Morgunblaðið - 25.01.1981, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1981
Brauðpeningar
Brauðpeningarnir svonefndu
voru notaðir hér á landi frá því
um 1890 til um 1930. Mest var
þó notkun þeirra um aldamótin.
Brauðpeningarnir eru þannig
til komnir, að sjómaður. er
lagði inn hjá kaupmanni afla
sinn, fékk i úttekt, sem uppí-
greiðslu, rúgmjölssekk. Fór
hann siðan með sekkinn til
bakarans á staðnum og fékk
hann til að baka fyrir sig brauð
úr mjölinu. Til þess, að sjómað-
urinn þyrfti ekki að taka öll
brauðin i einu, afhenti bakar-
inn honum brauðpeninga. Gilti
hver peningur yfirleit 1 brauð,
oftast rúgbrauð. Til eru þó
peningar þar sem lh hefir verið
slegin i peninginn svo hann
værí fyrir hálft brauð. Úr rúg-
mjölssekk fengust 42 stór rúg-
brauð. Sem greiðslu fyrir bakst-
urinn og að afgreiða brauðin
eftir hentugleikum sjómanns-
ins. fékk bakarinn hálfan
mjölsekkinn.
Brauðpeningarnir voru al-
gengastir á Vestfjörðum, en þeir
voru notaðir í Reykjavík, Bíldu-
dal, Þingeyri, Bolungarvík, ísa-
firði, Tálknafirði, Hnífsdal,
Patreksfirði og Eyrarbakka.
Myndir af þessum peningum eru
í Islenskar Myntir. Með lögum
nr. 41 frá 8. nóvember 1901 var
algerlega bannað að búa til,
flytja inn eða gefa út neinskonar
verðmerki, hvorki myntir eða
seðla. Þó var sú undantekning
gerð, að bökurum var leyft að
gefa út brauðpeninga.
Brauðpeningaútgáfan hefir
enn ekkert verið rannsökuð. Til
dæmis er upplag peninganna
óþekkt. Það hefir spillt fyrir að
komið hafa óvænt á markaðinn
mörg stykki af peningum, er
áður voru álitnir fágætir. Til
dæmis, komu þannig einir 60
brauðpeningar frá Þingeyrabak-
aríi fram fyrir nokkrum árum og
allt að 300 stk. frá S. Þorvarðar-
son í Hnífsdal. Það er yfirleitt
slegist um hina fágætari brauð-
peninga á uppboðum Myntsafn-
arafélagsins. Frímerkjamiðstöð-
in og Magni selja nú 1 rúgbrauð,
frá Lefolii á Eyrarbakka á 120 til
140 krónur.
Kringlan er einkennismerki
bakarastéttarinnar og mikið
þykja mér góðar kringlur góðar.
Þó er það nú svo, að kringlur
eins og áður þekktust, eru ekki
eftir RAGNAR
BORG
seldar. í staðinn eru seld horn,
sem eru um helmingi minni en
kringlurnar voru hér áður fyrr.
Er þetta vegna þess að kringl-
urnar lentu inni í vísitölunni hér
um árið. Verðlagsnefndin úr-
skurðaði hámarksverð, sem var
óraunhæft. Bakarar hættu þá
bara að baka kringlur, en seldu
horn, helmingi minni, á því verði
sem þeim passaði. Þar sem horn
voru ekki inni í vísitölunni var
þetta látið óátalið.
Ég er hér með ágæta tillögu til
lausnar á deilu stjórnvalda og
bakara um vísitölubrauðin. Það
verði slegnir vísitölubrauðpen-
ingar og þeim útbýtt með miklu
brambolti og skriffinnsku, svo
sem olíustyrkjum. Að sjálfsögðu
ráði ráðherra framhlið penings-
ins. Þar mætti setja mynd hans
á peninga fyrir heil visitölu-
brauð, en aðrir legátar gætu
verið á hálfu brauðunum, svo
sem formaður verðlagsráðs,
verðlagsstjóri og þvíumlíkir. Al-
exander mikli lét fyrstur setja
mynd af sér á pening. Var hann
dulbúinn sem guðinn Herkules i
Ijónsfeldi. Ráðherrann gæti not-
að (Rússa) bjarnarskinn eða
hrútsfeld. Júlíus Sesar notaði
mynd af sér á mynt í auglýs-
ingaskini og hið sama hafa
kóngar og keisarar gjört og gera
enn. Það er heldur ekki ónýtt að
geta komið á fundi fyrir austan
eða norðan og kastað vísitölu-
brauðpeningum í hungraða
þrýstihópa. Á bakhlið penings-
ins mætti svo setja afrekaskrá
stjórnarinnar. Fyrsta útgáfa
yrði með slétta bakhlið. Ég legg
til að peningurinn verði kantað-
ur, að minnsta kosti á meðan
stjórnvöld og bakarar eru upp á
kant. Hugsið ykkur eftir 100 ár,
þegar barna barnabörnin skoða
peningana og dást að andlitum
verðlagsmálaráðherra íslands
frá 1981, handfjatla peningana
með ástúð og virðingu og leggja
þá svo í myntsafnið milli tetra-
drökmu Alexanders mikla og
denarusar Sesars. Hvílík dýrð.
Hvílík sæmd fyrir okkur sem nú
lifum að hafa fengið að lifa á
sama tíma og þessir afreksmenn.
Efst er brauðpeningur frá Þingeyrarbakarii 24 mm á stærð úr
messing. Fram og bakhlið. Næst er álpeningur frá S. Þorvarðarsyni,
Ilnífsdal. 28 mm.
Næst neðst til vinstri er brauðpeningur. heimatilbúinn frá Islands
Handels og Fiskeri Kompagni á Patreksfirði. Peningurinn er úr
kopar. I bakhliðina eru slegnir stafirnir SB. Mjög sjaldgæfur
peningur. Na>st neðst til hægri er svo 1 rúgbrauð frá Lefolii á
Eyrarbakka. Messingpeningur 31 mm. bakhlið auð. Neðst eru svo
tveir peningar úr Reykjavik, 26 og 24 mm. Annar frá Daniel
Bernhöft en hinn frá A. Frederiksen. Koparpeningar, bakhlið auð.
SVHNHERBERGISHUSGOGN
í geysimiklu
úrvali
Einnig geysigott úrval
af alls konar húsgögn-
um af ýmsum geröum.
KM-
húsgögn,
Langholtsvegi 111,
sími 37010 - 37144.