Morgunblaðið - 11.02.1981, Side 32

Morgunblaðið - 11.02.1981, Side 32
777 , Siminn a afgreiðslunni er 83033 Síminn á afgreiðslunni er 83033 2H«r0unbtat>ib MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1981 Verðlaunaafhending Morgunblaðsins Morgunblaðið heiðraði í gærdag tvo knattspyrnumenn sem sköruðu framúr á síðasta íslandsmóti í knattspyrnu. Myndin var tekin við verðlaunaafhendinguna. Frá vinstri: Trausti Haraldsson Fram, Haraldur Sveinsson framkvæmdastjóri Árvakurs hf. og Matthías Ilallgrímsson Val. Sjá nánar á íþróttasíðu bls. 31. Arnarflug hættir flugi í Jórdaníu ARNARFLUG heíur ákveðið að hætta flugi fyrir ALIA, jórd- anska flugfélagið, milli Amman í Jórdaníu og Beirút i Líhanon. vegna hins mjög svo ótrygga ástands i löndunum. Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarflugs, sagði i samtali við Mbl., að ekki hefði þótt forsvar- anlegt að halda fluginu áfram og hefði orðið samkomulag um það milli Arnarflugs og ALIA, að slita samningnum milli félag- anna, sem hefði annars ekki runnið út fyrr en 1. apríl nk. og líkur bentu til að hefði verið framlengdur fram á sumar. Magnús sagði, að Arnarflug hefði hafið þetta flug fyrir ALIA í júlímánuði sl. og hefði Boeing 720-þota félagsins verið notuð. A vegum Arnarflugs hafa að undan- förnu verið 13 manns í Jórdaníu og kemur það fólk væntanlega allt heim með vélinni í dag. Magnús sagði, að vissulega væri þessi endir málsins töluvert áfall fyrir Arnarflug, en það hefðu allir aðilar málsins verið sammála um, að ekki kæmi annað til greina en hætta því. Miklar skærur hafa verið með Jórdaníumönnum og Líbönum að undanförnu og hefur það komið fyrir undanfarna daga og vikur að skotbardagar hafa geisað skammt frá þeim stöðum, sem íslenzka flugfólkið hefur dvalið á. Það hefur hins vegar aldrei lent í beinni lífshættu. Krónan felld um 3,68% gagnvart dollarnum Meðalgengisskráning tekin upp að nýju GENGI íslenzku krónunnar var í gærdag fellt um 3,68% gagnvart Bandaríkjadollar. Hver Bandaríkjadollar hækkaði í verði úr 6,248 krónum í 6,478 krónur. Gengisfellingin gagnvart öðrum gjaldmiðlum var svip- uð t.d. hækkaði brezka pundið um 3,74% í verði, danska krónan um 3,65%, vestur-þýzka markið um 3,53% og svissneski frankinn um 3,47%. — Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins sagði er hann var spurð- ur álits á þessum aðgerðum, að ákvörðun ríkisstjórnar- innar sýndi aðeins hversu fljótfærnislegar gamlársdags- aðgerðirnar hefðu verið og hversu ríkisstjórnin gerði sér enga grein fyrir afleiðingum þeirra, þrátt fyrir árs aðgerðarleysi og umhugsunartíma. „Það stendur tæpast steinn yfir steini í þessum aðgerðum öllum og þetta tímabil frá áramótum til þessa dags hefur torveldað mjög ákvörðun fiskverðs og ákvarðanir í kjaramálum," sagði Geir enn- fremur. I fréttum Seðlabankans og rík- isstjórnarinnar segir, að vegna verulegrar hækkunar á Banda- ríkjadollar undanfarnar vikur og röskunar á erlendum peninga- mörkuðum hafi tenging íslenzku krónunnar við dollar valdið örri gengishækkun krónunnar gagn- vart gjaldmiðlum þýðingarmikilla viðskiptalartda okkar. Augljóst sé því, að þessi hækkun á gengi íslenzku krónunnar geti valdið verulegum erfiðleikum fyrir þá sem flytja út vörur og þjónustu til Evrópulanda, jafnframt því sem samkeppnisstaða íslenzks iðnaðar gagnvart iðnaði EFTA- og EBE- ríkja veikist af sömu ástæðum. Því þyki nú nauðsynlegt að taka reglur og gengisviðmiðun til endurskoðunar, og hafi verið ákveðið að miða gengisskráningu næstu mánuði eingöngu við með- algengi krónunnar, eins og oftast hafi verið gert undanfarin ár. Verð á hverjum Bandaríkjadoll- ar hefur hækkað um tæplega 51% í verði frá 31. marz sl. eða á rúmlega 10 mánaða tímabili, í kjölfar gengisfellinga ríkisstjórn- arinnar. Verð á pundinu hefur hins vegar hækkað um tæplega 63%, en verð á öðrum gjaldmiðl- um hefur hækkað minna, t.d. vestur-þýzka markinu og dönsku krónunni um tæplega 40%. Sjá ennfremur fréttatil- kynningu Seðlabanka bls. 16. Vestmannaeyjar: Annað prests- embættið flutt til lands? TÓLF prestaköll víðs vegar um landið hafa verið auglýst laus til umsóknar, eins og frá hefur verið skýrt í Mbl. Eitt þeirra er annað prestsemba*tt- ið i Vestmannaeyjum, en hug- mynd er uppi um að það verði flutt til Þorlákshafnar. Ilafa stjórnir safnaðanna samþykkt þennan flutning fyrir sitt leyti, en það er kirkjumálaráð- herra að taka endaniega ákvörðun. Sr. Bernharður Guðmunds- son fréttafulltrúi kirkjunnar tjáði Mbl. að þessi viljayfirlýs- ing safnaðanna lægi fyrir, en hugmyndin væri sú, að sá sem sæti í Þorlákshöfn leysti af Vestmannaeyjaprest í leyfum og létti undir með prestinum í Hveragerði, en hann hefur einnig þjónað Þorlákshöfn og haft að auki 3 aðrar kirkjur. Sagði sr. Bernharður að með síaukinni umferð um Þorláks- höfn hefði þessi hugmynd kom- ið upp, en gert væri ráð fyrir að hér yrði aðeins um bráða- birgðaráðstöfun að ræða. Ófærðin TALSVERT hvessti í nágrenni Reykjavíkur og í borginni sjálfri í gærkvöldi og sendi lögreglan út aðvaranir til fólks og ráðlagði því að fara ekki út úr borginni. Þá var kominn talsverður skafrenningur á þjóðvegunum í kring um Reykja- vík og færð farin að spillast nokkuð. Einnig farið að bera á því að vegfarendur ættu í erfiðleikum í borginni og hafði lögreglan í talsverðu að snúast við að aðstoða þá, sem fest höfðu bíla sína. Útgerðarmenn og sjómenn: Samið um lífeyrismál SAMNINGAR náðust á milli útgerðarmanna og sjó- manna á fundi með sáttasemjara í gær um hvaða viðmiðun skuli vera höfð í sambandi við lífeyrissjóðs- greiðslur. Fundur hefur verið boðaður með deiluaðilum klukkan 9 f.h. í dag og verður þá farið að ræða aðrar kröfur og samningsatriði. Sjómenn telja hins vegar að þeir hafi ekki fengið uppfyllt ýmis loforð stjórnvalda í lífeyris- og ýmsum réttindamálum. Verkfall hófst á meirihluta togaraflotans síðastliðinn mánudag og hefur einn togari stöðvast af þeim sök- um, en á mánudag hefst verkfall á stórum hluta bátaflotans ef samn- ingar hafa ekki tekist þá. Hækkar fiskverð um 19% á morgun? LÍKUR eru taldar á að fiskverð verði ákveðið í framhaldi af fundi ríkisstjórnarinnar á morgun. Fiskverðsákvörðun hefur sjaldan dregist eins lengi og nú, en fiskverð á að gilda frá 1. janúar. Línur hafa skýrzt verulega i þessu máli siðustu daga, en enn þá munu þó ýmis atriði vera óljós varðandi það hvernig tryggja á rekstrarskil- yrði frystiiðnaðarins. Fundur var í stjórn Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins í gær og var þar m.a. rætt um breytingar á viðmiðunarverði niður fyrir markaðsverð þannig að til útgreiðslna komi úr frystideild sjóðsins. Ekki er hægt að ákveða viðmiðunar- verðin fyrr en fiskverðsákvörðun liggur nánast fyrir. Samkvæmt þeim upplýsing- kvæmt spám Hagstofunnar er um, sem Morgunblaðið aflaði sér í gær er nú einkum rætt um fiskverðshækkun á bilinu 17— 19% og gildi hún til 1. marz. Líklegt er að um mánaðamótin komi þrep til hækkunar á fisk- verði til samræmis við það, sem laun hækka í landi vegna breyt- inga á kaupgjaldsvísitölu. Sam- reiknað með 5,7% launahækkun- um 1. marz, en nákvæmir út- reikningar á vísitölunni eru væntanlegir næstu daga. Ríkisstjórnin mun væntanlega á næstunni flytja frumvarp á Alþingi um breytingar á útflutn- ingsgjöldum á sjávarafurðum. Nú eru útflutningsgjöldin jöfn eða 5,5% á frystum, söltuðum og hertum afurðum. Fyrirhugað mun vera að breyta gjöldunum þannig, að gjöld af frystum afurðum lækki úr 5,5% í 4,5%, gjöldin verði óbreytt á saltfiski, en á skreið hækki útflutnings- gjöldin hins vegar í 10%. Þá féllu um áramót úr gildi lög um olíugjald, sem giltu frá 1. októ- ber. Samkvæmt upplýsingum Mbl. mun það vera ætlun ríkis- stjórnarinnar að olíugjaldið verði óbreytt eða 7,5% og frum- varp þar að lútandi verði flutt á næstunni. Þá má nefna að gengi krónunnar var fellt gagnvart dollar í gær um 3,7% og gefur sú gengisbreyting svigrúm til um 7% hækkunar fiskverðs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.