Morgunblaðið - 11.02.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.02.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1981 23 „Steinand- litið mikla“ o g aðrir kvikmyndahátíðarpunktar Þaö var vel til fundiö aö hressa uppá þriðju kvikmynda- hátíöina í Reykjavík með sýn- ingum á öllum helstu myndum eins helsta snillings þöglu myndanna — Buster Keaton. Landi Keatons, Bandaríkja- maöurinn Raymond Rohauer, hefur unniö merkilegt starf viö aö elta uppi myndir og mynd- brot eftir Keaton, og kom þaö fram í stuttu spjalli á undan setningu Keaton-hátíöarinnar aö aöeins örfáar myndir eru taldar glataöar eöa eyðilagðar. Rohauer er gestur hessarar kvikmyndahátíöar, og haföi meö sér í farangrinum einkar ánægjulegan og óvæntan fund á tveim myndum eftir þennan mikla gamanleikara. Eru þær báöar um tuttugu mínútur á lengd. Nýuppgeröar og er hér um heims-endurfrumsýningu aö ræöa. Fangi nr. 13 er frá árinu 1921 og var áöur til í aðeins mjög ófullkominni kópíu. Ástar- hreíörið er gerö 1923, og þaö eina sem var til úr henni var Ijósmynd af Keaton standandi uppí reiöa á seglskipi. Svo skemmtilega vildi til aö þessi sama mynd var valin á vegg- spjald sem gert var í tilefni kvikmyndahátíðarinnar. Skyldur gestrisninnar er frá 1923, og er ein af fyrstu, löngu myndum Keatons. Hér gerir hann grín aö ættarstríði í Suð- urríkjunum og er myndin merki- lega tæknilega vel gerö, jafnvel enn þann dag í dag. Keaton lét taka myndina í réttu umhverfi. (.on location"), sem var harla fátítt í þá daga. Eins lagöi hann sig í mikla lífshættu í mörgum glæfralegum atriöum myndar- innar. Hér eru vel nýtt megin hjálp- artæki Keatons. Fyrst og fremst járnbrautin, sem löngum prýddi myndir hans, hér eru möguleik- ar hennar notaöir á ólíklegustu vegu, vart getur að sjá aöra eins lestarferö í allri kvikmynda- sögunni. Vatn spilar einnig stórt hlutverk í mörgum mynda Kea- tons, hér koma vötn, straum- haröar ár, fossar og flúðir, mikiö við sögu. Árabátar og ekki gleymist hin brothætta kvenhetja. Af öörum, stórmerkum Kea- ton myndum sem sýndar veröa — vafamál er þó aö taka eina fram yfir aöra — má nefna The General, Steamboat Bill, The Navigator, The Boat og Pale- face. Þegar manni veröur hugsaö til grínlistamanna þöglu mynd- anna, koma nöfnin Keaton, Chaplin, Laurel og Hardy og Harold Lloyd, fyrst upp í hug- ann. Af þessum nöfnum er Keaton aö líkindum síst þekktur hérlendis, (í ævisögu Keatons e. Rudi Blech — Keaton, n.y. '66 — er listl yfir gælunöfn á listamanninum í ýmsum fjar- lægum löndum. í Frakklandi var hann kallaöur „Malec“, í Pól- landi „Zybsko“, Síam „Kofreto“, o.s.frv. Rúsínan í pylsuendanum var svo „Glo-Glo“, en höf. staöhæfir aö undir því nafni gengi hann hér noröur í Dumbs- hafi. Væri ánægjulegt aö fá nánari upplýsingar um þessa nafngift, ef einhver kannast viö hana). Nú fáum viö einstakt tækifæri til aö sjá meö eigin augum að Keaton var toppmaö- ur í þessum félagsskap. Hann hefur ekki einungis veriö hug- myndaríkur, bráöfyndinn, iron- ískur handritahöfundur, heldur ..Vörumerki“ Buster Keaton KvikmyndaháHó 1981 hefur hann einnig haft næmt auga fyrir möguleikum mynda- vélarinnar jafnframt því aö vera brautryöjandi í margslungnum tæknibrellum. Myndir hans gleöja fólk á öllum aldri, ekki síst smáfólkiö, og þá er ágætt aö minnast þess aö textinn er þýddur og lesinn á 3 og 5 sýningum. GRÁSVÆÐI (Sviss 1978, leikstj. Fredi M. Maurer). Dularfull mynd um ógnandi tækni- og vélvæöingu nútímans og þörfina fyrir návistir viö náttúruna. Segir frá einkenni- legri farsótt sem breiöist út í Sviss. Persónur myndarinnar eru ung hjón. Langdregin og hægfara, og þrátt fyrir nokkra athyglisveröa kafla og undirstrikanir, einkar leíöinleg á aö horfa. XALA (Senegal 1974, leikstj. Dusmane Sembene) Xala er eins og framandi andblær á þessari kvikmynda- hátíö. Hér bregöur fyrir augun gjörólíkum þjóölífsháttum og menningu. Nokkuö kemur á óvart hversu dökka mynd Sembane dregur af löndum sínum, einkum dárast hann aö millistéttinni og eftirsókn henn- ar í Evrópskar siðvenjur. Undirbúiö foss- atriöið í Skyldur gestrísninnar. Samdráttur í sölu kindakjöts NOKKUR samdráttur varð í sölu á kindakjöti innanlands árið 1980 miðað við árið 1979. I>að ár nam heildarsalan 10.423 tonnum, þar aí voru 8.760 tonn dilkakjöt. Á síðast liðnu ári voru seld innanlands 9.918 tonn af kindakjöti, þar af 8.226 tonn af dilkakjöti. sem var 6,1% minna en árið áður. Þessar upplýsingar koma fram í nýútkomnu Fréttabréfi Upplýs- ingaþjónustu landbúnaðarins: Heildarútflutningur á kinda- kjöti árið 1979 nam 5.052 tonnum, þar af voru 5.046 tonn dilkakjöt. Á síðast liðnu ári voru flutt út 4.262 tonn af dilkakjöti og 144 tonn af kjöti af fullorðnu. Árið 1980 var slátrað 831.307 dilkum og 60.478 fullorðnum kindum. Dilkakjötið reyndist vera 12.177 tonn, sem var 2,9% minna en árið áður, meðalfall- þungi var 14,65 kg. Kjöt af fullorðnu var 1.364 tonn en það var rúmlega 48% minna en árið 1979. Birgðir af dilkakjöti 1. janúar sl. voru 8.061 tonn, en það var 470 tonnum minna en 1. janúar 1980, og af kjöti af fullorðnu voru til 1.756 tonn sem var 527 tonnum minna en á sama tíma í fyrra. Al,(U,YS!N(.ASlMr\N KR: 22480 2n«r0unbbibít> Þú getur dregið hlutina ogTAPAÐ Kauptu SANYO mynd- segul- böndin í dag Okkur tókst að semja um ótrúlegt verð á nokkrum ^ SAIMYO myndsegulböndum Verð kr. 11.490.- Staðgreiðsluverð kr. 10.916- Þetta eru ódýrustu myndsegulböndin og þau eru japönsk gæðavara í kaupbæti ÞÚ SKALT ATHUGA ÞAÐ GUNNAR ÁSGEIRSSON H.F. Sudurlandsbraut 16 : Simi 35200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.