukovsky mun leika með strengjakvartettinum í kiarinettkvintett Brahms en Gunnar Egilsson fer með klarinetthlutverkið. (Sjá grein eftir Þorkel Sigur- hjörnsson um þessi tvö verk á bls. 24.) MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAGIRD AOALtTRCTI • SÍMAR: 17152- 17355 Með hvaða flugfélagi viltu fljúga? Útsýn útvegar þér lægsta fáanlegt fargjald á hvaöa flugleiö sem er á áætlunarleiöum allra helstu flugfélaga heimsins. Þú færö flugfarseöilinn hvergi ódýrari en hjá Útsýn meö hvaöa flugfélagi, sem þú flýgur. Starfsfólk Utsýnar miölar af þekkingu sinni og reynslu, gefur góö ráö og leiöbeinir feröamanninum um alia skipulagningu feröarinnar. FLUGLEIDIR AerLingus* OJL VJNP#»#C /i /llitalia A3POCPAOT JAPAN AlfT LINES Brítish airways Lufthansa German Airlines jaf lUGOSlOVfNSMI AfROIPíNSPOIÍT f/í AL. > AOSTrrouv a//tumss swissair /mmm •••• KLM Royal Dutch Airtlnea DELTA 7>m,í AIRPORTUGAL Útsýn pantar einnig bílaleigubíla og sór um pantanir og útskrift pappíra vegna fiutnings bifreiöa sjóöleiðis. í krafti umsvifa sinna, reynslu og traustra viöskiptasambanda getur Útsýn boöiö meira úrval, betri kjttr og fyrsta flokks þjónustu fagfólks. Látiö fagmenn annast ferðina Farþegar sem gera farseðlaviðskipti sín hjá Útsýn — þótt þeir fari „á eigin vegum“ — fá ókeypis alla þjónustu varðandi hótelpantanir, pantanir á framhaldsfarseðlum, hvort sem er með flugvélum, járnbrautum, áætlunarbif- reiöum, eða skipum, miða í leikhús eða tónleika, knattspyrnu- eöa íþróttaleiki, aðgangskort á sýningar, skíöalyftur, green fees o.þ.h. LONDON heimsborgina, sem býöur eitthvað viö allra hæfi, ieiklist — tónlíst — myndlist — úrval matsölu- staöa — knattspyrnuleikir — söfn og verzlanir og fjölbreytt skemmtanalíf. Enn sem fyrr býður Útsýn hagstæðustu kjörin vegna margra ára viðskipta og hagkvæmra samninga viö gististaði í hjarta borgarinnar. Brottför alla laugardaga. Forsjáll feröamaöur velur Útsýnarferö. Vörusyningar — kaupstefnur Feröaskrífstofan OTSÝN Austurstræti 17, sími 26611 og 20100.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.