Morgunblaðið - 11.02.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.02.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1981 t Móöir okkar og tengdamóðir, SOFÍA LÁRA THORS, lézt á Borgarspítalanum 10. febrúar. Ragnheiður Hafstein, Margrét og örn Ó. Johnson, Katrín Thors, Sofia og Dieter Wendler Jóhannsson. t Móöir okkar, MARGRÉT R. HALLDORSDÓTTIR, Þjórsérgötu 5, andaöist aö Hrafnistu 9. febrúar. Guðrún Úlfarsdóttir, Sigurjón Úlfarsson. t Eiginmaöur minn, SVEINN KJARVAL, innanhússarkitekt, lést á Landspítalanum aöfaranótt 10. febrúar. Guðrún Kjarval. t Litla dóttir okkar og systir, ÁSTA, veröur jarösungin frá Lágafellskirkju fimmtudaginn 12. febrúar kl. 14.30. Þeim, sem vildu mlnnast hennar, er vinsamlegast bent á barnaspítala Hringsins. Kristín Árnadóttir, Einar Esrason, Árni Esra Einarsson, Baldvin Esra Einarsson. t Bálför mannsins míns, BEINTEINS BJARNASONAR, fyrrv. útgerðarm., Lindarflöt 44, Garöabse, veröur gerö frá Fossvogskirkju, föstudaginn 13. febrúar, kl. 3. Sigríður Bjarnason. t Útför eiginmanns míns, JÓNS Þ. GUDMUNDSSONAR, Bræöraborgarstíg 24A, sem lést aö Hátúni 10B 1. febrúar, fer fram frá Fossvogskirkju á morgun fimmtudaginn 12. feb. kl. 1.30. Lilja Gisladóttir. t Faöir okkar, v KARL AUÐUNSSON, fyrrum vélaeftirlitsmaöur, Jaöarsbraut 31, Akranesi, veröur jarösunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 13. febrúar, kl. 14.00. Börnin. t Innilegar þakkir færum viö öllum sem sýndu okkur vinarhug viö andlát og útför BORGHILDAR EINARSDÓTTUR a-1- æ.s.tat vra csvuTiroi, Skólavöröustíg 41. Sérstaka þökk eigum viö aö gjalda góöu fólki á deild E-6 í Borgarsjúkrahúsinu fyrir umhyggju þess og alla hjálp viö hana. Vandamenn. t Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför móöur okkar og tengdamóöur, STEINUNNAR MAGNÚSDÓTTUR fré Miðvogi. Elín Guöjónsdóttir, Alfreö D. Jónsson, Guójón Guöjónsson, Helga Bergþórsdóttir, Magnús Guðjónsson, Anna Sigurkarlsdóttir, Borghildur Þóröardóttir. Guðmundur Á. Jóhanns- son prentarí - Minning í dag verður til moldar borinn, kl. 13.30 frá Fossvogskirkju, Guð- mundur Á. Jóhannsson prentari, sem andaðist á Borgarspítalanum hinn 2. þ.m. eftir stutta legu. Hann faeddist á Seyðisfirði 30. nóv. 1899, sonur hjónanna Jó- hanns Ág. Jóhannssonar og Jón- ínu Bjargar Jónsdóttur og fluttu þau búferlum til Reykjavíkur árið 1902. Þann 1. okt. 1916 komst Guð- mundur á námssamning í Félags- prentsmiðjunni undir handleiðslu Steindórs Gunnarssonar. Þá lærðu nemarnir bæði störf prent- ara og setjara og kom það sér vel þegar Guðmundur hóf eigin at- vinnurekstur. Árið 1918 var hann ráðinn til starfs við prentun ís- lenzku blaðanna í Kanada, og fór hann þangað nokkru áður en námstíma hans lauk hér, og þar tók hann sveinspróf sitt. Síðan vann hann í mörg ár í ýmsum prentsmiðjum í Kanada og Bandaríkjunum og kynnti sér flestar hliðar prentiðnaðarins, unz hann kom heim til Reykjavíkur aftur árið 1931. Var hann þá af fagmönnum talinn einn fjölhæf- asti prentari landsins. Það ár og lengur vorum við Guðmundur og fleiri góðkunningjar löngum möt- unautar og kynntist ég honum þá vel, og leyndi það sér ekki að hér var við velviljaðan, greindan og skemmtilegan mann að ræða. Nú voru kreppuár austan hafs og vestan. Taldi Guðmundur að í New York væri samt mikla vinnu að fá fyrir prentara, enda var hann kunnugur þar. Þangað fór hann 1933. Síðari hluta vetrar 1935 fékk ég bréf frá honum, þar sem hann tjáði mér að þarna hefði hann unnið óslitið, nema einn mánuð á sumrin í mestu hitunum. Upp á síðkastið hefði ekki verið slakað á, heldur hefði hann oft farið í vinnu aftur eftir tveggja eða þriggja tíma svefn, og komið Helga Haraldsdóttir Laxárnesi - Minning Fædd 17. ágúst 1936. Dáin 1. febrúar 1981. Þá er stríði Helgu lokið eftir hartnær 9 mánaða baráttu við erfiðan og kvalafullan sjúkdóm. Stundum kemur dauðinn eins og líknandi hönd, og svo varð nú. Maður á bágt með að sætta sig við að 44 ára móðir og eiginkona sé kölluð burt full af starfsvilja og áhuga fyrir fjölskyldu sinni og búi. Helga var svo áhugasöm að stundum fannst manni ógjörning- ur að framkvæma allt sem hún ætlaði að koma í verk, en svo var hugur hennar fleygur þar til æðri máttarvöld stöðvuðu hana í háönn daglegs strits. Allar skepnur áttu hug Helgu allan, ekki síst hestarn- ir sem hún ræddi svo oft um, okkar stuttu kynni spruttu úr þeim jarðvegi. Ég átti því láni að fagna að dvelja nærri heimili hennar flestar helgar í tvö undan- farin sumur og var alltaf gott að koma að Laxárnesi. Mikil sorg er það fyrir eigin- mann, tvær kornungar dætur og aldraða móður að sjá á bak svo ungri konu sem Helga var. Góður guð styrki ykkur öll í þessum erfiðleikum en verum minnug þess að tíminn læknar öll sár. Hlýjar óskir fylgja Helgu inn í bjartari veröld, þökk fyrir hin stuttu en góðu kynni. Andrea Helgadóttir SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Mér gengur erfiðlega að finna söfnuð, sem mér fellur vel i geð. Eg hef verið i þremur mismunandi kirkjudeildum, en eg kunni ekki við þær. Nú er eg að svipast um eftir öðrum söfnuði. Getið þér leiðbeint mér? Það skiptir ekki miklu máli, hvers konar miða þér límið á tóma flösku. Kristnar kirkjur eru handa kristnum mönnum. Ef trú yðar er ekki meiri en bréf yðar bendir til, ætti hvaða söfnuður sem er að nægja yður. Skvrslnr “vna. að meira en helmingur þeirra sem bætast við söfnuðina, er einmitt ioik, sem einum söfnuði í annan. Eg geri mér ljóst, að stundum eru aðstæður með þeim hætti, að þetta er nauðsyn- legt. En að öllu jöfnu er gott að finna sér kirkju, læra að unna henni og vera henni trúr. Víst veit eg, að ófullkomið fólk er í hverjum söfnuði. Satt að segja er það allt ófullkomið. Kirkja Krists er ekki fyrir dýrlinga, sem hafa náð fullnaðarprófi, heldur syndara, sem hafa reynt náð Guðs, vilja tilbiðja Guð og láta sér annt um að leiða aðra til trúar á Guð. Leitið ekki að fullkomnum söfnuði. Enginn slíkur söfnuður er til. Gefið yður Kristi á vald skilyrðislaust og sameinizt söfnuði, þar sem þér getið unnið baki brotnu í þágu Drottins okkar og frelsara. fyrir að hann hefði ekki sofið neitt. Seinna myndi ég sjá hver gróðinn hefði orðið. Guðmundur kom heim úr vinnu- víking sinni í maí 1935. Hann stofnaði þá prentmyndagerð, sem hann rak í 2 ár. Síðan fór hann til Englands og keypti fyrstu offsettprentvélina, sem keypt hafði verið til íslands, og er talið af fagmönnum að hann hafi þá verið eini maðurinn á landinu með kunnáttu til þeirra hluta. Rak Guðmundur Lithoprent með þess- um vélum um skeið, ásamt öðrum. Frá 1938 til 1945 vann Guð- mundur sem setjari í Prentsmiðj- unni Eddu og Skálholtsprent- smiðju. Síðarnefnda árið keypti hann fullkomna setningavél og síðar ýmsar prentvélar og rak m.a. eigin útgáfu bóka og tímarita. Núna í síðustu jólaönnum var hann 81 árs gamall að setja uppá kraft á setningavélina sína. Þess má geta að Guðmundur tók einnig drjúgan þátt í félagsmál- um. í maí 1935 kvæntist Guðmundur Huldu Sigurðardóttur verzlunar- mær í Reykjavík, en þau höfðu fellt hugi saman áður en hann fór í vinnuvíkinguna til New York. Bjuggu þau síðan í hamingjusömu hjónabandi unz Guðmundur lézt. Þeim varð eigi barna auðið, en tóku kjörson, sem þau hafa unnað eins og þau ættu hann sjálf. Hann heitir Garðar Jóhann og er einnig lærður prentari, kvæntur þórunni Kristinsdóttur kennara. Þau búa í sama húsi og Hulda. Mér er ljúft að votta fjölskyld- unni samúð við andlát þessa ágæta dugnaðarmanns og gamla vinar, sem kvaddur er með sökn- uði. Blessuð veri minning hans. Þ. ól. hrl. Birting afmœlis- og minningar- greina. ATHYGLI skai vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast i sfðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera i sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasið- um Morgunblaðsins. Handrit vera vélrituð og með góðu linubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.