Morgunblaðið - 11.02.1981, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.02.1981, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1981 31 Morgunblaðið heiðrar tvo knattspyrnumenn KNATTSPYRNUVERÐLAUN Morgunblaðsins íyrir keppnistimabil- ið 1980, voru afhent í kaffisamsæti að Hótel Loftleiðum í gærdag. Þar tóku þeir Trausti Haraldsson Fram og Matthías Hallgrimsson Val við glæsilegum verðlaunagripum úr hendi Haraldar Sveinssonar fram- kvæmdastjóra Arvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Trausti var kjörinn leikmaður tslandsmótsins af iþróttafréttamönnum Morgun- bíaðsins, en Matthias var sjálfkjörinn markakóngur mótsins, enda skoraði enginn fleiri mörk en hann á íslandsmótinu og hafði hann umtalsverða yfirburði á því sviði. Haraldur Sveinsson setti hófið í gær með því að bjóða gesti velkomna og síðan fylgdu árnað- aróskir til þeirra íþróttamanna sem hnossið hrepptu að þessu sinni. Síðan gaf hann Þórarni Ragnarssyni íþróttafréttamanni orðið. Fyrst gat Þórarinn afreka Matthíasar, en hann skoraði 15 mörk í 18 deildarleikjum, eða sex mörkum meira en næstu menn, sem voru Sigurður Grétarsson hjá UBK og Sigurlás Þorleifsson hjá ÍBV. „Matthías hefur verið lengi í eldlínunni," sagði Þórarinn, „hann lék fyrst með meistaraflokki IA árið 1965, þá aðeins 19 ára gamall. Hann hefur ávallt verið geysilega marksækinn leikmaður og er þetta í þriðja skiptið sem hann verður markakóngur íslandsmótsins, síð- ast 1975. A síðasta keppnistima- bili gekk hann í raðir Valsmanna og kórónaði feril sinn með þvi að skora þessi 15 mörk. Auk þessa, var Matthías fastamaður í ís- lenska landsliðinu í mörg ár, lék 45 landsleiki, og er því næst leikjahæsti landsliðsmaður Is- lands. í leikjum þessum skoraði Matthías 11 mörk og aðeins Rík- harður Jónsson hefur skorað fleiri mörk fyrir landsliðið." Síðan var röðin komin að leik- manni Islandsmótsins, Trausta Haraldssyni úr Fram. Þórarinn sagði m.a.: „Keppnin um nafnbót þessa hefur hugsanlega aldrei verið jafnari og þegar síðustu leikjunum á íslandsmótinu var að ljúka, mátti varla á milli sjá hver fengi hæstu meðaleinkunnina. En þegar upp var staðið, reyndist Trausti Haraldsson, hinn sterki varnarmaður Fram, hafa hreppt titilinn. Trausti fékk 104 stig í 16 leikjum, eða 6,9 í meðaleinkunn, en það er einhver hæsta meðal- einkunn sem Morgunblaðið hefur gefið. Sem dæmi um hversu hörð keppnin var að þessu sinni, má geta þess að næstu menn, þeir Marteinn Geirsson, félagi Trausta hjá Fram, og Sigurður Grétarsson hjá UBK, voru báðir með 6,8 í meðaleinkunn. Trausti er sannar- lega vel að titlinum kominn, hann er sterkur varnarmaður sem á örugglega eftir að gera enn betur. Hann var lykilmaður hjá Fram ekki síður í sókn en vörn, því Trausti er sókndjarfasti varnar- maður íslensku knattspyrnunnar. Þá hefur Trausti verið fastamaður í íslenska landsliðinu um nokkurt skeið og jafnan sýnt mikinn bar- áttuvilja og keppnisskap." Að orð- um Þórarins loknum, tóku kapp- arnir við verðlaunum sínum. Hilmar Guðlaugsson, formaður Fram og Jón G. Zoéga, formaður knattspyrnudeildar Vals, tóku að- eins til máls. Voru þeir sammála um að þakka bæri Morgunblaðinu fyrir verðlaunaafhendingar þess- ar, sem væru íþróttinni óumdeil- anlega til framdráttar. Þeir þökk- uðu blaðinu einnig gott samstarf á síðasta keppnistímabili. — gg. • Haraldur Sveinsson framkvæmdastjóri afhendir Trausta Haraldssyni, Fram, leikmanni tslandsmótsins í knattspyrnu 1980, glæsilegan verðlaunagrip frá Morgunblaðinu. Kristján e. ÍR marði KR með eins stigs mun ÍR VANN sannarlega tæpan sig- ur gegn KR i úrvalsdeildinni i körfuknattleik i gærkvöldi. Lokatöiurnar urðu 69—68 og gerði Jón Jörundsson út um leikinn, er hann skoraði laglega körfu og svo þriðja stigið úr vitaskoti, er rétt rúm minúta var til leiksloka. Komst ÍR þar með i 69—66. Vörðust ÍR-ingar siðan vel, en fengu loks á sig tvö stig er Garðar skoraði. Um gang leiksins er skemmst frá því að segja, að aldrei munaði meira en sex stigum og var það aðeins í byrjun leiksins, er KR náði slíkri forystu. Eftir það skiptust liðin á að ná 2—4 stiga forystu. Leikurinn gat farið hvernig sem var, en það var hlutskipti ÍR að hafa forystuna er leiktíminn rann út. KR-ingarnir voru með frekar skörðótt lið, Jón Sig. og Ágúst Líndal ekki með og Garðar meiddist snemma leiks og gat lítið beitt sér eftir það. Þess í stað var Keith Yow óstöðvandi og Eiríkur lék einn sinn besta leik. Fjórir leikmenn báru nokkuð af hjá ÍR, bræðurnir Jón og Kristinn, Andy Fleming og Hjörtur Odds- son. Þó lék enginn þessara kappa eins og þeir best geta nema kannski KR-ingarnir sem nefndir ÞAÐ VERÐA Liverpool og West Ilam sem ieika til úrslita i deildarbikarkeppninni ensku ár- ið 1981. í gærkvöldi sigraði West Ham Coventry 2—0 á Upton Park með mörkum Paul Goddard og Jim Neighbour. Vann West voru, en tölurnar segja margt um heildargæði leiksins. Stig KR: Keith Yow 34, Eiríkur Jóhannesson 14, Garðar Jóhanns- son 10, Stefán Jóhannsson og Gunnar Jóakimsson 4 hvor og Ásgeir Hallgrímsson 2 stig. Stig ÍR: Jón Jör. 21, Andy Fleming 18, Kristinn Jör. 12, Hjörtur Oddsson 10, Sigmar Karlsson og Kristján Oddsson 4 hvor. —gg Ham því samaniagt 4—3. Liver- pool og Manchester City skildu hins vegar jöfn, 1 —1, á Anfield, Liverpooi vann því samtals 2—1. Ken Dalglish skoraði mark Liv- erpool, en Kevin Reeves svaraði fyrir City. Liverpool og West Ham unnu • Matthias Hallgrimsson, markakóngur íslandsmótsins 1980, með verðlaunagrip sinn. Ljúsm.: Kristján e. Matthías markakóngur MARKAHÆSTU leikmenn ís- landsmótsins i knattspyrnu árið 1980 urðu þessir leikmenn: mörk Matthías Hallgrímss. Val 15 Sigurður Grétarss. UBK 9 Sigurlás Þorleifsson ÍBV 9 Magnús Teitsson FH 7 Pétur Ormslev Fram 7 Sigþór Ómarsson Í A 7 Ingólfur Ingólfss. ÍBK 6 Magnús Bergs Val 6 Sigurður Halldórsson ÍA 6 Guðmundur Þorbjörnss. Val Heimir Karlsson Víkingi Helgi Ragnarsson FH Stigahæstu leikmenn í einkunnagjöf Mbl. EFTIRTALDIR loikmonn voru stigahæstir í ein- kunnagjöf Morgunblaðsins á síðasta keppnistima- bili knattspyrnumanna: Meðal- einkunn Trausti Haraldsson Fram 15 ieikir 104 stig 6,9 Sigurður Grétarsson UBK 16 leikir 109 stig 6,8 Marteinn Geirsson Fram 18 leikir 124 stig 6.8 Magús Bergs Vai 16 leikir lllstig 6.7 Guðmundur Þorbjörnsson Val 16 leikir 104 stig 6,5 Helgi Bcntsson UBK 14 leikir 91 stig 6,5 Dýri Guðmundsson Val 13 leikir 84 stig 6,4 Ragnar Margeirsson ÍBK 17 icikir 109 stig 6,4 Einar Þórhailsson UBK 18 leikir 116stig 6.4 Pétur Ormslev Fram 14 leikir 89 stig 6,3 (Sigurður Haraldsson Val lék 10 leiki, 68 stig, 6,8 eink.) — ÞR. Íþróttasíða Mbl. heíur til gamans stillt upp liði sem samanstendur af stigahæstu leikmönnum og lítur liðið svona út: Páli Pálmason ÍBV Marteinn Geirsson Dýri Guðmundsson Fram Vai Trausti Haraldsson Einar Þórhailsson Fram UBK Magnús Bergs Guðmundur Þorbjörnsson Val Val Pétur Ormslev Ragnar Margeirsson Ilelgi Bentsson Fram ÍBK UBK Sigurður Grétarsson UBK Oi cn cn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.