Morgunblaðið - 05.03.1981, Page 17

Morgunblaðið - 05.03.1981, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981 17 mikil — hvers vegna fór hanri þá ekki strax 3. eða 4. febrúar og kynnti sér þau? Hvers vegna beið hann í þrjár vikur? Vildi hann gefa gamla vélstjóranum sínum tækifæri tii að gera hreint, áður en hann „kynnti sér málin“? Með allri virðingu fyrir mótor- ista- og beitingarstarfi Jósafats Hinrikssonar austur á Neskaup- stað, verður það að viðurkennast að ég skil ekki svona vinnubrögð. Hefur Lúðvík Jósepsson gert sér grein fyrir því að í rafsuðureyk hefur verið greint 21 mismunandi eiturefni? Getur hann gert sér í hugarlund það andrúmsloft sem skapast þar sem 6—7 menn eru að rafsjóða í einu á vinnustað sem ekki er loftræstur? Vill Lúðvík Jósepsson upplýsa lesendur Þjóð- viljans (Morgunblaðsins?) um það gagn sem sýktir starfsmenn hefðu af þeirri vitneskju, að eigandi fyrirtækisins hafi verið „sérlega þrifinn" austur á Neskaupstað fyrir nokkrum áratugum? Nei, Lúðvík Jósepsson hefur með þessari framkomu sinni eyði- lagt þá ímynd sem hann hafði í hugum fólks sem skeleggur mál- svari íslenskrar alþýðu. Það er auðvitað hans mál. Hitt er alvar- legra ef hann hefur jafnframt eyðilagt tilraunir Þjóðviljans til að fjalla á gagnrýninn hátt um það sem aflaga fer á vinnustöðum. Það er alvarlegra en ímynd Lúð- víks. Eg vil að siðustu vona að Lúðvík farnist vel i sínum nýja félagsskap — um leið og ég beini þeirri einlægu ósk til Þjóðviljamanna að þeir láti ekki viðbrögð hans og Morgunblaðsins hafa áhrif á áframhaldandi umfjöllun um vinnuaðstöðu verkafólks. Bókaklúbbur AB: Ítalíustríðið — áttunda bókin um heimsstyrjöldina BÓKAKLÚBBUR Almenna bóka félagsins hefur sent frá sér átt- unda hindið i ritröðinni um heimsstvrjöldina 1939 — 45. Þessi heitir Italíustriðið og er beint framhald af Eyðimerkurstríðinu sem kom út siðastliðið haust. ítaliustriðið fjallar um innrás bandamanna á Sikiley og Ítalíu og hina geysierfiðu töku Ítalíu. Stríð- ið er orðið vitfirringsleg örvænt- ingarbarátta á báða bóga — her- irnir eru sendir fram fyrir byssu- kjaftana einn eftir annan að því er virðist til þess eins að falla í strá. Höfundurinn Robert Wallace, rithöfundur, var í bandaríska flot- anum og stóð þarna nærri, tók sjálfur þátt í landgöngunum á Norður-Afríku, Sikiley og Salerno. Ráðunautar hans eru tveir sagn- fræðingar sem báðir voru ofurstar í bandaríska hernum. Ítalíustríðið er eins og aðrar bækur þessarar ritraðar um heimsstyrjöldina með fjölmörgum myndum af þessum heljarátökum eða tengdar þeim. Bókin er 208 bls. að stærð og unnin í Prentstofu G. Benedikts- sonar og suður í Toledo á Spáni. (Fréttatilkynning) AUOLVSINGASIMINN ER: 2241D jn«r0unblahth Odýrar furuhillur 1 eining m/f hillum kr. 417.- Vörumarkaðurinn hí„ Sími 86112. KELVIN HUGHES Colormatic Litafisksjá fyrirliggjandi. R. Sigmundsson hf. Alúðarþakkir sendi ég öllum þeim mörgu er glöddu mig á sextugsfmæli mínu meö heim- sóknum, gjöfum, skeytum og hlýhug. Elías ívarsson Bú rfells vi rkj u n l*****»**»MWMuiiMuniKua*nKwaauaMa*a*aaMm*MMa*uaumnmnn Jektorar ■ ■ 9 5 Suctiow^ Poiivfy J Fyrlr lenslngu I bátum og fiskvinnsiustöðvum. íöfuirOaDygKuiD0 JJ&d DlSlSfiaSf ■Q <& ©© ESTABLISHED 1H! - TILEX( >0>7 STUE l A - IS — TELEEHONES MSIO k l>»0 Ný sending Vorum að taka upp herraföt verð frá 1150.- Herrajakkar verð frá 395,- og stakar buxur verð frá 195.-. Fjölbreytt urval | Ullarteppa Stæröir: 85x150 85x160 120x170 140x200 170x240 180x260 200x290 200x300 250x340 250x350 300x400 Teppaverslun Friðrik Bertelsen Ármúla 7 sími 86266

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.