Morgunblaðið - 11.02.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.02.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1981 WOJCIECH JARUZELSKI Orölagöur fyrir hermennsku og hófsemi Vanjá. 10. labrúar. AP. WOJCIECH Jaruzelski, hers- höföíngi, væntanlegur eftirmaö- ur Jozef Pinkowskis sem for- sætisráöherra Póllands, er fyrsti hershöfðinginn, sem því embætti gegnir frá lokum siöarí heimsstyrjaldar. Hann hefur orö á sér fyrir mikla hermennsku- hæfileika, en jafnframt sagður maöur hófsamur og á hann að hafa ráöiö eindregiö frá því aö valdi væri beitt gegn pólskri alþýðu í verkföllunum undan- fariö. Jaruzelski varö aukafulltrúi í stjórnmálaráöi pólska kommún- istaflokksins eftir verkamanna- uppþotin áriö 1970 og fasta- fulltrúi 1976. Hann gekk í herinn 1943, þar sem hann reis brátt til metoröa og stjórnaöi herdeildum viö frelsun Varsjár áriö 1945. Á árunum 1945—1947 stjórnaöi hann baráttu kommúnista gegn pólskri andspyrnuhreyfingu eöa „gagnbyltingarmönnum" eins og þaö var skilgreint opinberlega. Áriö 1962 varö Jaruzelski aö- stoöarráöherra í varnarmála- ráöuneytinu og forseti herráösins í febrúar 1965. Hann var skipaö- ur varnarmálaráðherra 1968 og 1973 var hann enn hækkaöur í tign og gerður aö yfirhershöfö- ingja pólska hersins. Lrf og starf Jaruzelskis hefur snúist um hermál, en þrátt fyrir þaö er hann talinn mjög raunsær maöur og hófsamur. Haft er fyrir satt, aö í verkföllunum í ágúst á sl. ári hafi hann sagt harölínu- mönnum í miöstjórn pólska kommúnistaflokksins, aö svo lengi sem hann væri varnarmála- ráöherra myndu „pólskir her- Wojcioch Jaruzofski menn ekki skjóta á pólska verka- menn". Fullyrt er, aö þessi afstaöa Jaruzelskis hafi gert aö engu kröfur sumra annarra frammá- manna um aö látiö yröi til skarar skríöa gegn verkamönnum, og einnig átt þátt í falli Giereks, fyrrverandi flokksleiötoga. Sovétrikin: Þrir flotaforingjar farast í flugslysi Friðrika fyrrum drottning MoHkvu, 10. febrúar. AP. RAUÐA stjarnan. málgagn Rauða hersins, sagði frá því i dag, að yfirmaður rússneska Kyrrahafsfiotans, tveir aðrir háttsettir flotaforingjar og fleiri hermenn hafi farist i flugslysi sl. iaugardag. í Rauðu stjörnunni var ekki skýrt frá tildrögum slyssins, hvar það hefði orðið né hve margir fórust enda er yfirleitt ekki skýrt frá slysförum í Sovétríkjunum. Undantekningin nú er talin stafa af því að hér var um að ræða mjög háttsetta menn. I fréttinni var aðeins getið þriggja manna með nafni, þeirra Emils N. Spiridonovs, yfirflota- foringja, Vladimirs D. Sabaney- evs, stjórnmálafulltrúa, og Georgy V. Pavlovs, yfirmanns flugdeiidar Kyrrahafsflotans. Aþenu. 10. febrúar. — AP. SÚ ÁKVÖRÐUN grísku ríkis- stjórnarinnar að leyfa, að jarð- arför Friðriku, fyrrum drottn- ingar, fari fram í Grikklandi og að Konstantín sonur hennar og fyrrv. konungur, verði viðstadd- ur, hefur vakið upp að nýju gamlar væringar milli kon- ungssinna og þeirra, sem and- vígir eru konungsfjölskyldunni. Friðrika, fyrrum drottning, lést sl. föstudag í Madrid 63 ára að aldri og fór fjölskylda hennar fram á það, að hún fengi legstað í grafreit fjölskyldunnar í Tatoi fyrir norðan Aþenu. Það leyfi fékkst og mun útförin fara fram nk. fimmtudag. Sósíalistar og miðflokkamenn hafa gagnrýnt ákvörðun ríkis- stjórnarinnar og kommúnistar halda hana kosningabragð en þingkosningar munu fara fram í Grikklandi seint á þessu ári. Þeir Alta-málið: Samar ganga á f und páfa Frá Jan-Erík Lauré, frétta- Htara Mbl. i Osló, 10. febrúar. TVÆR af þeim þrettán samisku konum sem settust að í hyggingu forsætisráðuneytisins I Noregi í sl. viku, fóru I dag til Rómar. Þær ætla sér að ganga á fund páfans og reyna að leggja fyrir hann sjón- armið Samanna i Alta-málinu og framtiðarhorfur i málefnum Sama. Konurnar tvær verða á fjölda- fundi með páfanum á miðvikudag. Allt að 2000 manns eru á slíkum fundum og aðeins fáir fá tækifæri til að koma málum sínum á fram- færi. Það er því óljóst, hvort þær geta sagt páfanum frá málefnum Samanna. Konurnar munu einnig reyna að fá áheyrn hjá páfanum einar sér. Samkvæmt upplýsingum frá Vati- kaninu og fram komu í Aftenposten í dag, er líklegt að málstaður Samanna sé of pólitískur til að páfinn veiti konunum áheyrn. Það gæti útlagst sem stuðningur við baráttu þeirra. saka hana um að hafa haft of mikil afskipti af stjórnmálum þjóðarinnar og hún hafi oft á tíðum ráðið gerðum manns síns og seinna sonar, sem hafi svo leitt til einræðis herforingjanna um sjö ára skeið. Konungssinnar og hægrimenn minnast Friðriku hins vegar með mikilli hlýju og nefna til störf hennar að mannúðarmálum, sem enn sjái víða stað. George Rallis forsætisráðherra hefur vísað á bug allri gagnrýni og sagt, að „grísku lýðræði stafaði engin hætta af jarðarför". Henrik prins, eiginmaður Margrétar Danadrottningar, mun verða við útför Friðriku fyrir hönd dönsku drottningar- fjölskyldunnar en þeir Konstan- tín eru svilar. Hundruð unglinga frá Chad eru fluttir í herþjálfun til Líbýu Kairó. 10. febrúar. AP. TÁNINGAR frá Chad, Afríkurík- inu sem Kaddafi sameinaði Libýu á dögunum, eru fluttir hundruð- um saman norður yfir landamær- in. f Líbýu eiga unglingarnir sem eru á aldrinum 15—20 ára að hijóta herþjálfun áður en þeir verða skráðir í „íslömsku Afriku- herdeildirnar“, sem Kaddafi er að koma á fót um þessar mundir. Það er A1 Ahram, helzta blað í Jórdansk- ur gísl sagð- ur myrtur Beirut. 10. febrúar. AP. ÚTVARPSSTÖÐIN Rödd Líban- ons sagði i dag, að maður, sem sagst hefði tala fyrir munn skæru- liðahreyfingar á bandi Sýrlend- inga, hefði hringt til stöðvarinnar og sagt, að jórdanski versiunar- fulltrúinn i Libanon hefði verið tekinn af lifi. Ræningjar jórdanska sendi- mannsins höfðu krafist þess, að sjö sýrlenskir flugmenn, sem leitað hafa hælis í Jórdaníu og írak, yrðu framseldir, ella yrði sendimaðurinn myrtur. Jórdaníumenn halda því fram, að sýrlenska leyniþjónustan hafi haft hér hönd í bagga en Sýrlendingar þvertaka fyrir það. Jórdanska sendimanninum var rænt sl. föstudag og hefur ránið aukið mjög á úlfúðina milli Sýr- lendinga og Jórdaníumanna en við lá, að til styrjaldar kæmi milli þeirra í desember sl. Egyptalandi sem skýrir frá þessu. Blaðið vísar á bug yfirlýsingum líbýskra herforingja í Chad um að unglingarnir séu fluttir til Líbýu til að læra þar arabísku, og heldur A1 Ahram því fram að þeir hljóti sérstaka þjálfun í skemmdar- og hryðjuverkum. Um langt skeið hefur verið talið að hryðju- verkamenn víðsvegar að séu þjálf- aðir í Líbýu. Útför Friðriku veldur deilum í Grikklandi Svanasöngur Lennons Now York. LÍTIL plata með síðasta lagi John Lennons, Á hálum ís (Walking on Thin Ice), kemur í hljómplötuverzlanir einhvern næstu daga í búningi ekkju hans, Yoko Ono. Hún syngur einnig lagið á bakhliðinni, „It Happened", sem var upphaflega hljóðritað 1973 og Lennon upp- götvaði síðar. Veður víða um heim Akureyri -11 heióskírt Amsterdam 7 rigning Aþona 20 heióskírt Berlín 7 skýjaó BrUssel 6 rigning Chicago -4 snjókoma Feneyjar 15 heióskfrt Frankfurt 11 skýjaó Færeyjar -5 hálfskýjaó Genf 8 skýjaó Helsinki 2 heióskfrt Jerúsalem 12 heiðskírt Jóhannesarb. 21 heióskfrt Kaupmannahöfn 5 snjókoma Las Palmas 18 lóttskýjaó Lissabon 15 skýjað London 7 heióskirt Los Angeles 17 skýjaó Madrid 14 rigning Malaga 17 léttskýjaó Mallorca 14 skýjaó Miami 23 heióskírt Moskva -1 I * New York -1 rigning Ostó -2 heióskírt París 8 heiöskírt Reykjavík -2 skýjaö Rfó de Janeiro 34 heiðskírt Rómaborg 16 skýjaó Stokkhólmur 0 heióskírt Tet Aviv 17 heióskfrt Tókýó 11 heióskirt Vancouver 7 skýjaó Vínarborg 12 skýjaó Cynthia Dwyer komin til Dubai Dubai, SamrinuAu arabixku (urstadæmunum, 10. feb. — AP. CYNTHIA B. Dwyer, bandariska blaðakonan, sem íranir sökuðu um njósnir o ; höfðu i haldi i niu mánuði, kom til Dubai i dag með íranskri farþegaþotu. Bandaríski sendiherrann í Du- bai tók á móti Dwyer á flugvellin- um og sagði hann við fréttamenn, að henni liði vel en að hún vildi ekki ræða við blaðamenn. Það voru svissneskir sendimenn í Teheran, sem manna mest unnu að því að leysa Dwyer úr haldi, og er eftir þeim haft, að hún muni fara til Sviss áður en hún heldur til síns heima í Boston í Banda- ríkjunum. Rokkkóngurinn Bill Haley látinn Harlingen, Texas, 10. febrúar. AP. BILL IIALEY, sem hvað fræg- astur varð fyrir lagið „Rock Around the Clock“ með hljóm- sveitinni The Comets, lést i gær á heimili sínu i Texas og er talið, að hanameinið hafi verið hjartaslag. Bill Haiey var á sextugsaldri. Bill Haley lét mjög lítið fyrir sér fara á síðari árum og að sögn þeirra fáu, sem voru hon- um kunnugir, átti hann við einhverja sálræna erfiðleika að stríða. Það voru einkum lög- reglumenn í hverfinu, sem hann hafði einhver samskipti við, og það var einn þeirra, sem kom að honum látnum í rúmi sínu. William John Clifton Haley Jr. var fæddur árið 1927 eða 1925 og er nokkuð á reiki rétt fæðingarár. Hann átti í fyrstu litlu gengi að fagna sem tónlist- armaður, en hagur hans vænk- aðist mjög þegar hann gerði Bill Haley samning við hljómplötufyrir- tækið Decca árið 1954. Fyrsta platan haiis fyrir Decca, „Rock Around The Clock“, féll ekki í kramið hjá unglingunum, en því var öfugt farið með þá næstu, „Shake, Rattle and Rock“, sem komst fljótt í efstu sæti vinsældalist- ans. „Rock Around The Clock“ varð fyrst vinsælt ári síðar, þegar það var notað í kvik- myndinni „Blackboard Jungle“. Næstu fimm árin voru Bill Haley og féiagar hans einhver dáðasta rokkhljómsveitin og gerðu mjög víðreist. Þeir sóttu gjarnan efnið í texta sína í orðatiltæki unglinga á þessum tíma og átti það með öðru þátt í vinsældunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.