Morgunblaðið - 25.01.1981, Síða 20

Morgunblaðið - 25.01.1981, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1981 Dagsbrún 75 ára á morgun: „Nafngiftin endurspeglaði vonina um að nýr dagur væri að rísa fyrir lítilmagnann í þióðfélaginu“ Jónsson, verkamaður og Runólf- ur Þórðarson, verkamaður. Ákveðið var að halda funa fyrstu dagana í janúar nog ræða þá lögin, ef nefndin yrði þá búin að ljúka starfi sínu og lögin yrðu fullsamin". Næsti fundur var haldinn í Bárubúð 3. janúar 1906 „sam- kvæmt fundarboði frá nefnd þeirri, er verkamenn höfðu kosið á fundi sínum 28. des. f.á.“ Nefndin hafði ekki lokið störfum og gerði ráð fyrir, að þeim lyki ekki fyrr en seint í mánuðinum. Þó nefndin hefði ekki lokið störfum sínum, lagði hún fram á fundinum stofnskrá fyrir 'hið væntanlega félag, sem hún hafði komið sér saman um að nefna Verkamannafélagið Dagsbrún. Stofnskráin lá frammi á fundin- um og gátu menn ritað nöfn sín undir hana. Þeir, sem það gerðu yrðu síðan boðaðir á næsta fund til þess aö ræða lögin. í greininni eftir Eðvarð Sigurðsson, sem áður er nefnd segir hann: „Með samþykkt stofnskrárinnar á þessum fundi, er félaginu raun- verulega valið nafn, hið tákn- ræna og fagra nafn: „Dagsbrún". Það skal ekki fullyrt hér, að hve miklu leyti þessum frumherjum Dagsbrúnar var ljóst hið sögu- VERKAMANNAFÉLAGIÐ Dagshrún er 75 ára á morgun og af því tilefni verður „opið hús“ í Lindarbæ milli klukkan 15 og 18 í dag, sunnudag. Þangað eru allir Dagsbrúnarmenn boðnir, makar þeirra, svo og velunnarar félagsins og verða bornar fram veitingar. Samkvæmt upplýsingum Guðmundar J. Guðmundssonar verða ekki önnur hátiðahöld i tilefni afmælisins, þótt ætlunin sé að minnast þess frekar. Á hvern hátt það verður, er ætlunin að tilkynna í Lindarbæ í dag. í þessum stutta pistli er ekki ætlunin að gera neina tæmandi grein fyrir sögu Dagsbrúnar, en gaman er að rifja upp frum- bernsku félagsins fyrir 75 árum. Það sem hér fer á eftir er að stofni til upp úr grein, er Eðvarð Sigurðsson, núverandi og nýlega endurkjörinn formaður Dags- brúnar, reit í 50 ára afmælisblað félagsins fyrir 25 árum. Á síðustu mánuðum ársins 1905 voru menn farnir að hugsa til stofnunar verkamannafélags í Reykjavík. Frá þessu skýrði einn af 384 stofnendum félags- ins, Pétur G. Guðmundsson, í grein í Vinnunni árið 1943: „Hver verið hafi fyrstur hvatamaður þessara samtaka er mér ekki kunnugt. En fyrsti forsprakki eða framkvæmda- maður var Árni Jónsson verka- maður, Holtsgötu 2. Hann naut þegar í upphafi stuðnings all- margra verkamanna, sem veittu honum trausta fylgd. Enginn þessara manna hafði verulega þekkingu á skipulagi og starf- semi slíkra samtaka, og varð það ráð að leita út fyrir verka- mannahópinn að manni, sem kynni betri tök á þessum athöfn- um. Fyrir valinu varð Sigurður Sigurðsson búnaðarráðunautur, góðkunningi Árna Jónssonar. Sigurður hafði þá kynnt sér nokkuð stefnu og starfsemi jafn- aðarmanna erlendis, og líklega þekkt eitthvað til starfshátta verkalýðsfélaga í öðrum lönd- um.“ Hinn 28. desember 1905 var fyrsti undirbúningsfundur fé- lagsstofnunarinnar, svo að vitað sé, og var hann haldinn í pakk- húsi Jóns Magnússonar, síðar yfirfiskmatsmanns að Holtsgötu 16, Lindarbrekku, nú Vestur- vallagötu 6. Um þennan fund segir í gerðarbók Dagsbrúnar: „Ár 1905 hinn 28. desember var fundur settur og haldinn samkvæmt fundarboði frá Árna Jónssyni tómthúsmanni, Holts- götu 2, og fleirum í pakkhúsi Jóns Magnússonar frá Skuld til að ræða um félagsskap og sam- tök meðal verkamanna í Reykja- vík. Fundarstjóri var kosinn Sigurður Sigurðsson, búfræðing- ur og skrifari Runólfur Þórðar- son, Mýrargötu 3. Fundarmenn voru 36 að tölu.“ Um fundinn segir síðan: „Fundarstjóri hélt stuttan fyrir- lestur um verkamannasamtök í öðrum löndum og um þýðingu þess félagsskapar bæði fyrir þá og mannfélagið í heild sinni. Þar á eftir urðu nokkrar umræður, sem allar lutu að því, hve nauðsynlegt væri að koma á félagsskap meðal verkamanna hér í Reykjavík, einkum í þeim tilgangi að Iaga vinnutímann, jafna kaupgjaldið og takmarka sunnudagavinnuna." Fundur þessi kaus 5 manna nefnd til þess að semja frumvarp til laga fyrir hið fyrirhugaða félagoggefa því nafn. í nefndina voru kjörnir: Árni Jónsson, verkamaður; Jón Magnússon, fiskimatsmaður; Sigurður Sig- urðsson, búfræðingur; Sigurður sóttu fundinn, en við atkvæða- greiðslu á fundinum, þar sem tölur eru tilfærðar, komu fram 240 atkvæði. Fundarstjóri var sem fyrr Sigurður Sigurðsson búfræðingur, en fundarritari Sigurður Jónsson og aðstoðarrit- ari Pétur G. Guðmundsson, Fundurinn samþykkti lög fyrir félagið og kaus því stjórn. Þar með var lokið stofnun Dagsbrún- ar. Fyrstu stjórnina skipuðu þessir menn: Sigurður Sigurðs- son, búfræðingur, formaður; Ólafur Jónsson, búfræðingur, ritari; Þorleifur Þorleifsson, verkamaður, féhirðir; Runólfur Þórðarson, verkamaður, fjár- málaritari og Árni Jónsson, verkamaður, dróttseti. Stefna sú, sem mörkuð var í stofnskrá félagsins var tekin upp óbreytt í 2. grein félagslaga. Eftir lögunum urðu menn að vera fullra 18 ára til að ganga í það, hafa tvo meðmælendur og hljóta % atkvæða á fundi. Félag- inu var skipt í deildir og skyldu 20—30 félagsmenn vera í hverri deild og kusu þeir sér deildar- stjóra. Deildarstjórar skyldu hafa fund með stjórninni, þegar henni þætti þurfa. í öllum aðal- atriðum hélt þetta skipulag fé- lagsins fram til 1937, er trúnað- arráð félagsins var stofnað. Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar, segir um þessi fyrstu ár félagsins: „Ekki þarf neitt að efast um að það voru hin bágbornu kjör og nauðsyn á samtökum, sem fylkti verkamönnum í Reykjavík svo fjölmennum um Dagsbrún þegar í upphafi. Tímakaup var Sicurður SÍKurðsaon Form. i 5 ár, 1906- 09,1915. Pétur G. Guðmundwion Form. 4 ár, 1910,11,18, *21. Árni Jónaaon Form. í 2 ár, 1912,1914. JOrundur Brynjólfaaon Form. í 3 ár. 1916-1918. Áffúst Jóaefsaon Form. í 2 ár, 1919,1920. Hóótnn Valdimarsaon Form. f 15 ár, 1922-1924, 1927-1935, 1938,1939, 1941. MagnÚH V. Jóhannewwn Form. í 2 ár. 1925,1926. Guómundur ó. Guðmundfis. Form. í 2 ár, 1936,1937. Einar BjórnsHon Form. í 1 ár, 1940. SigurAur GuAnason Form. í 12 ár, 1942-1953. ilannes M. Stephensen Form. í 7 ár, 1954-1961. EAvarA SÍKurAsson Form. I 20 ár 1961 og síðan lega hlutverk sitt, en vafalaust endurspeglar nafngiftin vonirn- ar, sem bundnar voru við þetta nýja félag og hlutverk þess, vonina um að nýr dagur væri að rísa fyrir lítilmagnann í þjóðfé- laginu." Stofnskráin, sem fundurinn gekk frá er svohljóðandi: „Vér, sem ritum nöfn vor hér undir, ákveðum hér með að stofna félag með oss, er vér nefnum „Verkamannafélagið Dagsbrún“. Mark og mið þessa félags vors á að vera: 1. Að styrkja og efla hag og atvinnu félagsmanna. 2. Að koma á betra skipulagi að því er alla daglaunavinnu snertir. 3. Að takmarka vinnu á öllum sunnu- og helgidögum. 4. Að auka menningu og bróð- urlegan samhug innan félagsins. 5. Að styrkja þá félagsmenn eftir megni, sem verða fyrir slysum eða öðrum óhöppum." Þessi stofnskrá með eigin- handarundirskrift þeirra 384 manna, er höfðu undirritað hana áður en næsti fundur var hald- inn, og teijast stofnendur félags- ins, hefur varðveitzt algerlega ósködduð. Hinn eiginlegi stofnfundur Verkamannafélagsins Dags- brúnar var haldinn 26. janúar 1906 í Bárubúð við Vonarstræti. Ekki mun kunnugt hve margir óákveðið og hið sama hvenær sólarhringsins sem unnið var og vinnutíminn ótakmarkaður. Það var þetta, sem átt var við í fyrstu töluliðum stofnskrárinn- ar að bæta þyrfti. Enda hafa þessi mál alla tíð skipað öndveg- ið í starfi félagsins. Þegar Dagsbrún var stofnuð mun algengast tímakaup verka- manna hafa verið 18—25 aurar yfir vetrarmánuðina, en 25—30 aurar sumarmánuðina."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.