Morgunblaðið - 05.03.1981, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981
i?Á
'69 HRÚTURINN Uil 21. MARZ—19.APRÍL Eitthvað óvenjulega skemmtilegt gæti hent þig i kvöld. Þú hefur ástæðu til að vera hjartsýnn.
JLb. NAUTIÐ fall 2«. APRÍI,—20. MAÍ Loksins hlýtur þú laun erfið is þins, þótt þau komi alls ekki þaðan sem þú áttir von á.
TVlBURARNIR LWS 21. MAÍ-20. jíjnI I dag skaltu nota vel þau tækifæri sem þér kunna að bjóðast. Notaðu hugmynda- flugið og árangurinn verður þér i hag.
KRABBINN 21. JÚNl—22. JÍILl I dag gætirðu hitt persónu sem hefur áhrif á framtið þina. Nú er um að gera að bregðast rétt við.
Wjfl LJÓNIÐ E^-a 23. JÍILl—22. ÁGÚST lialtu þinu fram óhikað ef þér finnst þú hafa á réttu að standa. Ekki eru öil ráð gefin af góðum hug.
JSS MÆRIN W3lll 23. ÁGÚST-22. SEPT. Þú nýtur óskiptrar athygli i dag og vinsældir þinar eru miklar. Kannske ekki að ástæðulausu.
VOGIN W/tTTé 23. SEPT.-22. OKT. Þér vinnst vel i dag og það skaltu notfæra þér. Það er ýmislegt heimafyrir sem hef- ur setið óþarflega lengi á hakanum.
DREKINN HhSI 23. OKT.-21. NÓV. Liklega góður dagur þegar allt verður skoðað. Afköstin eru kannski ekki ýkja mikil en ýmislegt hefur þó áunnist.
fifj BOGMAÐURINN L&ii 22. NÓV.-21.DES. Alit mun ganga á afturfótun- um i dag. Þú skalt láta vinnufélagana i friði, þeir eru orðnir þreyttir á þér.
STEINGEITIN 22. DES.-19. JAN. Athugaðu vel þinn gang og flanaðu ekki að neinu. Það er margt sem þarf að athuga áður en ráðist er i nýjar framkvæmdir.
SjS VATNSBERINN V>^SS 20.JAN.-18. FEB. Hverskonar viðskípti eru tru- lega mjög hagstæð i dag. Athugaðu samt að éfnahag- urinn stendur ekki alltof traustum fótum.
FISKARNIR ‘úSeS 19. FEB.-20. MARZ Heimilið og fjölskyldan gera miklar kröfur til þfn i dag. Gerðu þitt besta til að valda þeim ekki vonbrigðum.
OFURMENNIN
CONAN VILLIMAÐUR
LJOSKA
SMÁFÓLK
(k»*. /
J '
IF UE EVER HAVE AN
INK 5H0RTA6E, YOU'RE
GONNA 0E BLAMEP.'
Eí það verður einhvern tíma
blekskortur, þá mun þér
verða kennt um!
BRIDGE
Umsjón: Gudm. Páll
Arnarson
Spilið að neðan er frá
Reykjavíkurmótinu i sveita-
keppni. Á báðum borðum
var spilaður sami samning-
ur: 4 spaðar í suður. Útspilið
var einnig það sama báðum
megin, eða lauf-10.
Norður
S. 92
H. Á8754
T. G62
L. ÁK5
Vestur Suður
S. KGIO S. ÁD87643
H. D H. 102
T. D7543 T. ÁIO
L. D1098 L. G2
Austur
S. 5
H. KG963
T. K98
L. 7643
Eins og sést stendur spilið
ef hleypt er heim á lauf-G.
Og það getur varla kostað
neitt að hleypa laufinu, því
þó f.ö Austur eigi lauf-D má
losr a við einn tapslag í tígli
eða hjarta ofan í annað
laufháspilið. Og þó, það gæti
kostað að Austur á lauf-D og
hjónin í tígli. Þá væri hægt
að fría tígul-G sem niðurkast
í hjarta. En það eru helmingi
minni líkur á því að Austur
eigi tígulhjónin en Vestur
lauf-D. Sagnhafi á öðru borð-
inu var bjartsýnn á spaða-
leguna og „nennti" ekki að
láta laufið fara. Það kostaði
hann 10 impa.
Spilið stendur alltaf ef
tígull kemur út. Þá fríast
tígul-G. Hjarta-D virðist
vera eina útspilið sem gefur
vörninni möguleika. En má
vinna spilið með hjarta út?
Segjum að sagnhafi hirði
ekkert um öryggisspila-
mennskuna í spaðanum og
spili einfaldlega spaða á
drottningu í öðrum slag.
Vestur getur spilað sig út á
spaða-G en lendir strax aftur
inni á spaða-10. Og þá verður
hann að spila tígul-D til að
hnekkja spilinu.
SKÁK
Umsjón: Margeir Pétursson
Á stórmótinu í austurrísku
borgunum Baden og Wien í
fyrra kom þessi staða upp í
skák þeirra Hölzl, Austur-
ríki, og enska stórmeistarans
John Nunn, sem hafði svart
og átti leik. Nunn hafði þegar
unnið mann fyrir þrjú peð og
skilaði honum nú til baka
með góðum árangri:
29. Bxg3!, 30. hxg3 -
Dxg3+, 31. Hg2 - De3+ og
hvítur gafst upp. Eftir 32.
Hff2 — Rf3+ verður hann
mát. Sovézku stórmeistar-
arnir Spassky og Beljavsky
urðu jafnir og efstir á mót-
inu, hlutu báðir 10 vinning
af 11 mögulegum. Nunn kom
mjög á óvart með góðum
árangri sínum, en hann varð í
þriðja sæti með 10 v. Fjórða
sætinu deildu stórmeistar-
arnir, Byrne, Bandaríkjun-
um og Vaganjan, Sovétríkj-
unum.