Morgunblaðið - 05.03.1981, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 05.03.1981, Qupperneq 48
Síminn á afgretöslunni er 83033 Jttorjjnnblntnl) Hr*inla»ti«U»ki BWnduturtoki StélvMkar X^fJ ARABIA I^aðstofaW Nýborgarhúsinu, Ármúla 23, •fmi 31610. FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981 Skemmdir á Flug- leiðaþotu af grjótkasti KOMIÐ hafa í ljós nokkrar skcmmdir á Boeinj? 727-200- þotu Fluííleiða, sem urðu á henni í óveðrinu 16. og 17. febrúar sl. Stóð þotan þá við flugskýli á Keflavíkurflug- velli og fauk á hana pappi, mol og annað lauslegt af þaki Óli Óskars til Nes- kaupstaðar? VIÐRÆÐUR hafa farið fram milli ólafs Óskarsson- ar útgerðarmanns nóta- skipsins Óla Óskars RE 175 og Ólafs Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Síldar- vinnslunnar á Neskaupstað, um að Síldarvinnslan kaupi Óla óskars. Þessar viðræð- ur eru á frumstigi, að því er Ólafur Gunnarsson tjáði Mbl. í gær, „en ef hægt er að fá gott skip á goðu verði þá er sjálfsagt að hugleiða mál- ið,“ sagði Ólafur G unnars- son. Óli Óskars var áður síðu- togarinn Þormóður Goði, en skipið var yfirbyggt og því breytt árið 1978. flugskýlisins. Hafa komið fram skemmdir í yztu málm- húð vélarinnar, sem geta vaid- ið tæringu. Sveinn Sæmundsson blaða- fulltrúi Flugleiða tjáði Mbl. í gær, að strax hefðu komið í ljós skemmdir á gluggum vélarinnar, en ytra byrði skrokks og vængja hafi skemmst nokkuð þegar möl og pappa rigndi yfir vélina. Við nánari skoðun sérfræðinga Flug- leiða hafi komið fram að málmhúð í ytra byrði þotunnar hafi skemmst þannig að sé ekki gert við strax muni vélin verða ofur- seld tæringu eftir fáa mánuði. Fjórir sérfræðingar frá Boeing- verksmiðjunum skoðuðu vélina í gær og voru sammála niðurstöð- um Flugleiðamanna um skemmd- irnar. Sveinn Sæmundsson sagði ekki afráðið hvar viðgerð færi fram, hugsanlega yrði það hjá Boeing-verksmiðjunum sjálfum í Seattle. Ákvörðun yrði tekin um það þegar fyrir lægi skýrsla sér- fræðinga Boeing í dag. Viðgerð tæki trúlega nokkurn tíma, en skemmdir þessar hafa ekki haft nein áhrif á flughæfni vélarinnar, heldur munu eins og fyrr segir, valda tæringu þegar frá líður. Þótt vélin fari í viðgerð um tíma mun það ekki valda truflunum á áætlunarfluginu, a.m.k. ekki með- an sumaráætlun gengur ekki í gildi, sem verður 1. apríl nk. Aðalfundi Flug- leiða flýtt til 8. april STEFNT er að því að aóalfundur Flugleiða verði haldinn 8. apríl nk. samkvæmt ósk ríkisstjórnarinnar sem á 20% hlutafjár í fyrirtækinu. en ákvörðun i málinu verður væntanlega tekin á stjórnarfundi Flugleiða i dag. Ef aðalfundurinn verður 8. apríl þarf að halda framhaldsaðalfund um miðjan maí, en samkvæmt áætlun átti aðalfundurinn að vera þá. Á aðalfundi er fyrst flutt skýrsla stjórnar, siðan fjallað um reikninga og síðast er kosið í stjórn, en ef fundurinn verður 8. apríl verður að taka síðasta liðinn til afgreiðslu og fresta tveimur fyrstu liðunum til framhaldsaðalfundar þar sem reikningar liggja ekki fyrir fyrr en þá. Beiðni ríkisvaldsins um þennan fund kom til vegna þess að ekki náðist samþykki á hluthafafundi í lok febrúar fyrir tilnefningu tveggja fulltrúa ríkisstjórnarinnaf í stjórn Flugleiða. Ekki er gert ráð fyrir kosningu á aðalfundi, en þá fær ríkissjóður nú einn fulltrúa af tveimur í 9 manna stjórn og annan að ári, en kosið er til tveggja ára í senn um 5 menn annað árið og 4 hitt árið. Má því reikna með að fulltrúi fjármála- ráðuneytisins fari inn í stjórnina nú, en fulltrúi samgönguráðuneytis- ins að ári. Það sem helst hefur vafist fyrir við ákvörðun um að flýta aðalfund- inum er lögfræðileg óvissa um möguleika á slíku. ag hæíir að'Mfeðast nokkuð óvenjulegum búningum og taka upp á ýmsu, sem ekki er gert aðra daga ársins, en þrátt fyrir uppátækin má ekki ** gleyma að fóðsa tikepnurnar. Sjá flfiri’^nyndir á miðopnu. Lk'wm. Gunnar Þór Gis Útgerðarmenn stærstu loðnuskipanna: Biðja um stuðning til kolmunnaveiða ÚTGERÐARMENN stærstu loðnuskipanna hafa undanfarið rætt verkefni þessara skipa í ár. en loðnuveiðar standa orðið lít- inn hluta ársins. Ólafur Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Síld- arvinnslunnar á Neskaupstað. sem gerir út nótaskipið Börk, sagði í samtali við Mbl., að undanfarin ár hefði miklu fé verið varið til vinnslutilrauna á kolmunna, en nú þyrfti að leggja miklu meiri áherzlu á veiðarnar en áður hefði verið gert. Sagði hann, að útgerðarmenn myndu í dag ganga á fund sjávarútvegs- ráðherra, Steingríms Her- mannssonar. til að ræða þessi mál. Burðarmestu loðnuskipin eru Börkur, Bjarni Ólafsson, Eldborg, Grindvíkingur, Júpiter, Jón Kjart- ansson, ÓIi Óskars, Víkingur og Sigurður. „Þessi skip voru keypt eða þeim breytt er fiskifræðingar voru almennt bjartsýnir á loðnu- veiðarnar fyrir nokkrum árum,“ sagði Ólafur Gunnarsson. „í þess- um flota er gífurleg fjárfesting og það er því jafn slæmt þegar fiskifræðingar eru bjartsýnir eins og þegar þeir eru svartsýnir um of. Þessi skip hafa ekki lengur mikla möguleika og fyrir þau þarf að finna verkefni. Undanfarin ár hefur miklu ver- ið varið til vinnslutilrauna í landi, en nú' þurfum við að huga að veiðunum og setja fjármagn í þær. Nú eru það einkum Rússar, Fær- eyingar og Norðmenn, sem veiða kolmunna og þegar farið verður að skipta kolmunna niður á þjóðir miðað við veiðar undangenginna ára stöndum við illa að vígi ef við reynum ekki til hlítar að veiða kolmunnann." Dregið úr skömmt- un Landsvirkjun- ar um 24 MW Um 1300 starfsmenn Ríkisútvarps og Pósts og síma: Fá felld niður afnota- gjöld eftir 3-8 ára starf STARFSMENN Ríkisútvarps- ins og starfsmenn Pósts og síma njóta eftir vissum reglum ákveðinna fríðinda varðandi af- notagjöld fyrir útvarp og sjón- varp og símann. Fá starfsmenn felld niður afnotagjöld að hálfu eftir ákveðinn starfsaldur og að öllu leyti eftir lengri tíma. Hörður Vilhjálmsson fjár- málastjóri útvarpsins tjáði Mbl. að reglur varðandi starfsmenn útvarps hefðu verið settar af menntamálaráðherra fyrir all- mörgum árum og þær hefðu öðru hverju verið endurskoðaðar. Eru reglur fyrir starfsmenn ríkisút- varpsins þær, að eftir eitt ár fá fastráðnir starfsmenn felld niður afnotagjöld að hálfu, en öll afnotagjöld eftir 3 ár í föstu starfi. Nær þessi regla til um 220 starfsmanna. Hjá Pósti og síma upplýsti Inga Svava Ingólfsdóttir starfs- mannastjóri að þeir sem unnið hefðu samfellt í 2 ár fengju hálft afnotagjald af síma fellt niður og allt afnotagjaldið eftir 8 ára samfellt starf. Nær þessi regla aðeins til þeirra sem eru í fullu starfi, þó eiga þeir sem eru í 67% starfi eða meira möguleika á þessum fríðindum. Ekki er veitt- ur afsláttur af umframskrefum þó með þeirri undantekningu að t.d. verkstjórar eða aðrir, sem boða þurfa út vinnuflokka eða kalla menn á vaktir, þurfa ekki að greiða fyrir umframskref. Þessi regla nær til um 1.100 af 2.200 starfsmönnum Pósts og síma. Afnotagjald síma á árs- fjórðungi er nú 195,60 kr. með söluskatti. YFIRBORÐ Þórisvatns er nú ekki nema 0,75 m lægra en á sama tíma i fyrra og Lands- virkjun hefur séð sér fært í bili að heimila stöðvun olíustöðva samtals að afli 24 MW, segir í frétt frá Landsvirkjun i gær. Aukin skömmtun, sem gripið var til á dögunum, og hagstætt veðurfar hafa leitt til þessarar hækkunar vatnsyfirborðsins, en það var í lok janúar sl. orðið 3,4 m lægra en á sama tíma í fyrra. í frétt Landsvirkjunar segir að minnkun skömmtunar hjá ÍSAL og Áburðarverksmiðjunni sé enn sem komið er smávægileg og engu spáð um hversu hratt megi draga úr skömmtun. „Hvað Járn- blendiverksmiðjunni viðvíkur þá kveður samkomulagið við hana svo á að rekstur hennar verði stöðvaður í minnst tvo og mest þrjá mánuði frá lokum janúar sl. að telja. Þó ánægjulegt sé að geta stöðvað olíustöðvarnar eru skömmtunarmálin ekki til lykta leidd, því ekki verður spáð í veðráttuna," segir að lokum í frétt Landsvirkjunar. Suðurland strand- aði við Hornaf jörð SUÐURLAND, eitt af fjórum skip- um útgrrðarfélagsins Nesskips, strandaði að morgni sl. þriðjudags i innsiglingunni til Ilornafjarðar og hafði ekki tekizt í gærkvöld að ná því út. Reyna átti á flóði kl. 6 í morgun að ná skipinu af strand- stað, en gerðar hafa verið þrjár árangurslausar tilraunir. Guðmundur Ásgeirsson fram- kvæmdastjóri Nesskips sagði að skipið væri mikið lestað, með um 1300 tonn, en skipið er 1750 tonn. Suðurlandi er ekki hætta búin á strandstað, en það hefur nú truflað umferð annarra skipa um innsigl- inguna. Hafnsögumaður var um borð og gott veður þegar óhappið varð, en Suðurlandi hefur marg- sinnis verið siglt inn til Hornafjarð- ar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.