Morgunblaðið - 04.02.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1981
53
helgina, mann sem býr í sömu götu.
Þar varð hún að gefa upp sína
aukavinnu og annað sem hún vildi
halda fyrir sig. Við vorum aðeins
þrjár nánar vinkonur hennar sem
vissum um þetta, af því að við
höfðum spurt hana beint, hvernig
þau hefðu eiginlega efni á því að
fara í siglingu á hverju ári. Vin-
konur geta spurt hver aðra svona
spurninga.
Lagði ekki í að skila
minni skýrslu sjálf
Eins og ég sagði áðan glotti ég að
því fjaðrafoki sem varð út af
þessum spurningalistum, mér
fannst ekkert athugavert við
spurningarnar. En það er fram-
kvæmdin sem ég er að gagnrýna.
Þegar ég vissi að það var nágranni
minn sem átti að koma til mín og
heimta skýrsluna, þá hringdi ég
niður á Hagstofu og benti þeim á
/ hvað þetta væri nú fráleitt og
spurði hvort ekki væri hægt að
kippa þessu í liðinn, það væri ekki
svo mikið fyrirtæki að víxla teljur-
um á milli hverfa. Ekki lagði ég í
að taka það ráð að skila minni
skýrslu sjálf á Hagstofuna, þó að
sá möguleiki kæmi mér í hug. Það
hefði getað orðið til þess að ná-
granninn hefði orðið sár eða jafn-
vel reiður. Hann hefur haft það orð
á sér að vera erfiður í sambýli, þótt
við höfum aldrei haft neitt af því
að segja. Það hefði þó getað breyst,
hefði hann fundið inn á að sér væri
vantreyst. Ég tók því þann kostinn
að taka vel á móti honum og reyna
að bera mig vel, í von um að þetta
færi ekki lengra.
Á þessu er hægt að sjá, að það er
ekki af ánægju með könnunina sem
fólk hefur tekið teljurunum vel,
heldur af almennri kurteisi meðal
annars og skilningi á því að þeir
réðu engu um framkvæmdina. I
framkvæmdinni hefur hins vegar
illa láðst að taka tillit til þeirra
sem ekki falla inn í hið hefðbundna
fjölskylduform."
Svar við fyrirspurn
Onnu G. Kristjánsdótt-
ur í Velvakanda í gær
Guðni Baldursson, deildarstjóri á
Hagstofu fslands skrifar:
í manntalinu nú var dregið úr
upplýsingabyrði almennings, frá því
sem ella hefði verið, með því að fella
niður nokkur atriði, sem fullnægj-
andi upplýsingar eru fyrir hendi um
í Þjóðskrá. Þar á meðal er hjúskap-
arstétt. Hún verður sótt í þjóðskrá
og notuð í úrvinnslu manntalsins, og
hún kemur fram í niðurstöðum eins
og um hana hefði verið spurt á
manntalseyðublaðinu.
Eins og komið hefur fram í
kynningu og leiðbeiningum, er til-
gangur 3. liðs á einstaklingsskýrsl-
unni ekki sá, að upplýsa hjúskap-
arstétt hlutaðeigandi, heldur á með
svörum við 2. og 3. lið að afla
heimilda um lengd hjónabands og
um óvígða sambúð, bæði þá sem nú
stendur og einnig óvígða sambúð
sem var undanfari núverandi hjóna-
bands. Spurningum um upphafsár
sambúðar og hjónabands er einung-
is beint til þeirra sem eru í sambúð
manntalsdaginn, og þær eiga við þá
sambúð eina.
Tilgangur 4. liðs er alls óskyldur
efni 2. og 3. liðs. Hann er sá, að fá
fram hvaða munur er á barnatölu
kvenna á ýmsum aldri, t.d. fertugra,
sextugra og áttræðra kvenna, og
hver meðaltala barnanna er. I því
sambandi skiptir engu máli hvort
börnin fæddust í hjónabandi eða
ekki.
Við undirbúning manntalsins var
í hverju atriði reynt að taka tillit til
tilfinninga og mannlegra viðbragða
þeirra sem svara. í 4. lið er t.d. spurt
hve mörg lifandi fædd börn kona
hafi eignast, ekki hve mörg lifandi
fædd börn hún hafi alið. Þetta er
gert til þess að gefa konum, sem
höfðu gefið eða fengið kjörbörn,
kost á að svara spurningunni á þann
hátt sem þær gætu hver og ein fellt
sig við. — Einnig var hugað að því,
hvort kona skyldi tilgreina hjúskap-
arstétt sína í 4. lið, t.d. vegna þess
að ekkjum kynni að falla miður að
það kæmi ekki skýrt fram, að börn
þeirra væru fædd í hjónabandi. En
þarna þóttu vega þyngra tilfinn-
ingar þeirra kvenna, sem þætti
miður að þurfa að taka beinlínis
fram, að börn þeirra væru ekki fædd
í hjónabandi. — Eins og einstakl-
ingsskýrslan er úr garði gerð, er
ekki nokkur ástæða til að álykta eitt
eða neitt um það, hvort börn voru
fædd í hjónabandi eða ekki, enda má
það, sem fyrr segir, einu gilda fyrir
úrvinnslu manntalsins.
Þessir hringdu
Svar póst- og símamála-
stjóra við fyrirspurn
„Útaf fyrirspurn í „Velvakanda"
sunnudaginn 1. febrúar 1981, um
nánari upplýsingar um tímamæl-
ingu innanbæjarsímtala skal upp-
lýst að samkvæmt skýrslu, sem
ÞessirhrinSdi^T
þýska stórfyrirtækið SIEMENS
hefur gefið út, eru talin 15 lönd,
sem höfðu slíkt kerfi 1. janúar
1979: Argentína, Austurríki, Braz-
ilía, Colombía, Danmörk, E1
Salvador, Guatemala, Ungverja-
land, Japan, Nicaraqua, Noregur,
Senegal, Spánn, Sviss og Stóra-
Bretland og í fyrra var hliðstætt
kerfi tekið upp í Vestur-Þýska-
landi."
Passíusálm-
ana fyrr
Kona hringdi og bað Vel-
vakanda að koma þeirri
beiðni á framfæri við Ríkis-
útvarpið frá níræðri konu,
sem ekki vildi missa af Pass-
íusálmalestri, að hann yrði
færður fram í dagskránni og
hafður ekki seinna en um
níuleytið. Gamla fólkið er
farið að sofa á þeim tíma sem
valinn hefur verið fyrir þenn-
an árvissa dagskrárlið og
getur ekki beðið eftir honum.
Gamla konan óskar eftir að
fá sinn Passíusálma-lestur
ekki seinna en klukkan níu.
Henni leiðist að geta ekki
hlustað, hún hefur alltaf gert
það, en treystir sér nú ekki
lengur að bíða svona lengi
fram eftir kvöldinu.
Tillitsleysi af
Gjaldheimtunni
B.G. hringdi og furðaði sig
á því, að fólk skyldi hafa
verið að býsnast yfir mann-
talinu. — En það er annað
sem mig langar að færa í orð
og snertir opinbera stofnun
ekki síður en manntalið. Mér
finnst það vítavert tillits-
leysi, og jafnvel ruddaskapur,
af hálfu Gjaldheimtunnar,
sem gerir ríkar kröfur til
okkar borgaranna, að gjald-
heimtuseðlunum gjörsamlega
umbúðalausum í hús. Mér
finnst það ætti ekki að vera
til of mikils mælst að þessi
stofnun slægi utan um seðl-
ana umslagi eða a.m.k. hefti
þá saman, þar sem þeir hafa
að geyma persónulegar upp-
lýsingar sem hver og einn vill
hafa fyrir sig, miklu persónu-
legri upplýsingar en nokkurn
tímann var farið fram á í
manntalinu. í fjölbýlishúsinu
þar sem ég bý mátti sjá þessa
seðla liggjandi í einni hrúgu á
gólfinu í anddyrinu, af því að
póstkassar eru ekki komnir
upp — til reiðu hverjum sem
vildi hnýsast í einkahagi
sambýlisfólksins. Mér finnst
svona framkoma af hálfu
opinberrar stofnunar hrein
móðgun við okkur borgarana.
SIGGA V/öGA £ AlLVERAU
Skíðaferðir
Til Lech og Kitzbúhel
í Austurríki
Lech 7. febr. Uppselt
Kitzbuhel 7. febr. 2 vikur Örfá sæti laus
Lech 14. febr. Uppselt
Kitzbuhel 21. febr. 2 vikur Laus sæti
Lech 28. febr. 2 vikur Laus sæti
Verð frá kr. 6.100. Inniff. flug,
flugv.skattur, akstur til og
frá flugvelli á hótel og gist-
ing meó morgunverói.
Feröaskrifstofan
OTSÝN
Austurstræti 17,
símar 26611 og 20100.
I ■
■ ■
» I
«1
Framleiðum tvær stærðir af sumarhúsum
38 fm og 50 fm og afhendum þau á ýmsum byggingarstigum eftir
óskum kaupenda. Gangiö frá pöntunum tímanlega fyrir voriö.
Rangá h/f, Hellu, s. 99-5859.
ara
í tilefni 5 ára afmælis verzlunarinnar
bjóðum við 15% afmælisafslátt á
Guerlain
ilmvötnum í dag
Fyrirspurn til
Póst- og síma-
málastjóra
Jón öicmundur Þorm.lÖK-
rSvðfír!BÖÍTr hri"Kdi^K
baö Velvakanda að koma eftir?
fa.rancd'. spurnín(?u á framfæri
hlfr 'xOl' 08 8lmaiTl4l»stjóra í
l«nd?b?r*T nVaða Fvrópu-
Kanada "f BaníiariÚanna.
M do ’,,Japans’ Astralfu oe
Nyja Sjálands, er greitt {yrír
^r*nT''lnanb«jarsfmtðl eft-
£o W/V®Itf W&, $
W m AV /to&Elfa QLÁ-
weim vfoKrwóstf
'W eitt/w fóKí vmm mv-
MtóA YKfíWft