Morgunblaðið - 11.02.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.02.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1981 17 Davið öddsson þessir fundir verða nú til þess að vinstri menn sjái sitt óvænna og fari nú af stað eða ekki. Ég held, að þessir fundir hafi sýnt og sannað, að nauðsynlegt er að halda uppi þessum starfsháttum, og við erum ákveðnir í að halda því áfram með ýmsum hætti." Davíð sagðist sannfærður um, bæði eftir þessa hverfafundi, og eins eftir fjölmarga vinnustaða- fundi, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði mikinn meðbyr meðal borg- arbúa. Davíð sagði það vera mjög áberandi, að fólk hefði miklar áhyggjur af skattpíningarstefnu núverandi meirihluta, ekki síst háum fasteignagjöldum. Þá væri einnig mikil óvissa ríkjandi og áhyggjur meðal fólks um skipu- lagsmál í borginni. „Þar er allt Hverfafundunum fímm lokið: „Mjög fróðlegir og gagnlegir fundir“ „ÞESSIR fundir hafa verið mjög ánægjulegir og þeir tókust mjög vel,“ sagði Davíð Oddsson, for- maður borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna, i samtali við Morgunhlaðið i gær. En nýlokið er fimm hverfafundum Sjálfstæð- isflokksins um borgarmálefni, i öllum hverfum Reykjavíkur. „Fundirnir voru ágætlega sótt- ir,“ sagði Davíð ennfremur, „gerð var grein fyrir stöðu borg- armála, rakin okkar afstaða og stefna og störf borgarstjórnar sem heildar. Við svöruðum mjög mörgum fyrirspurnum er fram komu, og tókum við ábendingum borgarbúa um hin fjölbreytilegustu mál. Fundirnir voru mjög líflegir, og greinilegt er, að fólk er ánægt með að einhverjir skuli koma til að gera grein fyrir borgarmálunum. En slíkt hefur algjörlega fallið niður, eftir að núverandi meiri- hluti tók við völdum, hvort sem komið í óefni hjá meirihlutanum, hver höndin upp á móti annarri og mikil óvissa framundan," sagði Davíð. „Fyrirsjáanlegt er, að hvað sem gert verður það sem eftir er þessa kjörtímabils, er þegar búið að vinna mikið tjón á uppbyggingu borgarinnar. Um þetta var rnikið rætt, og í þessum málum sem öðrum kom vel fram, hve borgar- búar fylgjast vel með borgarmál- efnum, bæði í heild og þeim er lúta að einstökum hverfum. Spurn- ingarnar sem við fengum voru yfirleitt jákvæðar, og í ýmsum efnum upplýsandi fyrir okkur. Það voru ekki eingöngu við sem veitt- um upplýsingar, heldur fengum við einnig fjölmargar gagnlegar upplýsingar frá fólki hvarvetna í borginni," sagði Davíð að lokum. „Breyting Austurbæjarskóla og Hvítabandsins i hjúkrun- arheimili ódýrasta lausnin“ „EF ÞAÐ er rétt sem margir halda fram að Austurbæjarskól- inn gegni minna þjónustuhlut- verki en ætlað er og jafnvel svo að eðlilegt sé að leggja skólann niður. þá hef ég komið með tillögur um það í borgarstjórn og borgarráði að skólanum verði brcytt i hjúkrunarheimili fyrir langlegusjúklinga. aldrað fólk sem ekki er sjúkt beinlinis en getur ekki verið einsamalt.“ sagði Albert Guðmundsson horg- arfulltrúi og alþingismaður i samtali við Mbl. í gær og Albert hefur einnig lagt til að Hvita- bandið verði tekið íyrir samskon- ar starfsemi og hluti af Fæð- ingarheimilinu i Reykjavik. „Fyrir nokkrum árum var þessi hugmynd um breytingu á Austur- bæjarskóla í langlegu hjúkrunar- heimili könnuð af mér, Óttari — segir Albert Guðmundsson Möller og landlækni og var þá gerð kostnaðaráætlun um nauð- synlega breytingu á húsinu til þessa starfs. Það kom í ljós að þessi framkvæmd er mörgum sinnum ódýrari en nýbygging til sömu nota og í skólanum er m.a. til staðar bæði leikfimisalur og sundlaug sem unnt er að nota til endurhæfingar. Varðandi Hvítabandið þá er Adda Bára nú að kanna hugmynd sem ég hef verið með í nefnd borgarinnar sem ég veiti forstöðu varðandi þjónustu við aldraða, en ég tel einnig hagkvæmt að á Hvítabandinu verði hjúkrunar- heimili fyrir langlegusjúklinga. Þessar hugmyndir eru ódýrustu hugmyndirnar til þess að gera átak í þessum efnum á annan hátt en hefja nýbyggingar. Við höfum ekki undan að byggja til þess að hýsa aldrað fólk með þeim bygg- ingarhraða sem tíðkast í þessum málum hjá okkur. „ Sigurður E. Guðmundsson hefur nú lagt fram tillögu í borgarstjórn þess efnis að þessar hugmyndir verði kannaðar og á næstunni mun borgarstjórn skipa nefnd til þess að kanna fjármálalega hlið málsins við ráðherra og aðra aðila, en hér er um mikilvægt mál að ræða því það á svo margt aidrað fólk við vanda að stríða í þessum efnum. Framkvæmd sem þessi myndi því létta undir með mörgum, bæði hinum öldruðu og yngra fólki sem einnig er oft í vanda með að veita öldruðum ættingjum eðlilega aðstoð í ell- Fasteigna-, aðstöðugjöld og útsvar árið 1980: Reykvíkingur greiddi tæplega 140 þús. gkr. meira en Keflvíldngur MEÐALTAL opinberra gjalda á hvern íbúa i landinu á árinu 1980 var 349.539 gkr., en meðal- talið í Reykjavík var 411.546 gkr., þannig að munurinn er 62.007 gkr.. Reykjavík i óhag, samkvæmt frétt í blaðinu Suð- urland, en frétt blaðsins er byggð á skýrslu félagsmála- ráðuneytisins um álagningu fasteignaskatta. aðstöðugjalda og útsvara fyrir gjaldárið 1980. Ennfremur kemur fram í blað- inu að meðaltalið á hvern íbúa í Bolungavík sé 395.104 gkr. og er sá kauðstaður næstur Reykjavík. I Keflavík eru gjöldin hins vegar lægst, 271.786 gkr. og munurinn á þessum tveimur kaupstöðum, Keflavík og Reykjavík er 139.760 gkr. A Húsavík eru gjöldin næst lægst, 274.668 gkr., Seltjarnar- nes er þriðja í röðinni með 291.624 gkr. að meðaltali, Selfoss er í fjórða, Hafnarfjörður í fimmta og Garðabær í sjötta sæti í röðinni. „Þetta er í samræmi við það sem við sjálfstæðismenn höfum sagt um skattpíninguna í Reykjavík," sagði Davíð Oddsson borgarfulltrúi, í samtali við Morgunblaðið. „Reykvíkingar eru með lægri meðaltekjur á hvern íbúa, heldur en þau sveit- arfélög sem best koma út, — sem hafa lægstu skattana á hvern íbúa, og gerir það hlut borgar- búa enn verri. Þetta sýnir vel hvernig ástandið er í borginni eftir tæplega 3ja ára stjórn vinstri manna í Reykjavík," sagði Davíð Oddsson. Fjármálaráðuneytið um ríkisverksmiðjusamningana: Dr. Stefán 4ðalsteinsson víkingatímanum, þá er ljóst, að hross geta verið af norrænum uppruna. Samkvæmt blóðflokka- rannsóknum, þá eru íslenskir nautgripir nauðalíkir gömlum norskum nautgripastofnum, og sauðfé á íslandi hefur flest sam- eiginlegt með stuttrófu-fé í Nor- egi, en um geitur, svín og hunda er lítið hægt að fullyrða. Kettir eru vafalaust norrænir, það er útilokað þeir séu írskir, svo ólíkir eru þeir köttum á Bretlandseyjum í tíðni einstakra lita. Og mýsnar virðast komnar beint frá Noregi; það sést á höfuðkúpugerð og eins því, að flóartegund á íslenskum músum er til í Noregi og á meginlandi Evrópu en ekki á Bretlandseyjum. Þessar eru niðurstöður mínar og áiyktanir í fáum dráttum. Kettir og mýs eru dýrategundir sem hafa fylgt manninum til landsins og tímgast þar, án hans tilverknaðar. Þessir dýrastofnar hafa því lítið breyst frá upphafi vega, en öðrum stofnum húsdýra getur maðurinn hafa breytt með úrvali og þess vegna gefa kettir og mýs ef til vill traustari upplýs- ingar um uppruna sinn heldur en önnur húsdýr. Nei, ég hef ekkert rannsakað mannfólkið. En af þessum niður- stöðum mínum mætti ráða, að landnámi okkar sé að mörgu leyti rétt lýst í hinum fornu sögum, segir dr. Stefán Aðalsteinsson. - J.F.Á. Sjónarmið framleiðni og nýt- ingar einkenndu samningana í dag birtist mjög villandi frétt í Morgunblaðinu um nýgerða kjara- samninga í ríkisverksmiðjum. Þar er slegið upp miklum grunnkaups- hækkunum án þess að geta fjöl- margra launaþátta sem falla niður í staðinn. Áætlað er að útborguð laun hækki nú ekki meir en 10—11% að jafnaði þrátt fyrir mun meiri grunnkaupshækkanir. Föstudaginn 6. febrúar sl. var gengið frá samkomulagi milli samninganefndar verkalýðsfélaga í ríkisverksmiðjum að undanteknu Vélstjórafélagi íslands, um kaup og kjör starfsfólks í ríkisverk- smiðjunum. Samkomulag þetta einkennist einkum af eftirfarandi atriðum: 1. Tekið var upp nýtt launakerfi í verksmiðjunum sem tók megin mið af þeim samningum sem gilda hjá íslenska járnblendifé- laginu hf. á Grundartanga. Sambærileg störf í ríkis- verksmiðjum eru nú launuð samkvæmt byrjunarlaunum Grundartangasamninga. Þann 1. nóvember nk. kemur svo til framkvæmda 1. árs starfsald- urshækkun og 1. maí 1982 þriggja ára starfsaldurshækk- un, og hefur þá náðst fullt samræmi við launin á Grund- artanga. 2. Annað megineinkenni samn- inganna er breyting á launa- greiðsluformi úr margs konar aukagreiðslum svo sem föstum og tilfallandi kaupaukum, fastri en ekki unninni yfirvinnu svo og ýmis konar öðrum sporslum og duldum greiðslum yfir í föst grunnlaun. Gömlu samningarnir einkenndust mjög af alls konar aukagreiðsl- um en tiltölulega lágum grunnlaunum. Þessi tilfærsla úr lágum grunnlaunum og mörgum aukagreiðslum yfir í föst grunnlaun sem um leið eru mjög nálægt útborguðum laun- um hlýtur að hafa í för með sér verulegar grunnkaupshækkanir jafnvel þótt útborguð laun hækki óverulega. Sem dæmi um aukagreiðslur sem falla niður eru 8 fastir yfirvinnutímar á viku, sem í fjölmörgum tilfell- um voru ekki unnir. 3. Önnur almenn einkenni þessa samnings eru fyrst og fremst þau að venjulegum vinnutíma er meira beint inn á dagvinnu- tíma en yfirtíð minnkuð. Föst yfirvinna hverfur en nauðsyn- leg tilfallandi yfirvinna dregst saman vegna rýmri ákvæða um dagvinnutíma. Segja má að sjónarmið framleiðni og nýt- ingar hafi einkennt þessa samninga. Rekstraröryggi verksmiðjanna eykst vegna breyttra ákvæða um verkfalls- boðanir og það almenna stjórn- unarlega hagræði sem samn- ingarnir gefa kost á mun bæta stöðu verksmiðjanna þegar fram í sækir ekki síst vegna samfelldari dagvinnutíma og betri vinnutímanýtingar. 4. Þótt ekki hafi endanlega verið gengið frá samningum og niðurstöður ekki enn nákvæm- lega kunnar er þó ljóst að grunnkaupshækkanir nú eru á bilinu 10—20%, mjög mismun- andi eftir störfum. Hins vegar er hækkun útborgaðra launa mun minni eða allt frá engri hækkun í ca. 15%. Finna má þó tilfelli þar sem um iækkun á útborguðum launum er að ræða en einnig um hækkanir sem eru meiri en 15%. Áætluð meðal- hækkun útborgaðra launa er milli 10—11%. Sem dæmi má taka verkamenn sem hækka um 16,9% í grunnkaupi en ekki nema 3,2% í útborguðum laun- um. Iðnaðarmaður hækkar um 18,2% í grunnkaupi en 6,0% í útborguðum launum. Hjá nokkrum hópum kann að verða um óverulega hækkun útborg- aðra launa að ræða þrátt fyrir allt að 18% grunnkaupshækk- un. Svipað gildir um annað starfsfólk t.d. ófaglærðir vakt- menn hækka á bilinu 10—17% í grunnkaupi en 7—13% í út- borguðum launum. Verkstjórar hækka um 9,2% o.s.frv. Ýmis fleiri störf mætti telja upp en þau breyta engu um heildarnið- urstöður. 5. Enn hefur ekki verið metinn heildarkostnaðarauki verk- smiðjanna. Vegna mismunandi stöðu þeirra og framleiðsluað- ferða er þessi kostnaður mis- munandi eftir verksmiðjum. Ekki mun láta fjarri að kostn- aðaraukningin verði þetta á bilinu 8—10% eftir verksmiðj- um. Fjármálaráðuneytið, 7. febrúar 1981. Athugasemd ritstj. Umrædd frétt Morgunblaðs- ins fjallaði um grunnkaups- hækkanir á samningstímanum öllum og á honum er hækkunin á bilinu 36 til 42%. í henni var sagt, að grunnkaupshækkanir nú séu á bilinu 10 til 15%. í fréttatilkynningu fjármála- ráðuneytisins segir að grunn- kaupshækkanir nú séu á bilinu 10 til 20%. Þá ber þess að geta, að þessar kauphækkanir, sem um er rætt og samningurinn felur í sér eru utan við 11% grunnkaupshækkun, sem starfsmenn ríkisverksmiðj- anna fá frá miðjum nóvember og Morgunblaðið reiknaði með í samantekt sinni á grunn- kaupshækkunum alls samn- ingstímans. Af þessu sést, að frétt Morgunblaðsins er rétt og ásökunum fjármálaráðuneytis um villandi fréttaflutning vís- að á bug. Auk þess voru gerðar ýmsar breytingar á vinnutil- högun í verksmiðjunum, sem bæði koma starfsmönnum og verksmiðjunum til góða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.