Morgunblaðið - 05.03.1981, Page 16

Morgunblaðið - 05.03.1981, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981 Haukur Már Haraldsson: Frumhlaup Lúðvíks J. og vinnuverndarmálin Til ritstjóra Morgunblaðsins. Meðfylgjandi grein er skrifuð til birtingar í Þjóðviljanum. Kjartan Ólafsson ritstjóri blaðs- ins, hefur hins vegar ákveðið að hún sé, vegna kröftugs orðalags, ekki hæf til birtingar í því blaði, þar sem „blöðin í kringum okk- ur“ gætu tekið upp á því að vitna til hennar, Alþýðubandalaginu og Þjóðviljanum til óþurftar. Um leið og það viðurkennist fúslega að hér er um býsna stóryrta grein að ræða, skal það þó tekið fram að ég tel að sá forystumaður Alþýðubandalags- ins sem um er getið í henni, hafi með framkomu sinni fyllilega unnið til slíkra skamma. Ef hins vegar Staksteinaskrif Morgun- blaðsins og önnur skrif póli- tískra andstæðinga Alþýðu- bandalagsins eiga að stjórna því hvað tekið er til umræðu í Þjóðviljanum, og á hvaða hátt, sé ég ekki ástæðu til annars en að biðja ritstjóra Morgunblaðs- ins um að birta greinarstúf þennan. Haukur Már Haraldsson Þeir vita sem vilja, að barátta verkalýðshreyfingarinnar fyrir bættu vinnuumhverfi hefur verið bæði löng og ströng. Og það er einmitt fyrir þessa baráttu að hægt er að segja með sanni að um framfarir í aðbúnaðarmálum verkafólks hafi verið að ræða. Hins vegar er enn víða pottur brotinn í þessum aðbúnaðarmál- um og reynslan hefur sýnt, að umbætur fást ekki nema til staðar sé hvort tveggja í senn árvökulir starfsmenn og ákveðnir forystu- menn innan verkalýðshreyfingar- innar. Stærsti áfangi vinnuverndar- mála til þessa eru einmitt Lög um aðhúnað. hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, sem tóku gildi um síðustu áramót. Með lögum þess- um er lögð áhersla á sameiginlega ábyrgð starfsmanna og atvinnu- rekenda í heilbrigðis- og örygg- ismálum vinnustaðarins. Þar í er einnig skýlaus skylda verkafólks til að taka til sinna ráða ef þessum málum er á einhvern hátt ábóta- vant innan vinnustaðarins. I lög- unum er þetta sem sagt ekki heimild — það er skylda! í Þjóðviljanum 3. febrúar sl. er myndskreytt grein í opnu, þar sem segir frá heimsókn blaðamanns og ljósmyndara, ásamt-formanni Fé- lags járniðnaðarmanna í Reykja- vík, í vélaverkstæði Jósafats Hin- rikssonar. Þar er ömurleg lýsing á vinnustað í máli og myndum. A texta og myndum má auðveldlega sjá að J. Hinriksson vélaverkstæði hefur flest það til að bera sem gerir einn vinnustað heilsuspill- andi. Loftræsting er lítil sem engin, og það jafnvel þótt verið sé að rafsjóða. Fatageymsla starfs- fólks er í vinnusalnum. Hreinlæt- isaðstaðan er vaskar í ótrúlega sóðalegu umhverfi; engar sturtur. I stuttu máli: Sóðaskapurinn í hólf og gólf var yfirgengilegur. Þessi grein Þjóðviljans var mjög þakkarverð og ég vona sannarlega að blaðamaður sá sem í hlut átti — og ritstjórnin í heild — haldi slíkum umfjöllunum áfram, þrátt fyrir það sem á eftir hefur gengið. Og þá er ég kominn að raun- verulegri ástæðu þessa tilskrifs. Þremur vikum eftir þessa mjög svo þörfu ádrepu Þjóðviljans birt- ist í Morgunblaðinu frétt, sem kom eins og köld vatnsgusa fram- an í þá sem um áratuga skeið hafa barist fyrir heilsusamlegu vinnu- umhverfi og eiga kannski mestan þátt í því að lög þau sem fyrr er til vitnað urðu að veruleika. Frétt þessi byggist á því að fyrrverandi alþingismaður, ráð- herra og formaður stjórnmála- flokks lætur blaðamann og ljós- myndara Morgunblaðsins teyma sig í gegnum vélaverkstæði J. Hinrikssonar með lofrollu um fyrirtækið og eiganda þess á vörum, um leið og hann er látinn afgreiða aðhaldsskrif eins og Þjóðviljagreinina sem svo að þau hafi komið honum „ákaflega spánskt fyrir sjónir". í raun er hann látinn gefa það fyllilega í skyn að lýsing Þjóðviljans hafi verið lygi. í sjálfu sér hefði ekkert verið við þessu að segja, ef hér hefði verið um fyrrum stjórnmálafull- trúa atvinnurekenda að ræða. En því er miður, að svo er ekki. Sá sem hér vitnar gegn baráttunni fyrir bættri vinnuaðstöðu íslensks verkafólks er sjálfur Lúðvík Jós- epsson, fyrrum fulltrúi íslensks verkafólks á Alþingi um áratuga skeið, ráðherra Alþýðubandalags- ins og til skamms tíma formaður Alþýðubandalagsins. Hér er því ekki um að ræða fálmkenndar tilraunir atvinnurekendavaldsins til að klóra yfir eigin misgjörðir. Hér er um að ræða siðleysi manns sem gefið hefur sig út sem fulltrúa alþýðunnar á þingi og utan þess. Hér er um að ræða fullkomið virðingarieysi sama manns, fyrir baráttumálum verkalýðshreyf- ingarinnar. Stórt til orða tekið má með sanni segja — en því miður hefur Lúðvík gefið meira en nægilegt tilefni til sliks með framkomu sinni. En af hverju blandar Lúðvík sér í málið með þessum hætti? Það er skýrt í Mogganum: „Ég þekki Jósafat vel,“ sagði Lúðvík. „Hann byrjaði ungur að beita og stokka upp fyrir mig austur á Neskaupstað, þegar ég og bróðir minn gerðum út lítinn línubát, sem Enok hét. Seinna var Jósafat vélstjóri á togurunum hjá okkur á Neskaupstað. Þess vegna vissi ég hvern mann Jósafat hafði að geyma. Hann var fyrirmynd- arvélstjóri og hafði orð á sér eystra, að vera sérstaklega þrifinn vélamaður. Hann var líka lengi á vélaverkstæðinu hjá okkur. I alla staði afbragðs vélstjóri, Jósafat Hinriksson. Því undraðist ég blaðaskrifin og vildi sjálfur kynna mér málið ...“ Ef löngun Lúðvíks Jósepssonar til að kynna sér málin var svo Pétur Pétursson, þulur: Undirskriftir opin- berra starfemanna Fríkirkjufólk frá Hafn- arfirði til Skálholts Herforingjastjórn hálauna- manna í Rissblokk BSRB er nú ekki að tvínóna við hlutina. Um það mátti sjá glöggt dæmi sl. mánudag, þá var þeim afhent skjal með nær 700 undirskriftum almennra félaga er létu í ijós ósk um að fá að taka afstöðu til nýgerðra samninga og segja já eða nei, í almennri atkvæðagreiðslu. Það var með þjósti er undirskrif- arinn mikli Kristján Thorlacius veitti ávarpinu viðtöku. Snupraði hann komumenn. Kvað þá hafa í frammi áróður í blöðum og „láta fólk skrifa undir lista". (Það er nú eitthvað annað en þá er hann skrifar undir sjálfur.) Það varð fátt um handabönd, en við Ögmundur Jónasson vorum nú hvorki Tómas né Ragnar, svo það var naumast við því að búast að hann færi að þrýsta hönd okkar í þakklætisskyni. Og það fór allt eins og við mátti búast. Gat nokkur búist við því að herforingjaráðið í Rissblokkinni hlustaði á óskir er fram voru bornar um að félagsmenn almennt og þá ekki síst miðflokka BSRB en þeir eru 85% félagsmanna, fengju að segja álit sitt á launaskerð- ingarsamningi þeim er stjórnin hafði undirritað? Tökum einfalt dæmi. Félagar BSRB, þeir er bera úr býtum 5000 krónur á mánuði, fá 2% bætur skv. nýgerðum samn- ingi. Með lengingu samningstím- ans þýðir það að þeir bera- 5% skerðingu til áramóta. Þá gjalda þeir af launum sínum í skerð- ingarprósentu kr. 250- á mánuði hverjum. Á 10 mánaða tímabili þýðir það 2.500,00. Þeir lukkunnar pamfílar er fá kr. 10 þúsund á mánuði fá 6% bætur. Það þýðir að j)eir gjalda 1% af launum sínum. Á 10 mánuð- um verða það röskar 1000 krónur. Þannig er launajöfnunarstefnan í framkvæmd. „Þá var allt tekið frá þeim sem ekkert áttu,“ segir einhversstaðar. Af þessu verður ljóst kapp forystunnar að vísa á bug óskum um almenna atkvæðagreiðslu. Samþykkt sú er þeir gerðu hinn 5. jan. sl. hljóðaði upp á kröfu um „almenna 6% launahækkun til samræmis við dóm Kjaradóms BHM“. Þeir sættust á 6% til hálaunamannanna en hopuðu að 2% markinu fyrir flesta hina, þ.e. 85% félaganna. Sjálfur Spánar- konungur er þeim fremri er hann hlutast til um að lýðræði sé í heiðri haft og heldur herforingj- um í skefjum. Hvað óttast for- ystumenn BSRB? Er ekki lenging samningstímabils, skerðing launa, mismunun á launabótum og önnur atriði nægileg réttlæting þess að félagsmenn fjalli sjálfir um þau í almennri atkvæðagreiðslu? Við almennir félagar BSRB óttumst ekki að hlutur okkar rýrni þótt við sýnum þann manndóm að vilja eiga hlutdeild í samningum við ríkisvaldið og standa í ístaðinu þá er að samtökum okkar er sótt af misvitrum stjórnvöldum. Undirskriftirnar halda áfram að berast. Sýnt þykir að þær verða ííeiri en að var stefnt. Framtíðin leiðir líka í ljós að með mánuði hverjum breikkar bilið milli launaflokkanna. Það bil er ákveðið var með launasamningi þeirra hinna sömu manna er nú hopa úr varðstöðu þeirri er þeir sjálfir sögðust hafa valið. UM FLESTAR helgar um þessar mundir eru fermingarbörn þessa vors við undirbúning sinn í æsku- lýðsbúðum í Skálholti. Fer það nú mjög í vöxt að fermingarhópar komi þangað enda vinnast ferm- ingarstörfin vel á slíkum stað. Lýkur samverunni venjulega með guðsþjónustu í Skálholtskirkju. Það er hópur frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði sem vinnur að ferm- ingarstörfum sínum í Skálholti núna um helgina. Kór kirkjunnar og organleikari munu svo fara austur á sunnudag og aðstoða við guðsþjónustuna. Öllu Fríkirkju- fólki er boðið að koma austur til messunnar og munu bílar fara frá Fríkirkjunni um hádegið á sunnu- dag. Væntanlegir þátttakendur eiga að skrá sig hjá Jóni Mýrdal organleikara. Þessi mynd var tekin á hænum Skarði i Gnúpverjahreppi eftir óveðrið á dögunum. en þá fauk fjósið þar og nánast hvarf. Hafði annar eigandinn. Sigurður Björgvinsson, orð á því þegar hann kom að fjósstæðinu að taka mætti afganginn i nefið. Þetta var 14 kúa fjós en engir gripir voru í þvi. Það eina sem stendur eftir er súrheysturninn. Myndina tók Ólafur Jónsson í Geldingaholti. Tvö ný f rímerki PÓST- og símamála- stjórnin hefur nýlega gef- ið út tvö ný frímerki í röðinni „Merkir íslend- ingar“. Annað frímerkið er brúnt að verðgildi 190 krónur gamlar og er af Finni Magnússyni, leynd- arskjalaverði, en hitt er blátt að verðgildi 170 gamlar krónur og er af Nýju frímerkin, af Magn- úsi Stephensen, dóm- stjóra og Finni Magnús- syni, leyndarskjalaverði. Magnúsi Stephensen, dómstjóra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.