Morgunblaðið - 25.01.1981, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1981
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guómundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr.
eintakiö.
Mikill samdráttur hefur
orðið í sölu gosdrykkja-
verksmiðjanna þriggja nú
eftir áramótin og er hann
talinn vera um 25—30%. Af
þeim sökum hefur ein þess-
ara verksmiðja þegar sagt
upp 60 starfsmönnum og er
það í fyrsta sinn, sem það
fyrirtæki hefur orðið að
grípa til uppsagna í þau nær
40 ár, sem fyrirtækið hefur
verið starfrækt. Hinar verk-
smiðjurnar tvær hafa enn
ekki tekið ákvarðanir um
uppsagnir en telja, að þær
verði óhjákvæmilegar, ef
engin breyting verður á stöðu
iðngreinarinnar.
Þessi mikli samdráttur í
sölu er bersýnilega afleiðing
vörugjalds, sem ríkisstjórnin
ákvað að setja á gosdrykkja-
iðnaðinn í desember til að
afla aukinna tekna í ríkis-
sjóð. Þá þegar mótmælti
starfsfólk gosdrykkjaverk-
smiðjanna þessari skatt-
heimtu á þeirri forsendu, að
hún stefndi atvinnu þess í
hættu. Ríkisstjórnin og
stjórnarliðið hunzaði þessi
mótmæli eins og kunnugt er
og afleiðingarnar blasa nú
við. Samdráttur og uppsagn-
ir.
í samtölum, sem birtust í
„Eina,
Morgunblaðnu í fyrradag við
starfsmenn verksmiðjanna
kom í ljós, að þeir höfðu
verulegar áhyggjur af því, að
erfitt mundi reynast að fá
aðra vinnu. Einn þessara
starfsmanna sagði, að erfitt
væri að fá vinnu um þessar
mundir. Hann hefði verið á
sjó fyrir nokkru, en síðan
verið atvinnulaus í mánuð
áður en hann fékk þá vinnu,
sem hann nú er að missa.
Aðrir starfsmenn sögðu erf-
itt um vinnu nú og mörkuðu
það af því, að mikið hefði
verið spurt um vinnu hjá
þeirra fyrirtæki að undan-
förnu. „Það er mjög leiðin-
legt að fá svona uppsögn í
vinnu en ég hef ekki lent í
slíku áður,“ sagði starfsmað-
ur í einni verksmiðjunni og
annar bætti við, að það væri
„óskemmtileg reynsla" að
missa vinnu með þessum
hætti.
Um 200 starfsmenn þess-
ara fyrirtækja fóru í mót-
mælagöngu í stjórnarráðið í
fyrradag. „Það eina, sem við
viljum er að halda vinnunni,"
sagði þetta fólk. Gunnari
Thoroddsen, forsætisráð-
herra, og Ragnari Arnalds,
fjármálaráðherra, hafði ver-
ið tilkynnt með nokkrum
fyrirvara um komu starfs-
mannanna, sem höfðu ætlað
að hitta ráðherrana sjálfa. í
ljós kom, að hvorugur þeirra
var við eða gat tekið á móti
fólkinu. Eru þessir ráðherrar
of góðir til þess að ræða við
verkafólk, sem er að missa
atvinnu sína? Hefur forsæt-
isráðherrann aðrar og meiri
skyldur en þær, að tala við
fólk, sem er að missa vinnu
vegna aðgerða ríkisstjórnar
sem hann ber ábyrgð á? Og
hvernig er það með fjármála-
ráðherra Alþýðubandalags-
ins, flokksins, sem telur sig
sérstakan málsvara launa-
fólks í landinu, hefur hann
mikilvægari störfum að
gegna en þeim að tala við
verkafólk, sem óttast um
afkomu sína og fjölskyldna
sinna?
I bréfi til Gunnars Thor-
oddsens, forsætisráðherra,
sem afhent var í stjórnatráð-
inu og fjármálaráðherra fékk
afrit af, segir m.a.: „Eins og
yður er kunnugt mótmæltu
starfsmenn gosdrykkjaverk-
smiðjanna frumvarpi til laga
um vörugjald er tók síðan
gildi 1.1. 1981 af ótta við að
starfsöryggi þeirra væri
stefnt í hættu. Nú er sá ótti
orðinn að veruleika og þegar
hefur komið til fjöldaupp-
sagna. ... Það er því einlæg
ósk okkar starfsmanna Verk-
smiðjunnar Vífilfells hf., Öl-
gerðarinnar Egils Skalla-
grímssonar hf. og Sanitas, að
þér ágæti ráðherra, beitið
yður fyrir því að umrætt
30% vörugjald eða sérstakt
tímabundið vörugjald verði
fellt niður eða dreift á fleiri
atvinnugreinar. Það er trú
okkar að með því móti einu
sé hægt að vinna gegn sam-
drætti í okkar atvinnugrein
og þar með tryggja atvinnu-
öryggi okkar og komið verði í
veg fyrir, að á annað hundrað
manns búi við það óöryggi,
sem atvinnuleysi veldur."
Fregnir víðs vegar af land-
inu benda til þess, að at-
vinnuástand sé erfitt um
þessar mundir. Það er að vísu
oft í janúarmánuði en að
þessu sinni gætir uppsagna í
atvinnugreinum, sem ekki
hafa áður þurft að grípa til
slíkra aðgerða. Margar
ástæður valda því, að nú er
erfitt um vinnu en ein er sú,
að núverandi ríkisstjórn og
síðasta vinstri stjórn Ólafs
Jóhannessonar hafa lagt
slíkar byrðar á atvinnuveg-
ina og búið þannig að þeim í
verðlagsmálum og á annan
hátt, að atvinnufyrirtækin
eiga ekki annarra kosta völ
en grípa til uppsagnar starfs-
manna. Nú er t.d. svo komið,
að ríkið tekur til sín 42% af
verði hverrar gosdrykkjar-
flösku. Það er ljóst að fátt er
mikilvægara nú en einmitt
það að búa atvinnufyrirtækj-
unum þau skilyrði, að þau
geti blómstrað og dafnað. En
aðgerðir núverandi ríkis-
stjórnar ganga í þveröfuga
átt, eins og dæmið um gos-
drykkjaverksmiðjurnar sýn-
ir.
sem við viljum
er að halda vinnunnia
| Reykjavíkurbréf
l •*►♦♦♦♦♦♦«■ Laugardagur24.janúar
Sönderholm
Traute og Erik Sönderholm
hafa verið góðir gestir á íslandi og
í tíð þeirra í Norræna húsinu
hefur margvísleg starfsemi verið
rekin, sem sett hefur svip á
borgarlífið í Reykjavík. Erik
Sönderholm var mörgum íslend-
ingum að góðu kunnur, þegar
hann var skipaður forstjóri Nor-
ræna hússins, enda hafði hann
áður verið sendikennari Dana við
Háskóla Islands. I samtali við þau
hjón, sem birtist í Morgunblaðinu
í síðustu viku, kemur fram, að
Erik Sönderholm hefur dvalizt á
Islandi um helming starfsævinnar
og bæði eru börn þeirra hjóna
fædd á Islandi. Þau hafa eignazt
góða kunningja og vini hér á landi.
Þeim, sem njóta starfsemi Nor-
ræna hússins, eru minnisstæðar
heimsóknir fjölmargra merkra
Norðurlandabúa, fyrirlestrar
þeirra, 3ýningar, upplestrar og
tónlistarflutningur. Þau nöfn
verða ekki tíunduð hér, en þó má
geta þriggja mikilla skálda, þeirra
Olavs H, Hauge frá Noregi, Thor-
kild Björnvigs frá Danmörku og
Tomas Tranströmers frá Svíþjóð,
sem eru meðal fjölmargra nor-
rænna listamanna í fremstu röð,
sem gist hafa Norræna húsið í
forstjóratíð Eriks Sönderholms.
Þá hefur Erik Sönderholm einnig
átt þátt í íslenzkri listsköpun í
forstjórastarfi sínu og hafa nokk-
ur músíkverk verið samin og flutt
hér á landi að frumkvæði hans.
Tónlistarbókasafni hefur verið
bætt við bókasafn Norræna húss-
ins í tíð þeirra hjóna og gefur
auga leið, hvílíkur fengur er að
því. Þá verður nú efnt til Munch-
daga í Norræna húsinu.
Traute og Erik Sönderholm eru
fordómalaust fólk. Þau hafa rekið
Norræna húsið með þeim hætti, að
það hefur verið blessunar'ega
laust við alla klíkustarfsemi, enda
er allt slíkt andstætt eðli þeirra.
En auðvitað geta menn haft sklpt-
ar skoðanir á norrænni samvinnu
og engir hafa spillt meira fyrir
henni en vinstri menn með marg-
víslegum yfirgangi.
Norræna húsið hefur dafnað vel
undanfarið. Þar hefur ekki verið
spurt um stjórnmálaskoðanir,
heldur þau verðmæti sem mölur
og ryð fá seint grandað. Til þess
var til hússins stofnað á sínum
tíma að tengja ísland æ betur við
margt það bezta í skandinaviskri
menningu og það hefur tekizt vel í
forstjóratíð Eriks Sönderholms,
hvað sem öðru líður. En sjálfur
hefur hann unnið íslenzkri menn-
ingu stórmikið gagn með þýðing-
um íslenzkra rita á danska tungu.
Hann hefur frá því fyrsta hann
kom hingað til lands verið trúr
köllun sinni og lifsstarfi. Islenzkir
rithöfundar eiga ekki sízt góðan
vin í Danmörku, þar sem Erik
Sönderholm er. Sjálfur talar hann
tungu okkar með þeim hætti, að
ýmsir þeir íslendingar, sem mest
láta til sín heyra í fjölmiðlum nú
um stundir gætu margt af honum
lært.
Traute og Erik Sönderholm eru
hlédræg að eðlisfari, en því
skemmtilegri í góðra vina hópi.
Þeirra verður því saknað, þegar
þau nú halda aftur heim til
Danmerkur að loknu góðu dags-
verki á Islandi. Þeim fylgja góðar
kveðjur frá gamla Fróni.
Almannavilji,
einokun,
lýðræðisleg
stjórnun
Það er að vísu komið í ljós, að
útvarpsráð hefur lítil sem engin
völd, enda þótt það sé kjörið á
Alþingi íslendinga til að gæta
þess að löggjafinn — og þar með
rétt kjörnir fulltrúar fólksins —
geti haft hönd í bagga með
starfsemi þessa mikilvæga fjöl-
miðils í eigu íslenzku þjóðarinnar.
Lýðræði verður helzt virkt, þar
sem valdið er sótt, í þingræðið —
sótt til alls almennings, enda þótt
það sé ekki fullkomið fremur en
önnur stjórnarform. En við þekkj-
um a.m.k. ekki annað betra. Og sá
er munur á opinberum stofnunum
og einkafyrirtækjum, að í hinum
fyrrnefndu eiga réttkjörnir al-
þingismenn að hafa umsjón með
þvi að almannaviljinn sé í heiðri
hafður, en fordómar og einka-
hagsmunir víki, en um einkafyr-
irtæki gegnir allt öðru máli, því að
þar ræður sá eignarréttaraðili,
sem ábyrgðina ber og getur ekki
sótt annað fjármagn í rekstur
fyrirtækis síns en það sem góð
stjórnun gefur af sér. Ríkisstofn-
anir sækja aftur á móti fjármagn
sitt í vasa skattborgara. Einatt er
bruðlað með fé þeirra og alltaf
talin ástæða til að sækja æ meira
fé i vasa borgaranna til að standa
straum af bruðlinu. En Alþingi á
að tryggja aðhald og eftirlit.
Útvarpsráð á að vera slíkt aðhald
í þágu almannaheilla. En einnig
er til þess ætlazt, að útvarpsráð
marki stefnuna, þótt framkvæmd-
in sé í annarra höndum.
Það þætti ekki góð latína, ef
dagblaði væri stjórnað með þeim
hætti, að umsjónarmönnum ým-
issa þátta væri afhent ákvörð-
unarvald um alla stefnumörkun,
t.d. þannig að þeir, sem ættu að
sjá um einhvern „hlaðvarpann",
réðu alla gagnrýnendur viðkom-
andi blaðs eftir sínu höfði, mat-
vini og kunningja, sem síðan
mörkuðu stefnu blaðsins í menn-
ingar- og stjórnmálum, svo að
dæmi séu tekin. Það getur verið
viðkvæmt í fámenninu, hver fjall-
ar um bók, leiksýningu, tónverk,
málverk o.s.frv., enda er það
stundum gert af geðþótta einum,
persónulegum eða pólitískum
ástæðum, meinfýsni og minni-
máttarkennd og allt þar á milli.
Vald gagnrýnenda kallar einatt á
freistingar, sem fæstir standast
alltaf, enda þarf til þess allmikið
andlegt þrek, ekki sízt í fámenni
eins og hér, þar sem afstaða
manna ræðst af persónulegri eða
pólitískri viðmiðun. En það er
einnig oft gert af þekkingu og
áhuga á efninu, málefnalega og
rökvíst. Höfundar bera að sjálf-
sögðu ábyrgð á skrifum sínum, t.d.
í dagblöðum, en ritstjórar á þeirri
stefnu, sem mörkuð er.
Á þetta er m.a. minnzt vegna
þeirrar gagnrýni, sem einatt hefur
verið á ríkisfjölmiðla og geðþótta-
afstöðu, sem þar veður stundum
uppi, án stjórnunar þeirra sem
ábyrgðina bera. Pólitísk afstaða í
ríkisfjölmiðlunum er forkastan-
leg, enda ættu þá þeir eigendur
þeirra, sem flestir eru, að hafa þar
mest rúm og mest áhrif, þ.e.
kjósendur stærsta flokksins. En
engum hefur dottið slíkt í hug í
alvöru.
Geðþóttaafstaða án málefnalegs
rökstuðnings á ekki heima í ríkis-
fjölmiðlum og hafa fréttamenn
einatt þurft að súpa seyðið af því,
sem vonlegt er — og raunar
eðlilegt, ef svo ber undir. Það er
því engan veginn einfalt mál að
hefja gagnrýni í þessum fjölmiðli,
því að hún fer eftir þeim einstakl-
ingum, sem útvaldir eru í þau
störf og getur komið illa niður á
þolandanum, oft að ósekju. Það á
ekki að vera í verkahring umsjón-
armanna einstakra þátta að
marka svo mikilvæga stefnu, sem
hér um ræðir í ríkisútvarpinu.
Allt slíkt er í verksviði útvarps-
ráðs. Annað lýsir stjórnleysi, sem
útvarpsráð er kosið til að koma í
veg fyrir. í ríkisfjölmiðlunum færi
bezt á því, að ekki færri en tveir
einstaklingar legðu orð í belg —
og þá gjarnan með og móti
viðkomandi verki, svo að hlust-
endur yrðu einhvers vísari, en
sætu ekki uppi með geðþóttasnakk
framtóninga eitt saman.
En meðan útvarpsráð er jafn-
máttvana og raun ber vitni, er
kannski ekki við góðu að búast.
Hitt er svo annað mál, að það er
fáránlegt að láta gagnrýnendur
gjalda afstöðu sinnar, ef neikvæð
er. Þolendur eiga að hafa þrek til
að hrista slíkt af sér. En þá er
nauðsynlegt að búa svo um hnút-
ana, að sem flest sjónarmið komi
fram.
Stefna ábyrgra dagblaða er ekki
mótuð af greinarhöfundum „úti í
bæ“, þótt þeir hafi alla möguleika
á að koma skoðunum sínum á
framfæri, heldur ritstjóra við-
komandi blaðs. Þannig getur það
ekki heidur verið ákveðið í kokk-
húsi umsjónarmanns eins þáttar í
útvarpinu, hvernig fara skuli með
viðkvæmustu mál — og eitthvað
mundi hvína í tálknunum á
stjórnmálamönnum, sem ábyrgð-
ina bera af eðlilegum lýðræðis-
legum ástæðum, ef tekin yrði upp
gagnrýni á störf þeirra hvers og
eins í ríkisfjölmiðlunum og jafn-
vel persónu þeirra — að þeim víðs
fjarri. Sama máli gegnir um aðrar
hliðar þjóðlífsins.
I ríkisfjölmiðlunum eru margir
kallaðir, en fáir útvaldir, eins og
vitað er. En þá er að gæta þess að
þeir útvöldu séu starfi sínu vaxnir.
En það eru þeir ekki nema þeir