Morgunblaðið - 25.01.1981, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1981
17
Napoleon:
Thiers:
standi á kögunarhóli víðsýnnar
mannúðarstefnu, sem virðir ein-
staklinginn og rétt hans til þátt-
töku, þegar að honum er vegið, og
geti séð viðfangsefni sín frá fleiri
en einni hlið. Það er ekki eftir-
sóknarvert fyrir ríkisútvarpið að
festast einn góðan veðurdag í
fordómum, eins og það getur verið
eftirsóknarvert að fjalla um öll
fyrirbæri þjóðlífsins á mannsæm-
andi og menningarlegan hátt.
Ef útvarpsráð hefur ekki bol-
magn til að marka stefnu ríkis-
fjölmiðlanna, en afhendir hverj-
um sem er þá stefnumörkun, sem
því er ætlað að framfylgja, þarf að
endurskoða hlutverk þess og taka
af allan vafa um starfsemi þess.
Svo að ekki sé nú talað um stöðu
þess gagnvart framkvæmdastjórn
þessarar dýrmætu eignar allrar
þjóðarinnar, en ekki fárra út-
valdra. Ekkert færi ríkisútvarpinu
verr en fámennisstjórn þeirra,
sem teldu sig arfborna og útvalda
til stefnumörkunar á þeim bæ —
eða hæstráðendur til sjós og
lands, svo að minnzt sé á fræg
ummæli úr íslenzkri „hugsjóna-
baráttu." í lögum um ríkisútvarp-
ið frá 26. marz 1971 segir í I. kafla,
6. grein m.a.: „Útvarpsráð tekur
ákvarðanir um, hversu útvarps-
efni skuli haga i höfuðdráttum.
og leggur fullnaðarsamþykkt á
dagskrá, áður en hún kemur til
framkvæmda.“ Og í 3. grein er
talað um, að kappkosta skuli að
halda uppi rökræðum „á þann
hátt, að menn geti gert sér grein
fyrir mismunandi skoðunum um
þau.“ Og ennfremur: „Ríkisút-
varpið skal i öllu starfi sinu
halda i heiðri lýðræðislegar
grundvallarreglur... og gæta
fyllstu óhlutdrægni gagnvart öll-
um flokkum og stefnum ...,
stofnunum. félögum og einstakl-
ingum.“
Frjálst útvarp
— samkeppni
En kannski verður aldrei fundin
lausn á slíku máli sem þessu,
nema þegnarnir fái sjálfir að taka
þátt í fjölmiðlun á þann hátt, sem
þeir óska hver og einn, þ.e. með
því að afnema einokun ríkisút-
varps og gefa útvarps- og sjón-
varpsrekstur frjálsan. Eða hví
skyldi ríkið frekar hafa einkarétt
á rekstri slíkra fjölmiðla en t.d.
Þjóðleikhúsið á flutningi leikrita?
Kannski verður það næsta sporið
að banna leiklist annars staðar en
í þessum ríkisfjölmiðlum — með
fínu nöfnunum.
Ríkiseinokun er sprottin úr
stjórnlyndi og stefnir oftast að
alræði fárra útvaldra. En ríkið
þolir aldrei neina samkeppni til
lengdar. Rekstur þess getur ein-
ungis þrifizt við einokun.
Ætli það sé ekki kjarni málsins
í raun og veru. í alræðislöndunum
telja stjórnvöld t.a.m. jafn fráleitt
að frjáls dagblöð komi út og okkur
þykir það sjálfsagt. Sumir, sem
telja sig til einstaklingshyggju-
manna hér á landi, hafa sömu
afstöðu til fjölmiðlunar í útvarpi
og sjónvarpi og einræðisstjórnir
til dagblaða. En hvað skyldi verða
langt þangað til það þykir jafn
sjálfsagður hlutur á Islandi, að
blöð séu undir ríkishælnum og
einkarekstur ríkisútvarpsins þyk-
ir nú sjálfsagður?
Eða það skyldi þó ekki vera, að
augu almennings séu að opnast
fyrir því, að ríkisrekstur þarf á
aðhaldi og samkeppni að halda,
ekki síður en annar rekstur.
Vandamál ríkisútvarpsins stafa
ekki sízt af þeirri einokunarað-
stöðu, sem það býr við. Hún kallar
á harða gagnrýni og miklar kröf-
ur, enda vita allir, að alltaf er
hætta á spillingu, þar sem ríkið
hefur hreiðrað um sig með einok-
un. Þar sem ormurinn kemst í
laufið, visnar það. Þannig fer
einnig, þar sem báknið sezt að eins
og illgresi. Ef frjáls rekstur út-
varps og sjónvarps fengi að njóta
sín, þyrftu íslenzkar útvarps- og
sjónvarpsstöðvar ekki að bítast
um ráðningu fréttamanna eða
annarra starfsmanna ríkisút-
1. árgangur Frelsisins kominn út:
1. árgangur FRELSISINS 1980,
hins nýja tímarits Félags frjáls-
hyggjumanna um þjóðmál, hefur
nú allur komið út. Eru það þrjú
hefti, enda er ritinu ætlað að vera
ársþriðjungsrit. Að sögn Hannesar
Hólmsteins Gissurarsonar, sem er
ritstjóri tímaritsins. hefur söfnun
áskrifenda gengið ágætlega og und-
irtektir verið góðar undir timarit-
ið.
1. hefti árgangsins 1980 var eink-
um helgað fyrirlestri Friedrichs A.
Hayeks, Nóbelsverðlaunahafa í ha-
gfræði, um „miðju-moðið", sem hann
flutti á málþingi Félags frjálshyggj-
umanna 5. apríl 1980, en einnig voru
þar greinar eftir Björn Bjarnason
um stjórnmálarit Jóhanns Hafsteins
og eftir Guðmund Heiðar Frí-
mannsson um stjórnmálarit Magn-
úsar Kjartanssonar.
2. hefti árgangsins er eins konar
sérrit, þar sem eina efnið er tvær
langar og rækilegar greinar um tvær
kennslubækur í félagsfræði í fram-
haldsskólunum, Samfélagsfræði eft-
ir Gísla Pálsson og Samféiagið eftir
Joachim Israel. Skrifar Þorvaldur
Búason um Samfélagsfræði Gísla
Pálssonar og gagnrýnir einkum
skoðun Gísla á eðli vísinda. Hannes
H. Gissurarson skrifar um Samfé-
lagið eftir Joachim Israel og rekur,
hvernig Israel snúi við merkingu
orða, geri sig sekan um ónákvæmni
og sé ósanngjarn i þeim skilningi, að
hann geti ekki um skoðanir annarra.
„Það er fyrir neðan allar hellur, að
þessi rit skuli kennd eins og þau
væru einhver fræðirit í félagsfræði,
því að þau eru ekkert annað en
áróður," sagði Hannes Hólmsteinn.
Hann sagði, að það væri beinlínis
skylda kennara að kynna aðrar
skoðanir og gagnstæðar þeim, sem
gæti að líta í þessum tveimur
kennslubókum, og til þess hefðu þeir
nú tækifæri, enda væri þetta sér-
hefti til þess ætlað.
2. og 3. hefti timaritsins 1980.
„Erum
að safna
áskrif-
endum44
3. hefti Frelsisins er einkum
helgað umræðum þeirra Eyjólfs
Konráðs Jónssonar og Jónasar H.
Haralz um, hvernig tslendingum
geti tekizt að brjótast út úr víta-
hring verðbólgunnar. Eyjólfur Kon-
ráð telur kleift að gera það með
snöggu átaki, nokkrum rekstrar-
halla ríkissjóðs um skeið og ýmsum
öðrum aðgerðum, og ræðir Jónas um
þær tillögur hans. Einnig eru í
heftinu grein eftir Hannes H. Giss-
urarson um réttlætiskenningu ungs
bandarísks heimspekings, Roberts
Nozicks, og grein eftir Olaf Björns-
son prófessor um austurríska heim-
spekinginn Ludwig von Mises.
í heftunum eru fastir dálkar,
Fréttir af hugmyndabaráttunni, Út-
lend rit og Innlend rit, þar sem sagt
er frá atburðum og bókum, sem
varða hugmyndabaráttuna.
„Nú erum við í óða önn að ljúka
áskrifendasöfnun okkar," sagði
Hannes H. Gissurarson að lokum.
„Við heitum á alla þá, sem hlynntir
eru atvinnufrelsi og einkaframtaki,
að liðsinna okkur en ekki síður á þá,
sem hafa áhuga á hugmyndum og
skoðanaskiptum, þótt þeir séu ekki
sammála okkur í einu og öllu, að
gerast áskrifendur að þessu tímariti.
Menningin vex upp af frjálsri sam-
keppni hugmynda, og við erum að
bæta einni hugmynd við í umræð-
urnar hérlendis, frjálshyggjunni.
Þeir, sem vilja gerast áskrifendur,
geta skrifað okkur í pósthólf 1334,
121 Reykjavík."
í ritnefnd tímaritsins Frelsisins
eru þeir Gísli Jónsson, norrænu-
fræðingur á Akureyri, Matthías Jo-
hannessen, skáld, Jónas H. Haralz,
bankastjóri, Ólafur Björnsson próf-
essor og dr. Þorsteinn Sæmundsson
stjarneðlisfræðingur. Ráðgjafi rit-
stjórnar (advisory editor) er Fried-
rich A. Hayek.
varpsins með þeim hætti, sem
verið hefur, því að þá yrðu þeir
augljóslega eftirsóttastir, sem
mestur veigur væri í. Og þá væri
hægt að hafa frjálsa gagnrýni, því
að hún kallar á æskilegt jafnvægi.
Allt þetta er vegna harðrar sam-
keppni fyrir hendi í íslenzkum
dagblöðum, og þó að sitthvað megi
út á það setja, þekkjum við ekki
lýðræðislegra fyrirkomulag. Þar
heyrist ekki ein rödd, heldur
margar. Og almannaviljinn getur
látið til sín heyra í frjálsum
blöðum, hvenær sem er.
Margt ágætt starfsfólk hefur að
sjálfsögðu valizt til ríkisútvarps-
ins. En stofnunin hefur því miður
verið rifrildisefni og bitbein, svo
lengi sem elztu menn muna, eink-
um af þeim sökum, að einokun
þess hefur kallað á tortryggni,
sem hyrfi eins og dögg fyrir sólu,
ef það fengi nauðsynlegt aðhald í
harðri og heiðarlegri samkeppni;
þ.e. hefði enga sérstöðu fram yfir
einkarekstur, t.d. hvað snertir
öflun tekna. Frelsi einstaklingsins
verndar almannaheill og er ekki í
andstöðu við þjóðarviljann í lýð-
frjálsu landi, heldur í samræmi
við hann, ef það fær að njóta sín
og treysta undirstöður lýðrétt-
inda. Þjóðin er að vísu fámenn og
bolmagn hennar takmarkað. En
það hefur aldrei orðið neinum til
tjóns að leysa frelsi hans úr
læðingi, svo að hann geti fundið
kröftum sínum viðnám og komizt
til þess þroska, sem efni standa
til. Lífið er ekki stöðnun, kyrr-
staða, heldur hreyfing. Það eiga
varðhundar kerfis og kyrrstöðu
eftir að reyna. Og það er í frelsinu,
sem hreyfingin felst.
„Hm sagði
Thiersu á 75
ára afmæli
Dagsbrúnar
En svo að við höldum okkur við
bókmenntirnar, skulum við snúa
okkur að stjórnmálunum. Þegar
ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálf-
stæðisflokks var við völd 1974—
1978 og verðbólgan var komin
undir 25%, þannig að mikill ár-
angur hafði náðst í baráttunni við
hana, taldi stjórnin sig þurfa
vegna óraunhæfra kjarasamninga
að skerða vísitöluna og var það
gert. En þá ætlaði allt um koll að
keyra. Alþýðusambandið með Ás-
mund Stefánsson í fylkingar-
brjósti hóf glórulaust stríð við
stjórnina, BSRB efndi til ólöglegs
verkfalls undir forystu Kristjáns
Thorlaciusar og Verkamannasam-
bandið undir forystu Guðmundar
J. Guðmundssonar hóf ólöglegt
útflutningsbann, sem varð okkur
til mikils tjóns. En nú segir
enginn neitt, hvað þá að nokkuð sé
aðhafst og er vísitöluskerðingin þó
meiri nú en þegar fyrrnefndar
ráðstafanir voru gerðar, því að þá
voru kjör hinna verst settu bætt
með láglaunabótum. Auk þess
hafði náðzt veruleg kjarabót með
minnkandi verðbólgu.
En nú gera valdshrokamennirn-
ir í landsstjórninni kröfur til, að
þessu sé hlýtt og eiga kommarnir í
ríkisstjórninni að sjá um það. Þeir
heimta, að forysta launþega-
samtakanna beygi sig undir vilja
þeirra og hefur það verið gert.
Björn Þórhallsson, varaforseti
ASÍ, er þó samkvæmur sjálfum
sér, því hann gekk ekki fram fyrir
skjöldu með ólæti 1977—’78. En
það gerðu aðrir í þeim herbúðum.
Nú minna þeir á Thiers í Heljar-
slóðarorrustu, þegar hann talaði
við Napoleon. Við skulum segja að
Ásmundur Stefánsson, Guðmund-
ur J. Guðmundsson og Kristján
Thorlacius séu í hlutverki Thiers,
en kommarnir í ríkisstjórninni í
hlutverki Napoleons einræðiskeis-
ara. Benedikt Gröndal lýsir sam-
talinu svo — ok lúkum vér Reykja-
víkurbréfi með þeiri óborganlegu
frásögn, sem lýsir svá vel, sem
verða má, því sem nú er að gerast
í íslenzkum stjórnmálum:
„Keisarahjónin mættu Thiers í
garðinum. Thiers var með fyrsta
bindið af uppreistarsögunni og var
ófrýnilegr í bragði, því hann hafði
fundið prentvillu í bókinni, le fyrir
de, og þótti illt, ef mönnum skyldi
detta í hug að bera uppreistarsög-
una sína saman við Þjóðólf.
„Kondu sæll Thiers", sagði Napó-
leon. „Komið þér sælir Napóleon
minn“, sagði Thiers. „Nú, hvurnin
lízt þér á mig núna“, sagði Napó-
leon. „Vel“, sagði Thiers. „Eru ekki
all-hermannleg vopnin mín“, sagði
Napóleon. „Jú“, sagði Thiers. „Er
ekki þetta fallegr hjálmr", sagði
Napóleon. „Jú“, sagði Thiers. „Er
ekki þetta fallegr skjöldr", sagði
Napóleon. „Jú“, sagði Thiers.
„Hvurnin þykir þér ljónið málað á
hann? Er ekki vinstri fóturinn á
því nokkuð stuttr?" sagði Napó-
leon. „Jú“, sagði Thiers. „Er ekki
þetta laglegt spjót", sagði Napó-
leon. „Jú“, sagði Thiers. „Eru ekki
rosabullurnar mínar vígamannlig-
ar“, sagði Napóleon. „Jú“, sagði
Thiers. „Er ekki brynjan mín
liðleg?" sagði Napóleon. „Jú“,
sagði Thiers. „Svo hef jeg helvíta
mikla duggarapeisu af Ófeigi í
Fjalli innanundir, sem Þjóðólfr
hefir gefið mér“, sagði Napóleon.
„Það er svo“, sagði Thiers. „Jeg
held jeg verði ekki votr í þessari
peisu", sagði Napóleon. „So“ sagði
Thiers. „Nú hvaða andskoti ertu
fúll Thiers", sagði Napóleon. „Á“
sagði Thiers. „Já þú svarar ekki
nema tómum einsatkvæðisorðum"
sagði Napóleon. „Hm“ sagði Thi-
ers.“
Það skyldi þó ekki vera kominn
tími til, að launþegar í landinu
bjóði Ásmundi Stefánssyni, Guð-
mundi J. Guðmundssyni og Krist-
jáni Thorlacius í svo sem eins og
eina almennilega kryddsíldar-
veizlu í tilefni 75 ára afmælis
Dagsbrúnar. Nú verður haldið upp
á það með einsatkvæðisorðum. En
verkamenn eiga annað og betra
skilið en þá forystumenn, sem nú
birtast í gervi Thiers.
I lokin óskum við Dagsbrúnar-
mönnum til hamingju með afmæl-
ið og vonum, að þeir hristi Thiers
af sér.
Það yrði bezta afmælisgjöfin
þeim til handa.