Morgunblaðið - 04.02.1981, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.02.1981, Blaðsíða 6
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1981 Stjórnun fiskveiða á sér ekki langa sögu hér á landi. Allt fram á seinasta áratug hefir nánast verið um að ræða óheftan aðgang að fiskimiðunum umhverfis landið. Nú á seinustu árum hafa afskipti stjórnvalda af veiðunum hins vegar aukizt svo mjög, að með réttu er hægt að segja, að allar veiðiaðferðir séu nú á einn eða annan hátt háðar afskiptum stjórnvalda. í byrjun seinasta áratugs var ástand fjölmargra fiskistofna, sem veiddir voru hér við land, orðið með þeim hætti, að ýmist var talið nauðsynlegt að banna veiðar algjörlega (síldin) eða draga verulega úr sókninni (þorskur, rækja, humar). Með útfærslu fiskveiðilögsögunnar i 200 sjómílur sköpuðust möguleikar til að hafa heildarstjórn á fiskveiðunum, sem ekki var hægt meðan aðrar þjóðir höfðu sama aðgang að fiskimiðunum og við íslendingar sjálfir. begar við stóðum frammi fyrir þeirri staðreynd í byrjun 8. áratugsins, að við þyrftum að marka ákveðna fiskveiðistefnu voru tveir valkostir fyrir hendi: 1. að beita svonefndri fjárhags- eða verðiagsaðferð, þ.e. að selja mönnum með einum eða öðrum hætti aðgang að fiskimiðunum í formi auðlindaskatts eða með sölu veiðileyfa eða 2. að beita beinum takmörkunum til að draga úr eða takmarka sóknina í ákveðna fiskistofna. bað kom upphaflega i hiut þeirrar ríkisstjórnar, sem tók við völdum sumarið 1974, að marka okkur ákveðna fiskveiði- stefnu. Er það kunnara en frá þurfi að segja, að hún valdi síðari leiðina, og hefir þeirri stefnu verið fylgt í breyttri útfærslu æ síðan. Æskilegt hefði verið að leitast við að meta kosti og galla ein- stakra aðferða í ljósi þeirrar reynslu, sem fengizt hefir á und- anförnum árum og reyna síðan að bera þá saman við þær hugmynd- ir, sem settar hafa verið fram um nýjar stjórnunarleiðir. Hér er enginn tími til að fara mörgum orðum um einstakar leiðir og verður því að stikla á stóru. óbeinar sókn- artakmarkanir Elðlilegt virðist að ræða sér- staklega fyrstu tvo flokkana, sem ég hefi kosið að nefna óbeinar sóknartakmarkanir, þar sem þeir hafa nokkra sérstöðu og e.t.v. er minni ágreiningur um þá heldur en fimm síðari flokkana, sem ég hefi þá kosið að nefna beinar sóknartakmarkanir. 1. Lokun ákveðinna veiðisvæða er sú aðferð, sem beitt hefir verið í mörg ár til að takmarka sóknina í þorskstofninn. Er eðlilegt að skipta henni í þrennt: 1.1. Lokun hrygningarsvæða hefir verið beitt um árabil, t.d. á Selvogsbanka (frímerkið) og Jón Páll Halldórsson, ísafirði: Stjórnun fiskveiða - í ljósi fenginnar reynslu Markmið fisk- veiðistjórnunar Markmið fiskveiðistjórnunar hefir verið skiigreint þannig, að við eigum að veiða hverju sinni hæfilegt magn úr hverjum stofni með sem beztri stærðardreifingu aflans á sem ódýrastan hátt. Til þess að ná slíku markmiði er ljóst, að heildarstjórn verður að vera á veiðunum, eins og hér hefir verið á undanförnum árum. Alkunna er, að skoðanir manna hafa verið skiptar um þær stjórn- unaraðferðir, sem beitt hefir verið á þessu tímabili, en þó öllu fremur um árangur aðgerðanna, hvort þær hafi í raun og veru dregið úr sókninni og þá hve mikið. Þetta er í sjálfu sér ekki óeðlilegt, því að það hlýtur alltaf að vera örðugt að meta árangur slíkra friðunarað- gerða, sem hér hefir verið beitt, til að stuðla að hagkvæmari nýtingu fiskistofnanna. Það er því e.t.v. ekki úr vegi, að reyna að gera sér nokkra grein fyrir um hvað þessar deilur hafa raunverulega snúizt. Um það hefir verið deilt, hvað sé hæfilegt magn, bezta stærðar- dreifingin og ódýrasta sóknin. Þar hafa margir viljað vera ráðgjafar og þeir ákafastir, sem minnsta yfirsýn hafa haft og í raun og veru takmarkaðasta möguleika til að meta allar aðstæður. Að sjálf- sögðu verður alltaf örðugt meta, hvað sé hæfilegt aflamagn og hætt við að sitt sýnist hverjum í því efni. Verður þar að styðjast við niðurstöður fiskifræðinga um æskilegan hámarksafla fyrir hvern stofn á hverjum tíma, en þegar setja á slíkt aflahámark og velja stjórnunarleiðir er útilokað að líffræðileg sjónarmið ein geti ráðið ákvarðanatökunni. Þar hljóta fjölmörg önnur atriði að koma einnig til álita, s.s. efnahagsástand í landinu, ástand í atvinnugreininni sjálfri, byggða- sjónarmið o.fl. í umræðu um þessi mál á undanförnum árum er eins og ýmsum hafi sézt yfir þessi mikilvægu atriði og jafnvel talið sjálfgefið að fela fiskifræðingum einum ákvarðanatöku í þessum málum. Fiskifræðilegri þekkingu hefir vissulega fleygt fram á seinustu árum, og tillögur þeirra hljóta að vega þungt, en ég er ekki viss um, að fiskifræðingar séu bezt í stakk búnir að samræma þau langtímasjónarmið, sem talin eru færa þjóðarbúinu mestan arð af fiskveiðunum, sjónarmiðum einstakra aðila, sem í sjávarútveg- inum starfa og hafa lífsframfæri sitt af þeim störfum. Við skulum ekki gleyma því, að breytt fisk- veiðistefna snertir lífsafkomu fólksins allt í kring um landið. Hún snertir ekki aðeins atvinnu- öryggi sjómanna, heldur allra þeirra, sem að fiskvinnslu starfa. Stefnumörkun og ákvarðanataka í þessum málum hlýtur því ávallt að vera í höndum ráðherra, sem fer með sjávarútvegsmál á hverj- um tíma. Allt annað væri fjar- stæða. Þá hefir verið deilt um það, hver sé bezta stærðardreifingin — hvort sé skynsamlegra að slátra lömbunum áður en þau eru full- þroska, eða ánum rétt fyrir burð- inn — og loks hefir verið deilt um, hvað sé ódýrasta sóknin — hvort hagstæðara sé að veiða þann afla, sem leyfilegt er á hverjum tíma, með 86 • togurum og 786 bátum, eins og nú er gert, eða t.d. að hætta allri bátaútgerð og gera aðeins út 80 togara til þorskveiða. Slíkar hugmyndir hafa verið kall- aðar „kjörsókn" og hafa verið taldar spara þjóðarbúinu 50 millj- arða á ári. Ég sé ekki ástæðu til að rekja þessi ólíku sjónarmið frekar. Þær stjórnunarleiðir, sem valdar hafa verið til þessa, hafa miðað að því að sætta þessi sjónarmið og nálg- ast þau langtímasjónarmið, sem talin eru færa þjóðarbúinu mestan arð af fiskveiðunum. Stjórnunarleiðir Fiskveiðistjórnin hefir í aðal- atriðum verið tvíþætt: 1. að draga úr sókninni í ofnýtta stofna og 2. að beina sóknarmættinum að þeim stofnum, sem taldir hafa verið vannýttir á hverjum tíma. Þannig hefir verið reynt að samræma afrakstursgetu nytja- stofnanna og afkastagetu fiskveiðiflotans, og er þá komið að því að virða fyrir sér þær tak- markanir, sem beitt hefir verið. Þessum takmörkunum má í aðal- atriðum skipta í sjö flokka: 1. Lokun ákveðinna veiðisvæða 1.1. Lokun hrygningarsvæða 1.2. Lokun uppeldissvæða 1.3. Tímabundnar svæðalokanir 2. Reglur um gerð, magn og búnað veiðarfæra, t.d. möskvastærð, há- marksnetafjölda í sjó o.fl. 3. Bann við veiðum á tilteknum tímabilum. 4. Hámarksafli eða heildarkvóti fyrir afla úr stofni á vertíð eða ákveðnu tímabili. 5. Hámarksafli eða kvóti á hvert veiðiskip, t.d. hringnótaveiðar á síld á haustvertíð og nú á loðnu- veiðum. 6. Reglur um hámarksstærðir veiðiskipa til tiltekinna veiða. 7. Takmörkun á fjölda báta, t.d. við rækjuveiðar. innsta hluta Breiðafjarðar. Þessi svæði eru nú lokuð fyrir öllum veiðum yfir hrygn- ingartímann (20/3—15/5), en voru áður þekkt og gjöful netasvæði. 1.2. Lokun uppeldissvæða, ýmist fyrir öllum veiðum, eins og t.d. Kögursvæðið út af Vest- fjörðum eða fyrir botn- og flotvörpuveiðum eingöngu, eins og Kolbeinseyjarsvæðið, Langanessvæðið og Kald- bakssvæðið. 1.3. Tímabundnar svæðalokanir eru svo þriðja aðferðin, sem beitt hefir verið í vaxandi mæli, aðallega þegar of mikill smáfiskur hefir reynzt í afl- anum. 2. Margbrotnar reglur hafa verið settar á seinustu árum um gerð og búnað veiðarfæra, t.d. möskva- stærð, hámarksnetafjölda í sjó, lágmarksstærð fisks sem landað er o.s.frv. Árið 1974 var lágmarks- stærð möskva í botnvörpu aukin úr 120 mm í 135 mm og tveim árum síðar í 155 mm. Hertar hafa verið reglur um hámarksneta- fjölda i sjó, hækkuð stærðarmörk á fiski sem koma má með að landi o.fl. o.fl. Enginn vafi er á því, að allar þessar takmarkanir hafa skilað okkur verulegum árangri við upp- byggingu fiskistofnanna. Gallinn er hins vegar sá, að það er svo örðugt að meta árangurinn, þar sem hér verður ekki komið við neinum mælistikum. Hér á það við, eins og með mörg önnur umbótastörf, sem unnin eru í þjóðlífinu, að árangurinn verður ekki sýndur með tölum og því er hægt að deila endalaust um, hver hann hafi orðið. Til að renna stoðum undir þessa staðhæfingu mína, vil ég sérstak- lega benda á tvennt: 1. Árið 1973 veiddust hér við land 38 millj. þriggja ára fiska úr þorskstofninum, en fjórum árum síðar — 1977 — hafði nálega tekizt að stöðva sóknina í þennan árgang. Hefir hún verið 3—5 millj. fiska fjögur síðustu árin. Þennan árangur má tvímælalaust rekja til stækkunar á möskva togveiðar- færa, lokunar á uppeldissvæðum og tímabundinna skyndilokana. 2. Erfiðara er að renna stoðum undir árangurinn af lokun hrygn- ingarsvæðanna, þó að hann sé tæpast umdeildur. Fyrir 5 árum var spáð, að hrygningarstofninn yrði aðeins 72 þúsund lestir í árslok 1979 með því sóknar- mynstri, sem verið hefir á þessu tímabili, en reynslan sýndi að stofninn hélzt í jafnvægi. Nú er spáð hægfara aukningu hrygn- ingarstofnsins með 400 þús. lesta árlegri sókn. Beinar sókn- artakmarkanir Skal þá vikið að síðari flokkun- um fimm og þeim árangri, sem náðst hefir með þeim takmörkun- um, sem þar eru taldar. 3. Tímabilsbönnum hefir verið beitt í vaxandi mæli sem stjórn- unaraðgerð seinustu árin, sér- staklega í sambandi við þorskveið- arnar. Má raunar segja, að þessar takmarkanir hafi verið þunga- miðjan í fiskveiðistefnunni. Þann- ig hafa bátunum verið bannaðar þorskveiðar á ákveðnum dögum, t.d. um páska, verzlunarmanna- helgi og jól. Á sama hátt hafa togurunum verið bannaðar þorskveiðar ákveðinn dagafjölda á ári hverju. Á seinasta ári í 142 daga og á þessu ári í 150 daga. Meginkostur þessarar stjórnun- arleiðar er tvímælalaust sá, að hún er mjög sveigjanleg og hægt er að bregðast fljótt við, ef aðstæður breytast. Það er nú einu sinni svo með þennan atvinnuveg, að hann er háður svo mörgum ytri skilyrðum, sem við ráðum ekkert við, og aðstæður breytast oft mjög skyndilega. Þessi leið hefir einnig reynzt mjög ódýr í allri framkvæmd. Ekki hefir þurft að byggja upp fjölmennt stjórnunarlið í ríkis- geiranum, eins og aðrar þjóðir hafa þurft að gera. Síðast og ekki sízt og það er e.t.v. þýðingarmest af öllu er það, að þrátt fyrir allskonar takmark- anir, boð og bönn, hefir þessi leið valdið tiltölulega litlum truflun- um í atvinnuveginum sjálfum, m.ö.o. það hefir tekizt nokkurn veginn að ná þeim aflamörkum, sem sett hafa verið, og halda uppi jafnri atvinnu allt árið, bæði við veiðar og vinnslu. Ég er ekki sannfærður um, að tekizt hefði að ná þessum tveim meginmarkmið- um með öðrum stjórnunarleiðum. Helztu rökin gegn tímabils- bönnunum hafa verið þau, 1. að ekki hafi tekizt nægilega vel að halda hámarksaflanum innan þeirra marka, sem sett hafa verið á hverjum tíma. Þessu er til að svara, að frávik frá þeim afla- mörkum, sem stjórnvöld hafa sett hverju sinni, hafa ekki verið það mikil, að þau hefðu afgerandi þýðingu, þó að oft hafi verið reynt að blása það upp. Engin vissa er heldur fyrir því, að betur hefði til tekizt með kvótaskiptingu milli svæða eða skipa. Reynslan hefir ekki sýnt það við þær veiðar, þar sem það hefir verið reynt. 2. að veiðarnar hafi reynzt kostn- aðarsamari en þurft hefði að vera t.d. með kvóta á hvert skip. Hefir reynslan af kvótafyrirkomulaginu á loðnuveiðunum í vetur rennt stoðum undir þessa staðhæfingu? Ég held ekki. Kvótaskiptingin milli skipanna hefir á engan hátt dregið úr kappinu og olíueyðslan hefir örugglega ekki reynzt minni eins og haldið var fram. Það vita þeir bezt, sem fylgzt hafa með þe8sum veiðum í haust. 3. reynt hefir verið að leiða rök að því, að þau dragi ekki úr sókn í ofveiddan stofn, heldur beini sókninni í þennan sama stofn yfir á annan tíma. Að einhverju leyti kann þessi gagnrýni að hafa við rök að styðjast, en staðreyndin er hins vegar sú, að afli hefir yfir- leitt ekki verið meiri hjá skipun- um, þegar þau hafa byrjað veiðar á ný að loknu þorskveiðibanni. Oft á tíðum hafa skipin jafnvel haldið áfram veiðum á öðrum fiskteg- undum. Þetta leiðir hugann að hug- myndum ákv. aðila, sem halda því fram, að fiskveiðar eigi að stunda eins og hjarðbúskap á sama hátt og bændur. Ennþá erum við nú ekki farnir að stjórna fiskigöng- unum og ég held, að ennþá skorti okkur þekkingu á því, hvar hjörð- in heldur sig, t.d. yfir haustmán- uðina, en þá er að jafnaði minnst- ur afli víðast hvar um landið. Það á vafalítið nokkuð í land, að við ✓ getum sótt fiskinn í ákveðin hólf til slátrunar, þegar fiskvinnsluna vantar hráefni. 4. Þeir sem haldið hafa uppi gagnrýni á tímabilsbönnin hafa gjarnan bent á kosti 4. og 5. aðferðarinnar, þ.e. heildarkvóta fyrir afla úr stofni, sem síðan sé jafnað niður á einstök veiðiskip. Megin kostur heildarkvótakerfis er sá, að auðvelt virðist að tak- marka sig við það aflamark, sem stefnt er að. Hefir einkum verið bent á síldveiðarnar, humar- og rækjuveiðarnar þessu til sönnun- ar. Hér er hins vegar verið að rugla saman alls óskildum hlut- um. í öðru tilfellinu er um að ræða fá skip, sem sækja í lítinn stofn um stuttan tíma og vinnslu, sem skapar árstíðabundna atvinnu, en í hinu tilfellinu mörg hundruð skip, sem sækja í tiltölulega stór- an stofn allt árið og vinnslu afla, sem skapar þúsundum manna atvinnu árið um kring. Hætt er við, að þegar farið yrði að fram- kvæma kvótakerfi í stærri stíl en gert hefir verið til þessa, kæmu upp margvísleg vandamál, sem gætu reynzt örðug viðureignar. Mörg þessara vandamála eru reyndar þekkt, eins og að menn reyni að smeygja sér fram hjá aflamörkunum með því að henda verðminnsta hluta aflans og hirða aðeins þann hluta, sem gefur mest aflaverðmæti. Þetta er vandamál, sem alltaf verður örðugt að koma í veg fyrir. Þessi vandamál eru þó smámun- ir í samanburði við skiptingu heildarkvótans, vegna þess að þar kemur tekju- og eignarskipta- vandinn inn í spilið. Veigamestu röksemdirnar gegn kvótakerfi á þorskveiðum eru þó e.t.v ekki þessi augljósu vandamál, heldur afleiðingarnar. Aflavonin, sem fylgt hefir fiskveiðunum frá upphafi, kappið að gera betur en aðrir, hefir verið og er svo snar þáttur í fiskveiðum okkar, að þann hvata megum við aldrei lama. Bent hefir verið á, að taka mætti tillit til þessara vankanta með því, að þeir fengju stærri kvóta, sem fiskað hafa vel undanfarið. Vissu- lega væri slíkt hægt, en hvað þá með yngri mennina, sem eru að vinna sig upp? Á þeirra kvóti alltaf að vera lítill? Ég held, að kvótakerfi á þorsk- veiðum hefði óhjákvæmilega til- hneigingu til að verða svo flókið og vandinn við úthlutun kvótans svo stór, að það dæmi sig úr leik við stjórnun þorskveiða. Kvóta- kerfi kann hins vegar að reynast nauðsynlegt, þar sem um mjög lítinn stofn er að ræða og tak- markaðan bátafjölda, sem allir eru af svipaðri stærð. Á það hefir verið bent, að þessum röksemdum hafi einnig verið beitt gegn kvóta á hvert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.