Morgunblaðið - 25.01.1981, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1981
27
Pétur Péturs-
son þulur
ræðir við
Óla Ásmunds-
son múrara
um ja, þá veit ég ekki hvað hefði
skeð. Eitthvað hefði brotnað í
skrokknum á mér.
P: Hvernig var þér innanbrjósts
á leiðinni?
Það er það merkilega við það. Á
leiðinni niður, þegar ég var sann-
færður um að þetta væri mín
síðasta ferð, þá var sagt eins
greinilega og greinilegar en ég get
sagt það nú: Þú verður 97 ára
gamall. Alveg. Ég heyrðu það
betur en ég heyri það núna. Þú
verður 97 ára gamall. Þegar ég
kem nú niður á þennan planka,
sem að hefði nú alveg tætt mig, ég
veit ekki hvernig, heldurðu að ég
lendi ekki á honum samt. Sjáðu
til. Ég kem á hausinn niður. Ég
hefði drepist ef ég hefði lent á
búkkanum, en einmitt fyrir það að
ég lendi á honum þá er ég hérna.
P: Hvernig skýrirðu það?
Sjáðu til. Það fór hornið í
molskinnsbuxnavasann minn og
rífur molskinnsbuxurnar alveg
niður úr. Og skilar mér eins og ég
er.
Hvað segirðu? Hver er það sem
sagði mér þetta? Mig hefir stund-
um langað til þess að segja honum
Ævari Kvaran frá þessu. Mér
finnst þetta svo raunhæft. En
hver stjórnar þessu?
Ég á 5 ár eftir. En takið þið nú
eftir sem lifið mig hvort ég fer 97
ára. Fyrr fer ég ekki.
P: Þú hafðir mikil umsvif eftir
að heim kom og stóðst fyrir smíði
margra stórhýsa.
Eftir brunann mikla í Austur-
stræti þá fór ég fyrst að blakta
sem maður sem tók að sér ábyrgð
á byggingu húsa. Seinna asnaðist
ég til þess að taka að mér ábyrgð á
Hótel Borg, það er að segja bara
skrokknum, allt inventar var al-
veg sértilboð, það voru málarar,
trésmiðir og aðrir.
Eitt er merkilegt við þetta.
Vegna tímans. Við áttum að skila
Hótel Borg um vorið. Þá átti að
taka á móti flugmönnum og ferða-
mönnum.
Við höfðum engin tæki til þess
að ná tímanum nema með því að
byggja skrokkinn upp að öllu leyti
í einu móti. Annars var vani að
maður byggði sína hæðina og
skipti og notaði á næstu hæð.
Tímans vegna urðum við að hafa
hana í einu lagi, uppúr. Þetta
kostaði okkur náttúrlega mikið
meira timbur. En með þessu sáum
við framá að við myndum geta náð
tímatakmarkinu 1929 fyrir inn-
réttingasmiðina að geta klárað
1930.
Ef við hefðum nú ekki þurft að
gera þetta er ég óviss um að
nokkur Borg hefði orðið til.
Árið 1929 þá gerði þennan rokna
jarðskjálfta. Ef það hefði ekki
verið í einu móti, Hótel Borg, þá
hefði hún hrunið. Steypan var
naumast hörðnuð í mótunum.
Sjáðu til, þegar við fórum að gá að
því eftir jarðskjálftann þá hafði
steypugólfið í kjallaranum komið
upp við jarðskjálftann og nærri
sigið niður í einu lagi.
Þetta kostaði okkur óhemju
peninga. En við vorum skuld-
bundnir til þess að skila þessu á
þessum tíma. Stefán Magnússon
sem var trésmiður minn sagði:
Þetta verður að reiknast sem
brotatimbur, en margt af þessu er
ónotað sem við fengum í utanaf-
slætti. Svo þetta var ekki svo
tilfinnanlegt.
Full ástæða væri til að heyra
frásögn Óla um fjöimörg stórhýsi
er hann sá um smíði á, Gamla bíó
og fjöldi annarra, en til þess er
eigi tóm að þessu sinni. Það er líka
á vísan að róa í næstu 5 ár,
samkvæmt því er fram kom í
frásögn hans.
Að lokum skal aukið við sögu er
sannar að Óli hefir oftar en einu
sinni bjargast með undraverðum
hætti.
Áratugum eftir að ævintýrið
gerðist í Safnahúsinu starfar
hann við iðn sína. Ferðast þá víða
um land á vegum RAFHA og
vinnur við múrverk vegna bökun-
arofna er verksmiðjan seldi. Var
þá efnið sent sjóleiðina til ýmissa
hafna.
Eitt sinn er för hans ráðin til
Seyðisfjarðar. Þar áttf hann að
setja upp ofn, en efnið skyldi sent
með strandferðaskipi. Óli býr sig
til brottfarar á umræddum degi
og á flugfar pantað til Egilsstaða.
Hann gengur sem leið liggur að
vélinni er bíður brottfarar á
Reykjavíkurflugvelli. Er hann er í
þann mund að ganga inn í flugvél-
ina kemur gjaldkeri RAFHA ak-
andi, skundar til Óla þar sem
hann er kominn að því að stíga inn
um vélardyrnar. Kallar: Óli. Þú
átt ekki að fara með flugvélinni.
Við náðum ekki að senda efnið
með skipinu. Þú ferð seinna.
Óli snéri við. Flugvélin hóf sig
til flugs, en hún komst aldrei á
áfangastað. Fórst með áhöfn og
farþegum.
Þú sérð það, segir Óli. Þegar ég
var 17 ára sagði röddin: Þú verður
97 ára. Ég á fimm ár eftir.
Vonandi lifir Óli Ásmundsson
það að sjá Þjóðarbókhlöðuna rísa.
Hann brúar kynslóðabilið frá
Safnahúsi til Þjóðarbókhlöðu.
Framtíö ungs
fólks á íslandi
Þór FUS Brelöholti. heldur (und aö Selja-
braut 54, mánudaglnn 26. janúar kl. 20.30.
Gestur fundarins Erlendur Krlstjénsson.
Félagar fjölmenniö.
Sllórnin.
Kópavogur — Spilakvöld
— Kópavogur
Sjálfstæöisfélag Kópavogs auglýsir. Okkar vinsaelu spilakvöld halda
áfram þriöjudaglnn 27. jan. kl. 21.00 í Sjálfstæöishúslnu Hamraborg
1, 3. hæö. Nýlr þátttakendur velkomnir.
Mætum öll.
Stjórnin.
EF ÞAÐ ER
FRÉTTNÆMT
ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU
\l (il.VSIV, \
SIMINN KK:
22480
• •
Oldungur
látinn
MexíkóborK. 21. janúar. — AP.
FRANCISCA Cambert, sem
var aldursforseti Kúbu í mörg
ár, lézt í dag. Hún var 145 ára
gömul, fædd á Jamaica, og ern
til hinzta dags. Hún var
tveggja barna móðir og bjó í
héraðinu Camagúey á austur-
hluta Kúbu.
Enn lýst
eftir Mengele
Frankfurt. 21. janúar. — AP.
ENDURNÝJUÐ var í dag
handtökutilskipun á hendur
Dr. Josef Mengele, lækninum
sem sagður er bera ábyrgð á
dauða þúsunda manna í
Auschwitz-fangabúðunum,
þar sem hann starfaði. Talið
er að Mengele hafi flúið til
Uruguay og starfi þar í fang-
elsi undir nafninu „Willi
Karp“.
Al'M.VSINI. ASIMINN ER:
22410
BUrgunblabib
R:@
Nýja línan
frá HAFA
nú einnig fáanleg í hvítu
Nýtísku HAFA baðinnréttingar í baöherbergiö
yöar.
Mjög fjölbreytt úrval. Afgreiöum samdægurs.
VALD. POULSENI
Suðurlandsbraut 10. Sími 86499.
Innréttingadeild 2. hæö.
AUOLVStNOASTOTA SAAWANOStNS
iq8o árg.:106.700krónur
Gmðshskilmálar Fljót afgreiðsla
MAUBUSEMN
ENNAGUWUVERMNU!
VÉIADEILD ^
SAMBANDSINS
Arrn.'Je 3 Reyk/avik Sirrv 38900