Morgunblaðið - 05.03.1981, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 05.03.1981, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 51., 54. og 57. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1979 á Vatnsendabletti 102, þinglýstri eign Guðlaugar Sigmarsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 12. mars 1981 kl. 11.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 53., 56. og 59. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1979, á Vatnsendabletti 18, þinglýstri eign Önnu Helgadóttur, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 12. mars 1981 kl. 10.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Auglýsing um aðalskoðun bifreiða f lögsagnarumdæmi Reykjavíkur í mars 1981 Mánudagur 2. mars R-5100 til R.5500 Þriöjudagur 3. mars R-5501 til R.6000 Miðvikudagur 4. mars R-6001 til R-6500 Fimmtudagur 5. mars R-6501 til R-7000 Föstudagur 6. mars R-7001 til R-7500 Mánudagur 9. mars R-7501 til R-8000 Þriöjudagur 10. mars R-8001 til R-8500 Miövikudagur 11. mars R-8501 til R-9500 Fimmtudagur 12. mars R-9001 til R-9500 Föstudagur 13. mars R-9501 til R-10000 Mánudagur 16. mars R-10001 til R-10500 Þriöjudagur 17. mars R-10501 til R-11000 Miðvikudagur 18. mars R-11001 til R-11500 Fimmtudagur 19. mars R-11501 til R-12000 Föstudagur 20. mars R-12001 til R-12500 Mánudagur 23. mars R-12501 til R-13000 Þriöjudagur 24. mars R-13001 til R-13500 Miðvikudagur 25. mars R-13501 til R-14000 Fimmtudagur 26. mars R-14001 til R-14500 Föstudagur 27. mars R-14501 til R-15000 Mánudagur 30. mars R-15001 til R-15500 Þriöjudagur 31. mars R-15501 til R-16000 Bifreiöaeigendum ber aö koma meö bifreiöar sínar til bifreiðaeftirlits ríkisins, Bíldshöföa 8 og veröur skoöun framkvæmd þar alla virka daga kl. 08.00 til 16.00. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiöum til skoöunar. Viö skoðun skulu ökumenn bifreiöanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því aö bifreióaskattur sé greiddur og vátrygging fyrir hverja bifreiö sé í gildi. Athygli skal vakin á því aö skráningarnúmer skulu vera vel læsileg. Samkvæmt gildandi reglum skal vera gjaldmælir í leigubifreiöum sem sýnir rétt ökugjald á hverjum tíma. Á leigubifreiöum til mannflutninga, allt aö 8 farþegum, skal vera sérstakt merki meö bókstafnum L. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tíma verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og bifreiðin tekin úr umferö hvar sem til hennar næst. Bifreiöaeftirlitið er lokaö á laugardögum. Lögreglustjórinn í Reykjavík 27. febrúar 1981. Sigurjón Sigurðsson. Áratugur drykkjarvatns og hreinlætis: Hreint og ómengað drykkjarvatn kemur í veg fyrir sjúkdóma Helmingur af íbúum jarðarinn- ar og þrír af hverjum fimm íbúum þróunarlandanna hafa ekki greið- an aðgang að hreinu drykkjar- vatni. Hjá enn fleiri eru hreinlæt- ismálin í megnasta ólestri. Þetta leiðir til mikilla mannlegra þján- inga, bæði af völdum sjúkdóma og fátæktar, sem fylgir í kjölfar þess að fólk missir vinnuþrek vegna heilsubrests. Sérfræðingar Sam- einuðu þjóðanna eru þeirrar skoð- unar, að sjúkdómar sem eiga rætur að rekja til mengaðs drykkjarvatns hafi það í för með sér að árlega deyi 25 milljónir manna, einkum börn, í þróunar- löndunum. Þetta er höfuðástæða þess, að Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir, að áratugurinn 1981—1990 skuli helgaður drykkjarvatni og auknu hreinlæti. Sameinuðu þjóð- irnar hafa sett sér það markmið að á þessum áratug skuli það takast að útvega öllum jarðar- búum hreint drykkjarvatn og sómasamlega hreinlætisaðstöðu, einkum að því er salerni og frárennsli varðar. Barnadauði Rúmlega tveir milljarðar manna, — eða rúmlega helmingur íbúa jarðarinnar — búa í þróun- arlöndunum. U.þ.b. 70% þessa fólks býr til sveita og þar er mestan vanda við að etja, að því er varðar útvegun heilnæms vatns og að því er önnur hreinlætisatriði varðar. Með fáeinum tölum er auðvelt að sýna fram á við hvert ógnar- vandamál hér er að etja. Barnahjálparsjóður SÞ (UNI- CEF) telur að u.þ.b. 15 milljónir barna yngri en fimm ára deyi árlega í þróunarlöndunum. Ein meginorsök þessa gífurlega barna- dauða er skortur á hreinlæti og hreinu vatni. Ef alls staðar væri nóg af hvoru tveggja mætti þegar í stað draga úr barnadauða i veröldinni um 50%. Skv. skýrslum Alþjóða heil- brigðismálastofnunarinnar (WHO) má rekja um það bil 80% allra sjúkdóma til mengaðs vatns, eða skorts á hreinlæti. Arlega deyja t.d. 6 milljónir barna í þróunarlöndunum, vegna þess að þau fá óstöðvandi niðurgang og í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI sama orsök á einnig þátt í dauða 18 milljóna annarra manna. Alvarlegar afleiðingar Aðrir sjúkdómar sem berast með vatni, hafa það í för með sér að milljónir manna verða öryrkjar alla ævi að hálfu eða öllu leyti. Ef ekki fæst læknishjálp, leiða þessir sjúkdómar oft til dauða. Malaría veldur því t.d. að millj- ón börn undir 2 ára aldri deyja á ári hverju í Afríku sunnan Sahara. w 1981-1990 Augnsjúkdómurinn trachoma, sem mjög oft leiðir til blindu, er svo útbreiddur, að talið er að að minnsta kosti 500 milljónir manna þjáist af honum. Talið er að u.þ.b. helmingur allra íbúa þróunarlandanna eigi við að búa, að á þá herji sníkil- ormar af einhverri tegund. Schystosomiasis (eða bilharzia) sem herjar m.a. á maga, þarma og lifur hefur það í för með sér, svo nefnt sé aðeins eitt dæmi um sjúkdóma af þessu tagi, að um það bil 200 milljónir manna í 70 löndum, verða alvarlega veikir á ári hverju. Mannlegar og ekki síður efna- hagslegar afleiðingar þessa eru ekki smáar í sniðum. Að því er hverja einstaka fjölskyldu varðar, þá getur sjúkdómur, sem leiðir til þess að fyrirvinnan verður óvinnufær haft í för með sér gífurlega erfiðleika. Þessi veikindi koma sömuleiðis vissulega niður á efnahagslifi viðkomandi landa. í Indlandi er talið að sjúkdómar, sem óhreint vatn veldur, hafi í för með sér að árlega tapist 73 milljónir vinnudaga. Kostnaður af völdum þessa í formi minnkaðrar framleiðslu og lækniskostnaðar er talinn vera um 600 milljónir Bandaríkjadala á ári. Langt að sækja vatn Sú staðreynd, að þorpsbúar í þróunarlöndunum verða oft að sækja neyzluvatn i brunn, vatn eða á, langt í burtu frá bústöðum sínum, hefur einnig margvíslegar neikvæðar afleiðingar í för með sér. Það tekur e.t.v. oft upp undir 6 klukkustundir að sækja vatni og bæði það og að bera þunga byrði langa leið, hefur það auðvitað í för með sér að mikill tími og orka fer í þetta, sem annars mætti nota á hagnýtari og heppilegri hátt. Venjan er sú, að það eru fyrst og fremst konur og að nokkru leyti börn, sem hafa með höndum það hefðbundna hlutverk að sækja vatn. Það myndi því ekki aðeins koma konum og börnum, sem e.t.v. hefðu þá meiri tíma til skóla- göngu, til góða, heldur þjóðfélag- inu öllu, ef unnt væri að breyta þessu þannig, að vatnsból væru í hverju þorpi, þar sem fá mætti hreint og heilnæmt drykkjarvatn. Um þetta þarf ekki að fara mörgum orðum. Mikil fjárfesting Ef ná á þeim markmiðum, sem sett hafa verið á þessum áratug, þá táknar það að útvega verður hálfri milljón manna á dag allan áratuginn aðgang að nýjum sal- ernum, nýju frárennsli, nýjum brunnum, nýjum vatnsdælum, nýjum vatnslögnum og svo fram- vegis. Þetta mun hafa í för með sér, að gera verður feiknarlegt átak, bæði alþjóðlega og í hverju landi fyrir sig. Sé talað um tölur einar, þá hafa sérfræðingar komist að þeirri niðurstöðu, að til fjárfest- ingar þurfi 30 milljarða dollara á ári hvert þessara tíu ára. Það er fimmfalt meira en nú er notað í þessu augnamiði um víða veröld. En er þetta mikið fé? Einn af aðalframkvæmdastjórum AÞ, og sá sem stjórnar þeirri starfsemi er tengist þessum vatns- og hrein- lætisáratug, Peter Bourne, hefur nýlega látið svo um mælt, að það sé auðvitað álitamál, hvort þetta sé há upphæð, eður ei. Það fari eftir því við hvað sé miðað. Til dæmis sé nú varið 240 milljónum dollara á dag (88 milljörðum á ári) til þess eins að kaupa sígar- ettur. Ef þetta t.d. er borið saman við þá 500 milljarða dollara sem árlega er varið til vígbúnaðar, þá skekkist þessi mynd auðvitað miklu meira. Til dæmis má setja þetta upp á þann veg, að þær 800 milljónir manna sem búa í Bangladesh gætu fengið, hver og einn einasti maður, hreint drykkj- arvatn að vild fyrir það verð sem þrjár orustuþotur kosta. Hófleg bjartsýni Ríkisstjórnir þróunarlandanna og fjölmargar alþjóðlegar hjálpar- stofnanir, bæði innan og utan vébanda Sameinuðu þjóðanna, hafa lýst því yfir að á komandi árum muni verða lögð höfuð- áherzla á framkvæmdir, sem bein- ast að því að útvega drykkjarvatn og auka hreinlæti. Allir eru sam- mála um, að einkum sé það til sveita sem vandamálin séu erfið- ust viðureignar. En einnig í fá- tækrahverfum stórborganna er ástandið slæmt og þar verður lögð mikil áherzla á úrbætur. Auk þess að bora eftir vatni og leggja vatnsveitur mun ekki síður verða lögð áherzla á að mennta sérfræð- inga í hverju landi fyrir sig, og einnig að upplýsa íbúana um það hversu skaðlegt mengað vatn sé, en þótt ótrúlegt sé, þá eru tug- milljónir manna í veröldinni, sem gera sér enga grein fyrir skaðsemi mengaðs drykkjarvatns. Af hálfu þeirra, sem einkum um þessi mál fja.lla á vettvangi AÞ hefur verið látin í ljós hófleg bjartsýni um að á þessum áratug megi takast að ná þessum markmiðum. Ein af ástæðunum fyrir þeirri bjartsýni er sú, að sú tækni sem hér þarf að beita, er tiltölulega einföld og þróunarlöndunum ekki talin ofætlun að ráða við hana. Fólkið sjálft, einkum til sveita, mun í flestum tilvikum geta lagt mikið af mörkum, þegar nauðsynleg áhöld og tæki hafa fengist og árangur af því sem verið er að gera, mun ekki láta á sér standa og fljótt verða lýðum ljós. (Jörgen Larsen, Upplý8Íngaskrifstofu Sam. þjóðanna fyrir Norður- löndin i Kaupmannahöfn).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.