Morgunblaðið - 27.01.1981, Side 38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1981
38
Minning:
Hallur Björnsson
hreppstjóri Rangá
Fæddur 9. júní 1902
Dáinn 17. janúar 1981
í dag, þ. 27. jan., fer fram frá
Egilsstaðakirkju útför Halls
Björnssonar hreppstjóra frá
Rangá í Hróarstungu á Héraði.
Hann verður greftraður í heima-
grafreit á Rangá þar sem gamlir
söngbræður munu syngja yfir
moldum hans.
Hallur andaðist á Landspítalan-
um þ. 17. jan. eftir nokkra legu,
ekki mjög þunga að því er séð
varð. Fyrir tveimur árum hafði
hann verið skorinn upp við þeim
sjúkdómi er nú leiddi hann til
bana. Virtist hann þá ná góðri
heilsu þangað til sl. haust að
veikindin tóku sig upp að nýju.
Hallur var fæddur á Rangá 9.
júní 1902, sonur hjónanna Hólm-
fríðar Eiríksdóttur frá Bót i sömu
sveit og Björns Halissonar, bónda
á Rangá og alþingismanns.
Hallur bar nafn afa síns, Halls
Einarssonar er lengi bjó á Steins-
vaði í Tungu og oft kenndur við
þann bæ. Hann keypti Rangána
niðurnídda og breytti í stórbýlis-
jörð.
Nafni hans, Hallur yngri
Björnsson, sótti framhaldsnám
sitt í Eiðaskóla á árunum 1922—
24 og dáði jafnan síðan skólastjór-
ann sr. Asmund Guðmundsson,
síðar biskup og við aðalkennar-
ann, Guðgeir Jóhannsson bast
hann ævilöngum vináttuböndum.
Eftir skóladvölina var Hallur
með föður sínum er þá rak stórbú
á Rangá, en brátt dró að því að
hann færi að eiga með sig sjálfur,
eins og sagt var er menn voru í
svokallaðri sjálfsmennsku, þ.e.
voru útaf fyrir sig með gripi sína
og heyjuðu fyrir þeim. Þennan
háttinn höfðu ungir menn gjarnan
á, sem höfðu ástæður til og hugðu
síðar á sjálfstæðan búskap. Arið
1938 hóf svo Hallur sjálfstæðan
búskap á nýbýli er hlaut nafnið
Rangá og 2 var byggt útúr landi
aðaljarðarinnar. Á nýbýli sínu
reisti hann sér íbúðarhús sem
hann bjó í æ síðan.
Á 1939 gekk Hallur að eiga
heimasætu frá Skeggjastöðum í
Fellahreppi, Gunnhildi að nafni,
var hún dóttir Þórarins bónda þar
Jónssonar, eins þeirra þriggja
bræðra sem gert höfðu Skeggja-
staði að stórbýli.
Þeim Halli og Gunnhildi varð
fimm barna auðið. Elsta son sinn,
Björn, misstu þau aðeins tveggja
ára gamlan, hið mesta efnisbarn.
Helga varð næsta barn þeirra, gift
Gunnari Axelssyni og hafa þau
dvalið í föðurhúsum Helgu. Næst-
ur í barnaröðinni var svo annar
Björn, einstakur efnispiltur en
hann missa þau aðeins 25 ára
gamlan, sárt syrgðan af öllum sem
hann þekktu. Þórarinn er fjórða
barn þeirra, ógiftur og bjó með
föður sínum. Yngst er svo Hólm-
fríður, gift Baldri Sigfússyni frá
Krossi í Fellum. Hann er húsa-
smiður og eru þau búsett á
Hlöðum við Lagarfljótsbrú.
Á sínum yngri árum var hrepp-
stjórasonurinn frá Rangá með
glæsilegri mönnum á Héraði.
Spengilogur á velli, velfarinn í
andliti og með höfðingsyfirbragð
og var því eigi nema von að hann
veldist snemma til forystu. Ung-
mennafélag sveitarinnar, sem ver-
ið hafði lífvana um skeið, endur-
reisti Hallur ásamt öðrum og varð
formaður þess um hríð. Þótt
Hallur væri sérlega hóglátur í
allri framgöngu og ósýnt um að
láta á sér bera, völdu sveitungar
hans hann snemma til margvís-
legrar forgöngu, og tók hann
smátt og smátt við flestum þeim
störfum í þágu sveitar sinnar sem
Björn faðir hans hafði gegn um
langa hríð. I sýslunefnd var hann
valinn 1937 og sat þar óslitið til
1978, í hreppsnefnd var hann í 20
ár og þar af 8 sem oddviti
sveitarinnar. Við hreppstjóra-
starfinu tók Hallur af föður sínum
1956, en þá hafði Björn gegnt því
um hálfrar aldar skeið. Umboðs-
maður Brunabótafélags íslands
var Hallur frá 1948 og fulltrúi
sveitar sinnar á aðalfundum Bún-
aðarsambands Austurlands frá
1959 svo og á aðalfundum Kaupfé-
lags Héraðsbúa sem fulltrúi deild-
ar félagsins í hreppnum. Enn er
ótalið eitt trúnaðarstarfið sem
oddvitar Fljótsdalshéraðs völdu
hann til, en það var seta í
sjúkrahússnefnd sem sér um
rekstur sjúkrahússins á Egils-
stöðum.
Það sem hér hefur verið upptal-
ið af trúnaðarstörfum sem Hallur
Björnsson var kjörinn til, má sjá í
uppsláttarbókum, en upptalningin
sýnir betur og á órækari hátt en
með öðru móti hvílíks trausts
hann naut hjá þeim er kynntust
honum. Þeir vissu að einstök
samviskusemi hans leifði honum
ekki að níðast á neinu sem honum
var tiltrúað. Enginn var hann
málskrafsmaður á fundum, Mál-
flutningur hans var hógvær og
hófstilltur en svo vel studdur
rökum að eftir var tekið.
Persónulega kynntist ég ekki
Halli fyrr en ég kom út á Hérað í
námunda við hann sem kennari
við Alþýðuskólann á Eiðum, var
það haustið 1930. Annan veturinn
sem ég kenndi við skólann var ég
samkennari Guðgeirs Jóhannsson-
ar, sem áður var nefndur. Hann
kom aftur að skólanum um eins
vetrar skeið áður en hann hvarf
þaðan alfarinn. Eftir skólaslit
bauð Guðgeir mér með sér er hann
fór til að heilsa uppá og kveðja
vini sína og nemendur í Bót og á
Rangá. I Bót voru tveir nemendur
hans, þeir Eiríkur og Stefán Pét-
urssynir, en á Rangá var það
Hallur Björnsson en hann var
elstur þeirra Rangárbræðra, yngri
voru þeir Björn og Eiríkur sem
urðu skömmu síðar nemendur
mínir.
I þessari fyrstu för minni vestur
yfir Lagarfljót kynntist ég þessum
tveimur höfðingsheimilum, í Bót
og á Rangá, sem hafa orðið mér æ
síðan ógleymanleg. í Bót var það
skörungskonan Sigríður Eiríks-
dóttir er réði húsum með tilstyrk
sona sinna er áður voru nefndir.
Sigríður í Bót var mikil höfðings-
kona sem stýrt hafði heimili sínu í
rúmlega tuttugu ára ekkjudómi
með mikilli reisn, — og á Rangá
var það héraðshöfðinginn Björn
Hallsson er skipaði húsbóndasess-
inn og Soffía síðari kona hans,
Hallgrímsdóttir.
Þótt ég, hinn lítt þekkti Fljóts-
dælingur, nyti í fyrstu vináttu
þessara heimila við Guðgeir, þá
varð þessi heimsókn upphaf ævi-
langrar vináttu við tvo þessara
frænda, þá Stefán í Bót og Hall á
Rangá, enda á svipuðu reki. Á
báðum heimilunum voru til hljóð-
færi. Hólmfríður móðir Halls
hafði áður leikið á hljóðfæri og nú
var það Stefán sem lært hafði til
hljóðfæraleiks og gerði það af
leikni og kunnáttu, og hann
kenndi síðan Birni yngra frænda
sínum á Rangá.
Allir voru þessir frændur frá
Bót og Rangá sérlega söngelskir
og lagvísir og var því ekki nema
eðlilegt að fljótlega yrði tekið
lagið, síðar bættist svo í hópinn
frændi þeirra, Pétur Einarsson
frá Fjallsseli og Haraldur Þórar-
insson frá Skeggjastöðum, mágur
Halls, svo úr varð smá-kór. í
nokkur ár mátti það heita föst
venja að Eiðakennarinn brygði sér
vestur yfir Fljótið að afloknum
skóla á vorin og við tækjum lagið
saman ýmist á Rangá eða í Bót,
okkur til ánægju og gleði, og
kennaranum til sálubóta og af-
slöppunar eftir erilsamt og lýjandi
vetrarstarf, og húsráðendur tóku
söngnum með örvandi gleði þótt
nokkurt ónæði fylgdi. Á engan
okkar söngfélaganna tel ég hallað
þótt haldið sé fram að Hallur á
Rangá hafi verið söngglaðastur
okkar allra. Söngurinn virtist
honum hrein lífsnautn, andar-
dráttur til andlegrar vellíðunar.
Langt fram á efri ár sótti hann
söngæfingar um langan veg eftir
að hann fór að syngja með karla-
kór Fljótsdalshéraðs sem Stefán
frændi hans frá Bót stofnaði og
stýrði eftir að hann var fluttur í
Egilsstaði. Hallur söng af sérstök-
um innileik og innlifun í ljóð og
lag, svo gat virst sem draumlynd
lund hans fengi einhvers konar
útrás í söngnum, slæfði áhyggjur
og deyfði sáran harm, er hann bar
ávallt í brjósti eftir horfna ást-
vini. Jafnvel á banasænginni rifj-
aði hann upp hve söngur okkar
félaganna forðum hefði verið hon-
um mikil sálubót.
Eftir að hafa þekkt þennan
horfna vin minn, Hall á Rangá,
um nærfellt hálfrar aldar skeið
finnst mér hann hafa verið einna
trygglyndasti og hjartahreinasti
maður sem ég hefi kynnst. Vinátta
slíkra manna er mönnum vissu-
lega hamingjuauki og verður seint
þökkuð.
Þegar ég nú, við brottför þessa
vinar míns héðan af heimi, rifja
upp minningarnar um hann og
ýmsa aðra sem kannski hefur
meira borið á, koma mér í hug
ummæli þau sem höfð eru eftir
Gissuri Hallssyni er hann mælti
eftir vin sinn Þorlák Þórhallsson
biskup, en þau eru þessi: „En svo
mikið traust höfum vér á hans
verðleikum að ég uggi að fáir
muni vonarmenn vera ef hann er
ei fullsæll, svo sem vér vitum
hann ólíkastan verið hafa öllum
mönnum öðrum í sínu góðlífi."
Gunnhildi og börnum þeirra
Halls vottum við hjónin innilega
samúð og biðjum guð að blessa
okkur öllum vinum hans minn-
ingarnar um þennan dæmafáa
dreng.
Þórarinn Þórarinsson frá Eiðum.
+ OLAFUR PÁLSSON,
fyrrverandi sundkennari.
Safamýri 36, Reykjavík,
lézt að heimili sínu þann 23. janúar sl.
Jústa Siguróardóttir, Páll Ólafsson,
Sigríóur Ólafsdóttir, Helga Ólafsdóttir.
+
Maöurinn minn, faöir okkar. stjúpfaöir, tengdafaöir. afi og langafi,
JÓN HAFLIDASON
fulltrúí,
Hátúni 10 A,
lézt aö kvöldi 24. janúar í Oldrunardeild Landspítalans, Hátúni 10 B.
Arnbjörg Stefánsdóttir,
Kristin Jónsdóttir, Marteinn Kristinsson,
Hafliöi Jónsson, Jónheiöur Níelsdóttir,
Örn Ólafsson, Inga Þorsteinsdóttir,
Gunnar Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaöur minn,
DAVÍÐ SIGURÐSSON
forstjóri,
lést i Landspítalanum þann 24. janúar.
Anna Einarsdóttir.
+
Móöir okkar,
STEINUNN MAGNÚSDÓTTIR
frá Miövogi,
lést aö Elliheimilinu Grund sunnudaginn 25. janúar.
Elín Guöjónsdóttir,
Guójón Guöjónsson,
Magnús Guöjónsson.
+ Móöir okkar,
ANNA HANNESDÓTTIR,
Hellu, Hafnarfiröi,
lézt í Landakotsspítalanum 25. þ.m. Geir Gíslason, Hanna Gisladóttir.
+
GUONY SVEINSDÓTTIR
frá Sasbóli í Aöalvík,
andaöist í Sjúkrahúsi ísafjaröar 25. janúar.
Kveöjuathöfn á ísafiröi og útför hennar í Reykjavík veröa auglýstar
síöar.
Vandamenn.
+ Faöir okkar,
BJÖRN JÓNSSON,
fyrrverandi verkstjóri hjá Landssmiöjunni,
lézt föstudaginn 23. janúar síöastliöinn. Börnin.
+
Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaöir og afi,
OLIVERT A. THORSTENSEN,
lést í Borgarspítalanum sunnudaginn 25. janúar.
Jaröarförin veröur auglýst síöar.
Katrfn Hildur Síguröardóttir,
Ölvir Thorstensen, Guöbjörg Grétarsdóttir,
Rikard Thorstensen, Anný Berglind Arnardóttir,
Ágúst Thorstensen, Bergþór Olivert Arnarson,
örn Thorstensen.
Fööursystlr mín,
ÞÓRUNN ÓLAFSDÓTTIR,
áöur Smáratúni 8, Selfossi,
er lést í hjúkrunardeild Landspítalans, Hátúni 10, 17. janúar sl.,
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 28. janúar kl.
1.30.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna,
Ólafur Vigfússon.
+
Hjartkaer eiginmaöur minn, faöir og tengdafaðir,
ÞORKELL ÁRMANN ÞORDARSON
fulltrúi,
Alftamýri 24,
veröur jarösunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík mlövikudaginn 28.
janúar klukkan þrjú síödegis.
Ólöf Kristjánsdóttir,
Gunnar Þorkelsson, Jóna Sigurbjartsdóttir.