Morgunblaðið - 04.02.1981, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.02.1981, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1981 37 en á allra síðustu árum. Búr- hvalsstofninn í heiminum er ekki talinn nema um helmingur þess sem vera ætti, ef allt væri með felldu. Þriðji kafli þessa hrakfallabálks hefst skömmu fyrir síðustu alda- mót. Tegundir, sem ekkert hafði til þessa geta unnið hið minnsta mein, komu nú til sögunnar — reyðarhvalirnir. Þeir eru miklu lögulegri í vextinum en sléttbakar, eftir því hraðsyndari, spikminni og fljóta ekki upp dauðir. Tvær tækniframfarir gerðu þessar veið- ar mögulegar. Annarsvegar gufu- vélin sem leiddi til þess, að smíðuð voru skip nógu hraðskreið til að draga uppi þessi spretthörðu dýr. Hin uppfinningin var hvalabyssa með sprengiskutli og viðfestri taug. Norðmaðurinn Svend Foyn á heiðurinn af að hafa gert þessa uppfinningu nothæfa um 1868. Nú kom kapphlaupið um yfirráð á Suðurheimsskautslandið og skipt- ing þess í áhrifasvæði. Norðmenn reistu hvalstöðvar á íslandi. Fyrsta verksmiðjuskipið, sem var norskt, hélt til Suðurhafa árið 1905. Um 1920 var mjög farið að fækka hvölum á grunnmiðum um- hverfis Suðurheimskautslandið. Upp úr því komu úthafsskip með skutrennu sem gátu dregið hval- inn um borð að aftan og skorið hann og unnið á dekki. Eftir það fann hvalurinn hvergi skjól. Þegar á þriðja áratugnum sáu menn, að í óefni horfði og leitað var friðunar- aðgerða fyrir 1930 — en án árangurs. Til fyrstu friðunarað- gerða kom af hendi Þjóðabanda- lagsins árin 1935 og 1937. Árið 1939 samþykktu allar hvalveiði- þjóðir heims friðun steypireyðar- innar að tveimur undanskildum. Þetta voru ríkisstjórnir íslands og Danmerkur sem eiga þann vafa- sama heiður. Steinolían hafði nú komið í stað hvalspiks sem ljósmeti. En nýr markaður hafði opnast. Fyrir aldamótin fannst aðferð til að herða lýsi — smjörlíkisgerð var komin til sögunnar. Og hvalir lögðu til eftirsótt hráefni í makar- ínið. Þá mátti og nota þá til sáþugerðar, en menn voru nú almennt orðnir svo þrifnir að þvo sér með sápu. Þá eru hvalafurðir nothæfar í ýmsan annan iðnað, Steypireyðurin er stærst allra hvala og reyndar stærsta dýr sem nokkru sinni hefir verið uppi á jörðinni. Hvert skot sem hæfði steypireyði gaf því mest í aðra hönd. Hún varð því eftirsóttasta skotmarkið. Á þriðja og fjórða áratugnum stóð stofninn undir um 20.000 einstaklinga drápi árlega. Áætlað er að á tímabilinu 1910 til 1966 hafi 330.000 einstaklingar orðið hvalveiðunum að bráð. Nú er talið að stofninn sé aðeins um 13 þúsund einstaklingar. Langreyðurin verður svo aðal: uppistaða veiðanna eftir stríðið. í tæpa tvo áratugi stendur hún undir 20 til 30 þús. einstakl. árlegri veiði. Þá hrynur stofninn á síðari helmingi sjöunda áratugs- ins. Á vertíðinni 1971—72 veidd- ust 2.734 langreyðar í Suðurhöf- um, 758 í Norður-Kyrrahafi (af 1.046 langreyða-„kvóta“) og 599 í Norður-Atlantshafi (væntanlega allar við ísland). Samtals 4.379 einstaklingar. Það er sennilega um 1/8 til 1/7 hlutinn af því sem var þegar bezt lét hvalveiðurum. Fjórum árum seinna á vertíðinni 1975—76 veiddust aðeins 206 (af 220 veiðikvóta) í Suðurhöfum, 162 (ólöglega eða án veiðikvóta) á Norður-Kyrrahafi og 246 af ís- lendingum (einnig undir kvóta). Samtals 614 langreyðar. Síðan eru allir hættir veiðum á þessari tegund nema íslendingar (og sjó- ræningjar). Þeir ætla ekki að láta deigan síga og vilja einnig verða síðastir til að veiða þessa tegund. Þá er komið að þriðju stærstu tegundinni — sandreyðinni. Hún var uppistaða veiðanna síðustu ár hvalveiða í Suðurhöfum. Þegar allur sóknarþunginn beindist að henni einni, hrundi stofninn raun- verulega samstundis. Auk þess var og er veiddur svokallaður „Bryd- es“-hvalur, sem er svo áþekkur sandreyðinni að þessar tvær teg- undir verða ekki greindar að í hafi. Nú eru aðeins tvær tegundir eftir veiðibærar í heiminum. Hrefnan ein skíðishvala, sem ekki hefir verið veidd að marki fyrr vegna smæðar sinnar (borið sam- an við aðra hvali) og hinn stór- merkilegi búrhvalur, þótt hann nái nú ekki nema helmingi af sinni náttúrulegu stofnstærð. Auk þess hafa menn áhyggjur af því að einstaklingarnir fara stöðugt minnkandi þar sem alltaf eru veiddir stærstu hvalirnir. Samein- uðu þjóðirnar hafa sett nöfn átta hvaltegunda á lista yfir dýrateg- undir sem útrýmingarhættan vof- ir yfir. Á máli íslenzkra yfirvalda heitir það að stunda vísindalegar veiðar að elta uppi tegundir sem S.Þ. telja að útrýming vofi yfir. Meðgöngutími stórhvela er 10—12 og uppí 16 mánuðir. Þeir eiga því í bezta falli afkvæmi annaðhvort ár. Búrhvalurinn að- eins 3.-4. hvert ár. Þeir verða ekki kynþroska fyrr en 8,10 eða 12 ára eftir tegundum. Þeir eru auk þess afar-viðkvæmir vegna þrosk- aðs taugakerfis og sérstakra fé- lagshátta. Formælendur hvalveiða á ís- landi hafa valið þann kostinn að ræða framtíð hvalveiða út frá sem allra þrengstu sjónarhorni: Lang- reyðarstofninum sem gengur á íslandsmið og veiðiþol hans. Því er fyrst slegið föstu að þessi stofn sé algerlega einangraður frá öllum öðrum stofnum. Á Norður-Atl- antshafi greinast langreyðar í fjóra hópa. Ekki er vitað til að þetta seú aðgreindir stofnar í þeirri merkingu að þeir hafi mis- munandi erfðaeiginleika. Það er ekki beinlínis vitað að þessir hópar blandist. Segjum svo að þeir geri það ekki sem stendur (þótt það sé ósannað). Hvað myndi íslenzki stofninn gera að öllum öðrum stofnum Norður-Atlants- hafsins dauðum? Myndi hann ekki smátt og smátt dreifa sér um allt hafið, ef honum fengi að fjölga í friði og æturíkari mið gæfust annars staðar en á hinum hefð- bundnu göngumiðum hans? Hátt- erni dýra er ekki óbreytanlegt um aldur og ævi fremur en annað í náttúrunni. Hvað gera t.d. sauð- kindur í ofbeittum högum, þegar sauðlaust verður í aðliggjandi högum? Leita þær ekki inná ný og betri beitarlönd? Þótt ekki kæmi annað til, ætti að friða hinn íslenzka stofn til þess að bæta stöðu langreyðarinnar á Atlants- hafinu yfirleitt. Langreyðarstofn- inn í öllum heimin'um er nú í heild talinn nema 1/5 af náttúrulegri stærð sinni. íslendingar segjast stunda skynsamlegar jafnvel vísindalegar veiðar. Það skýtur því skökku við þegar vísindamenn Alþjóða hval- veiðiráðsins kvarta undan því að frá þeim berist ekki fullnægjandi upplýsingar, sem þeim er raun: verulega skylt að standa skil á. í skjóli þessa upplýsingaleysis út- hlutar ráðið þeim svo óbreyttum veiðikvóta. Ekki finnst leik- mönnum það „vísindaleg" ráðstöf- un. Auk þess ber á það að líta að íslendingar hafa ekki átt neinum vísindamönnum á að skipa í þessu efni. Fiskifræðingar eru ekki vís- indamenn um hvali, einfaldlega af því að hvalir eru spendýr en engir fiskar. Þeir eru frábrugðnir þeim í öllu tilliti nema löguninni. Aðal-röksemd hvalveiðimanna er sú að langreyðarstofninn við ísland sé í jafnvægi við núverandi veiðiálag. Samkvæmt (að vísu ófullnægjandi) mælingum hafi þeim ekki fækkað þrátt fyrir þriggja áratuga veiðar. Aflamagn- ið sé óbreytt miðað við sóknarein- ingu, þótt það megi vefengja t.d. vegna fullkomnari skipakosts. Væri langreyðurin jafndreifð um allan sjó myndi veiðin minnka hlutfallslega eftir því sem henni fækkar. En því er bara ekki þannig farið. Hún hnappar sig í torfur eins og t.d. síld eða loðna. Meðan stofninn fer ekki niður fyrir visst lágmark, helzt því veiðin því sem næst stöðug þótt einstaklingunum fækki — torf- urnar þynnast ekki að sama marki. Röksemdin um óbreytta veiði á sóknareiningu er því ekki ályktunarhæf. Um hópfiska, sem mynda torfur og fara í göngur, gildir sú regla að veiðin minnkar ekki smátt og smátt, heldur hryn- ur veiðistofninn skyndilega. Á sjöunda áratugnum heyrði ég landskunnan aflakóng halda því fram að síldin í sjónum myndi aldrei þverra, því ekki sæi högg á vatni hvernig sem henni væri ausið upp. Einu eða tveimur árum seinna hrundi stofninn gersam- lega. Þetta er það íslenzka brjóstvit sem sumir vilja svo mjög halda á lofti. Meðan hver torfa skilaði sér í fisksjá skipstjórans „sá ekki högg á vatni". Nú höfum við einmitt jeynslu af þessu sama og almenn skynsemi segir okkur. Veiðin hefir ekki minnkað jafnt og þétt heldur hafa reyðarstofnarnir hrunið hver á fætur öðrum á örfáum árum. Þegar reynslan staðfestir almenn Svo er nú komið að smá- vaxnasta tegund skíðis- hvala — hreínan — stend- ur ein eftir sem raunveru- lega „veiðibær“ með um 80% af stofnstærð. rök, er slíkt ekki marktæk vísindi að dómi forráðamanna íslenzkra. Árið 1976 birti Jón Jónsson, forstöðumaður Hafrannsóknar- stofnunarinnar, ásamt þremur Norðmönnum greinargerð um langreyðarstofninn við vestur- strönd Islands. Líffræðingurinn Sigurbjörg Þorsteinsdóttir hefir í grein í „Náttúruverk" 1979 rakið hvernig heildarniðurstöðu eru langt í frá í samræmi við megin- mál greinargerðarinnar og inni- hald. Þegar kemur að því að draga niðurstöður saman, hallar Jón ævinlega máli sínu þannig að sem bezt komi Hval h/f. Ekki er mér kunnugt um að Jón hafi mótmælt fullyrðingum Sigurbjargar. Það hlyti hann að gera, ef honum er annt um vísindaheiður sinn og hallað er réttu máli. Af afstöðnu þingi Hvalveiði- ráðsins í Japan, að ég hygg í árslok 1978, lýsti Þórður Ásgeirs- son yfir því að fram að þeim tíma hefði ráðið jafnan haft á röngu máli að standa. En nú væri engin ástæða til að mótmæla, því það hefði nú loks komizt að réttum niðurstöðum. Þetta er yfirlýsing núverandi forseta ráðsins, og ein- hver myndi segja að ekki þyrfti nú frekar vitnanna við. Það væri mikil auðtryggni að taka þann aðila trúanlegan eftir að hafa staðið hann að ósannindum í fulla þrjá áratugi (1946—1978). Ráðið liefir í allan þennan tíma ofmetið stofnana og gefið út gagnslaus fyrirmæli — eins og þau að skjóta ekki mjólkandi kú, sem engin ráð eru til að ganga úr skugga um nema skjóta kúna fyrst. Það er einnig viðurkennt að- svokölluð „steypireyðar-eining" sem loks var afnumin 1972 hafi verið hryggileg mistök. Að fenginni reynslu og gefnum játningum ráðsins, hygg ég skynsamlegast að taka ráðinu með fullri varúð. Það skiptir engu meginmáli hvort langreyðarstofninn, sem hér á leið um, er í jafnvægi eða ekki. Hvali ber að alfriða hvort sem er. Engu að síður er rétt að fara ofaní saumana á rökúm hvalveiði- manna, því það mun leiða í ljós hversu haldlaus rök þeirra eru. Skúli Magnússon Á árinu 1975—76 veidd- ust aðeins 614 langreyðar, alls staðar undir kvóta. Síðan eru allir hættir veið- um á þessari tegund nema íslendingar (og sjóræn- ingjar). Sosonko og Timm- an efstir í Hollandi Wijk-aan-Zee, Hollandi, 1. febrúar. AP. JAN Timman þokaði sér að hlið landa síns, Gennadi Sosonko í síðustu umferð alþjóða skákmóts- ins i Wij-aan-Zee i Hollandi og tryggði sér sigur ásamt Sosonko i mótinu. Fyrir siðustu umferð hafði Sosonko hlotið 8 vinninga, en hann sat hjá i siðustu umferð- inni. Timman var heilum vinn- ingi á eftir og tefldi við Svíann Ulf Anderson. Þrátt fyrir að staða Svíans væri vænlegri um tíma, þá hafnaði Timman jafnteflisboði Andersons og náði að snúa skákinni sér í vil og sigra í 55 leikjum. Þar með hafði Timman hlotið 8 vinninga, unnið sex skákir og gert fjögur jafntefli en tapað tveimur. Sos- onko beið ekki lægri hlut í mótinu, vann fjórar skákir og gerði átta jafntefli. Sovétmennirnir Mark Taimanov og German Sveshnikov deildu þriðja sætinu með 7,5 vinninga. Sveshnikov vann Hollendinginn Hans Ree og Taimanov vann Bandaríkjamanninn Walter Browne. Rúmeninn Gheorghiu varð að gera sér jafntefli að góðu gegn Þjóðverjanum Wolfgang Unzicker þrátt fyrir betri stöðu. Ungverjinn Sax vann Rick Lange- weg, Hollandi, en þeir Tony Miles, Englandi og Eugenio Torre gerðu jafntefli. Lokastaðan á mótinu varð: 1.—2. Sosonko, Timman báðir Hollandi 8. 3.-4. Sveshnikov, Taimanov, báð- ir Sovét. 7,5. 5. Walter Browne, USA 6,5 6. -8. Anderson, Svíþjóð, Gheorg- hiu, Rúmeníu, Sax, Úngverjalandi 6. 9. Hans Ree, Hollandi 5,5. 10. Tony Miles, Englandi 5. 12. —12. Eugenio Torre, Filipps- eyjum, Unzicker, V-Þýskalandi 4,5 13. Langeweg, Hollandi 4. Karpov og Christiansen efstir á Spáni Linares, Spáni 1. febrúar. AP. Bandaríkjamaðurinn Larry Christiansen vann biðskák sina gegn Spánverjanum Juan Bellon i siðustu umferð alþjóöaskák- mótsins á Spáni og náði þar með heimsmcistaranum Anatoly Karpov að vinningum. í síðustu umferðinni gerði Karpov jafntefli við Júgóslavann Svetozar Gligoric. önnur úrslit urðu: Bent Larsen, Danmörku vann Guillermo Garcia, Kúbu, Boris Spassky, Sovét. og Lubomir Ljubojevic, Júgóslavíu gerðu jafn- tefli, Lubmir Kavalek, USÁ og Zoltan Ribli, Ungverjalandi, sömdu um jafntefli í tólf leikjum og Lajos Portisch, Ungverjalandi, vann Antonio Quinteros, Argent- ínu. Lokastaðan á mótinu varð: I. —2. Anatoly Karpov, Sovét., Larry Christiansen, USA 8. 3. Bent Larsen 7. 4. Zoltan Ribli 6,5. 5. -6. Kavalek og Spassky 6. 7. Portisch 5,5. 8. -9. Gligoric, Ljubojevic 5. 10. Quinteros 4. II. Bellon 3,5. 12. Garcia 1,5. MYNDAMÓTHF. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRETI • SlMAR: 17152-17355

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.