Morgunblaðið - 04.02.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1981
47
eiga sér stað. f einni verslun
voru t.d. seldar 4 mismunandi
tegundir af kakó. Sölueingarnar
voru misþungar, í versluninni
voru 6 mismunandi stærðir á
boðstólum. Það reyndist því all-
mikið verk að gera raunhæfan
verðsamanburð. Lægsta kíló-
verðið reyndist vera 48 kr. en
það hæsta 94,80 kr.
Menn drekka mismunandi
sterkt te, kaffi og kakó, lítra-
verðið getur því einnig af þeim
ástæðum verið mishátt. í kakó-
verðinu er mjólk og sykur inni-
falið, en kaffi og te er sykur- og
mjólkurlaust.
ávaxtasafa. Nú sjá tvö innlend
fyrirtæki um að dreifa ávaxta-
safa í hæfilegum neysluumbúð-
um til smásala. Þeir sjá einnig
um að hann fái hæfilega hitun-
armeðferð svo að geymsluþol
hans lengist. Þar að auki er
talsvert magn af ávaxtasafa
niðursoðinn í glösum eða dósum
flutt inn.
Floridana appelsínusafi fær
sömu meðferð og aðrar G-vörur
frá Mjólkursamsölunni, en
Tropicana er gerilsneydd.
Hér að neðan er birtur listi
yfir verð samkvæmt verðlista
frá fyrirtækjunum. Er verðið
m.a. undir því komið, hve sölu-
einingin er stór.
V* 1 Floridana appelsínuþykkni
V< 1 Floridana hreinn appelsínusafi
1,89 1 Tropicana appelsinusafi
0,94 1 Tropicana appelsínusafi
0,24 1 Tropicana appelsínusafi
Gosdrykkir hafa á síðari ára-
tugum orðið mjög vinsælir, ekki
síst cola-drykkirnir, enda eru í
þeim koffein eins og í kaffi og í
te.
Verð á nokkrum gosdrykkja-
tegundum eru sýnd í hér að neðan. töflunni
Verð pr.
nýkr.
1 fl. Coca- eða Pepsi-Cola (11) 8,40
1 fl. Coca- eða Pepsi- Cola (1,9 dl) 1,90
1 fl. Áppelsín (2,5 dl) 1 fl. Sinalco 2,40
(2,5 dl) 1 fl. Pilsner 2,55
eða maltöl (H 1) 4,35
Verð pr. Höluein. Verð pr. 1
nýkr. gkr. nýkr.
6,10 610 6,10
12,35 1235 9,40
19,20 1920 10,15
10,15 1015 10,80
3,65 365 15,20
Þar sem ávaxtabragðið er
vinsælt hjá mörgum eru víða
framleiddir alls konar drykkir
með ávaxtabragði sem eru mun ódyrari en hreinn ávaxtasafi. Samsetning slíkra drykkja getur
HölueininKU Verð pr. I
gkr. nýkr.
(840) 8,40
(190) 10,00
(240) 8,60
(255) 10,20
(435) 13,05
Tekið skal fram að heimilt er
að bæta flutningskostnaði við
hámarksverðið í töflunni. Er því
verð á gosdrykkjum allmiklu
hærra víða út um land. Sala
gosdrykkja á veitingastöðum er
ekki háð verðlagsákvæðum.
Til samanburðar er hér birt
verð á nokkrum mjólkurvörum. í
nýmjólk eru öll þau næringar-
efni sem mannslíkaminn þarf á
að halda. Ekki síst er mjólkin
verðmæt vegna þess hve hún er
kalkrík, enda erfitt að fullnægja
kalkþörfinni nema með því að
neyta mjólkur eða einhverra
mjólkurafurða. Talið er að menn
þurfi að drekka um V6 1 af mjólk
á dag en börn og unglingar um
\ 1.
VerÖ pr. 1
nýkr. gkr.
Mysa 2,68 267,5
Undanrenna 3,70 370
Nýmjólk 4,25 425
Súrmjólk 4,65 465
í sjoppum Reykjavíkurborgar
verður nú leyft að hafa meira
úrval af drykkjum en tíðkast
hefur. Er því hér birtur listi yfir
verð á G-vörum frá Mjólkur-
samsölunni. G-vörur eru hitaðar
upp í mjög hátt hitastig í
sérstökum tækjum, þannig að
geymsluþol er 2—3 mánuðir.
S
II lí H
Vi 1 G-mjólk 1,65 165 6,40
Vi 1 mangosopi 2,10 210 8,40
Vi 1 kakómjólk 2,60 260 10,40
Vi 1 epla- eða
jarðarberjajógi 3,10 310 12,40
verið með ólíku móti. Oft en ekki
alltaf eru ávextir notaðir við
framleiðsluna en einnig eru
mörg önnur efni eins og t.d.
sykur og sítrónusýra. Nauðsyn-
legt er að láta rotvarnarefni í
slíkan drykk svo að hann geym-
ist og oft eru litarefni látin út í
svo að hann líkist ávaxtasafa.
Nokkrar efnagerðir hérlendis
framleiða slíka drykki. Þeir eru
seldir á um 12 kr. pr. 1 að jafnaði.
En slíka drykki þarf að þynna
með vatni áður en þeir eru
bornir fram enda er sítrónusýr-
an bragðsterk. Ef drykkurinn er
þynntur með fjórum hlutum af
vatni er lítraverðið á tilbúnum
drykk u.þ.b. 2,40 kr.
Samkvæmt íslenskum lögum
má ekki kalla slíka drykki
ávaxtasafa. Það verður að vera
ávaxtasafi án sykurs og litar-
efna ef varan má heita safi á
erlendu máli Juice".
Talsvert af drykkjum sem
samsettir eru á mismunandi
vegu eru fluttir til landsins, er
því ríkulegt úrval af þeim á
boðstólum í matvöruverslunum.
En þau bera nöfn eins og
„drink", „squash", „limonade"
o.þ.h. Nafnið Juice" tryggir
neytendum hins vegar að um
hreinan ávaxtasafa sé að ræða.
Úr því að fyrirsögn greinar-
innar er „Hvað kostar að
drekka?" skal að lokum birt
tafla yfir verð á sumum áfengum
drykkjum úr verðskrá Áfengis-
og tóbaksverslunar ríkisins. Há-
ir skattar eru á áfengum drykkj-
um. Þeir eru því langdýrustu
vökvar, sem við leggum okkur til
munns.
Verð pr. sölueininKU Verð pr. 1
nýkr. Kkr. nýkr.
0,7 1 rauðvín 37,00 3700 52,00
0,7 1 brennivín 130.00 13000 185,00
0,35 1 koníak 118,00 11800 337,00
Skyrmysa hefur öldum saman
verið svaladrykkur íslendinga,
en á síðari árum höfum við
tileinkað okkur siði annarra
þjóða og erum farnir að drekka
ýmislegt annað, meðal annars
Lítraverð á þeim vökvum sem
hér hefur verið gert að umtals-
efni er æði mikið, allt frá 1,05 kr.
upp í 337,00 kr.
Verðlagsstofnun,
26. janúar 1981,
Sigríður Haraldsdóttir
Fjárheimtur við Djúp
ÞAÐ þykja nokkrar fréttir, og
gieðilegar, hér i fámenni vetrar-
ins, er fréttist um heimtur fjár,
þá k'omið er frammá vetur nokk-
uð. En ekki minna en 11 kindur
hafa heimst af fjalli hér i Djúpi,
það sem af er vetri. Á þrettánd-
anum siðastiiðnum heimti Páll
bóndi i Bæjum 2 ær tvilembdar,
eða samtals 6 kindur úr Jökul-
fjörðum, sem bróðir hans, Óskar,
og fleiri kunningjar sóttu þang-
að á mb. Engiiráð á ísafirði, en
óskar er annar eigandi að þess-
um bát, og skipstjóri. Voru
kindur þessar i haustholdum
spikfeitar, og þar sem eitt lamb-
anna var hrútur, má búast við að
ekki biði lengi vors, að minnsta
kosti 7 lömb fæðist útaf þessum
stofni.
Þá er það nú nýiega, að
Benedikt bóndi i Hafnardal frétt-
ir að hann muni eiga von i
tvílembdri rollu frammá Lága-
dal i Nauteyrarhreppi, og er
hann hyggur að kindum þessum
mætir hann þeim, á leið fram
dalinn, en fer þá að litast frekar
um i kindavon, sem endaði þá
mcð þvi, að hann finnur 2 lömb
þar móðurlaus i viðbót, svo
hjörðin var þá 5 kindur sem
heim var rekin, en 2 lömbin átti
Elis á Neðribakka i Langadal.
Voru allar þessar kindur í góð-
um holdum, og sá ekki á að hart
væri i ári hjá kindunum þeim.
Djúpbáturinn Fagranes sigldi
til Reykjavikur 10. þ.m. til þess
að fara þangað i slipp til viðgerð-
WIKA
Þrýstimælar
Allar stærðir og gerðir
■Le_.1v
<®t
Vesturgötu 16, sími 13280
I
NÝ KYNSLÓÐ
Snúningshraðamælar meö raf-
eindaverki engin snerting eða
tenging (fotocellur). Mælisviö
1000—5000—25.000 á mín-
útu.
Einnig mælar fyrir alit að
200.000 á mínútu. Rafhlööudrif
léttir og einfaldir í notkun.
3ÖfLH(fíl3Qtk0®fLQ0
Vesturgötu 16,
simi 13280.
ar og vélareftirlits. Bregður
mörgum hér við missi hans, og
sannast þar sem oftar hið forn-
fræga spakmæli, að enginn veit
hvað átt hefur fyrr en misst
hefur. Þrjátiu tonna bátur, Eng-
ilráð á ísafirði, sá sem áður er
getið, annast nú ferðir hér um
Djúpið á meðan, 2 ferðir i viku,
en sú stærð báta annar engan-
veginn þeim þungaflutningi sem
uppá getur komið að flytja, og
þaðan af siður sjúkraflutningi,
ef á þyrfti að halda, i vondum
veðrum.
Feiknarlegur kuldi hefur ver-
ið hér síðan fyrir jól, og því
tilfinnanlega sallast á vatns-
forða vatnsvirkjana hér um slóð-
ir. Blævardalsárvirkjun jafnvel
stoppast af vatnsleysi um tíma,
en varaaflstöð i Reykjanesi er
keyrð inná kerfið til að halda við
nauðsynlegustu notkun, svo ekki
hafa vandræði hlotist af svo
talist geti, en allar upphitanir
húsa með rándýrri oiiukynd-
ingu. Víða hefur þó gengið i basli
með þann orkugjafa. þar sem
olían hefur margsinnis frosið í
leiðslunum inni húsin.
Jens i Kaldalóni
Aðalfundur
Aöalfurtdur Félags íslenskra stórkaupmanna
verður haldinn miövikudaginn 11. febrúar nk. aö
Hótel Sögu kl. 9.30.
I.
Dagskrá aöalfundar samkvæmt 18. grein laga
félagsins.
1. Skýrsla stjórnar.
2. Lagðir fram endurskoöaöir reikningar félagsins.
3. Kjör formanns og þriggja meðstjórnanda.
4. Kosning tveggja endurskoöenda og tveggja
varamanna.
5. Kosning í fastanefndir samanber 19. grein laga.
6. Ályktanir og önnur mál.
II.
Sameiginlegur hádegisveröur og aö loknum hádegis-
veröi flytur verölagsstjóri Georg Ólafsson erindi og
svarar fyrirspurnum.
III.
Kl. 14.00 hefst ráöstefna, Þróun vöruflutninga og
nýting nútímaflutningatækni.
A. Frummælendur flytja erindi.
B. Panelumræöur, almennar umræöur og fyrirspurn-
ir.
Á ráöstefnunni veröa frummælendur og gestir allra
helstu flutningaaöila landsins.
Félagsmenn eru beðnir að fjölmenna og skrá sig á
skrifstofu FÍS f.h. þriðjudaginn 10. febrúar í síma
10650 eöa 27066.
Stjórnin.
ORGUNBLAÐIÐMORQ
MORGUNBLAÐIÐMORG
MORGUty$LAÐIÐM
MORG
MORGl/^
BLAÐIÐMORGUNBLAÐIÐ
ÐMORGUNBLAÐIÐ
J^ORGUNBLAÐIÐ
NBLAÐIÐ
Blaó-
burðar-
fólk
óskast
M
M
M
MOI
MO
MOR
MOR
MOI
MOI
MOI
M
m d "/>
M
MORGUI
MORGUNB
MORGUNBLA
MORGUNBLAÐIÐlfrbv^/NBLAÐIÐM(
MORGUNBLAÐIÐMORGuNBLAÐIOMORGUNBLAÐIÐ
ÐIÐ
,ÐID
^ÐIÐ
ÐIÐ
Tjarnar- iLAÐIÐ
VAOIÐ
ÐIÐ
ÐID
ÐIÐ
ÐID
BLAÐIÐ
LAÐIÐ
BLAÐIÐ
ONBLAÐIÐ
taUNBLAÐIÐ
GUNBLAÐIÐ
RGUNBLAÐIÐ