Morgunblaðið - 05.03.1981, Síða 21

Morgunblaðið - 05.03.1981, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981 21 Fríðrik Sophusson, alþm.: Skrefatalningin Miklar umræður hafa átt sér stað að undanförnu um svokall- að skrefatalningarmál. Banda- lag kvenna í Reykjavík sendi nýlega frá sér ályktun um málið og á alþingi urðu miklar umræð- ur vegna fyrirspurnar Birgis ísleifs Gunnarssonar og undir- ritaðs. Þótt undirritaður hafi greint ítarlega frá gangi málsins í blaðagrein er ástæða til að leggja áherzlu á eftirfarandi atriði í tilefni umræðnanna: 1. Ekkert sést um það í samþykktum Alþingis að jafna eigi símtöl innanlands með skrefatalningu. Halldór E. Sig- urðsson minntist reyndar á mál- ið árið 1977, þegar símalögin voru til umræðu. Skrefatalning- in er hins vegar ein leið af mörgum sem til greina kemur. 2. Afgerandi ákvörðun var tekin 8. febrúar 1979 af Ragnari Arnalds, þáverandi samgöngu- ráðherra, þegar ákveðið var að taka tilboði um tæki til að mæla tímalengd innanbæjarsímtala. Ragnar hafði áður (þá óbreyttur þingmaður) í umræðum á Al- þingi bent á þá leið, að alls staðar innan númerasvæða yrðu símgjöldin miðuð við það að eitt símtal jafngilti einu skrefi eins og í Reykjavík. 3. Málið kemur til kasta Al- þingis vorið 1980, þegar í fjár- veitinganefnd var verið að ræða fjárhagsáætlun Pósts og síma. Fjárveitinganefnd hafnar þeirri beiðni fjármálaráðherra (þá Ragnar Arnalds) að fella niður aðflutningsgjöld af þessum tækjum. Um vorið ákveður Póst- og símamálastjórnin að fresta framkvæmdum um eitt ár og tilkynnir það með bréfi. 4. Vorið 1980 er svarað fyrir- spurn á Alþingi um málið, en svörin heldur óljós í ýmsum atriðum. Um sumarið og haustið fara fram viðræður um málið bæði milli einstakra þingmanna og forráðamanna Pósts og síma og eins verða umræður í borgar- stjórn Reykjavíkur, sem ályktar um málið. I fjárveitinganefnd er aftur hafnað að fella niður aðflutningsgjöld vegna fjárlag- anna 1981. 5. Hægt er að ná fram Jöfn- uði“ með öðrum leiðum en skrefatalningu. Slík gjaldskrár- breyting hefði líklega meiri áhrif á vísitöluna, sem öllu stjórnar hér. Ákvörðun um skrefatalningu og aðrar gjald- skrárákvarðanir opinberra stofnana eru stjórnvaldsaðgerð- Friðrik Sophusson. alþingismaður ir, sem ekki eru bornar undir löggjafann. 6. Fjölgun skrefa vegna nýs fyrirkomulags auka tekjur Pósts og síma. Þessum tekjuauka verð- ur skilað aftur annað hvort með lækkun á skrefagjaldi eða lækk- un langlínutaxta nema hvort tveggja verði. Engin endanleg ákvörðun hefur verið tekin um það mál. 7. Að áliti undirritaðs hefur þetta áunnizt í umræðunum: a) I stað þess að taka eingöngu upp skrefatalningu í innanbæj- arkerfinu á höfuðborgarsvæðinu (91) að sinni, en annars staðar síðar, hefur nú verið ákveðið að taka upp skrefatalningu alls staðar á landinu samtímis. b) I fyrstu hugmyndum Pósts og síma var talað um að skrefin yrðu allt niður í 3 mínútur. Nú eru 6 mínútur á dagskrá. Þótt þessi lenging leiði ekki endan- lega til lækkunar í sjálfu sér, er þetta líklega ódýrari kostur fyrir allan almenning. c) í hugmyndum um fram- kvæmd skrefatalningar er ráð- gert að lengja skrefin verulega eða afnema talningu alveg frá kl. 19.00—8.00 og um heigar. Þannig er komið til móts við sjónarmið og þarfir aldraðra og öryrkja. 8. Nauðsynlegt er, að skrefa- talningarmálið verði kynnt í dagblöðum og með öðrum hætti og ekki er óeðlilegt, að viðkom- andi stjórnvöld hafi samband við þingmenn Reykjavíkur og borgarstjórn um málið á næst- unni. 4 íslensk- ir lista- menn sýna íHöfn m.a. að ungu listamennirnir beini sjónum sínum að framúrstefnu- listformum, sem eigi uppruna í Bandaríkjunum, en þau séu sjálf opin fyrir tilraunum, bæði á sjónrænu og andlegu sviði. Talað er um ný-surrealistískar myndir Alfreðs Flóka, rytmisk línuform Jóns Gunnars og sagt að einkum sé það þó Tryggvi Olafsson, sem veki mestan áhuga og það sé ekki bara af því að olíumálverk hans séu þekktust frá „Det nordiska“. Mynd er af verki eftir hann með gagnrýninni, en í Jyllandsposten er ein af myndum Alfreðs Flóka með frásögn um að sýningin standi yfir. Hér til hliðar má sjá sýnishorn af listaverkunum á sýningunni, en myndirnar eru fengnar úr sýn- ingarskránni. Frá EHnu Pálmadóttur. Kaupmannahöfn. I ÁGÆTUM og björtum sýn- ingarsal, Galerie Semper Ardens, bak við Kgl. óperuna og skammt frá höfninni, sýna 4 islenzkir ljstamenn verk sin, Jón Gunnar Árnason. Alfreð Flóki. Tryggvi ólafsson og Rúri. Sýningin var opnuð fyrir skömmu og segir i sýningarskrá að galleríið hafi viljað heiðra forseta tslands i tilefni fyrstu opinberu heimsókn- arinnar til Danmerkur. Sýningin verður opin tii 8. marz. Hér eru skúlptúrar úr fáguðum málmi og málmbráðum eftir Jón Gunnar, teikningar og grafik eftir Alfreð Flóka, „objektivar" frá- sagnir í ljósmyndum heiman úr íslenzkri náttúru eftir Rúrí og síðast en ekki síst málverk Tryggva Ólafssonar, eins og segir í lofsamlegri gagnrýni, sem birtist í Politiken 28. febrúar. Þessi kvart- ett segir heilmikið um hvað er að gerast í þessa árs list á íslandi, segir þar. Og er það því mjög lofsamlegt framtak þessara lista- manna, því sýningin sómir sér vel við hliðina á sýningunni Sterkt ljós á íslenzkum myndlistarverk- um í Frederiksberg, sem kynnir islenzk verk fram til þeirra mynd- listarmanna, sem nú eru á miðjum aldri. En sú sýning fékk ágæta gagnrýni sl. föstudag í Kristeligt dagblad. Frá opnun hennar var sagt áður hér í blaðinu. Gagnrýnandi Politiken segir AAD LTFTA GRETTIS- TAKI? Fádu þér þá JRDPICANA* þad gerir heimsmelhafinn! í Florida skín sólin meir en 300 daga á ári, þess vegna er Tropicanasafinn auðugur af C-vítamíni. Fékkst þú þér Tropicana í morgun? Tropicana sólargeislinn frá Florida

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.