Morgunblaðið - 10.04.1981, Síða 1

Morgunblaðið - 10.04.1981, Síða 1
32 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI 84. tbl. 69. árg. FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Vélaði tug- milljomr íiala út úr Irönum París. 9. april. - AP. RÍKISSTJÓRN írans hefur höfð- að umfangsmikið skaðabótamál gegn libönskum fjármálamanni, sem hefur að sögn iranskra lög- fræðinga vélað 56 milljónir Bandarikjadala (u.þ.b. 365 millj- ónir nýkróna) út úr irönskum yfirvöldum. Iransstjórn hefur sakað mann- inn um að hafa svikizt um að afhenda vopn, sem hann þóttist geta aflað á svörtum markaði, og Iranir hugðust nota í stríðinu gegn írak. í stað þess að koma með vopnin hafi Líbaninn stungið af með peningana. Leitar íransstjórn nú eftir því fyrir frönskum dóm- stólum að lagt verði hald á inneign- ir mannsins í frönskum bönkum og peningarnir endurgreiddir. Bradley hers- höfðingi látinn New York, 9. april. — AP. BANDARlSKI hershöfðinginn Omar Bradley, sem gat sér mikið frægðarorð í siðari heimsstyrjöld- inni, lézt í gær 88 ára að aldri. Bradley var eini fimm stjörnu hershöfðinginn í Bandaríkjunum. Hann stjórnaði milljón bandarisk- um hermönnum í heimsstyrjöld- inni og fór fyrir herjum í Túnis, á Sikiley og í innrásinni í Normandy stjórnaði hann bandaríska innrás- arliðinu. Bradiey var í hernum til síðustu stundar og hafði verið hermaður í 70 ár, þegar hann lézt. Ronald Biggs framseldur Bridgetown. Barbados. 9. april. AP. DÓMARI í Bridgetown á Barba- dos-eyjum úrskurðaði í dag, að lestarræninginn Ronald Biggs skyldi framseldur brezkum yfir- völdum. Hafnaði dómarinn rök- semdum lögfræðinga Biggs þess efnis, að samningur Breta og Barbadosmanna um framsal saka- manna væri ógildur, en ákvað þó að Biggs skyldi fá tveggja vikna frest til að áfrýja úrskurðinum. Símamynd AP. Haig á fundi með Spánarkonungi Alexander Haig, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti í gær viðræður við helztu ráðamenn á Spáni og lýsti eindregnum stuðningi Bandaríkjanna við lýðræðisþróunina í landinu. Haig kom í gærkvöldi til London, þar sem hann mun í dag eiga viðræður við Thatcher, forsætisráðherra og Carrington, utanríkisráðherra. Haig mun koma við í fimm höfuðborgum í Evrópu, áður en hann heldur heim á leið úr för sinni til Miðausturlanda. Pólland: Kania sætir harðri gagnrýni verkamanna Varsjá, Prag, 9. apríl. AP. REIÐIR verkamenn i Lenín skipasmíðastödinni i Gdansk gagnrýndu pólska kommúnista- flokkinn harðlega á fundi með Kania flokksleiðtoga i skipa- smiðastöðinni i dag. Kania fór á fund starfsmanna i stöðinni degi áður en Jaruzelski forsætisráð- herra flytur stefnumarkandi ræðu i pólska þinginu, þar sem búizt er við að hann endurtaki hógværar yfirlýsingar sínar um ástandið i landinu. Leiðtogar Samstöðu, samtaka frjálsra verkalýðsfélaga í Pól- landi, hittust í Gdansk skammt frá skipasmíðastöðinni, og ræddu nýjar reglur um kjör leiðtoga í samtökunum og hvort sjónvarpa skuli næstu viðræðum þeirra við fulltrúa ríkisstjórnarinnar. Dregið hefur úr spennu í Pól- landi, en fréttir sem borizt hafa til Vesturlanda bera þó með sér, að ýmis búnaður, sem sovézki herinn hefur komið fyrir við pólsku landamærin sé þar enn og að innrás megi nú gera með mjög stuttum fyrirvara. Utanríkisráðherra Tékkóslóv- akíu, Bohuslav Chnoupek, sagði í dag á blaðamannafundi í Prag, að Varsjárbandalagsríkin hefðu ekki í hyggju að grípa í taumana í Póllandi að svo stöddu og væri hann sannfærður um að þarlend- ir menn gætu leyst vandamál sín sjálfir. Hins vegar benti ráðherr- ann á að mjög margt væri líkt með ástandinu í Póllandi nú og því sem ríkti í Tékkóslóvakíu árið 1968. Fór hann hörðum orðum um Samstöðu og afskipti hennar af landsmálum. Gustav Husak var í kvöld endurkjörinn formaður tékkn- eska kommúnistaflokksins. Fækkar Norðmönn- um í 3,3 milljónir? Osló. 9. apríl. Frá Jan-Erik Lauró. fréttaritara Mbl. IIÆTTA er á því, að Norð- mönnum muni eftir næstu alda- mót fara fækkandi, að þvi er fram kemur i langtimaáætlun norsku rikisstjórnarinnar. Norðmenn eru nú um fjórar milljónir og verða væntanlcga 4,2 milljónir árið 2000, en haldi núverandi þróun áfram kann svo að fara, að í Noregi verði aðeins 3,3 milljónir manna árið 2050. Nú fæða norskar konur 1,7 börn að meðaltali, en þessi tala verður að hækka í 2,2 eigi norska þjóðin að vaxa með eðlilegum hætti að mati stjórn- arinnar. Stjórnin hefur ákveðið að skipa sérstaka nefnd til að finna leiðir til lausnar þessum vanda. I langtímaáætlun norsku stjórnarinnar kemur einnig fram, að á árunum 1982—85 megi búast við minni hagvexti í Noregi, en landsmenn eiga að venjast og að afleiðingin verði sú, að fáir þjóðfélagshópar fái kjarabætur, þrátt fyrir gífur- legar tekjur Norðmanna af olíu- vinnslu. Upplýst um mikinn f járdrátt i Noregi Geimskutlan á loft í dag Capc Canaveral. Florida. 9. apríl. AP. FYRSTU handarísku geim- skutlunni, Columbiu, verður skotið á loft í býtið í fyrramál- ið með tveimur mönnum innan- borðs. í kvöld var allt eftir áætlun. veðurspá góð og útlit fyrir vel heppnað geimskot. Um borð í geimskutlunni verða geimfararnir John Young og Robert Crippen og er ráðgert að þeir verði á lofti í 54,5 tíma og fari 36 sinnum umhverfis jörðina áður en þeir lenda skutlunni. Þessi ferð er hin fyrsta af fjórum reynsluferðum, sem farnar verða á næstu 12—15 mánuðum áður en reglubundn- ar ferðir skutlunnar geta hafizt, en þegar hafa 70 slíkar ferðir verið ráðgerðar. Young og Crippen komu í dag í stutta heimsókn í geimskutl- una og gerðu síðustu prófanir á tækjum. Þeir fóru síðan yfir allar flugáætlanir með starfs- mönnum NASA á Canaveral- höfða en gengu til hvílu síðdeg- is. Þeir verða vaktir kl. 2 í nótt að staðartíma og halda væntan- lega út í geiminn kl. 6.50 (11.50 að ísl. tíma). Öslú. 9. aprll. Frá Jan-Erlk Lauré, fróttaritara Mbl. UPP HEFUR komist um stærsta fjárdrátt. sem sögur fara af í Noregi. Fjármálastjóri hjá bif- reiðaverzlun í Ósló hefur viður- kennt að hafa dregið sér 10 milljónir norskra króna (rúmlega 12 milljónir nýkróna), en lögregl- an telur að upphæðin sé helmingi meiri. Peningana hefur maðurinn notað til að fjárfesta í húseignum, skartgripum og til útlána á pen- ingamarkaði í Noregi. Hann sagði upp starfi sínu í fyrra, þegar fyrirtækið, sem hann vann hjá, bar fram spurningar um fjármál hans. Meðal eigna mannsins er glæsilegt einbýlishús, talið 5 milljón norskra króna virði, en þegar maðurinn hugðist selja húsið og flytja til Spánar, greip lögreglan í taumana. Rannsókn hefur nú leitt í ljós, að í bankahólfi fjármálstjórans voru geymdar þrjár milljónir norskra króna og í öðru hólfi gimsteinar að andvirði fimm mílljónir króna. Nokkrar milljónir höfðu verið lán- aðar til ýmissa aðila innanlands á háum vöxtum. Bílaverzlunin hefur ákveðið að hreyfa ekki við lánum fjármála- stjórans heldur ganga inn í samn- inga hans. Hús hans og skartgripir hafa hækkað í verði og er ekki talið að fyrirtækið skaðist á því að yfirtaka þær eignir. Svo virðist, sem verzlunin kunni að hagnast á fjárdrættinum, þar eð maðurinn hefur litlu eytt á sjálfan sig og fjölskyldu sína, heldur lagt sig fram um að ávaxta féð. Fjármálastjórinn dró sér féð með því að stinga í eigin vasa þeim peningum, sem norska stjórnin greiddi fyrirtæki hans til að greiða niður verð á Mercedes Benz bifreið- um til leigubílstjóra í Ósló. Þessa iðju hafði hann stundað í 10 ár. Geimrúbla gefin út Moskva. 9. aprll. AP. TASS-fréttastofan greindi frá því í dag að nýr rúblupeningur yrði sleginn til að minnast þess að tuttugu ár séu liðin frá fyrstu mönnuðu geimferðinni, sem Yuri Gagarin fór. Öðru megin á peningnum verður skjaldarmerki Sovétríkjanna en hinum megin mynd af Gagarin og geimfari. Það er nk. sunnudag sem 20 ár eru liðin frá geimferð Gagarins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.