Morgunblaðið - 05.03.1981, Page 45

Morgunblaðið - 05.03.1981, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS .juua Um flug- stjómar- menn FluKmaður skrifar: „Það virðist vera útbreiddur misskilningur hjá frétta- mönnum að nefna fiugumferð- arstjóra flugstjórnarmenn eins og oft kemur fram í fréttum. Eins og öllum ætti að vera ljóst eru þeir einir flug- stjórnarmenn sem stjórna flugfari, þ.e. flugstjóri, flug- maður og flugvélstjóri, sam- anber skipstjórnarmenn, sem eru auðvitað skipstjórar, stýrimenn og vélstjórar og myndi engum detta í hug að kalla t.d. hafnarstjóra skip- stjórnarmenn. Flugumferðarstjóri (Air Traffic Controller) er hinsveg- ar sá sem er á jörðinni og stjórnar flugumferðinni, en hefur ekki með sjálfa flug- stjórnina að gera því það er starf áhafnarinnar sem starf- ar í flugstjórnarklefa flugvél- arinnar. Orðið „flugstjórn“ hefur verið misnotað um ýmislegt sem lítur að flugumferð svo sem Reykjavík flugstjórn, flugstjórnarsvæði o.s.frv. sem ætti auðvitað að heita flugum- ferðarstjórn og flugumferð- arsvæði ef gera á greinarmun á því hvort um er að ræða stjórn á flugumferð eða flug- farinu sjálfu. Það er vonandi að frétta- menn og aðrir þeir sem hafa misskilið þessi starfssvið átti sig á þessu og nefni þau réttu nafni framvegis." En öllu má ofbjóða Karl Helgason skrifar: „Enn kem ég til þín, kæri Velvakandi, með beiðni um að þú setjir í dálka þína þær hugsanir, sem blossuðu upp í huga mínum í gærkvöldi, þegar sjónvarpsdag- skráin tilkynnti áhorfendum sín- um að sjónvarpað yrði frá Krist- jánsborgarhöll úr kvöldveislu þeirri, sem Margrét Danadrottn- ing hélt forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur. Hreint hneyksli Sjónvarpið skyldi hefjast kl. 20.50. Á þeim tíma kom kynning sjónvarpsdagskrár næstu viku. Þegar henni lauk voru u.þ.b. 15. mín. liðnar frá því veislusjónvarp- ið átti að hefjast. Undir þeim kringumstæðum, sem þarna voru, átti að sjálfsögðu að fella þennan þátt niður og tel ég yfirleitt enga ástæðu til að þylja dagskrána eins oft og gert er. í þessu tilfelli var þetta hreint hneyksli, bæði gagn- vart hinum konunglegu gestgjöf- um forseta vors og áhorfendum hér heima á íslandi. Sá glæsileiki þjóðhöfðingjanna og hinna mörgu tignu gesta, hreinsaði og mýkti hugi áhorfendanna, sem var með slíkum ljóma að hrifandi var. Ég horfði og hlustaði á Margréti Danadrottningu, er sjónvarpað varvfyrir nokkru síðan í sambandi við embættistöku hennar að föður hennar látnum, og vissi því hvers mátti vænta. Forseti vor, Vigdís Finnbogadóttir, skipaði sinn sess, bæði í framkomu og framsetningu ræðu sinnar með miklum og eðli- legum glæsibrag. Þá læt ég lokið umræðu minni um þessa tvo þjóðhöfðingja sem voru hvor um sig landi sínu til sóma. Sífelld endurtekning skapar leiða Ég kom inn á það, í byrjun þessarar greinar, og vil nú ítreka það, sem áreiðanlega veldur mörg- um óánægju, þ.e. hversu algengt það er að dagskráin sé færð úr skorðum. Einn liður kemur inná annars tíma. Þótt bæði sé þetta hjá sjónvarpi og útvarpi, er hið fyrrtalda meira áberandi. Sú sí- fellda endurtekning sem þar er viðhöfð skapar áreiðanlega leiða margra. Það stafar þó ekki frá „þulunum", því yfirleitt eru þeir skemmtilega góðir, bæði í sjón og framburði. En öllu má ofbjóða. Einn hinna ágætu þula er farinn að draga úr þessari óhóflegu kynningu. Tilgreinir t.d. ekki, bæði undan og eftir hvað næst komi og í lokin, hvað þetta eða hitt hafi verið. Það verður leiðigjarnt, að láta tyggja í sig eitt og annað. I öllum bænum takið þetta til endurskoðunar og breytið í það horf, sem ég og áreiðanlega fjöldi fólks tekur undir. Sjónvarpi og hljóðvarpi hefur yfirleitt lánast að fá að hafa góða, þægilega og huggulega þuli. Megi svo ætíð verða, en þá þurfa stjórnendur stofnananna að taka eðlilegt tillit til ábendinga og óska notend- anna.“ Þ»essir hringdu . . . Styttið frem- ur dagskrána 8258—1510 hringdi og kvaðst hafa í fórum sínum ábendingu til Ríkisútvarpsins vegna fjárhags- örðugleikanna margumtöluðu: — Ég held ég mæli fyrir munn margra hlustenda og áhorfenda, a.m.k. þeirra sem ég hef rætt við, þegar ég bið ykkur um að stytta fremur útsendingartímann en hækka afnotagjöldin, og á þetta jafnt við um útvarp og sjónvarp. Þökk fyrir góða grein Kristín Björk Árnadóttir hringdi og sagðist vilja koma á framfæri þökkum til Ingunnar Þórðardóttur fyrir frábæra grein hennar í laugardagsblaði Morgun- blaðsins (28.2.). — Greinin ber yfirskriftina „Laun heimsins og réttur hinna fullorðnu". Við vor- um að ræða um þessa grein nokkrar góðar vinkonur, sem höldum vel saman, og vorum á einu máli um það, hvað hún væri fallega hugsuð og skrifuð af mikl- um skilningi á högum aldraða fólksins af svo ungri stúlku að vera. I framhaldi af grein Ingunn- ar fannst okkur ástæða til þess að benda sjónvarpinu á að taka a.m.k. einn umræðuþátt í það að ræða málefni gamals fólks og annarra litilmagna og taka það til alvarlegrar íhugunar, hvað þetta fólk á erfitt uppdráttar. Einnig finnst okkur að skólarnir ættu að gera meira að því, svo og aðrir uppalendur, að kenna ungu kyn- slóðinni að sýna öldruðu samborg- urum sínum virðingu, hlýju og tillitssemi. Það þarf að láta fara meira fyrir hinu fagra og góða í tilverunni en nú er gert. Vantar upplestra á söRum og kvæðum G.H. hringdi og sagði málefni aldraðs fólks vera til umræðu meira en áður: — En nú er verið að tala um að stytta sjónvarps- dagskrána, og liggur í augum uppi á hverjum það bitnar fyrst og fremst, auðvitað þeim sem geta lítið hreyft sig að heiman, gamla fólkinu. Er ekki hægt að spara annars staðar en þarna? Þá vil ég nota tækifærið og biðja útvarpið að gera hlut hins talaða orðs meiri í sinni dagskrá og fjölga upplestr- um á sögum og kvæðum. ^mBn Þórðardóttir L.aun heimsins - og réttur hins aldraða föatndetfi Otf frmm á mMarmnót' A •íðu*tu árum hef ég kynn«t rglega mftrgum mtvikum. im réttur o* frifthelgi mldrmft* ilks í heimahúaum er *ft en*u afftur Drykkjulæti nágrann*. hávafti g ruddaskapur af vftldum áfengi* irftist vega meira en bftn hin* riftsam* borgara um ■vefnfrib aft lóttu þó ekki aé annaft Þaft er itrúlégL en «tt. aft eldr. fólk tefir nauftugt orftift aft hrftkklait Hirt úr eigin húsnmfti af vftldum ikilningwljórra nábýlinga, «m einskia svitMt HWM k.nn.k. i bá l«» J>etU er 1,ara «»"'*1t. álfmglkH fólk, sem emtinn teknr »ark á.' fðntudefti o* írnm i .6f»r«n«tt mknudw. vikn nftir viku. mknn* . eftir mánud, át eftir ár Gomlu hiOnin á 2. hmhinni h»f» ekkert » móti gleftakap. en UkmOrk eru I fyrir öllu. Húsift er hljóftb»rt og I ekkert er Itert til »» Jr«* < hávafta amkvemanna a l. Mikift vín er haft um hOnd Húabóndinn «é«t taka á móti geatum *ínum, reikull og háv«r i tali. . . ■ Tónliatin dynur á hæata stigi og •ungift er meft af krafti. danaaft og ■tappaö i gólfift Samkomulagift er | bó ekki alltaí upp á þaft betU Heyra má •kammirnfrildi^kur ÞAÐ ER SAMA HVERT UTIÐ ER HURÐIRNAR ERUALLARFRA SIGURÐI EUASSYNI SELKO SIGURÐUR ELÍASSON HF. AUÐBREKKU 52. KÓPAVOGI. SlMI 41380 Hringið eða skrifið eftir frekari upplýsingum. Ég óska eftir að fá ókeypis myndalista yfir SELKO hurðir. Nafn: _ Heimili: Sími:_______________________________________________________________________ Sendist tit: Siguröar Elíassonar h.f. Auðbrekku 52 — Kópavogi Sími 41380 stálið er heitgalvaniserað og lakkað með PVF2 lökkun, sem talin er fremsta litunaraðferö á markaönum í dag. Litir: svart og rautt PLEGEL má negla beint á pappaklætt þak. Allir fylgihlutir fáanlegir í slömu litum t.d. kjölur, skotrennur, vindskeiöar, sléttjárn og saumur meö gúmmí- þéttingu. Leitið upplýsinga og tilboða. — Eg óska eftir myndlista um PLEGEL I Nafn Heimili PLEGEL UMBOÐIÐ, PARDUS H.F. Box 98, Keflavík, sími 92-3380. stálplötu þak meö tígulsteina útlit PLEGEL er fáanlegt í plötum, lengd 110 cm og 215 cm og þekja plöturnar 100 cm á breidd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.