Morgunblaðið - 27.01.1981, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1981
Minning:
Karl Lilliendahl
Marteinsson
Fæddur 17. mai 1906.
Dáinn 24. desember 1980.
Hinn 21. maí árið 1927 lést
húsfreyjan að Hjáleigueyri við
Reyðarfjörð úr blóðspýtingi. Stef-
anía Elizabet Lilliendahl hét hún,
fjórða barn hjónanna að Austur-
Skálanesi við Vopnafjörð, þeirra
Þóru Jakobínu Beck (1854—1989)
og Carl Péturs Lilliendahl
(1848—1899) hafnsögumanns og
bókara þar. Önnur börn þeirra
hjóna voru:
Carl Jóhann (1873-1950), Sofia
Oddný Jakobina (1881—1929),
Amalia Friðrika (1882—1897),
Stefanía Elizabet, sem að framan
var talin (1884—1927), Lorenz
Þorvaldur (1886-1898), Sofia Vil-
borg (1888—1974), Oktavía Ágústa
(1890—1908), Oddný Hansína
(1892—1973), Jakob Christján
(1896-1955).
Sumarið 1891 kom Hans Kjart-
an Beck bróðir Þóru til Vopna-
fjarðar og hafði Ellu, en svo var
Stefanía Elízabet kölluð, með sér
heim til Reyðarfjarðar. Bjó Hans
þá að Inn-Stekk (Svínaskálastekk-
ur) ásamt Þorvaldi Kristni bróður
sínum. Ólst þessi veikburða telpa
upp hjá móðurbræðrum sínum og
flutti með þeim að Litlu-Breiðuvík
rétt fyrir aldamótin. Árið 1905
giftist hún Marteini Magnússyni
formanni að Karlskála við Reyð-
arfjörð. Bjuggu þau í Litlu-
Breiðuvík fram til ársins 1910 að
þau fluttu að Hjáleigueyri sem er
aðeins innar við Reyðarfjörð.
Marteinn Magnússon (1864—
1940) var elstur af þremur sonum
Magnúsar Guðmundssonar og
Steinunnar Jónsdóttur á Sellátr-
um. Hinir vóru Guðmundur
(1867-1942) og Jón (1865-1934).
Marteinn var aðeins 5 ára gamall
þegar faðir hans lést og var
honum þá komið fyrir að Vattar-
nesi hjá Kristínu Jónsdóttur móð-
ursystur sinni. Snemma gerðist
hann formaður hjá Eiríki á
Karlskála og var úr því þar í
heimili. Það hafa því verið hæg
heimatökin hjá hinum aflasæla
formanni að fastna sér konu á
næsta bæ, en Litla-Breiðavík er
næsta jörð fyrir innan Karlskála
sem er utarlega við norðanverðan
Reyðarfjörð. Fleiri heimasætur
hafa líklegast litið hinn nánast
fertuga piparsvein hýru auga, því
auk þess að vera fengsæll formað-
ur og góður glímumaður, var hann
listaskrifari, forsöngvari á
mannamótum og gjarnan í sviðs:
ljósinu sem harmonikuleíkari. í
lífi þeirra hjóna var tónlistin
ríkur þáttur og létti þeim stundir í
baráttunni fyrir brauði og heilsu,
en mikil ástúð var með þeim
hjónum þrátt fyrir tuttugu ára
aldursmun. Þau eignuðust fjögur
börn:
Karl Lilliendahl (17. 5. 1906 -
24. 12. 1980), Hans Kristin (f. 13.
5. 1907), Steinunni (f. 11. 7. 1910),
Magnús Guðjón (f. 5. 7. 1915 —
dáinn í nóvember sama ár).
Um það leyti sem hjónin flytja á
Hjáleigueyri kennir Marteinn
fyrsta astmakastsins, en sú veiki
fylgdi honum jafnan upp frá því.
Þeir bræður Karl og Kristinn fóru
því snemma að hjálpa til við
heimilisaðdrætti og urðu sam-
rýndir mjög. Báðir sýndu þeir
mikla námshæifleika, en fátæktin
aftraði þeim frá langskólanámi og
urðu þeir að láta sér nægja lestur
góðra bóka, sem gnótt var af á
heimilinu, og lestrarfélagsbækur.
Ævistarf þeirra var því þegar
mótað um 10—11 ára aldur með
því að þeir fara að sjá heimilinu
fyrir sjávarföngum og forða því
þannig frá sundrungu. Á vorin og
sumrin var róið í fjörðinn á
bátnum Lukku og undir haustið
vóru lögð síldarnet. Heppni þeirra
og dugnaði var viðbrugðið og nutu
þeir óspart tilsagnar föður síns
sem ekki komst til sjóróðra sökum
andþrengsla. Á haustin var gengið
til rjúpna og legið fyrir sjófuglum
en veiðina sótti frækinn sjóhund-
ur, Lappi. Einstaka sinnum tókst
að ná í sel eða hnísu og silungur
fékkst stund með klöppum og í
Kerlingará. Nágrannarnir gauk-
uðu einu og öðru að Hjáleigueyri
og er fram liðu stundir og strák-
arnir stækkuðu komst heimilið
sæmilega af.
Þegar húsmóðirin féll frá vóru
bræðurnir nánast fulltíða menn
og Steinunn systir þeirra komin
yfir fermingu. Harmur systkin-
anna yfir missi ástríkrar móður
var mikill. Hún hafði sungið þeim
vöggusöngva, kennt þeim sögur og
leiki og grætt blæðandi undir.
Ásamt manni sínum hafði hún séð
til þess að fátæktin sem gisti
heimilið náði aldrei að brjóta
niður menningarlega reisn þess.
Þá auðlegð höfðu börnin að vega-
nesti við mótun síns eigin lísferils.
í nóvember 1927 var heimilið leyst
upp. Tímarnir vóru að breytast og
framtíðin virtist í þéttbýlisstöð-
unum. Bræðurnir fóru að Litlu-
Breiðuvík en faðir þeirra og systir
að Karlskála og innan fárra ára
voru öll komin til Neskaupstaðar.
Dalli, en svo var Karl Lillien-
dahl jafnan nefndur, fór að vinna
inni á Eskifirði eftir lát móður
sinnar. Komandi sumar fór hann
til Siglufjarðar og gekk svo næstu
sumur. Árið 1933 dvaldi hann
venju fremur lengi á Siglufirði.
Það haust söng hann og æfði
tvísöng og einsöng með Karla-
kórnum vísi. Bauðst honum þarna
tækifæri að þjóna sönggyðjunni
sem hann dýrkaði mjög. Hins
vegar mun hann hafa skort
ákveðni til að stíga skrefið til fulls
og hélt í þess stað til Neskaup-
staðar en þangað var hann ráðinn
til Jóns Benjamínssonar skip-
stjóra og útgerðarmanns. í milli-
tíðinni eyddi hann síðustu jólum
áínum í Litlu-Breiðuvík en er svo
alfarinn þaðan.
Til Norðfjarðar kom árið 1937
ung stúlka frá Stokkseyri, Guðrún
Eiríksdóttir ættuð úr Grímsnes-
inu. Var hún í vinnumennsku hjá
Gísla Bergsveinssyni útgerðar-
manni. Varð ungum mönnum
fljótt starsýnt á hina gerðarlegu
snót og dugnaður hennar og verk-
lagni spurðist víða. Felldu þau
Dalli hugi saman og um haustið
voru þau trúlofuð. Dvöldu þau um
tíma á Stokkseyri þaðan sem Dalli
stundaði meðal annars Bretavinnu
á Kaldaðarnesi. Austur í Nes-
kaupstað komu þau svo alflutt
árið 1940 og hefja fyrst búskap í
Kirkjuhvoli, en flytja fljótlega í
Sólheima þar sem þau bjuggu
nokkur ár áður en þau festu kaup
á íbúð í Sólhól. Á þessum árum
var Dalli í vinnu hjá Ölver Guð-
mundssyni, útgerðarmanni,
bræðrung sínum, auk
íhlaupavinnu sem til féll. Síðustu
þrjátíu ár ævi sinnar starfaði
hann hjá bænum, aðallega við
smíði og viðhald bæjareigna og
frá árinu 1961 bjuggu Dalli og
Gunna í húsnæði sínu að Þiljuvöll-
um 21.
Lengi mun Dalla hafa sviðið að
hafa ekki átt þess kost að ganga
menntaveginn svo sem hann hafði
hæfileika og löngun til. Fróðleiks-
fýsninni var því svalað með bóka-
og blaðalestri en þjóðmálavafstrið
varð honum mjög hugleikið. Var
hann einlægur sósíalisti, fylgdi
þeim í blíðu og stríðu og gegndi
m.a. trúnaðarstörfum fyrir verka-
lýðshreyfinguna. Stundvísi og
samviskusemi vóru honum eðlis-
lægir þættir og vandvirkni í blóð
borin. Fjölskyldan, velferð hennar
og öryggi vóru honum ofarlega í
sinni, enda mótaður af erfiðum
æskukjörum þar sem minnsta
óhapp gat kostað sundrun fjöl-
skyldu. Það var því mikið lán fyrir
Dalla að eignast jafn kjarkmikinn
og dugandi kvenkost og Gunnu, en
þau vóru mjög samhent í uppeldi
barna sinna: Eiríks Marteins (27.
8. 1939) og Elísabetar Guðbjargar
(15. 3. 1948) og létu sér mjög
umhugað um barnabörnin. En
fleiri nutu umhyggju þessara
hjóna og dvöldu í lengri eða
skemmri tíma á þeirra heimili,
vandamenn sem vandalausir og
þar á meðal undirritaður sem átt
hefur þar sitt annað heimili.
Börn hændust gjarna að Dalla
enda sýndi hann þeim áhuga og
skilning og meðal síðustu verka
hans var í þeirra þágu.
Dalli tók þátt í skáklífi og sat
lengi í stjórn Taflfélags Norð-
fjarðar sem hann átti mestan þátt
í að endurreisa 1956 og var fyrsti
og eini heiðursfélagi þess. Hann
var mjög minnugur á marga
verkhagi sem og atburði og kímni-
sögur en hann var sögumaður
góður. Undrum sætti hve fróður
hann var um mið og aðra stað-
hætti með sjávarsíðunni og bar
vitni um ríka athyglisgáfu. Og
þótt hann hafi orðið að hætta
sjósókn sökum ólæknandi sjóveiki
fylgdist hann með veiðum og
fiskigengd af áhuga og var glögg-
ur á veðrabrigði. Þetta ár hefur
verið hoggið stórt skarð í frænda-
flokkinn sem forðum lék sér í
Litlu-Breiðuvík. Fyrst Ríckarð
Beck, síðan Þorvaldur bróðir hans
og nú Karl Marteinsson. Það er
okkar sem á eftir göngum að
halda merki góðra manna á lofti
og hafa minningu þeirra okkur að
leiðarljósi. Það verður tómlegt að
koma heim og finna ekki Dalla, en
ég veit að Gunnu er gefinn sá
styrkur að sefa söknuð annarra
þótt hennar harmur sé mestur.
Hið almáttka veiti henni og að-
standendum styrk sinn á þessari
stundu.
J.B.
Á aðfangadag jóla andaðist í
sjúkrahúsinu á Neskaupstað Karl
Lillendahl Marteinsson, og fór
útför hans fram frá Norðfjarðar-
kirkju þann 30. desember.
Það mun nú vera meira en
hálfur annar áratugur síðan ég
kynntist Karli heitnum persónu-
lega, en áður vissum við talsverð
deili hvor á öðrum, þar eð fjöl-
skyldur ökkar voru nátengdar.
Mér eru glöggt í minni móttök-
urnar, þegar við heimsóttum fyrst
skyldfólk konu minnar á Neskaup-
stað. Það var úrhellis rigning og
hvassviðri, gekk eiginlega á með
hvössum krapaéljum, þótt þetta
væri um hásumar, og við orðin
slæpt eftir margra klukkutíma
ferð í slíku foráttuveðri. Þá var
gott að koma að Þiljuvöllum 21,
farangur og utanyfirflíkur hengt
upp til þurrks á augabragði, en
gestum boðið til veisluborðs. Og
það gleymist ógjarnan, hve inni-
lega Karl fagnaði syni okkar,
fjögurra ára snáða, enda var hann
einstaklega barngóður maður,
hlýr og ljúfur í umgengni við
börnin. Viðmót hans gagnvart
þeim var svo elskulegt, að manni
komu ósjálfrátt í hug orð meistar-
ans: „Leyfið börnunum að koma til
mín ...“
Síðar, í notalegum samræðum,
fann ég fljótlega, að Karl var
afburða fróður og vel að sér, ekki
aðeins um sögu síns eigin byggð-
arlags, heldur sögu lands og þjóð-
ar að fornu og nýju. Það leyndi sér
39
ekki að hann var mjög vel lesinn
og stálminnugur. Þennan lifandi
áhuga hans á öllu, sem varðaði
land og þjóð, fann ég einnig glöggt
síðast liðið sumar, þegar fjöl-
skyldur okkar dvöldu saman í
Munaðarnesi, og við áttum þess
kost að ferðast dálítið um sveitir
Borgarfjarðar og Dali. Hann naut
þess innilega að sjá þessar blóm-
legu byggðir og rifja upp ýmsan
sagnafróðleik tengdan þeim, og
hann kunni ótrúlega góð skil á
staðháttum og sögu byggðarlaga,
sem hann hafði þó ekki augum
litið fyrr, en lesið um og fest sér í
minni fróðleikinn. Kærust allra
byggða á Islandi var honum þó
Norðfjörðurinn, Neskaupstaður-
inn hans, enda var þar starfssvið
hans og heimili í nærfellt hálfa
öld.
Karl Lillendahl var fæddur 17.
maí, 1906. Hann var Austfirðingur
að ætt, og bjuggu foreldrar hans í
Reyðarfirði. Unglingur að aldri
missti Karl móður sína, en faðir
hans bjó áfram, ásamt þremur
börnum þeirra. Var Karl þeirra
elstur. Framan af ævi stundaði
Karl sjómennsku, var á vertíðum
á Suðurnesjum og síldveiðum fyrir
Norðurlandi, og vann þá m.a. um
tíma á Siglufirði.
Til Neskaupstaðar fluttist Karl
árið 1934, og stundaði þar fyrst
sjó- og landmennsku hjá útgerðar-
mönnum þar. Vann hann þá mest
í landi, enda hafði sjóveiki alltaf
háð honum. Síðustu þrjátíu árin,
eða rúmlega það, var Karl starfs-
maður hjá bænum, og vann þá
einkum við smíðar og viðhald
mannvirkja. Hann vann fullan
vinnudag þar til fyrir tæpu ári, að
heilsan setti honum skorður. Síð-
ustu mánuðina vann hann stund
úr degi hverjum að ýmsu viðhaldi
á leiktækjum dagheimilisins, og
var, eins og vænta mátti um
slíkan barnavin, í miklu uppáhaldi
hjá börnunum þar.
Karl var gæddur miklum áhuga
um landsmál og félagsmál yfir-
leitt. Hann átti sæti í stjórn
Verkalýðsfélags Norðfirðinga um
skeið, og tók virkan þátt í starfi
Sósíalistaflokksins og síðar Al-
þýðubandalagsins.
Karl var ágætur skákmaður og
mat skákíþróttina mikils, enda
innti hann af höndum mikið og
óeigingjarnt starf fyrir skákfélag-
ið þar á staðnum. Má geta þess, að
þegar helgarskákmót var haldið á
Neskaupstað síðást liðið haust,
var Karl heiðraður fyrir störf sín í
þágu skákíþróttarinnar.
Eftirlifandi konu sinni, Guð-
rúnu Eiríksdóttur, kvæntist Karl
3. janúar, 1941. Varð þeim tveggja
barna auðið, og eru þau bæði
búsett á Neskaupstað og eiga ung
börn. Þarf varla að geta þess, að
Karl var barnabörnunum ein-
staklega góður afi, enda tóku þau
miklu ástfóstri við hann.
Þau skulu verða lokaorð þessar-
ar greinar að þakka hjartanlega
góð kynni og ánægjulegar sam-
verustundir, en því miður allt of
fáar. Mágkonu minni og öðrum
nánum ástvinum Karls heitins
votta ég innilegustu samúð mína.
B.G.
Ólöf Guðmundsdótt
ir - Minningarorð
Laugardaginn 17. þ.m. andaðist á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri, Ólöf Guðmundsdóttir, Fjólu-
götu 10 hér í bæ.
Ólöf var fædd 19. okt. 1894 á
Gæsum í Glæsibæjarhreppi, dóttir
hjónanna Guðmundar Jónssonar,
síðar bæjarpósts á Akureyri, og
konu hans Anínu Arinbjarnardótt-
ur. Faðir Ólafar, Guðmundur, varð
fyrstur manna til þess að gegna
bæjarpóstsstarfi hér á Akureyri og
ég minnist þess frá æskudögum
mínum að það var reisn yfir
Guðmundi og hann var í hópi
þeirra borgara sem settu svip á
bæinn eins og þá var komist að
orði.
Ég kynntist ekki Ólöfu fyrr en
hún var orðin fullorðin kona, og
myndaðist kunningsskapur okkar
vegna vináttu minnar við eigin-
mann hennar Sigfús Baldvinsson
útgerðarmann, sem var náinn vin-
ur minn.
Þau Ólöf og Sigfús giftust 1917
og lengst af var heimili þeirra hér
á Akureyri eða nánar tiltekið að
Fjólugötu 10 hér í bæ en það hús
byggðu þau á sínum tíma og bjuggu
þar við mikla rausn.
Samvistir þeirra Ólafar og Sig-
fúsar voru með ágætum og ástríki
mikið milli þeirra hjóna. Heimili
þeirra var hlýlegt og notalegt og
þau voru með afbrigðum gestrisin
enda mikið um gestakomur á heim-
ili þeirra. Mér mun ávallt verða
minnisstætt hve góðar móttökur
voru í Fjólugötu 10 þegar maður
kom þangað. Það voru ekki alltaf
hljóðlátar heimsóknirnar þegar við
ærslafengnir vinir Sigfúsar vorum
á ferðinni, en það var sama,
hvernig sem stóð á og í hvaða
ástandi maður var, þá brást ekki að
húsmóðirin Ólöf tók alltaf á móti
manni með einstakri hlýju og
vinsemd, og mikið var nú stundum
spilað á orgelið og sungið, og alltaf
var Ólöf tilbúin að taka þátt í
gáskafullri glaðværð okkar. Hjá
þeim hjónum Ólöfu og Sigfúsi átti
maður oft dýrðlegar stundir, sem
aldrei munu úr minni líða.
Sigfús lést 3. júní 1969. Að
honum var mikil eftirsjá, en Ólöf
bar harm sinn í hljóði og hélt
heimilishaldi áfram, og reyndist
heimili hennar mikill griðastaður
börnum hennar og barnabörnum.
Ólöf heitin var einstök öðlings-
manneskja. í hennar huga var það
ofar öllu, að geta miðlað öðrum,
vera veitandi, og þessi eðlishvöt
hennar brást ekki fram á síðustu
stundu. Ég minnist þess, að nú á
síðari árum þegar aldurinn færðist
yfir hana, og maður var að líta til
hennar við og við, sem var því
miður alltof sjaldan, þá var það
með ólíkindum hvað samræður við
þessa öldnu konu gátu verið mikil
upplyfting fyrir mann. ólöf var
gædd óvenjulega mikilli sálarró og
trúartrausti, og hún dvaldi alltaf
við hinar bjartari hliðar tilverunn-
ar og hafði líf hennar þó sannar-
lega ekki alltaf verið dans á rósum.
En hjá ólöfu fann maður að í
hennar huga var ávallt efst þakk-
læti til forsjónarinnar fyrir allt
það góða, sem henni fannst hún
hafa orðið aðnjótandi í lífinu. Eftir
heimsókn til slíkrar konu fer mað-
ur léttári í lund og bjartsýnni á
tilveruna.
Nú er þessi góða vinkona mín
gengin á vit eilífðarinnar. Þrátt
fyrir það að Ólöf bæri ellina vel að
mínu mati, þá held ég að lausnin
hafi verið henni kær komin, og
áreiðanlega bíða hennar „vinir í
varpa“ í hinum nýju heimkynnum
hennar.
Ég kveð þessa látnu heiðurskonu
með hlýjum huga, þakklæti og
mikilli virðingu. Það mun ávailt
verða bjart yfir minningu Ólafar
Guðmundsdóttur.
Eftirlifandi ástvinum Ólafar
færi ég innilegustu blessunaróskir.
Jón G. Sólnes