Morgunblaðið - 05.03.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.03.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981 Frá ljóðstaf til líkingar Eysteinn Þorvaldsson: ATÓM- SKÁLDIN. 325 bls. Hið islenska bókmenntafélag. Reykjavík 1980. Það sýnir áhrifamátt skáld- sagna Halldórs Laxness að atóm- skáldið í Atómstöð hans skyldi strax verða samheiti fyrir tiltek- inn hóp skálda og atómskáld- skapur síðan verða tegundarheiti fyrir tiltekna stefnu í ljóðlist. Fyrst voru þetta skammaryrði — auðvitað! Sjálf kusu atómskáldin að kalla sig formbyltingarskáld. Þó Eysteinn Þorvaldsson láti þessa bók sína heita Atómskáldin notar hann það heiti ekki mikið heldur modernisti og modernismi. Skáldahópur sá, sem hann telur til atómskálda, er afmarkaður og nokkurn veginn sá sami sem aðrir hafa dregið í þann dilk, ef til vill öllu færri þó. Bókin fjallar fyrst um hefðbundin formgerðarein- kenni og hugtakið modernisma, þá um modernismann erlendis, um landnám hans í íslenskum bók- menntum, þróun hans í íslenskri Ijóðlist og einkenni stefnunnar eins og hún birtist hér, bæði sem heild og eins í ljóðum hvers skálds fyrir sig; sömuleiðis um viðtökur þær sem skáldin og ljóð þeirra hlutu meðal almennings, gagnrýn- enda og annarra skálda. Lengra er sagan naumast rakin, t.d. minnist Eysteinn svo til ekkert á næstu skáldakynslóð á eftir atómskáld- unum, en hún varð auðvitað fyrir ýmsum áhrifum af forverum sín- um þannig að rekja má þá sögu að nokkru leyti allt til dagsins í dag. Telur höfundur »réttlætanlegt að hlaða vörðu við 1949 og telja Dymbilvöku upphafið að sigri modernismans í íslenskri ljóða- gerð.« Nokkru síðar kemst höf- undur svo að orði »að lokahríðin gegn nýbreytninni í ljóðagerð.hafi staðið á árunum 1950—1954.« I samræmi við þessi ártöl má líka segja að bókin spanni fyrst og fremst umrætt tímabil þó aðdrag- andi stefnunnar sé að vísu rakinn alllangt aftur eins og fyrr segir. Lakasta tel ég þá hluta bókar- innar þar sem segir frá deilum þeim sem urðu um íslenska ljóð- list — og listastefnur yfirleitt, þar með taldar nýjungar í myndlist sem mjög blönduðust umræðum manna um modernismann — á fimmta áratugnum. Hins vegar sýnist mér höfundi takast bæri- lega að útskýra eðli sjálfs fyrir- bærisins, modernismans. Að vísu er þetta ekki fyrsta ritið þar sem fjallað er um efnið: ég minni á Islenska nútímaljóðlist eftir Jó- hann Hjálmarsson og endurminn- ingar Jóns Óskars. Fyrrtalda ritið nefnir Eysteinn hvergi á nafn auk heldur meir og ekki sýnist mér hann heldur styðjast mikið við hið síðarnefnda. I útlistun sinni á stefnunni vitnar hann mest í ljóð Einars Braga, einnig oft í ljóð Sigfúsar Daðasonar, en sjaldnar í til að mynda ljóð Jóns Óskars. í umfjöllun sinni um einstök skáld þykir mér hann hins vegar varpa skýrustu ljósi á ljóðlist Stefáns Harðar Grímssonar. Þó modernisminn ætti sér langa sögu áður en hann barst til íslands telur höfundur að hann hafi ekki borist hingað löngu síðar en til annarra Norðurlanda að Finnlandi undanskildu. Deilu Jón- asar Jónssonar frá Hriflu við íslenska rithöfunda og aðra lista- menn rekur Eysteinn allítarlega. Vil ég þó meina að hann átti sig ekki fyllilega á um hvað var deilt og til hverra var skírskotað. Þó svo að á yfirborðinu væri deilt um list, stefnu hennar og gæði, var undirrótin pólitísk. Áður hafði fáum tekist að móta svo mjög skoðanir fylgjenda sinna sem Jón- asi Jónssyni. »Bændamenningin« var þá enn talin hæstiréttur menningarinnar og hafði sú breið- fylking löngum staðið þétt að baki Jónasi. í hatrömmum deilum sín- um við Halldór Laxness og aðra listamenn var hann að fást við pólitíska andstæðinga. Þess vegna dró hann fram hvaðeina sem honum hugkvæmdist að segja neikvætt um list þeirra — í trausti þess að almenningsálitið fylgdi sér en ekki þeim. Að vitna til orða hans nú sem viðtekinna og almennra skoðana þá er því afar hæpið, meira að segja hæpið að fullyrða að þau lýsi skoðunum Jónasar sjálfs, hvað þá ýmissa annarra sem höfðu enn síður menntun eða tækifæri til að kynna sér af eigin raun hvað um var deilt (minnum líka á að pólitíkin var harkaleg á þessum árum ekki síður en nú). Á hinn bóginn varð deila þessi af- drifarík í öðrum skilningi: Jónas tapaði, dagar hans sem áhrifa- manns í íslenskum stjórnmálum voru brátt taldir um leið og vegur listamannanna fór vaxandi. Ál- menningsálitið, bændamenningin, fjöldinn eða hvað á að kalla það, reyndist, þegar öllu var á botninn hvolft, vitamáttlaus andspænis fámennum, en samstæðum hópi listamanna. Það var ekki síst í trausti þessarar niðurstöðu að atómskáldin, skömmu síðar, létu Bókmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON sér neikvætt almenningsálit í léttu rúmi liggja jafnframt því að þau töldu sér síður en svo skylt að yrkja fyrir fjöldann. Og stjórn- málamenn á hægri væng drógu líka sinn lærdóm af deilunni: síðan hafa þeir, flestir, forðast eins og heitan eldinn að reka fingurinn í málefni listamanna, allt eins þó þeir telji þá upp til hópa andstæða sér í pólitík. Eysteinn Þorvaldsson rekur líka deilur þær sem urðu um modern- ismann upp úr 1950 en þar komu stjórnmálamenn lítt við sögu heldur eldri og yngri rithöfundar og menntamenn. Dregur Eysteinn saman hið helsta sem atómskáld- unum var fundið til foráttu og vitnar meðal annars til stúdenta- fundanna þar sem þessi mál voru til umræðu. Undirritaður var á þeim fundum og minnist meðal annars lítillar athugasemdar sem þjóðfrægur rithöfundur laumaði þá út úr sér og litla athygli vakti vegna þess að ræðumaður talaði svo hljóðlega- og æsingalaust, en hann sagði (eftir minni ritað): »Eg segi nú um atómskáldin eins og náttúrufræöingurinn sagði um býflugurnar — ef á að rannsaka þær er verst hvað þær eru smáar.« Af upprifjun Eysteins má helst skilja að menn hafi skipst í tvo hópa: eindregið með eða á móti modernismanum. Svo var vitan- lega ekki. Allnokkur hópur tók stefnunni gagnrýnum augum en ekki óvinsamlega. Og meðal þess hóps var sú skoðun talsvert al- menn að atómskáldunum hefði ekki enn tekist að senda frá sér nema miðlungsverk og í því væri fólginn þeirra stóri vandi. Al- mennt var þó viðurkennt að Dymbilvaka Hannesar Sigfússon- ar væri gott verk. En á móti kom að þeir, sem lesið höfðu Eliot, töldu hana ekki alls kostar frum- lega. Eimdi lengi eftir af þessum skoðunum og sögðu ýmsir sem svo — menn sem alls ekki voru óvinsamlegir þessari ljóðlist, held- ur þvert á móti, að atómskáldin hefðu jú orðið að fórna sér fyrir formbyltinguna. Tek ég þetta fram hér þar sem mér sýnist Eysteinn hafa horft framhjá þess- um hópi sem vissulega mátti sín nokkurs þegar tekið var að gera dæmið upp í lok þess tímabils sem Eysteinn markar modernismanum í bók sinni. En vera má að þetta álit hafi ekki komið svo mjög fram á prenti heldur mest í samtölum manna á meðal. Sannarlega var sá hópur lang- fjölmennastur sem stóð ráðvilltur gagnvart atómskáldskapnum, botnaði ekki í honum og gat tæplega gert upp við sig hvort þetta væri alvara eða gabb. Um- sagnirnar um bækur atómskáld- anna voru líka talsvert í þoku. Það er því ekki ófyrirsynju að Ey- steinn segir í inngangi bókar sinnar að hann sé nú að reyna að »rjúfa þá hugtakaþoku sem jafnan hefur umlukt modernismann og landvinninga hans í íslenskri ljóðagerð.* Það hefur honum að ýmsu leyti tekist. Hinn sögulegi þáttur bókarinnar er að vísu ekkert merkilegur. En ritskýring- in er að mínum dómi á gildum rökum reist. Atómskáldin ögruðu almenn- ingsálitinu meir en önnur íslensk skáld fyrr eða síðar. Nú eru þau orðin akademískt verkefni, fortíð og saga. Þannig gerir fjarlægðin fjöllin blá og mennina mikla. ______________________13_ Vegleg gjöf til Borgfirð- ingafélagsins Borgfirðingafélagið í Reykja- vik hélt aðalfund sinn 10. febr. sl. Það hefur starfað i rúm 30 ár. t félaginu eru 368 meðlimir. For- maður þess er nú Sigríður Skarp- héðinsdóttir frá Dagverðarnesi i Skorradal. Blómleg starfsemi er innan fé- - lagsins, það eru spila- og skemmtikvöld ásamt samkomu á * haustin fyrir aldrað fólk úr Mýra- og Borgarfjarðarsýslum. Árshátíð er haldin á hverjum vetri og þangað boðið tvennum hjónum úr sýslunum. Það er aðalsamkoman og verður hún að þessu sinni þann 14. marz nk. í Domus Medica. Síðan árið 1974 hefur Borgfirð- ingafélagið í samvinnu við Land- vernd gefið grasfræ og áburð og fara félagsmenn á vorin og dreifa því á ýmsa staði í Borgarfirði. Á ættarmóti hjónanna Maríu Ólafsdóttur og Magnúsar Jóhann- essonar frá Borgarfirði var Borg- firðingafélaginu afhentur vegleg- ur sjóður til minningar um þau. Skulu tekjur af sjóðnum notaðar til að hlynna að Borgarseli. Félag- ið færir öllum afkomendum þeirra hjóna sínar innilegustu þakkir fyrir hlýhug og myndarskap. Borgarsel er í landi Svignaskarðs. Þar á Borgfirðingafélagið sumar- hús sem leigt er út til félags- manna yfir sumarið. Áhugi er hjá félaginu að leiða rafmagn þangað, til styrktar því verður haldinn bazar 28. marz nk. að Hallveigarstöðum. Kvenna- deild félagsins starfar af miklum krafti, heldur fundi mánaðarlega yfir veturinn með fræðslu og skemmtiefni. Formaður deildarinnar er fr. Guðný Þórðardóttir frá Högna- stöðum í Þverárhlíð. MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRETI • SlMAR: 17152- 173S5 101 fiJAFVERH Breidd 540 mm. Hæð 138 mm. Dýpt 397 mm. Hátalarar: Breidd 230 mm. Hæð 375 mm. Dýpt 193 mm. Útgangsorka 2X32 Wött(MPO) SG-270H Meiriháttar 7a¥ ¥ steríó samstæöa 3tækiíeinu, meö hátölurum í vinsæla ,,silfur“ útlitinu. □□ fyrir betri DOLBV upptökur. A1ETAL APSS JSZiZL Sjálfvirkur lagaveljari. Leitar aö rétta laginu. Verö kr.: 5.225 áifS^. HLJÓMTÆKJADEILD m KARNABÆR ^ LAUGAVEGI 66 SÍMI25999 Útsölustaðir: Karnabær Glæsibæ — Fataval Keflavík — Portið Akranesi — Eplið ísafirði — Álfhóll Siglufirði — Cesar Akureyri — Hornabær Hornafirði — Eyjabær Vestmannaeyjum — M.M h/f. Selfossi. Patróna Patreksfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.