Morgunblaðið - 27.01.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.01.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JANIJAR 1981 29 Theódór A. Jónsson, formaður Sjálfsbjargar, tekur við 50 þúsund króna gjöfinni úr hendi Eðvarðs Sigurðssonar, formanns Dagsbrúnar. Dagsbrún gefur stórgjafir Ragnar Júlíusson: Svar til Kristjáns Benediktssonar Verkamannafélagið Dagsbrún átti 75 ára afmæli i gær, 26. janúar. t afmælishófi í Lindarbæ sl. sunnudag færði formaður fé- lagsins, Eðvarð Sigurðsson, sex styrktarfélögum stórar pen- ingagjafir i tilefni afmælisins. Eftirtalin félög fengu 50 þúsund nýkrónur að gjöf: Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, Styrktar- félag lamaðra og fatlaðra, Hrafn- ista, dvalarheimili aldraðra sjó- manna í Reykjavík og Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. Þá fékk Hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi 25 þúsund krónur, og ennfremur var gefin 25 þúsund króna minningargjöf um Hannes M. Stephensen, fyrsta formann Dagsbrúnar, til Blindraheimilis- ins í Reykjavík. Borgarfulltrúi Kristján Bene- diktsson formaður borgar- og fræðsluráðs ætlar seint að kom- ast yfir lokaorð mín í borgar- stjórn 18. des. þar sem ég bendi á að „sannsögli væri sem betur fer enn þá talin til dyggða". Eftir umræður í borgarstjórn 4. og 18. des. sl. um skýrsluna „Nýting skólahúsnæðis í grunnskólum Reykjavíkur" sá borgarfulltrúinn ástæður til þess að kveða sér hljóðs utan dag- skrár á fundi borgarstjórnar 15. jan. sl. Tilefnið var tilraun til þess að sýna fram á að hann hefði ekki haft grun um að skýrslan kæmi fyrr en hún var fullprentuð. Sér til halds og trausts hafði hann bréf hagsýslustjóra borgar- innar sem hann hafði orðið sér úti um. Hann las hluta bréfsins á fundinum og gaf mér ljósrit af því. Þegar bréf hagsýslustjóra og ræða borgarstjóra eru skoðuð í samhengi kemur berlega í ljós að allar mínar fullyrðingar standa óhaggaðar. Borgarfulltrúinn vissi af skýrslunni áður en til prentunar kom eða með öðrum orðum meðan hún var í vinnslu. Til þess að fá svar við spurn- ingu sinni ætti hann að lesa betur bréf sent sér frá hagsýslu- stjóra borgarinnar dags. 2. janú- ar og lesa útskrift af ræðu borgarstjóra á fundi borgar- stjórnar 4. des. sl. Þar finnur hann sannleikann í málinu, sem virðist standa fastur í hálsi borgarfulltrúans. Ragnar Júlíusson. Sigmon Vaughan syngur í Norræna húsinu BRESKI baritónsöngvarinn Sig- mon Vaughan syngur í Norræna húsinu við undirleik Jónasar Ingimundarsonar annað kvöld. Á efnisskránni eru sönglög eftir Beethoven, Grieg, Wolf og Vaug- han Williams. Tónleikarnir hefj- ast klukkan 20.30. Oddur ólafsson tekur við gjöf- inni stóru úr hendi Magnúsar L. Sveinssonar. Ljósm. G.E. svarar til þess, að um 1000 félags- menn VR búi við fötlun... Ég vona því, að jafnframt því, sem þessi fjárveiting félagsins komi að góðum notum við þær þýingarmiklu framkvæmdir, sem öryrkjabandalagið vinnur nú að, þá verði þetta framlag einnig til þess að vekja bæði félagsmenn VR og aðra til umhugsunar um þá skyldu okkar allra að taka meira tillit til málefna og þarfa fatlaðra en hingað til hefur verið gert.“ Heiðursfélagar Stjórn VR ákvað líka í tiléfni afmælisins, að gera fjóra menn að heiðursfélögum VR, þá Andreas Bergmann, Ottó J. Ólafsson, Björgúlf Sigurðsson og Guðmund H. Garðarsson. Magnúsi L. Sveinssyni fórust svo orð við þá athöfn: „Allir þessir fjórir menn hafa verið í fremstu víglínu í starfi félagsins áratugum saman, og Frá afmælis- hófi VR: • • Magnús L. Sveinsson og heiðursfélagarnir fjórir, Guðmundur H. Garðarsson, Björgúlfur Sigurðsson, Ottó J. ólafsson og Andreas Bergmann. Ljósm. Kristján. Stórgjöf til Oryrkjabandalags Verzlunarmannafélag Reykjavik ur hélt 90 ára afmæli sitt hátíð- legt að Hótel Sögu sl. sunnudag. Þar komu saman fjöldi félags- manna og aðrir vinir og velunn- arar félagsins, milli fimm og sex hundruð manns. Magnús L. Sveinsson formaður VR flutti hátiðarræðu sem hér er birt, svo fluttu ýmsir ávörp og félaginu bárust fjöldi gjafa, heillaóska- skeyta og blóma. Ólöf K. Harðar- dóttir og Garðar Cortes sungu dúett, Manúela Wiesler og Snorri örn Snorrason léku saman á flautu og gitar, og auk þess söng kvartett Söngskólans i Reykja- vik. Stórgjöf til Ör- yrkjabandalagsins í tilefni af Alþjóðaári fatlaðra ákvað stjórn VR að veita öryrkja- bandalaginu 30 milljónir g.kr. eða 300 þúsund nýkr. úr Sjúkrasjóði VR Magnús L. Sveinsson sagði m.a. þegar hann færði Oddi Ólafssyni formanni hússtjórnar öryrkjabandalagsins gjöfina: „Það er talið að um 10% af fólki sé fatlað í einhverri mynd. Það stendur félagið í mikilli þakkar- skuld við þá. Allir vita að þeir, sem í forystu slíkra félaga eru, leggja á sig ómældar vinnustund- ir, sem seint verður fullþakkað. Störf þeirra í þágu félagsins verða aldrei mæld í vinnustundum eða krónum. Andreas Bergmann var í trún- aðarmannaráði félagsins í ára- tugi, allt frá því að félagið varð hreint launþegafélag og þar til fyrir fáum árum, að hann óskaði vegna aldurs að víkja fyrir yngri manni. Hann hefur um langt árabil verið félagslegur endurskoðandi félagsins og er það enn í dag. Þeir hafa ekki verið margir fundirnir, sem félagið hefur hald- ið á undanförnum áratugum, sem Andreas Bergmann hefur ekki mætt á. Hann starfaði á skrifstofu hjá sama fyrirtækinu, Völundi, í 51 ár samfleytt. Björgúlfur Sigurðsson hefur unnið við verzlunarstörf frá 1935. Hann var formaður Afgreiðslu- mannadeildar VR, sem starfaði um nokkurn tíma áður en félagið varð hreint launþegafélag. Hann var í samninganefnd fé- lagsins, sem undirritaði fyrsta kjarasamninginn, sem félagið gerði við vinnuveitendur, 18. janú- ar 1946. Björgúlfur var um langan tíma í trúnaðarmannaráði VR, m.a. þeg- ar félagið varð hreint launþegafé- lag. Hann var í undirbúningsnefnd fyrir stofnun Landssambands ísl. verzlunarmanna 1957. Ottó J. Olafsson var í stjórn VR frá 1957 til ’63,er hann óskaði að vera ekki lengur í kjöri. Hann var gjaldkeri stjórnarinn- ar þau ár, sem hann var í stjórninni. Hann hefur verið félagslegur endurskoðandi frá því að hann hætti sem gjaldkeri. Ottó hefur verið í trúnaðar- mannaráði félagsins sl. 24 ár. Ég held að Ottó þyrfti að vera mjög veikur til að mæta ekki á öllum fundum, sem boðað er til. Guðmundur II. Garðarsson kom í stjórn VR 1956 og var formaður VR frá 1957 til 1980 eða í 23 ár. Það má því segja, að mótun og viðgangur félagsins hafi allt frá því, að það varð hreint launþega- félag, verið undir forustu hans. Sú forusta hefur verið traust og heillarík fyrir verzlunar- og skrifstofufólk. 23 ár eru út af fyrir sig ekki langur tími í sögu eins félags, en tekur hins vegar yfir nær hálfa meðal starfsævi manns. Ég hefi áður rakið hér þá áfanga, sem unnist hafa í for- mannstíð Guðmundar og endurtek það því ekki hér. Hann hefur varið blómaskeiði lífs síns í þágu verzlunar- og skrifstofufólks. Góðir hátíðargestir. Verzlunarmannafélag Reykja- víkur vill nú sýna þessum góðu mönnum þakklætisvott og virð- ingu fyrir mikil og gifturík for- ustustörf með því að gera þá að heiðursfélögum VR. Og vil ég hér með afhenda þeim heiðursskjöl því til staðfestu." Gullmerki Ennfremur samþykkti stjórn fé- lagsins í tilefni afmælisins, að sæma eftirtalda 16 menn gull- merki VR fyrir mikil störf þeirra í þágu félagsins á umliðnum árum: 1. Björn Þórhallsson, 2. Daníel Gíslason, 3. Gísli Gíslason, 4. Guðmundur Jónsson, 5. Gunnar Magnússon, 6. Gunnlaugur Þorbjarnarson, 7. Helgi E. Guðbrandsson, 8. Höskuldur Egilsson, 9. Njáll Símonarson, 10. Ólafur Þ. Guðmundsson, 11. Óttar Októsson, 12. Ragnar Guðmundsson. 13. Sigurgeir Kristjánsson, 14. Stella M. Jónsdóttir, 15. Sæmundur Gíslason, 16. Þórður Guðmundsson. Magnús L. Sveinsson þakkaði þessu fólki svofelldum orðum: „Allt þetta fólk á langt og mikið starf að baki í þágu félagsins. Framlag félagsstarfsins verður með ýmsum hætti; allt frá því að sækja svo til alla fundi félagsins til þess að taka þátt í æðstu stjórn þess. Allt þetta fólk, hefur skilað ómetanlegu starfi, hver með sín- um hætti. En þeim hefur öllum verið það sameiginlegt í starfi sínu fyrir félagið, að varða svo veginn, að ganga þeirra, sem á eftir koma verði þeim auðveldari. Félagið vill votta þessu ágæta fólki þakklæti sitt og virðingu fyrir störf þeirra í þágu verzlunar- og skrifstofufólks, með því að sæma það gullmerki félagsins, sem ég vil nú afhenda."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.