Morgunblaðið - 25.01.1981, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1981
15
Bókmenntafélagsins er fullur vilji
fyrir því að leggja fram ofurlítinn
skerf til að auka fjölbreytni útgáf-
unnar — sérstaklega á þeim svið-
um sem aðrir útgáfuaðilar sinna
ekki. Félagið hefur hins vegar
lengst af skort fjármagn til að
sinna þessu verkefni sem skyldi."
Hver eru helztu
ú tgáíu verkeínin
sem Bókmenntafélagið
sinnir eða hyggst
fara út í á
næstunni?
„Ritun og útgáfa Sögu íslands
hefur verið eitt viðamesta verk-
efni félagsins um nokkurt skeið.
Nú eru komin út þrjú bindi þessa
verks og verið að vinna að því
fjórða, — og raunar einnig fimmta
og sjötta. Þetta ritverk er fyrsta
rækilega heildaryfirlitið um sögu
lands og þjóðar frá upphafi til
nútíðar. Þá er að nefna útgáfu
sögulegra heimilda sem verið hef-
ur minni en skyldi. — Annars er
undarlegt til þess að hugsa, þegar
haft er í huga hversu margir
sagnfraeðikennarar eru starfandi
hér á landi við kennslu, að enginn
skuli hafa það að aðalstarfi að
sinna útgáfu sögulegra heimilda.
Það er eins og fyrri daginn:
Ótakmarkað fé virðist til þess að
þenja út skólakerfið en nánast
ekkert til að sinna fræðunum.
Útgefandi heimilda myndi þó ekki
einungis miðla þekkingu til
þröngs hóps nemenda heldur allra
sem vildu tileinka sér sögulegan
fróðleik, samtímamanna og kom-
andi kynslóða. Fjármunir sem
færu til slíkrar útgáfustarfsemi
nýttust margfalt betur en þeir
sem varið yrði til kennslu.
Eins og sakir standa er það
forgangsverkefni hjá Bókmennta-
félaginu að ljúka útgáfu Annála
1400—1800. Stærsta verkefni fé-
lagsins á sviði heimildaútgáfu er
útgáfa Islenzks fornbréfasafns
sem er orðið 16 bindi. Það byrjaði
að koma út 1857 og þyrfti að bæta
við það nokkrum bindum ef vel
ætti að vera.
Hér á landi er nú mikil nauðsyn
að efla þýðingastarfsemi þó það
verkefni snúi að sjálfsögðu að
fleiri aðiljum en Bókmenntafélag-
inu. Þetta er allra mikilvægasta
og trúlega allra vanræktasta verk-
efni sem nú liggur fyrir á sviði
menningarmála hérlendis. Það er
til mikils vansa hversu fá af þeim
ritum sem markað hafa varanleg
spor í menningarsögunni eru til á
íslenzku. En maður kemur alltaf
að hinu sama. Ráðamenn sjá
ekkert nema skólakerfið og drjúg-
um hluta þjóðartekna er varið til
þess á fjárlögum. Aðeins brota-
brot af þessari fjárhæð rennur til
útgáfustarfsemi, þ. á m. þýðinga
— þó er bókin virkasti, aðgengi-
legasti og ódýrasti þekkingarmið-
illinn sem við höfum yfir að ráða.
Bókmenntafélagið hefur reynt
að sinna þessu verkefni, þó í litlu
sé, með þýðingum undirstöðurita
sem komið hafa út í flokknum
„Lærdómsrit Bókmenntafélags-
ins“ og eru það orðnar 16 bækur
alls. I þennan flokk hafa verið
valin ýmis öndvegisrit vísinda og
heimspeki. Ég tel að félagiö vinni
almenningi meira gagn með út-
gáfu á undirstöðuritunum sjálfum
en með útgáfu á léttum alþýðleg-
um bókum eða myndabókum af
sama tagi. Slíka útgáfu ber engan
veginn að lasta en það er sæmi-
lega fyrir henni séð af öðrum
aðiljum og við viljum fremur
sinna þeim verkefnum sem aðrir
hirða ekki um.
Með þýðingum af þessu tagi er
ekki aðeins verið að færa lands-
mönnum nýja þekkingu og hug-
myndir, heldur og að þjálfa ís-
lenzka tungu við ný viðfangsefni
— auka ríki hennar, ef svo mætti
segja. Það varðar miklu að undir-
stöðurit sem þessi séu til á
íslenzku, — bæði er að aðgengi-
legra er fyrir menn að kynna sér
framandi fræði fyrst á móðurmál-
inu, áður en þeir leggja út í frekari
lestur á erlendum tungum, og eins
hitt, að ritin eru aögengileg fyrir
ungt fólk, sem undantekningarlít-
ið hefur ekki þau tök á erlendum
málum er þarf til að geta lesið þau
sér að gagni. A þessum vettvangi
eru óendanleg verkefni framund-
an og æskilegt væri að Bók-
menntafélagið hefði bolmagn til
að sinna þeim meira í framtíðinni.
Einnig er hugsanlegt að félagið
legði meiri stund á endurútgáfu og
þá á ég við endurútgáfu á þeim
ritum sem félagið hefur gefið út
áður. Auðvitað heldur félagið svo
áfram að gefa út einstök rit eftir
því sem efni og aðstæður leyfa."
Hversu margir
félagar eru í Bók-
menn tafélagin u ?
Það munu vera um 1950 félagar
í því núna og þeir mættu gjarnan
vera fleiri. Eg held þó varla að
stefna beri að því að Bókmennta-
félagið verði fjöldafélagsskapur.
Ef við hefðum 2500—3000 trausta
félaga yrði hægt að efla starfsem-
ina verulega. En það ríður á að
félagar séu traustir og víðsýnir —
taki mið af meginmarkmiðum en
ekki einstökum athöfnum — ekki
fólk sem gengur úr félaginu
kannski vegna þess að því líkar
ekki Skírnir það árið eða fellir sig
ekki við einhverja bók sem félagið
gefur út.
Annars held ég að sá misskiln-
ingur sé nokkuð ríkur að fólk telji
Bókmenntafélagið ákaflega fínt
eða jafnvel einhvers konar lokaða
bókmenntaklíku. Allt slíkt er
fjarri sanni. Félagið er öllum opið
og eina skilyrðið er að greiða
félagsgjaidið en í því felst áskrift
að Skirni og aðgangur að öllum
bókum sem félagið gefur út, á
félagsverði. — Ég vildi að félaginu
mætti í raun líkja við frjálsan
háskóla almennings á íslandi, þar
sem bókin væri kennslutækið. Og
upphaflegt markmið hefur verið
eitthvað í þá veru. En mikið
vantar uppá að svo geti talizt, t.d.
er bókaútgáfan hvorki nægilega
mikil né fjölbreytt."
Telurðu að Bók-
menntafélagið geti
aukið starfsemi sína í
náinni framtíð?
„Ég vona það. Félagið hefur
alltaf átt við féleysi að stríða og
lengst af — en einkum þó síðustu
2—3 ár — átt í erfiðleikum vegna
húsnæðisleysis. Það hefur ekki átt
þak yfir höfuðið fyrr en við
keyptum húsið að Þingholtsstræti
2 nú fyrir skömmu. Enn vantar þó
mikið á að húsið sé að fullu greitt.
Við höfum snúið okkur til félags-
manna um fjárframlög og margir
þeirra hafa brugðizt vel við. Von-
andi sjá sem flestir þeirra sér fært
að styðja félagið til þess að
eignast þetta hús, því annars
verður varla um annað að ræða en
selja það aftur — og það yrði nú
heldur dapurlegt.
A undanförnum árum hefur
mikið af starfsorku forráðamanna
félagsins farið í að flytja bóka-
birgðir þess og leita að húsnæði.
Vonandi er nú séð fyrir endann á
því. Verður þá mun meira svigrúm
til að sinna útgáfustarfseminni,
auka hana og bæta.“
Er það annasamt
starf að vera forseti
Bókm enn tafélagsins ?
„Þó nokkuð. Ég þyrfti að verja
meiri tíma í þágu félagsins — en
ég þarf að sinna svo mörgu öðru.
Um daglegan rekstur þess og
framkvæmdir sér Sverrir Krist-
insson, sem er framkvæmdastjóri
— eða bókavörður, eins og emb-
ættið heitir í lögum félagsins.
Hann vinnur starf sitt af mikilli
ósérplægni og dugnaði. — Ef
einhver heldur, að þetta sé andlegt
virðingarstarf, þá er það frá
mínum sjónarhóli séð misskiln-
ingur. Flest viðfangsefni eru harla
hversdagsleg. Frá því á miðju ári
1979 fram á árið 1980 var starfið
til dæmis aðallega fólgið í því að
skipuleggja flutning og bera
kassa," sagði Sigurður að lokum.
- bó.
Jóhann Hjálmarsson:
And-
stæöur
eining
Ekki minnist ég þess að
mikill bægslagangur hafi
verið í fjölmiðlum þegar
ljóðabók Snorra Hjartarson-
ar, Hauströkkrið yfir mér,
kom út haustið 1979. Menn
skrifuðu kurteislega um bók-
ina, en ekki eftir þeirri reglu
að sá væri mestur sem gæti
hlaðið hæstan köst úr lofs-
yrðum.
En það fer yfirleitt vel á
því að hávaðalítið sé fjallað
um ljóð. Hlédrægni hefur
líka einkennt Snorra Hjart-
arson.
Með nokkrum rétti má
segja um ljóðin í Haust-
rökkrið yfir mér að sum
þeirra minni á hvísl: það er
áberandi hve skáldið er lág-
vært. Bókin er eins konar
sáttargjörð milli lífs og
dauða, gleði og sorgar, vonar
og angistar.
Lauffall er af trúarlegum
toga:
Lauffallið ristir rauðar
rúnir i þokuna
hljóð
orð leita hvildar
angist
og ást leita
einskis og alls hjá þér móðir
eilif og söm
hvert lauf
hvert Ijóð.
Þegar Snorri sendi frá sér
Lauf og stjörnur (1966) kom
hann til móts við ung skáld
og ekki einungis það heldur
gerðist þátttakandi í nýstár-
legri sköpun íslenskrar ljóð-
listar sem á sér ákveðna en
hæga þróun. Kvæði (1944) og
Á Gnitaheiði (1952) eru
glæsilegur skáldskapur og í
þeim er eflaust að finna
hátindana í ljóðlist Snorra.
Mörg kvæðanna í þessum
bókum hafa vakið athygli
fyrir hve form þeirra er
vandað, ómrænir eiginleikar
þeirra snert strengi í brjóst-
um manna og myndrænn
kraftur heillað. í Laufi og
stjörnum og Hauströkkrinu
yfir mér er allt með einfald-
ara hætti en áður hjá skáld-
inu, formið óbundnara, lit-
irnir færri. Það merkir ekki
að skáldið hafi slakað á
kröfum. En það sýnir að viss
endurfæðing er nauðsynleg í
skáldskap. Þótt skáld séu
löngum að yrkja sama ljóðið
eru tilbrigðin það sem ljær
þeim vængi.
Ég ætla aðeins að nefna
eitt ljóð úr Laufi og stjörnum
sem dæmi um list Snorra.
Það er ljóðið Ég heyrði þau
nálgast, mat skáldsins á vá-
legum tíðindum utan úr
heimi. Þar er greint frá fólki
sem er statt á flóttamanns-
vegi með vonina dýrmætu og
leiðin liggur inn í myrkrið og
nóttina. Með fáum og látlaus-
um orðum segir skáldið okk-
ur sögur samtíðar og allra
tíma með tilvísun til Biblí-
unnar.
Trúarleg efni er líka að
finna í Hauströkkrinu yfir
mér, til dæmis í Ferðamaður
sem rifjar upp píslarsögu
Krists.
Ég held að dómnefndar-
menn Norðurlandaráðs í bók-
menntum hafi eitthvað getið
um náttúruna í ljóðum
Snorra, persónulega náttúru-
skynjun hans. Öll ljóð Snorra
eru meira og minna tengd
náttúrunni þótt ekki megi
einblína á þann þátt. Snorri
hefði varla mikið að segja
okkur ef hann væri fyrst og
fremst náttúruunnandi. Til-
finning hans fyrir manninum
og vanda hans er sterk, en
það er náttúran sem oft fær
skáldið til að tjá sig. Við
skulum líta á lítið ljóð (flest
eru ljóðin reyndar stutt í
Hauströkkrinu yfir mér) til
staðfestingar, þá verður fyrir
valinu Ský og tré:
Ský hefur tyllt sér
á háar naktar greinar
aldintré hvítt
fyrir blómum
horfðu vel
myndin er hverful.
Myndin er hverful segir
skáldið. Er ekki þar með allt
sagt um náttúruna og hug
mannsins, blekkingu hins
sýnilega, fró augans?
í ljóði sem heitir Við Suð-
urgötu yrkir skáldið um fugla
sem fljúga milli trjánna,
undir rótum þeirra „dánar-
heimurinn myrki". Af innsæi
sínu kallar skáldið heimana
tvo andstæður og einingu.
Ljóð Snorra Hjartarsonar
eru til marks um það að skáld
þurfa ekki glamuryrði til
þess að á þau sé hlustað.
Menningarleg afstaða er eitt
af því sem ber að virða.
Torvelt mun reynast að finna
betri fulltrúa húmanisma en
Snorra Hjartarson, jafnt
andlegra verðmæta sem hins
brothætta lífs.
Til hamingju, Snorri.