Morgunblaðið - 27.01.1981, Side 12

Morgunblaðið - 27.01.1981, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1981 Verzlunarmannafélag Reykjavíkur 90 ára — Verzlunarmannafélag Reykjavíkur 90 ára Milli fimm og sex hundruð manns heimsóttu VR 90 ára. Ljósm. Kristján ur gefinn út upplýsingabæklingur um félagið. Kynnt verður starfssvið verzl- unar- og skrifstofufólks, þar sem m.a. verður vakin athygli á þeirri staðreynd, að félagsfólk V.R. vinn- ur við yfir 70 starfsgreinar hjá miklum fjölda fyrirtækja, sem eru undirstaða fyrir öðrum grundvall- aratvinnuvegum þjóðarinnar. Námskeið verða haldin í ein- stökum starfsgreinum. Afmælis- rit kemur út á árinu og stefnt er að því, að félagið gangist fyrir sýningu á verkum listamanna, sem eru í V.R., þ.e. félagsmanna, sem nota frístundir sínar til listsköpunar. Margir hafa lagt hönd á plóginn I starfi umliðinna 90 ára í sögu félagsins, hefur mikill fjöldi manna lagt mikið af mörkum, sem skilað hefur félaginu til þess að vera stærsta og öflugasta stéttar- félag landsins. Öllu þessu fólki skal nú þakkað af heilum hug. Eg get ekki hér og nú tíundað nöfn þeirra fjölmörgu, Hér fara á eftir nokkrir punktar úr 90 ára sögu Verzl- unarmannafélags Reykjavíkur VerzlunarmannafélaK Reykjavíkur 1891-1980 Stutt yfirlit 1. Styrktar og sjúkrasjoður stofnaöur 24. nóv. 1867, -Reykjavlks Handelsforenings Understöttelses- og Sygekasse“. xh stofnenda danskur. 2. t>orlákur O. Johnson kom til íslands áHð 1875. Hann var verzlunarþjónn og átti sér mórg hugsjónamál. m.a. menntaða inn- lenda verzlunarstétt og varð siðar umsvifa- mikill kaupmaður. 3. 12. jan. 1891 komu nokkrir verzlunar- menn saman i kaffihúsinu MHermes“ sem Þorl. 0. Johnson starfrækti i Lækjargötu 4. Þessir menn athuguðu möguleikana á að koma á fót félagi, sem skyldi hafa að markmiði að efla samheldni og einingu verzlunarstéttarinnar i landinu. Undirbún- ingsnefnd var kosin og hana skipuðu: Th. Thorsteinsson. Detlev Thomsen. Matthias Johannessen og h.O.J., Jóhannes Hansen verzl.stj. 4. 27. janúar 1891 stofnfundur félagsins. 5 .Framsögumaður Th. Thorsteinsson. Kjörinn formaður. 6 .Stofnendur 33 að tölu. 21 voru verzlun- arstjórar. Við árslok 1891 voru í þvl 42 meðlimir. sem í forustu hafa verið allan þennan tíma. Ég kemst þó ekki hjá, að geta þeirra tveggja af þrem, sem gegnt hafa formennsku frá því að félagið varð hreint launþegafélag, þeirra Guðjóns Einarssonar og Guðm. H. Garðarssonar. 7. 1904 nefnd i skólamál. 8. 1905 stofnaður Verzlunarskóli íslands. Skólanefnd. VR alltaf einn mann — kosinn. VR og Kaupmannafélagið feður skólans. 9. 27. janúar 1922 stofnaður Húsbygg- ingarsjóður. Formaður VR Erl. ó. Péturs- son. 10. 1920—1940 Mál: Verzlunaratvinna, Samb. verzlm.fél. ísl., Verzlunarbanki, vinnutimi, opnunartimi. Launamál verzlun- armanna voru til umræðu árið 1929. 11. í árslok 1940 voru félagar 630 manns. 12. Húsnæðismál: 1. Leigð tvö herbergi á 3. hæð i Ingólfshvoli. Til 1939. 2. Leigð tvö herbergi i húsi Mjólkurfélagsins. 3. 1940, Vonarstræti 4. en það var keypt snemma árs 1940. 4.1965—1969, leigt Austurstræti 17,5. hæð öll. 5. Nóv. 1967, keypt húseignln Hagamelur 4. Skrifstofa og félagsheimili. l>ar frá 1969. 13. Útgáfustarfsemi: nFrjáls verzlun** stofn- að I ársbyrjun 1939. 14. Fyrsta konan i varastjórn árið 1947, Krístjana Thorsteinsson. sonardóttir Th. Thorsteinssonar. 15. 1950 árslok fullgildir félagar 1474 tals- ins. 1940—1950 launa- og kjaramál ofarlega á baugi, launþegadeildir. 16. Félags-, fræðslu og skemmtifundir. 17. Skrífstofa félagsins: Vísir að fyrsta starfsmanni. 1945 — 46 gegndi Hjörtur Hans- son, framkvæmdastjórastörfum fyrir félags- stjórnina ca. 2—3 klst. daglega. 18. Félagsheimili starfrækt að Vonarstræti 4 frá haustinu 1940 — veitingar — var fram yfir 1950. Fyrst á vegum VR til mai 1946, leigt i 4 ár, siðan aftur á vegum VR um tíma. 19. Haustið 1945 stofnaðar 3 launþegadeild- ir: Skrifstofumannadeild VR, stofnendur 69 að tölu. Formaður Baldur Pálmason. Af- greiðslumannadeild VR Stofnendur 96 að Guðjón var formaður, þegar skiptin í félaginu fóru fram og hafði þvi forustu um að leiða það viðkvæma en þýðingarmikla mál til lykta á farsælan hátt. Einnig var samið um stofnun Lífeyris- sjóðs verzlunarmanna í formanns- tíð Guðjóns. tölu. Form. Björgúlfur Sigurðsson. Sölu- mannadeild VR. Stofnendur 15 talsins. Form. Carl Henning Sveinsson. 20. Fyrsti heildarsamningur um lágmarks- kaup og kjór meðlima VR var undirritaður 18. jan. 1946. Fyrsta skiptið viðurkenndur samningsréttur VR. 21. Form. samninganefndar var Adolf Björnsson, núv. bankamaður i Útvegsbanka íslands. 22. Byggingarsamvinnufélag stofnað 20. nóv. 1946. Formaður 1946—1957 Guðjón Einarsson. 1951-1955 23. Upp ur 1950 háværar raddir um aö VR yrAi hreint launþe^afélaK. 24. Á aAalfundi 28. febr. 1955 var samþykkt aA gera félaifiA aA hreinu launþeftafélagi. Elgnaakipti ákveAin. Atvinnurekendur. for- Htjúrar o* framkvæmdantjórar hverfa úr félaginu. 25. Eftir Hkiptin aAaláherala IókA á: a) Kjaramálin. b) Stofnun lifeyrÍHajóAH. e) Sameina verzlunarfólk. 1955-1980 26. VR iaunþeKafélai;. FélaKar 1956 ca. 1200 talainH. Nýr kafli i höku félaKHÍnn. GuAmundur H. GarAarsHon. viAnkiptafræA inKur. koninn formaAur á aAalfundi febr. 1957 - marz 1980. 27. ByKKja frá Krunni: 1) Kjaranamn- inKana, 2) Starfaemi. 3) Nýtt skipulaK. 4) Ný vinnubrAKA. 5) Fjárðflun, 6) Afla viAurkenn- inxar: a) Atvinnurekenda. b) Stjórnvalda, c) VerkalýAnhreyfinKar. d) AlmennlnKHálits, 7) Félagið gerði Guðjón að heið- ursfélaga sínum á 70 ára afmæli félagsins. Guðmundur H. Garðarsson tók við formennsku af Guðjóni árið 1957 og var formaður til 1980 eða í 23 ár samfleytt. Það er megin- hluta þess tíma, sem félagið hefur verið hreint launþegafélag. Flestir þeir áfangar, sem unnist hafa frá því að félagið varð hreint launþegafélag, og ég hefi áður getið, hafa unnist í formannstíð Guðmundar og óx félagið í for- mannstíð hans úr 1200 manns í um 10 þúsund, sem segir sína sögu. Kæru hátíðargestir. A þessum hátíðisdegi vil ég fyrir hönd félagsins þakka öllum, sem átt hafa samleið með V.R. þau 90 ár, sem félagið hefur starfað. Um leið og ég óska öllum félagsmönnum til hamingju með þetta merkilega afmæli, þá á ég þá afmælisósk bezta til Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur, að fé- lagið megi ætíð vera sá vettvang- ur, þar sem félagsmenn þess finna hagsmunum sínum bezt borgið í sókn þeirra til bættra lífskjara. Starfrækja LV, sem hóf starfsemi sína 1. febrúar 1956. 8) Styrkja innviði. 28. LlV stofnað 2. júni 1957. Fyrsti form. Sverrir Hermannsson. 29. 1957 — 2. júni. samningar allir aðilar/ samtök vinnuveitenda, nema SÍS. 30. 10. okt. 1958, SÍS vlðurkennir VR sem samninicsaðila. I>ar með hefur VR hlotið viðurkennintcu allra aðila vinnuveitenda á félaKssvæði þess. 31. Stofnuð deild samvinnustarfsmanna 10/10 1958, innan VR með um 360 félaga. 32. 1960 LÍV aðili að Sambandi norrænna versl.manna. 33. 3. marz 1960, Magnús L. Sveinsson ráðinn skrífstofustjóri VR í stað Sverris Hermannssonar, sem hafði gegnt þvi frá 1956. 34. Nóv. 1960. Þing ASÍ synjar fulltrúum verzlunarmanna um upptöku i ASÍ. 35. 1961. Verzlunarbanki íslands hf. stofn- aður 4. febr. með aðild verzlunarmanna. 36. Félagsdómur kveður hin 12. nóv. 1962 upp dóm í máli LÍV gegn ASÍ um aðild LÍV að samtökunum. Meirihluti sammála um að LÍV elgi að fá inngöngu með fullum og óskertum réttindum. 37. 10. des. 1963, VR í sitt fyrsta verkfall. Stóð yfir í 4 sólarhrínga. 38. Kjaradómur verzlunarmanna. Gjör- breyting á samningum til hins betra. 39. Félagssvæði VR stækkað. Samþ. á aðal- fundi 10. febr. 1964. Nær eftir það yfir: Reykjavik, Kópavog, Seltjarnarneshrepp, Mosfellshrepp, Kjalarneshrepp, Kjósar- hrepp. 40. 22. febr. 1964. Fyrsta orlofshúsið keypt i Olfusborgum. 41. Nóv. 1964. Setið fyrsta ASÍ-þing með fullum réttlndum. 42. Atv.l.tr., fæðingarorlof. sjúkrasjóður: Áfangar sem nást á timabilinu 1968—1978. Erlend samskipti stóraukin. LV eftir 1970, aðildarskyldu. VR 1970 - 80 9000 manna félag. 1981 ársbyrjun ca. 10.000 manns. Breyttar þjóöfélagsaðstæður, erfiðari staða, ný viðhorf o.fl. 43. Starfsemi: Verkaskipting starfsmanna, 1956 - l'A, 1980 nú 8. Lýst nánar síðar. Skrífst.stj. 3. Ólafur ísberg til 1956. Sverrir H. 1956-1960. M.L.Sv. 1960-. 44. Magnús L. Sveinsson kjörinn formaður í Listamönn- um vel tekið á Húsavík Húsavik 26. janúar. SIGURÐUR Björnsson óperu- söngvari og Agnes Löve píanó- leikari héldu tónleika í Húsavík- urkirkju sl. sunnudag á vegum Tónlistarfélags Húsavíkur og var listamönnunum mjög vel tekið. Efnisskráin var mikil og fjöl- breytt. Fyrst fluttu þau lagaflokk- inn Astir skáldsins eftir Schu- mann, en þessi lagaflokkur mun ekki oft hafa verið fluttur í heild hér á landi. Næsti kafli voru 6 lög eftir íslenzka höfunda og loka- þátturinn óperuaríur, sem hlutu ekki minnsta hylli áheyrenda. Bjartar sumarnætur þeysir listafólk um byggðir landsins. En fáheyrðara er að á miðjum vetri beri svo góða gesti að garði, þegar samgönguerfiðleikar eru oft mikl- ir og ferðir erfiðar. Og því þakk- látari eru þingeyskir áheyrendur þegar þeir fá slíka aufúsugesti, sem Sigurð og Agnesi, í byrjun þorra, þegar mælt er 28 stiga frost í Þingeyjarsýslu. Fréttaritari Námskeið í frjálsri tján- ingu fyrir hreyfihöml- uð börn STYRKTARFÉLAG lamaðra og fatlaðra efnir til námskeiðs i frjálsri tjáningu fyrir hreyfi- hömluð börn á aldrinum 10—16 ára sem hefst i næsta mánuði. Námskeiðið er haldið i samstarfi við Námsflokka Reykjavikur, en kennari verður Guðmundur Magnússon leikari. Námskeiðið fer fram í Sjálfs- bjargarhúsinu að Hátúni 12 og er áformað að það hefjist fimmtu- daginn 5. febrúar kl. 17.30. Síðan mun það verða á hverjum fimmtu- degi á sama stað og tima í febr,—marz og apríl. A námskeiðinu fer fram kennsla í framsögn, upplestri, frjálsri leikrænni tjáningu, spuna og slök- un. Þátttökugjald er kr. 25.00. Aðstandendur þeirra barna, sem áhuga hafa á að taka þátt í námskeiðinu, eru beðnir að hafa samband við Styrktarfélag lam- aðra og fatlaðra sem fyrst og eigi síðar en um nk. mánaðamót. Námskeið eins og það sem hér um ræðir getur verið mjög gagn- legt og þroskandi og hjálpað hinum fötluðu börnum til að yfirstíga ýmsa erfiðleika. Markólfa sýnd í Kópavogi LEIKFÉLAGIÐ Grimnir i Stykkis- hólmi frumsýndi skömmu fyrir jól gamanleikinn Markólfu eftir Dario Fo í þýðingu Signýjar Pálsdóttur, formanns leikfélagsins. Grimnir hefur sýnt leikinn átta sinnum á Vesturlandi og mun nú hefja sýn- ingar i Kópavogsleikhúsinu. I tilkynningu frá leikfélaginu seg- ir að Markólfa sé „hreinræktaður farsi“ um gamla vinnukonu, Mark- ólfu, sem á von á stórum happdrætt- isvinningi og verður af þeim sökum feikilega eftirsótt af karlmönnum af öllum stigum. Leikstjóri Markólfu er Jakob S. Jónsson, leikmynd er eftir Lárus Pétursson, búninga gerðu Sigrún Jóhannsdóttir og Signý Pálsdóttir og lýsingu annast Einar Eðvald Gíslason. Leikendur eru Elín Jónasdóttir, Vignir Sveinsson, Svanhildur Jóns- dóttir, Björgvin Guðmundsson og Birgir Sævar Jóhannsson. Sýningar Grímnis í Kópavogsleik- húsinu verða föstudaginn 30. janúar kl. 21 og laugardaginn 31. janúar kl. 15. marz 1980—. Nokkrir punktar úr níutíu ára sögu VR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.