Morgunblaðið - 05.03.1981, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981
41
fclk í
fréttum
+ Spænskir stjórnmála-
menn hafa verið svo mjög í
heimsfréttunum síðustu
daga. — Þetta er einn
þeirra, Manguel Fraga Iri-
barne. — Hann er á hægri
væng stjórnmálanna þar og
er foringi Lýðræðisbanda-
lagsins.
Lengsta hár í heimi
+ Stúlkan sú arna heitir Hiroko Yamazaki og er 35 ára gömul
skrifstofudama i Tokyo. „Hatturu hennar er 2,35 metrar að lengd
og þessi ótrúlega lengd nægir til að koma Hiroko i „Heimsmeta-
bók Guinness**. Hún segir aA það taki hana 4 klukkutíma að
lauga sig og þvo sér um hárið! Það tekur greinilega langan tima
að safna svona löngu hári, þvi hún hóf söfnunina aðeins 10 ára
gömul!
Páfakoss — en
ekki átakalaus
+ Sem kunnugt er úr fréttum
var Jóhannes Páll páfi II á
Filipseyjum á dögunum. í
höfuðborginni, Manila, þusti
þessi ungi drengur að páfa og
vildi fá koss. Öryggisverðir
gripu drenginn og drógu
hann burt eftir að páfi hafði
kysst hann. Atvik þetta sást
greinilega í beinni sjón-
varpsútsendingu. Héldu
margir að drengurinn væri
með hníf í hendinni. Það kom
þó á daginn að drengurinn
var óvopnaður og hafði ekk-
ert illt í hyggju, sem fyrr
segir.
I blóma fyrir
keppnina
+ Ameríska leikkonan
Amy Irving er þessa dag-
ana suður á Italíu þar sem
hún mun verða viðstödd
frumsýningu myndarinn-
ar „The Competition"
(Keppnin). Meðleikarar
hennar í myndinni eru
ekki af lakara taginu því
þeir eru Lee Remick og
Richard Dreyfuss. Leik-
stjóri er Joel Oliansky.
Sœnski kvikmyndaleikstjórinn
Stefan Jarl
Sænski kvikmyndleikstjórinn heldur fyrirlestur og
sýnir kvikmynd sína „Förvandla Sverige", fimmtu-
daginn 5.3. kl. 20.30 í Norræna húsinu.
Verið velkomin Norræna húsiö
NORRíNA HUSID POHJOLAN TAIO NORDENS HUS
Scheppach
trésmiðavélar
fyrirliggjandi
Samanstendur af 5“ þykktarhefli, 10" afrétt-
ara og hjólsög meö 12“ blaði, 2 ha. mótor.
^|I.IÐAR€NDI
/ Leiklistarkvfíld y
Skemmtihyt </rin mei) fn’im félfífjum Bessa
Bjarnasyni <></ Raxjnari Bjarnasyni í
i kvfíld, fimmtuday. <
V Borðapantanir frá kl. 2 í síma 11G90. /
^Opið frá kl. 18.00-22.30.