Morgunblaðið - 05.03.1981, Page 25

Morgunblaðið - 05.03.1981, Page 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunnl 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakið. Starfsréttindi aldraðra Aukin verðmætasköpun í þjóðarbúskapnum, sem fylgt hefur í kjölfar tæknivæðingar atvinnuveganna og aukinnar menntunar lands- manna, hefur gjörbreytt öllum aðstæðum í þjóðfélaginu. Þetta kemur ekki sízt fram í breyttum og betri húsakosti, betri vinnuaðstöðu, betra viðurværi, aukinni almennri þekkingu og loks bættri heilsugæzlu, í stuttu máli sagt stórbættri almennri aðbúð. Þetta er höfuðástæða þess að meðalaldur landsmanna hefur hækkað og að allur þorri fólks varðveitir heilsu og starfskrafta fram á mun hærri aldur en áður var. Það ákvæði í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, sem gerir ráð fyrir því, undantekningarlaust, að starfsmanni skuli veitt lausn frá störfum þegar hann nær 70 ára aldri orkar því meira en tvímælis. I marzmánuði 1979 fluttu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins tillögu um endurskoðun á reglum borgarinnar um þessi mál. Þetta leiddi til rýmri reglna hjá Reykjavíkurborg, varðandi störf fullorðins fólks, en nú gilda hjá stærsta vinnuveitanda landsins, ríkinu. Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Birgir ísleifur Gunnarsson, Salome Þorkelsdóttir og Albert Guðmundsson, hafa nú flutt þingsályktunartillögu, sem felur í sér endurskoðun aldurshámarks ríkisstarfsmanna. Skal sú endurskoðun unnin í samráði við samtök ríkisstarfsmanna og markmið hennar vera að gera þessar reglur sveiganlegri, svo og að setja fastari reglur um möguleika eldri starfsmanna til að gegna hlutastörfum, ýmist á sínum gamla vinnustað eða í öðrum stofnunum. Að sjálfsögðu skulu ríkisstarfsmenn eiga þann kost að setjast í helgan stein þegar eftirlaunaaldri er náð, ef þeir vilja. En ef starfskraftar viðkomenda leyfa og vilji þeirra stendur til áframhaldandi þátttöku í önn hins daglega lífs, sem er hluti af lífshamingju flests heilbrigðs fólks, eiga þeir ekki að knýja á lokaðar dyr. í þessu efni sem öðrum á valfrelsi að ríkja. Þessvegna má Alþingi ekki svæfa þessa þörfu tillögu. Samkeppnisstaða sjávarafurða Asíðari árum hefur útflutningur okkar á sjávarafurðum mætt harðnandi samkeppni á mikilvægum mörkuðum. Framboð á fiski og öðrum sjávarafurðum hefur vaxið í skjóli aukinnar verndarstefnu flestra þjóða í formi beinna og óbeinna styrkja við sjávarútveg. Útfærsla fiskveiðilandihelgi hefur og eflt veiðar og vinnslu ýmissa samkeppnis- þjóða okkar um sölu sjófangs, eins og Kanadamanna, og Bandaríkin, sem eru hagstæðasta sölusvæði okkar á frystum sjávarafurðum, munu og efla útveg sinn í kjölfar eigin útfærslu. Hætt er við að styrkjastefna öflugra iðnríkja við sjávarútveg, sem í flestum tilfellum er minni háttar atvinnugrein hjá viðkomandi þjóðum, sé farin að valda okkur nokkrum vandkvæðum, enda sjávarútvegurinn hér undirstöðuatvinnuvegur, sem verður að standa á eigin fótum og hefur þar að auki verið stoð og stytta annarra atvinnugreina. Ef fer sem horfir getur þessi styrkjastefna valdið okkur alvarlegum búsifjum og versnandi lífskjörum, ef ekki verður rétt við brugðizt. Guðmundur Karlsson, alþingismaður, sem er ötull talsmaður sjávar- útvegs á Alþingi, hefur af þessu tilefni flutt tillögu til þingsályktunar, sem felur það í sér, ef samþykkt verður, að ríkisstjórnin láti vinna ítarlega athugun á samkeppnisstöðu Islendinga á hinum ýmsu markaðssvæðum fyrir fisk og aðrar sjávarafurðir og á fyrirkomulagi styrkja og aðstoðar við sjávarútveg helztu samkeppnisþjóða okkar. Þetta er tímabær tillaga, sem ætti að fá óskabyr gegnum þingið. Opinber iðnaðarkaup Það er hinum almenna neytenda fyrst og fremst i hag að vöruframboð sé mikið og að sölusamkeppni verði ætíð til staðar. Engu að síður hlýtur hann að taka mið af aðstæðum í þjóðfélaginu er hann gerir kaup sín. Sá, sem velur íslenzkt, styrkir ekki aðeins innlenda atvinnuvegi, heldur leggur sitt lóð á vogarskál atvinnuöryggis í landinu. Sama máli gegnir einnig og ekki síður um innkaup opinberra aðila, ríkis og sveitarfélaga, sem ráðskast með skattpeninga almennings. Eggert Haukdal, alþingismaður, hefur flutt tillögu til þingsályktunar, þess efnis, að ríkisstjórnin kanni, í samstarfi við Samband íslenzkra sveitarfélaga, hvern veg auka megi verulega innkaup hins opinbera, ríkis, sveitarfélaga og opinberra stofnana og fyrirtækja á innlendri iðnaðar- framleiðslu og þjónustu. Tillagan gerir ráð fyrir því að útboðum verði beitt á markvissan hátt til að stuðla að iðn- og vöruþróun í landinu. Þessi tillaga var fyrst flutt fyrir tveimur árum. Hún hefur þó enn ekki hlotið afgreiðslu í þinginu, hvað sem veldur. Könnun af þessu tagi getur þó aldrei leitt nema til góðs. Og víst er um það að stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, geta ráðið miklu um iðnþróun í landinu með viðskiptum sínum, þ.e. kaupum á rekstrarvörum, fjárfestingarvörum og þjónustu. Verulegum fjárhæðum er ráðstafað á hverju ári á þessum vettvangi. Ef verð og vörugæði eru sambærileg á íslenzkur iðnaður að njóta forgangs í kaupnum opinberra aðila. Allt er þegar þrennt er, segir máltækið. Sú þingsályktunartillaga, sem Eggert Haukdal flytur nú í þriðja sinn á tímum vinstri ráðherra í iðnaðarráðuneyti, finnur nú máske náð fyrir augum landsfeðranna. Norðurlandaráðsþingið i Kaupmannahöfn Snarpar deilur Palmes og WiUochs lífguðu umræður Frá Elínu Pálmadóttur. bladamanni Mbl. í Kaupmannahöfn. ALMENNU umræðunum hér á þingi Norðurlandaráðs er um það bil að Ijúka og hafa þingfulltrúar notað þær til að koma margvís- legum áhugamálum á framfæri. Efnahagsmál hafa verið ofarlega á haugi á þinginu. Þingfulltrúum hefur orðið tíðrætt um efna- hagsmálin og þörf sameiginlegs átaks vegna versnandi ástands þeirra. Þá hefur atvinnuleysið verið ofariega á haugi. svo og tölvunotkun og upplýsingasöfnun i tengslum við dagskráriiðinn „tæknin og framtíðin". Norræna módelið svokallaða. sem upp kom nýlega á fundi í Osló í viðræðum Ritt Bjerragaard og Gro Hariem Brundtlands. hefur verið til um- ræðu. Viðkvæmasta málið í umræðum hér hafa utanríkismálin þó verið og hugmyndir, sem fram hafa komið um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum. Nokkur skoðanamunur hefur komið fram í þessum umræðum. Þegar Finnar fengu aðild að Norðurlandaráði fyrir 25 árum, þá fylgdi það skilyrði, að utanríkismál yrðu ekki til umræðu. En þrátt fyrir það hafa utanríkismál verið til um- ræðu og hafa þessar umræður orðið til þess, að tefja störf þingsins. Hér í Kaupmannahöfn hefur þetta verið sérlega áberandi og hugmyndum um lausn á þessu vandamáli hefur verið varpað fram. Mauro Koivisto, forsætis- ráðherra Finna, gerði það að tillögu sinni, að úr því stjórnmála- menn sæju sig knúa til að ræða utanríkismál, þá væri eðlilegt að verja heilum degi, en ekkert um- fram það, í umræður um þau. Anker Jörgensen, forsætisráð- herra Danmerkur sagði í ræðu, að tími væri ef til vill kominn til þess, að slaka örlítið á höftum, sem verið hafa í umræðum um utanrík- Unglið- ar þinga Frá EHnu Pálmadóttur, blaóamanni Mbl. I Kaupmannahúfn. FYRIR tveimur árum hófu ungmennahreyfingar nor- rænu félaganna ráðstefnu- hald fyrir þing Norðurlanda- ráðs. Að þessu sinni fundaði unga fólkið frá föstudegi i siðustu viku og fram á sunnu- dag en síðan eru ungmennin áheyrnarfulltrúar á þingi Norðurlandaráðs. en hafa jafnhliða sýrstaka dagskrá. Frá Islandi eru sex fulltrúar. Fjórir fulltrúar sækja þingið frá pólitísku flokkunum. Frá SUF er Kjartan Jónasson, frá SUJ Sæmundur Tétursson, frá SUS Ólafur Helgi Kjartansson og Sölvi Ólafsson er frá Abl. Auk þeirra eru hér Karl Jeppe- sen og Gylfi Kristinsson. Á ráðstefnunni var gerð sérstök ályktun um, að æskilegt væri, að engin kjarnorkuvopn væru á Norðurlöndum. Sérstaklega var bent á sérstöðu íslands og því lýst yfir, að engin kjarn- orkuvopn væru á íslandi. I dag hefur unga fólkið rætt um myndsegulbönd með tilliti til þess, hve auðvelt er að dreifa klámmyndum, en þetta mál hefur einnig komið til umræðu á þingi Norðurlandaráðs. ismál. En hann lagði áherzlu á, að breyta ekki umgjörð þingsins. Þá ræddi Anker Jörgensen um hug- myndir um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum. Hann lýsti þeirri skoðun sinni, að þrátt fyrir mismunandi utanríkisstefnu Norð- urlanda, þá væri það jákvætt ef engin kjarnorkuvopn væru á Norð- urlöndum. Hann sagði, að gott væri ef fleiri þjóðir fylgdu í kjölfarið. Fleiri hafa gert kjarn- orkuvopnalaust svæði á Norður- löndum að umræðu en einkum þó sósíalistar. Jyllandsposten gerði þessar hug- myndir að umræðuefni og sagði þar m.a.: „Norðurlönd þurfa ekki, eins og danski sósíalistinn Ebba Strange vill, að byrja baráttuna á heimaslóðum. Gera verður kröfur til Sovétríkjanna. Norðurlöndin eru kjarnorkuvopnaiaus en einu kjarnorkuvopnin í norðri eru sov- ésk og þeim er beint gegn Norður- löndum. Norðurlönd eiga, eins og K.B. Andersen, fyrrum utanríkis- ráðherra, hefur lagt tii, að hefja viðræður við Sovétmenn um að draga úr vígbúnaði á Norðurslóð- um. Á Kolaskaga, við landamæri Norðurlanda, hafa Sovétmenn mikinn vígbúnað og kjarnorku- vopn. Sovétmenn hafa alfarið K&re Willoch hafnað umræðum um þessi mál.“ K.B. Andersen hefur í ræðu einnig rætt um nauðsyn þess, að Sovétmenn fjariægi kjarnorku- vopn sín á Eystrasalti. Líflegar umræður hafa orðið um verzlun milli landanna og áttu þeir Olof Palme, leiðtogi stjórnarand- stöðunnar í Svíþjóð og Kare Will- och, frá Noregi snörp orðaskipti. Willoch varaði við höftum í við- Olof Palme skiptum landanna, en Palme hafði áður flutt tillögu um haftastefnu í Svíþjóð. Palme varði tillögur sína með því að ráðast harkalega á stjórn borgaraflokkanna í Svíþjóð. Hann sagði að stjórn þeirra hefði skapað mikil efnahagsleg vanda- mál í Svíþjóð og því væru höft nauðsynleg þegar í ár vegna verð- bólgu og halla á fjárlögum. Will- och kvað þetta merkilega vörn Matthias Á. Mathiesen fyrir haftastefnu, þar sem verð- bólgan myndi einmitt aukast ef innflutningur væri takmarkaður. Stefna sænskra stjórnvalda í þess- um málum kæmi öllum íbúum Norðurlanda við. Palme taldi hins vegar, að gróskumikið atvinnulíf í Svíþjóð væri Norðurlöndum til góða og bezta leiðin til þess, væri að grípa í taumana. Matthías Á Mathiesen, sem sat í forsetastóli, gaf þeim orðið á víxl til stuttra athugasemda. Orða- senna þeirra varð sífellt hvassari og var greinilegt, að báðir fengu kapparnir notið sín. Palme sagði, að því fyrr sem Svíar losnuðu undan stjórn borgaraflokkanna, því fyrr gæti hann komið stefnu- málum sínum til skila, og hann varaði Willoch, sem er í Hægri flokknum, við að halda fast við skoðanir sínar, því þá mundi þeirri skoðun vaxa fylgi, að betra væri að hafa Gro Brundtland við völd. Eða eins og Palme orðaði það: „Den tanke vil gro, at det er bedra med Gro“. Willoch átti síðasta orðið í umræðunum og hann kvaðst gjarna vilja fá umræðum þessum sjónvarpað til Noregs, gjarnan um Nordsat ef Svíum tækist ekki að eyðileggja það mál. Hann sagði það góðs viti þrátt fyrir allt, að sænskir kratar hefðu ekki í ár endurtekið haftatillögur sínar og vonaðist hann til, að þeir gerðu það ekki þó þeir kæmust í stjórn í Svíþjóð. Menn höfðu gaman af orðasenn- um þeirra kumpána, því báðir eru snjallir ræðumenn en almennt séð hafa umræður á þingi Norður- landaráðs verið fremur daufar. Nordsatmálið kemur tii um- ræðna í dag. Þá hefur samvinna Norðurlanda á sviði iðnaðar verið mikið til umræðu og Norðmenn hafa verið þess fýsandi að auka hana. Norðmenn vinna nú olíu fyrir um 46 milljarða norskra króna á ári og á milli 30 og 40 þúsund manns vinna við olíuiðnað- inn í Noregi. Þeir vilja hins vegar leggja áherzlu á aðrar iðngreinar, svo þeir verði ekki um of háðir oliunni. Friðjón Þórðarson: Viljum af fremsta megni efla samvinnu Norðm*landa FJÓRIR íslenskir ráðherrar tóku til máls á þingi Norðurlandaráðs i Kaupmannahöfn i fyrradag og þegar hefur verið sagt frá ræðu dr. Gunnars Thoroddsens forsætisráð- herra. Vegna þrengsla komst frá- sögn af rseðum annarra ráðherra. þeirra Friðjóns Þórðarsonar. Iljörleifs Guttormssonar og Svav- ars Gestssonar, ekki fyrir. Fer sú frásögn hér á cftir: Dóms- og kirkjumálaráðherra Is- lands, Friðjón Þórðarson, sem er samstarfsráðherra fyrir hönd ís- lands, talaði hér í dag á Norður- landaráðsþinginu. Hann sagði m.a. að enda þótt á ýmsu hafi gengið sl. 30 ár, væru þó engin ellimörk á samstarfinu milli norrænna þjóða, og síðar: „í stjórnarsáttmála ríkis- stjórnar Gunnars Thoroddsens seg- ir svo í kaflanum um utanríkismál: „Ríkisstjórnin leggur áherslu á að framfylgja sjálfstæðri utanríkis- stefnu. I því sambandi verði þátt- taka íslendinga í starfi Sameinuðu þjóðanna og Norðurlandaráðs sér- lega styrkt." Við vonum að okkur takist að láta verða af þessu tvíþætta meginmarkmiði í utanrík- isstefnu íslendinga. ísland er vörð- ur Norðurlanda í þjóðarbraut milli Evrópu og Ameríku. Við höfum átt vinsamleg sam- skipti við þjóðir vesturheims og sérstakar skyldur hvíla á okkur við að rækta vináttu með frændsemi við íslendingabyggðir í Kanada. Við erum að sjálfsögðu djúpt snortin af grundvallarhugsjónum hinna Sam- einuðu þjóða um alheimsfrið og viljum styðja þau háleitu markmið af heilum hug. Á sama hátt viljum við efla samvinnu Norðurlanda af fremsta megni, eins og ég vona að sést hafi af þátttöku íslendinga í norrænu samstarfi um 30 árá skeið.“ Áhrif á póli- tísk stórveldi Þá talaði Hjörleifur Guttorms- son, og sagði: „Norðurlönd geta haft mikil áhrif á pólitík stórveld- anna, sem nú í seinni tíð einkennist af ógnunum og afskiptum jafnt í Afganistan sem í E1 Salvador, en það krefst þess, að þjóðir okkar nái að sameinast um boðskapinn um frið og detente í alþjóðamálum. Þær mörgu raddir, sem nú hljóma um atómvopnalaust svæði á norð- urslóðum, geta umsvifalaust vaxið til áhrifa, ekki aðeins til gagns fyrir öryggi Norðurlanda, heldur engu síður reiknað á alþjóðlega mæli- stiku. Það er lýsandi dæmi að ísland hefur í þessu máli samfélag við hin Norðurlöndin, því þrátt fyrir her- stöðina á Keflavíkurflugvelli hafa íslensk yfirvöld hvað eftir annað Friðjón Þórðarson staðhæft að atómvopn séu ekki og verði ekki til staðar á íslandi. Öryggi Norðurlanda, bæði í friði og í stríði, er mál, sem þjóðir heimsins varðar, og það er eðlilegt að við finnum okkur samnorrænt málþing til að ræða öryggispólitík innan eða við hlið Norðurlandaráðs. Hins veg- ar má Norðurlandaráð ekki verða málþing fyrir hártogun í stórvelda- pólitík og hernaðarbandalögum, en aftur á móti verður þar að vera rúm fyrir umræður um öll mikilvægustu mál þjóða okkar og á vegum ráðsins ætti að styðja friðarrannsóknir og aðra gagnlega starfsemi til ágóða fyrir almennt öryggi." Þá ræddi Hjörleifur um orkumál, skynsamlega notkun og nýtingu orku á hverju Norðurlanda og í þeim öllum sem heild, sem hann kvað eitt af mikitvægustu viðfangs- efnum, sem ætti að reyna að leysa landa í milli í heilbrigðri samvinnu. Einnig ræddi hann um umhverf- Svavar Gestsson ismál og náttúruvernd, sem ættu að ná yfir landamæri. Tökum sjálfir ákvarð- anir um utanríkismál Fjórði ráðherrann íslenski. sem talaði hér i fyrradag, er Svavar Gestsson: Svavar minntist í ræðu sinni á landhelgismálin og að til- gangurinn hefði verið að vernda fiskistofnana. Ákvörðun um frið- lýsingu kvað hann mundu vera rökrétt framhald af árangrinum sem náðst hefur um víkkaða lög- sögu hjá þjóðunum við Atlantshafið norðanvert. Verndun lífríkisins í hafinu sé samt ekki aðeins í þágu fiskveiðiþjóðanna — slík verndun- arstefna sé í þágu alls mannkyns, þar sem enn séu fyrir hendi mögu- Íeikar á að auka hlut hafsins í eggjahvítuefnaframleiðslu heims- ins. „Það er mín skoðun," sagði ráðherrann að „friðlýsing Norður- Hjörleifur Guttormsson Atlantshafsins mundi vera mikil- vægt framlag frá Norðurlöndum til að draga úr spennu í heiminum: Til að tryggja frið í heiminum. Önnur hugmynd sem ég vil nefna hér er atómvopnalaust svæði á Norður- löndum: Hugmyndin um slíkt atóm- vopnalaust svæði hefur hvað eftir annað komið fram á Norðurlanda- ráði. Forsendurnar fyrir víðtækum kröfum sem nú eru á lofti um atómvopnalaust svæði á Norður- löndum hafa margar hliðar. Þar er um að ræða sameiginlegt mat allra norrænu landanna og þar sýnast mér hugmyndir Lars Werners um ráðstefnu á þingræðisgrundvelli góðar. Allir hér viðurkenna nauð- syn þess að ræða öryggismál og ég sé ekkert á móti því að slíkar umræður verði formlegar hér í Norðurlandaráði. Þetta er ekki mál þar sem maður getur skilið að hinar norrænu þjóðir. í blöðunum hefi ég séð hugmyndir um að ísland yrði að standa utan við mál eins og atóm- vopnalaust svæði, þar sem banda- rísk herstöð er á íslandi. Ég vil mótmæla þessu harðlega. íslend- ingar munu sjálfir og burtséð frá herstöð í landinu taka ákvarðanir um utanríkismál. Það gera Banda- ríkjamenn ekki fyrir okkur og það mundi verða mikill þrýstingur á Island ef það lægi utan við annars atómvopnalaust svæði. Það er mik- ill misskilningur að maður eigi ekki að ræða þessi mál á norrænum vettvangi því með því vanmetur maður trú fólks á Norðurlandaráði og möguleikum þess til að eiga sjálfstæða tilveru. Kalda stríðið setti vissulega sín spor á Norður- landaráð á sínum tíma, en Norður- landaráð verður að sýna víðsýni og sveigjanleika til að brjóta niður ísbrynju kalda stríðsins. Slegið í tunnuna á Lækjartorgi. Öskudagurinn í Reykjavik: Kötturinn sleg- inn úr tunnunni á Lækjartorgi ÓVÆNT samkunda átti sér stað á Lækjartorgi í gærmorgun, en þá hópuðust börn og fullorðnir þangað til að slá köttinn úr tunnunni. Fram til þessa mun það einkum hafa verið gert á Akureyri en nú var siður þessi sem sagt tekinn upp syðra og í tilefni öskudagsins voru menn málaðir og skreyttir, enda frí í skólum og tilvalið að ærslast svolítið. Menn voru misjafnlega skreyttir og málaðir. Þrátt fyrir að vetur minnti á tilveru sina var glatt á hjalla. Á öskudag er ýmislegt leyfilegt. sem ekki gerist aðra daga ársins og trúlega verða allar slíkar skreytingar á bak og burt í dag. LJtanyndir Kristinn ólnlæon og Emilla B. BJörnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.