Morgunblaðið - 27.01.1981, Side 22

Morgunblaðið - 27.01.1981, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1981 „Sálræn áhrif á mann að kljást við jökulvötnin" - segir Þorsteinn Guömundsson formaður kajak-klúbbsins í viðtali við Mbl. KAJAK-siglingar á islenskum vatnsföllum færast i aukana og á siðasta ári var stofnaður Kajak-klúhbur íslands. Þetta er ekki dónalegri iþrótt en svo, að ástæða þykir til að keppa í henni á Olympiuleikum. Mbl. hafði tal af Þorsteini Guðmundssyni, formanni islenska Kajak-klúbbsins fyrir nokkru og ræddi við hann um þessa iþrótt. Kajak-siglingar á illúölegum jökulvötnum framkalla gæsahúð á flestum og margir hafa áreiðanlega fordóma innanborðs i garð kajak-siglinga. Hins vegar virðist sem breyting á sjónarmiðum sé i orum uppgangi og flestir sem einu sinni horfa á ofurhugana leika listir sínar verða stjarfir af hrifningu og spennu. Þorsteinn tók sjálfur þær myndir sem fylgja grein þessari, hann tók þær er breski bátamaðurinn Dennison og félagar hans voru hér á landi á siðasta sumri. Voru þeir féiagar þá einkum á Þjórsá og Tungufljóti. Mbl. spurði Þorstein fyrst hvort hér væri ekki um lífshættulega iþrótt að ræða. um set og þá erum við einkum á Hvítá hjá Húsafelli. Þar rennum við okkur alveg niður undir Barnafoss. Ég vogaði mér einu sinni að ónáða laxveiðimenn, var þá að sulla í Norðurá í Stekknum svokallaða. Þetta var um miðjan daginn og er ég kom niður streng- inn kom laxveiðimaður á harða- hlaupum. Var honum mikið niðri fyrir er hann sagði mér, að þetta væri hvíldartími laxins og það mætti alls ekki ónáða hann. Sann- aðist þarna áþreifanlega, að kaj- ak-siglingar og laxveiðar eru íþróttir sem ekki eiga samleið hvor með annarri." Tungufljót ófært — Þjórsá „heppileg“ En Kljáfoss, Þjórsá og Tungu- fljót? „Við íslendingarnir erum • Bretarnir töldu sig aldrei hafa komist i hann eins krapp- ann og á Tungufljóti, enda fljótið iliúðlegt i meira lagi... ekki orðnir nógu færir til að renna okkur á Þjórsá og Tungufljóti. Hins vegar fóru Dennison og félagar hans á þær. Þeir voru mjög ánægðir með Þjórsá og töldu hana sérlega heppilega fyrir sæmilega færa kajak-menn. Það var hins vegar eitthvað hiaup í Tungufljóti, bæði var fljótið óhugnanlega gruggugt, en einnig feiknalega straumþungt. Þeir voru ekki lengi í ánni og töldu sig aldrei áður hafa komið í annað eins foráttuvatnsfall. — Kljáfoss er frekar lítið spennandi, flúðin er reyndar brött en hún er allt of stutt, það er ekkert fyrir ofan hana og ekkert fyrir neðan og því er hún hálfgerð lumma,“ sagði Þorsteinn. Mbl. „Lífshættulegt ef það er stundað vitlaust“ „Þetta er einungis hættuleg íþrótt ef hún er stunduð vitlaust," sagði Þorsteinn og bætti við, að sama gilti yfirleitt um aðrar íþróttagreinar. Mbl. var minnugt slyss sem varð á sínum tíma á Ölfusá, þar sem einn íslendingur fórst og annar bjargaðist naum- lega. Kajakmennirnir ætluðu að halda sýningu á Ölfusá við Selfoss í fyrrasumar, en ekkert varð úr ...“ Slysið hefur vafalaust setið í Selfyssingum og er örugglega ástæðan fyrir því að okkur var bannað að sýna þarna á ánni. Það er nú svo, að sumir sjá ekkert nema hættuna við íþrótt þessa þó svo það sé kannski skiljanlegt hjá Selfyssingum, sem hafa ekki góða reynslu af kajak-siglingum,“ sagði Þorsteinn. Éru Islendingar þá uppfullir af fordómum í garð íþróttar þessarar? „Það er mikið að breytast, enda íslendingar óvanir íþróttinni og menn nálgast gjarnan með gát það sem þeir ekki þekkja. En við verðum varir við að fólk líti allt öðrum augum á þetta eftir að hafa horft á einu sinni. T.d. koma bændur oft og horfa á. Og það sljákkar í mönnum þegar þeir sjá að við erum ekki að drepa okkur. Þá hafa áhorfendur bara gaman af.“ Mátti ekki ónáða laxinn Mbl. lék næst hugur á að vita hvar kajak-menn hefðu aðstöðu til að iðka íþrótt sína. „Best er aðstaðan á Norðurá í Borgarfirði. Fyrir ofan fossinn Glanna höfum við aðgang að sumarhúsi og þar dveljum við töluvert á vorin. Norðurá er sérstaklega skemmti- leg og heppileg, mátulega vatns- mikil og blátær. — Þegar laxveiðitíminn gengur í garð verðum við að færa okkur • Þorsteinn rennir sér niður Kljáfoss, sem þó þykir stuttur og bjóða upp á litil tilþrif.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.