Morgunblaðið - 05.03.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.03.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981 5 Deilur um staðsetningu steinullarverksmiðju: Hvorir hafa betur, Skagfírð ingar eða Sunnlendingar? VERÐUR reist steinullarverksmiðja hér á landi, og ef svo verður. mun hún þá rísa norður á Sauðárkróki eða á Suðurlandi. nánar til tekið í borlákshöfn? — Svara við þessum spurninítum hefur verið beðið með allmikilli eftirvæntingu um langt skeið, en málið fékk hins vegar á sij? nýja mynd í vikunni er fréttir bárust þess efnis að Sauðárkrókshúar hefðu þegar keypt vélar í verksmiðjuna úti í Frakklandi. „Enn eitt örþrifaráðið af hálfu Sauðkræklinga til að fá til sín verksmiðjuna“ segir Þór Hagalín á Eyrarbakka, og telur hag- kvæma verksmiðju ekki geta risið á Sauðárkróki Frá Þorlákshöfn. Yfírlýsing iðnaðarráðuneytisins: Áfram unnið að könnun á stað fyrir steinullarverksmiðju MORGUNBLAÐINU harst í i?ær eftirfarandi yfirlýsintt frá iðnaðarráðu- neytinu. vegna steinullarverksmiðju og kaupa Sauðárkrókshúa á vélum i slíka verksmiðju: .ÉG ER furðu lostinn. þó maður hafi haft huKboð um að þarna væri eitthvað verið að vinna í þessa átt“ saKði Þór IlaKalin sveitarstjóri á Eyrarbakka ok stjórnarmaður i Jarðefnaiðnaði hf. á Suðurlandi i samtali við MorKunblaðið i Kær er hann var spurður álits á fréttum um steinullarverksmiðju á Sauðárkróki. „Það er augijóst að þarna er um örþrifaráð að ræða“ sagði Þór enn- fremur, „eða öllu heldur síðasta ör- þrifaráðið, því að það er búið að grípa til svo margra örþrifaráða áður. Með þessu tryggja Sauðkræklingar sér þó ekki eitt né neilt, nema þá helst það að þeir verði gjörsamlega út úr myndinni. Þarna hefur verið reynt að byggja upp hvern blekkingarvefinn á fætur öðrum, til þess að fá verksmiðj- una, en þarna vantar hins vegar tilfinnanlega allt samband við raun- veruleikann. Ef að þessu máli hefði verið gengið með eðlilegum hætti frá upphafi væri málið fyrir löngu af- greitt og löngu komið á eðlilegan grundvöll. En störf nefndarinnar hafa verið stórlega tafin, meðal annars með því að leiða í sífellu inn í myndina afbökuð viðhorf til rekstursins og sífelldar tilraunir hafa verið gerðar til að fella þennan rekstur inn í einhvern ímyndaðan farveg sem ekki stenst. Við höfum vissu fyrir því að eðli- tegast hefði verið að fyrirtækið væri staðsett á Suðurlandi, og fyrir löngu hefði átt að vera komin sú niðurstaða í málið ef allt hefði verið með felldu. Sú niðurstaða lá raunverulega fyrir í upphafi þegar nefndin tók til starfa að okkar mati.“ Þór sagði að ráð væri fyrir því gert í tillögum Sunnlendinga að verksmiðj- an rísi í Þorlákshöfn, en að henni myndu meðal annars standa öll sveit- arfélög á Suðurlandi og fjöldi ein- staklinga í gegnum almenningshluta- félagið Jarðefnaiðnað, og hefðu hluta- fjárútboð verið undirbúin fyrir réttu ári vegna verksmiðjunnar, sem að vísu hefði verið frestað vegna þess að beðið væri eftir hverju fram yndi. „Þar eru furðutilraunir á ferðinni, þar sem Sauðkræklingar eru að reyna með aðstoð skipaútgerðar ríkisins að setja upp flutningskostnaðardæmi sem er svo órafjarri raunveruleikan- um að engu tali tekur“ sagði Þór er hann var spurður um hvort ekki mætti nýta Ríkisskip til flutninga norður á Sauðárkrók. „I þessum hug- myndum er stílað upp á að Skipaút- gerðin geti flutt fyrir steinullarverk- smiðju fyrir sem svarar allt niður í 10 af hundraði þess sem aðrir verða að greiða fyrir þjónustuna. Þetta er út í hött, en hægt er að reikna arðsemi í hvaða vitleysu sem er ef á hvaða undirbúningsstigi sem er, er hægt að finna einhvern vitleysing sem hengja má tapreksturinn á. Spurningin er hins vegar sú, hvort dæmið gengur upp þegar út í raunveruleikann er komið.“ — En kalla þessir síðustu atburðir á einhver viðbrögð af ykkar hálfu? „Sunnlendingar hafa aldrei ætlað að reka þessa steinullarverksmiðju sem eitthvert blekkingarfyrirtæki. Okkur er ekki kappsmál að fá bara steinullarverksmiðju á Suðurland, heldur cr okkur kappsmál að fá arðbæra steinullarverksmiðju. Eng- inn vafi er á að slík steinullarverk- smiðja getur risið í Þorlákshöfn. Við höfum hins vegar ekki komið auga á hvernig hún ætti að starfa með slikum hætti á Sauðárkróki, og ástæðan fyrir því að við viljum ekki setja verksmiðj- una niður hjá okkur á brauðfótum, er sú, að Sunnlendingar hafa byggt í kringum þessa steinullarverksmiðju hugmynd að fjármálakeðju, ef svo mætti segja, þar sem verksmiðjunni er ætlað að skila fjármagni til at- vinnuuppbyggingar á Suðurlandi í gegnum iðnþróunarsjóð Suðurlands og Jarðefnaiðnað. Við tölum um stein- ullarverksmiðju í allt öðrum dúr en Sauðkræklingar, hjá þeim er eingöngu um að ræða steinullarverksmiðju sem einangrað fyrirbæri, og þeim er ná- kvæmlega sama hvort hún skilar hagnaði eða ekki“, sagði Þór Hagalín að lokum. Á Suðurlandi hefur um nokk- urt árabil verið starfandi fyrir- tækið Jarðefnaiðnaður hf., sem hefur lýst áhuga á að koma upp steinullarverksmiðju í Þorláks- höfn í samvinnu við sunnlensk sveitarfélög og fleiri aðila. Á Sauðárkróki hefur einnig verið stofnað fyrirtæki um væntan- legan rekstur steinullarverk- smiðju, Steinullarfélagið hf. Fast er því sótt af bæði Sunn- lendingum og Skagfirðingum, að fá fyrirtækið til sín. En á meðan hefur iðnaðar- ráðuneytið enn ekki tekið af skarið með hvar verksmiðjan skuli rísa, en nefnd er kannar málið mun skila lokaáliti innan tveggja vikna. Formaður þeirrar nefndar, Vilhjálmur Lúðvíks- son, og talsmenn iðnaðarráðu- neytisins hafa hins vegar lýst óánægju sinni með það frum- kvæði er Skagfirðingar virðast hafa tekið upp á sitt einsdæmi, og hafa þeir sagt að eðlilegast sé að bíða niðurstöðu ráðuneytis- ins áður en lengra er haldið. Morgunblaðið leitaði til þeirra Þorsteins Þorsteinssonar bæjarstjóra og Þórs Hagalín stjórnarmanns í Jarðefnaiðnaði vegna þessa máls, og fara svör þeirra hér á eftir ásamt yfirlýs- ingu iðnaðarráðuneytisins um málið. Vegna forsíðufréttar dagblaðsins Vísis í fyrradag, 2. mars, undir fyrirsögninni: „Hafa Sauðkrækl- ingar þegar fest kaup á verksmiðj- unni“, vill iðnaðarráðuneytið taka fram eftirfarandi: Tveir aðilar, Steinullarfélagið hf. í Skagafirði og Jarðefnaiðnaður hf. á Suðurlandi hafa látið í ljós áhuga á stofnun fyrirtækis, með þátttöku ríkisins, til að reisa og reka steinull- arverksmiðju. Hinn 14. mars 1980 skipaði ráðu- neytið nefnd til að kanna forsendur fyrir samanburði vegna staðarvals steinullarverksmiðju. Eiga fram- angreindir áhugaaðilar aðild að nefndinni. Nefndin skilaði hinn 23. apríl sl. álitsgerð um þetta efni til ráðuneyt- isins. Var henni síðan falið að vinna áfram að málinu á grundvelli álits- gerðarinnar og gera tillögu til ráðu- neytisins um staðarval steinullar- verksmiðju miðað við að slíkt fyrir- tæki teljist hagkvæmt. Ráðuneytið hefur lagt á það áherslu við áhugaaðilana að hug- myndir þeirra yrðu kynntar í um- ræddri nefnd og beðið yrði álits hennar áður en nokkrar ákvarðanir yrðu teknar af þeirra hálfu í málinu, enda sé þá gert ráð fyrir aðild ríkisins að verksmiðjunni eða varð- andi fjármögnun hennar með einum eða öðrum hætti. Ráðuneytinu er ekki kunnugt um annað en vilji sé til að fylgja þessari stefnu og hefur jafnframt lagt áherslu á að nefndin hraðaði störf- um sínum. GIRMOTORAR RAFMOTORAR EIGUM JAFNAN TIL Frá Sauðárkróki. Segjum ekkert að svo stöddu GÍRMÓTORA: Ymsir snúningshraðar lns fasa: 3/4 - 1 1/2 hö 3ja fasa: 1/3 - 20 hö - segir Þorsteinn Þorsteinsson bæjarstjóri á Sauðárkróki „ÉG IIELD að rétt sé að segja sem minnst um þetta mál að svo komnu máli, cn væntanlega munum við senda frá okkur fréttatilkynningu áður en langt um liður,“ sagði Þorsteinn Þorsteinsson hæjarstjóri á Sauðárkróki í samtaii við Morgunblaðið i gær. Þorsteinn sagði, að í gærkvöldi leyti. Bæjarstjóri kvaðst heldur yrði haldinn stjórnarfundur í Stein- ullarfélaginu hf. þar sem þessi mál yrðu meðal annars rædd, en ekkert yrði gefið upp um fundinn að öðru ekki vilja staðfesta né neita hvort vélar hefðu verið keyptar eða pant- aðar, né hvernig slíkt yrði fjár- magnað ef rétt væri. RAFMOTORA: 1400 - 1500 sn/mín. lns fasa: 1/3 - 3 hö 3ja fasa: 1/3 - 20 hö Útvegum allar fáanlegar stærðir og gerðir. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.