Morgunblaðið - 05.03.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.03.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981 3 Jarðefnaiðnaður hf. á Suðurlandi: Flutti út vikur fyr- ir 400 milljónir g.kr. á síðasta ári í ÞESSARI viku er verið að byrja á ný akstur á vikri til Þorlákshafnar, eftir nokkurt hlé í vetur. Vikurinn er tekin beKKja vejfna Þjórsár, annars vegar á Hafinu ofan Búrfells og hins vegar fyrir austan Tröllkonuhlaup. að því er Þór HaKalin sveitarstjóri á Eyrarbakka sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins fyrir skömmu. En það er fyrirtækið Jarðefnaiðnaður hf. á Suðurlandi sem annast útflutninginn, og er Þór stjórnarformaður í fyrirtækinu. Þór sagði að nokkurt hlé hefði orðið á akstri vikursins til Þorlákshafnar og útflutningi á honum nú að undanförnu. Ástæða þess væri sú að veturinn í vetur hefði verið einn hinn harðasti um langa hríð, og erfitt um vik að aka vikrinum til hafnar. Þór kvað vikrinum verða skipað um borð í íslenskt skip, Selnes, sem aðallega hafi séð um flutningana. En vikurinn er fluttur til Danmerk- iðnaður hf. út þangað um 36 þúsund rúmmetra vikurs. Verðmæti þessa ársútflutnings er um 400 milljónir gamalla króna á núverandi gengi. Áætlað er að útflutningur á þessu ári verði meiri en í fyrra, en fjöldi manns hefur haft atvinnu af þess- um útflutningi. Þannig voru til dæmis 40 vörubifreiðar í akstrinum í fyrra, sem verulega jók á atvinnu vörubifreiðastjóra. Þór sagði vikur- inn vera notaðan í einingafram- Gísli Jónsson, prófessor, Helga Hannesdóttir, Halldóra Daníelsdóttir og Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, með undirskriftir 12.000 manna, sem mótmæla skrefagjaldinu. Ljósmynd Mbi. Emiiía Bjor*. ur, og á síðasta ári flutti Jarðefna- leiðslu, einkum í svokallaðar skor- ---------------------------------- steinseiningar. Útflutning til ann- arra landa sagði hann vera í athugun, meðal annars væri haft vakandi auga með Vestur-Þýska- landi. Þar væri hins vegar sam- dráttur í byggingariðnaði eins og er, og eins keyptu Þjóðverjar vikur frá Azoreyjum og Grikklandi. Þar er því ekki unnt að ná viðunandi verði nú, en Þýskalandsmarkaður- inn á eftir að koma sagði Þór. Einnig sagði hann fleiri markaði vera í athugun hvað sem af yrði. Skrefagjaldið: Tvær kjara- deilur eftir KJARADEILUR. sem enn eru óleystar hjá embætti ríkissátta- semjara eru tvær. Er það kjara- deila Flugleiða gagnvart flug- mönnum og kjaradeila sama að- ila gagnvart flugvirkjum. Sér- staklega skipaður sáttasemjari í þessum tveimur erfiðu deilumál- um er Gunnar G. Schram, próf- essor. Nú síðast lauk kjaradeilu undir- manna á farskipum, þar áður sjómannasamningum á fiskiskip- um og ríkisverksmiðjusamning- um. Þar með lauk 10 mánaða samningsþófi við svo til alla laun- þega iandsins og má nú búast við að starfsmenn ríkissáttasemjara- embættisins og sáttanefndarmenn fái nokkurt hlé frá erli og amstri sáttastarfsins. Brátt verður hald- in kjaramálaráðstefna Alþýðu- sambands íslands, þar sem lagðar verða línur fyrir næstu kjara- samningsgerð, en það er yfirlýst stefna ASÍ, að samningar hefjist áður en núgildandi samningur renni út, til þess að hinn nýi geti tekið við í beinu framhaldi af gildandi samningum. Mótmælendur söfnuðu 12.000 undirskriftum „VIÐ teljum skrefagjaldið fyrir- hugaða ekki vera neitt annað en aukna skattheimtu og teljum allar likur á því að hún verði enn Ingiríður skoðaði sýningu á verkum ísl. listamanna Frá Elinu Pálmadóttur, hlaðamanni Mbl. í Kaupmannahofn. INGIRÍÐUR, ekkjudrottning Dana, óskaði sérstaklega eftir að skoða sýningu á íslenzkum lista- verkum, sem nú stendur yfir í Möstingshus í Fredriksberg á veg- um Dansk-islandsk samfund. Henni var boðið á sýninguna í morgun og tóku þar á móti henni Gunnar Thoroddsen, forsætisráð- herra, og frú Vala Thoroddsen, og sýndu henni sýninguna ásamt forystumönnum Dansk-islandsk samfund. Hún dvaldi um klukku- stund á sýningunni og skoðaði verk íslenzku listamannanna. Ingiríður ekkjudrottning. 10 til 15% samdráttur í bóksölu á síðasta árí: Vítisveiran, Grikklandsárið og Valdataflið seldust langbest - samkvæmt könnun Frjálsrar verzlunar VÍTISVEIRAN eftir Alistair McLean, Grikklandsárið eftir Ilalldór Laxness og Valdatafl i Valhöll eftir Anders Hansen og Hrein Loftsson voru mest seldu bækur á íslandi árið 1980, samkvæmt könnun er birtist i nýútkomnu blaði Frjálsrar verzlunar. Þar kemur jafn- framt fram, að 10 til 15% samdráttur hafi orðið i bóksölu hér á landi á siðasta ári, og er kennt um minnkandi fjárráðum fólks fremur en minnkandi bókaáhuga. Samkvæmt könnun Frjálsrar verzlunar eru 25 mest seldu bækurnar á síðasta ári þessar, raðað eftir sölu: Vítisveiran, Grikklandsárið, Valdatafl í Val- höll, Heimsmetabók Guinness, Þrautgóðir á Raunastund eftir Steinar J. Lúðvíksson, Ásgeir Sigurvinsson eftir Sigmund Steinarsson og Róbert Agústs- son, Landið þitt eftir Steindór frá Hlöðum Steindórsson og Þorstein Jósefsson, Forsetakjör eftir Guðjón Friðriksson og Gunnar Elísson, Öldin sextánda eftir Jón Helgason, Ófriður í í 'i ALISTAIR I MAfLEAN VÍTISVEIRAN Mest seldu bækurnar 1980 aðsigi eftir Þór Whitehead, Pela- stikk eftir Guðlaug Arason, Hildarleikur á hafinu eftir H. Innes, Árið 1979 eftir Gísla Ólafsson o.fl., Læknamafían eft- ir Auði Haralds, Heygðu mitt hjarta við Undað hné eftir Dee Brown, Hvað segja bændur nú eftir Jón frá Garðsvík, 99 ár eftir Gylfa Gröndal, Sigfús Hall- dórsson eftir Jóhannes Helga, Hvað gerðist á íslandi 1979 eftir Steinar J. Lúðvíksson, Ég lifi eftir Martin Gray, Steingríms saga Steinþórssonar — sjálfs- ævisaga, Eyjan eftir Peter Benc- hley, Samsærið eftir Desm. Bagley, Verndarengill eftir Sid- ney Sheldon og í föðurgarði eftir I.B. Singer er í 25. sæti. Samkvæmt þessum lista virð- ist vera mjög mismunandi hvernig hinar einstöku bókaút- gáfur hafa komið út úr siðasta jólabókamarkaði. Athygli vekur til dæmis að Órn og Örlygur eiga 10 af 25 mest seldu bókunum. Iðunn á 5 bækur á listanum, Mál og menning 2, Setberg 2, önnur forlög eiga svo ekki nema eina bók á þessum lista, eða jafnvel enga. hert í framtíðinni með hugsan- legri styttingu skrefa. eða á einhvern annan hátt." sögðu þau Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Ilalldóra Danielsdóttir, Helga Ilannesdóttir og Gisli Jónsson prófessor á blaðamannufundi. sem þau efndu til vegna skrefa- gjaidsins fyrirhugaða og í tilefni þess að þeim höfðu safnazt 12.000 undirskriftir fólks á höfuðhorg- arsva>ðinu. sem óskaði endur- skoðunar á hugmyndinni um skrefagjaldið. Það kom ennfremur fram hjá þeim félögunum að með þessu væri ekki verið að berjast gegn hagsmunum landsbyggðarinnar, heldur væri verið að gæta hags- muna fólks á höfuðborgarsvæðinu og sérstaklega þeirra, sem minnst mættu sín, því að á þeim bitnaði skrefagjaldið helzt. Þá sagði Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir að það virtist sem flest stéttarfélög létu sig þetta mál litlu skipta að undanteknum stéttarfé- lögum kvenna. Taldi hún, að það gæti stafað af því, að yfirleitt væru konur í lægri launaflokkum en karlmenn og einnig af því, að útivinnandi húsmæður fyndu hjá sér mikla þörf til að fylgjast með börnum sínum, er þau kæmu ein heim á daginn, en það væri aðeins hægt í gegn um síma. Sagði Aðalheiður, að þar sem fyrir- sjáanlegt væri að skrefagjaldið myndi auka símakostnað, gæti það haft í för með sér að þeir, sem minnst launin hefðu, yrðu hrein- lega að segja upp símanum. Gísli Jónsson prófessor benti á það, að aukin notkun síma gæti dregið úr umferð fólks úti við og þar með dregið úr slysahættu, en með þessum aðgerðum yrði raunin þveröfug. Hann benti ennfremur á, að á Alþingi 1977 hefði verið samþykkt ályktun um að síma- gjöld innan hvers simasvæðis skyldu vera jöfn og að símagjöld vegna samtala við allar opinberar stofnanir skyldu vera þau sömu. Þetta hefði verið ætlað til þess að jafna símakostnað landsbyggðar- innar og höfuðborgarsvæðisins og var þá viðkomandi ráðherra veitt heimild til að ákveða, hvenær þetta skyldi taka gildi. Sagði Gísli að sér þætti einkennilegt, að ekkert bólaði á þessum breyting- um og hapn skyldi illa hvers vegna þingmenn landsbyggðarinnar tækju málið ekki upp, það yrði til þess að leiðrétta hlut landsbyggð- arinnar án þess að það yrði á kostnað íbúa höfuðborgarsvæðis- ins. Að lokum skal þess getið að í framhaldi þessa verður haldinn borgarafundur á Hótel Sögu og verða þá ráðherra afhentir undir- skriftarlistarnir og hugsanlegar ályktanir fundarins að honum loknum. Ný símaskrá væntanleg í aprílmánuði SÍMASKRÁ fyrir 1981 er nú í vinnslu og er ráðgert að hún komi út síðari hluta aprílmán- aðar. Ilafsteinn Þorsteinsson ritstjóri Símaskrárinnar sagði að nú yrðu öll símanúmer færð inn á tölvu, eins og gert hefur verið með Reykjavíkursva'ðið og myndi það trúlega geta flýtt útkomu símaskrárinnar í framtiðinni. Þá vakti Haf- steinn athygli á því. að mjög myndi flýta fyrir vinnslu skrárinnar ef menn sendu jafnóðum tilkynningar um breytingar. Það myndi auð- velda vinnslu ef þær bærust jöfnum höndum en hla>ðust ekki upp þegar auglýstur væri frestur til að skila þessum breytingum. Gert er ráð fyrir að tekjur af auglýsingum standi undir útgáfukostnaðin- um. Opinber rannsókn vegna ummæla um lögreglumenn RÍKISSAKSÓKNARI hefur fyrirskipað opinbera rannsókn vegna viðtals við Rögnvald Þor- leifsson lækni á slysadeild Borg- arspítalans i Dagblaðinu nýverið. Mun Rannsóknarlögregla rikis- ins annast rannsóknina. í umræddu viðtali gerði Rögn- valdur m.a. að umtalsefni hand- tökur lögreglumanna á öku- mönnum, sem grunaðir eru um ölvun við akstur, meðferð á hinum handteknu svo og meðferð lögregl- unnar á blóðsýnum. Lögreglu- menn brugðust hart við þessu viðtali og forsíðufrétt, sem Dag- blaðið skrifaði upp úr viðtalinu og töldu að þarna væru á ferðinni svo grófar ásakanir að ekki væri hægt að una við. Lögreglufélag Reykja- víkur ritaði ríkissaksóknara bréf og óskaði opinberrar rannsóknar á málinu og hefur henni nú verið hrundið af stað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.