Morgunblaðið - 04.02.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.02.1981, Blaðsíða 18
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1981 Björn S. Stefánsson: Stórtæk rafgeymsla Til er furðueinföld að- ferð til að geyma rafmagn í stórum stíl: straumurinn er leiddur hring eftir hring í segulspólu sem er kæld svo mikið að öll mótstaða hverfur og raf- magnið leiðist eins greið- lega og hugsazt getur. Þetta hafa menn lengi vitað, en það er fyrst nýverið að sýnist ætla að takast að hagnýta þessa vitneskju. Undanfarin ár hefur aðferðin verið rannsökuð rækilega. A veg- um háskólans í Wisconsin í Bandaríkjunum er ráðgert að koma upp tilraunageymi sem tek- ur 100 megavattstundir. Það svar- ar til þeirrar raforku sem eytt er í rafhituðu íbúðarhúsi á fjórum árum, segir í sænska blaðinu Dagens Nyheter. Þar segir að. aðferðin verði ekki hagnýt í Sví- þjóð í bráð. Þar í landi sé svo mikil auðstýrð vatnsorka. Aðferðin geti þó orðið mikilvæg þegar fram í sækir og farið verði að hagnýta að marki vindorku og aðrar orkulind- ir sem gefa straum eftir því sem veður og vindar leyfa. Þegar um yrði að ræða notkun í fullum mæli táeki geymslan þús- undir eða tugþúsundir mega- vattstunda. Stöðin yrði þá geysi- stór spóla af leiðsluþræði — meira en hundrað metrar í þvermál — í berggöngum og kæld með fljót- andi helíum niður undir endanlegt frostmark (mínus 273 stig). Þá verður leiðsluhæfni spólunnar sér- lega mikil og straumur sem er stýrt þangað inn fer í hringi án mótstöðu. í kringum spóluna myndast segulsvið sem heldur utan um strauminn. Því meiri orka sem sett er í geymsluna, því sterkari verður straumurinn sem fer í hring og því sterkara verður segulsviðið sem heldur utan um hann. Straumgeymsla með slíka leiðsluhæfni hefur það sér til ágætis að straumurinn er geymd- ur eins og hann er, svona eins og þegar vatni er dælt í ker og hleypt af aftur þegar þarf að nota það. Orkan nýtist sérlega vel. í Wis- consin ætla menn að nýtingin verði 95%. Segulspólunni verður að koma fyrir niðri í jörðinni, í berggöng- um. Annað væri of kostnaðarsamt og þannig er umhverfið verndað. í svona mögnuðum rafsegli verður kraftur sem ekki verður haminn með þolanlegum kostnaði nema hafa berggrunninn sem umgjörð. Minni þörf fyrir uppistöðulón? Orka Islands i jökulvötnum sveiflast mikið eftir árstíðum. Sveiflurnar hafa verið jafnaðar við virkjanir með stíflum og uppi- stöðulónum. Þannig er móttöku- þörf orkuveranna takmörkuð. Vatnsmiðlunin dregur því úr tækjakostnaði, en hún kostar sitt í framkvæmdum og landspjöllum. Það er því spurning að hve miklu leyti megi spara ýmsa stíflugerð sem talin hefur verið óhjákvæmi- leg með því að skjóta rafgeymsl- um inn í bergið og geyma þannig sumarorkuna til vetrarins. Ekki er við því að búast að stjórnvöld orkumála á íslandi geti metið þennan möguleika til hlítar fyrr en frekari reynsla hefur fengizt af aðferðinni. Kennari einn við tækniháskólann í Gauta- borg kvaðst helzt óttast að helí- umskortur kæmi í veg fyrir að aðferðin yrði hagnýt. Mest af þeirri lofttegund er að finna í Bandaríkjunum (í bergi) og hefur ekki verið gætt nógu vel. Hvað sem líður er hér um að ræða eitt af mörgum dæmum um það að með hugviti má hagnýta tækni til að nýta náttúruna og hlífa henni um leið. Björn S. StefánsRon. ggggA Rúneberg og uppáhaldskaka hans Eldri kynslóð íslendinga þekk- ir aðallega tvo finnska rithöf- unda og skáld, þá Zachris Topeli- us og J.L. Rúneberg. Margir eru þeir, sem hafa haft ánægju af að lesa ''„Sögur herlæknisins" eftir Topelius. En Rúneberg hefur einnig notið mikilla vinsælda, ekki vegna skáldsagna, heldur vegna kvæða og ljóða. Dæmi um þessar vinsældir er, að fyrir norðan bjó maður, sem var skírður Rúneberg og ávalit kall- aður því nafni. En það hlaut hann, af því að móðir hans var svo ákafur aðdáandi skáldsins. — Og hvaða íslendingur hefur ekki lært „Svein Dúfu“, í þýð- ingu Matthíasar Jochumssonar, jafnvel utan bókar? Jóhann Luðvig Rúneberg fæddist 5. febrúar 1804. Og Finnar halda ennþá uppá fæð- ingardag hans. En þvi miður er það þannig, að smekkur manna hefur breyst, og flestum finnst skáldskapur hans orðinn meira eða minna úreltur. Fáir nenna að opna kvæðabækur hans, nema hvað skólakrakkar verða að Iæra nokkur kvæði sér til upplyftingar. Eitt kvæði er þó undantekn- ing. Rúneberg hefur ort kvæði, sem á máli hans heitir „Várt land“. Er það langt kvæði og lýsir fegurð föðurlands skálds- ins. Freðrik Pacius tónsetti kvæðið, og þegar Finnland varð sjálfstætt ríki, var þetta kvæði og lag gert að þjóðsöng Finna. — Hafa ber í huga, að Rúneberg var sænskumælandi Finni og ritaði öll sín verk á sænsku. Rúneberg var túlkur róman- tíkurinnar og föðurlandsástar- innar, enda samtímamaður Jón- asar Hallgrímssonar. En sá tími er fyrir löngu liðinn. Nú vilja allir lesa kvæði um „raunverul- eikann", eins og íslendingar um færibönd og þorskhausa. Auk þjóðsöngsins er eitt at- riði, sem er tengt Rúneberg og sem allir Finnar þekkja. Það er uppáhaldskaka skáldsins (Rúne- bergs tárta). Var sú kaka sér- stakiega bökuð handa honum og borðaði hann hana með heitu púnsi. En þar sem þetta er mjög góð kaka hafa nútíma Finnar farið að borða hana sem meðlæti með kaffi. Nú á dögum er hún eingöngu bökuð kringum fæð- ingardag skáldsins, þ.e. i byrjun febrúar. Og þá keppast allir Finnar við að borða sem flestar kökur, alveg eins og Islendingar bollurnar sínar á bolludaginn. Ef nú nokkur lesenda langaði til að prófa þessa ágætu köku, læt ég uppskriftina fylgja hér með: 200 g smjörlíki eða smjör 2 dl sykur 2 egg 3 dl piparkökumylsna (ef hún er ekki til, má nota rasp) 1 dl möndlur 1 dl rjómi 3 dl hveiti 1 tsk lyftiduft marmelaði eða hindberja- sulta 1 dl flórsykur u.þ.b. 1 dl vatn Hrærið smjörlíkið og sykurinn vel saman. Bætið eggjunum út í, einu í einu, og hrærið vel í á meðan. Þurru efnunum er bland- að saman og bætt út í. Smyrjið kökumótin og hellið deiginu í þau, u.þ.b. % af sér- hverju móti. Setjið lítið af marmelaði eða sultu á miðja kökuna. Bakið þær í 200° í 15 mín. Látið þær kólna dálítið, áður en þær eru teknar úr mótunum. Af vatni og flórsykri er búinn til glassúr og sett mjó rönd af honum kringum marmelaðið (sjá myndina). Marjatta Ilakala Hvað kostar að drekka? Þar sem nokkrar matvörur þar á meðal gosdrykkir hækkuðu í verði rétt fyrir áramót verður í framhaldi af greininni „Hvað kostar maturinn?" sem birtist í Morgunblaðinu 30. des. sl. birt nokkur dæmi um hvað ýmsar drykkjarvörur kosta. Maðurinn getur lifað án matar í margar vikur en ekki nema í nokkra daga án vatns, enda eru % hlutar mannslíkamans úr vatni. Það má gera ráð fyrir að menn þurfi um 2 1 af vatni á dag. Nokkurn hluta af því vatni fáum við í þeim matvælum sem við leggjum okkur til munns en þau eru meira eða minna vatnsrík. T.d. er um 98% af vatni í gúrkum, melónum og tómötum. Mjólk er 88,5% vatn. Stundum er safinn pressaður úr vatnsrík- svitna mikið þurfa þeir að drekka meira, enda getur vatns- tap likamans í slíkum tilvikum verið um 6 1 á dag. Sömuleiðis þurfa menn að drekka mikið ef þeir hafa sótthita eða eru með mikil uppköst. í flestum þjóðfélögum er því kappkostað að allir þegnar eigi sem greiðastan aðgang að ómenguðu vatni. Ekkert bragð er af hreinu vatni. Að vísu er í neysluvatni oft ýmis konar sölt úr jarðvegin- um sem gefa því dálítinn keim. En vatn er oft bragðbætt á ýmsa vegu og það er drukkið ýmist heitt eða kalt. Fyrst verður hér birt tafla yfir verð á ýmsum heitum drykkjum. Verö pr. sölueiningu Verð pr. 1 af tilhúnum drykkjum nýkr. Kkr. nýkr. 100 g te 5,25 (525) um 1,05 250 g kaffi 12,90 (1290) um 2,58 150 g kakó 9,45 (945) um 6,00 um matvælum eins og t.d. úr ávöxtum til að fá góðan drykk, enda fylgja þá safanum ýmis vatnsleysanleg næringarefni og bragðefni. T.d. drekka menn appelsínusafa ekki einungis vegna þess að hann er góður á bragðið heldur einnig til þess að tn'Kgja að þeir fái nægilegt c-vitamínmagn yfir daginn. Flestir þurfa að drekka dag- lega um 1—1,5 1 á dag af einhverjum vökva. Ef menn í dæmunum í töflunni hefur tilviljun ráðið því hvaða merki af kaffi, te og kakó varð fyrir valinu. Mikill verðmunur getur verið á framleiðslunni hjá hin- um ýmsu framleiðendum. En neytendur hafa ólíkar skoðanir á þeim gæðum. Þar að auki eru víða til gamlar birgðir í verslun- um sem seldar eru á lægra verði en nýjar sendingar. Verðmunur á sendingum getur verið allmik- ill, þegar örar verðhækkanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.