Morgunblaðið - 10.04.1981, Page 3

Morgunblaðið - 10.04.1981, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1981 3 Geri ráð fyrir að standa með stjórninni „Ég geri ráð fyrir að ég standi með ríkisstjórninni í þessu rnáli," sagði Pálmi Jónsson landbúnaðar- ráðherra. — Urðu miklar deilur innan ríkisstjórnarinnar um málið fyrir atkvæðagreiðsluna í efri deild? „Nei, það er allt í sátt og samlyndi um málið þar.“ Friðjón Þórðarson: Geri ekki ráð fyrir að styðja tillöguna „NÁTTURULEGA kemur þetta í ljós við atkvæðagreiðsluna, en ég geri ekki ráð fyrir á þessu stigi málsins að ég styðji slíka tillögu" sagði Friðjón Þórðarson dóms- málaráðherra. „Mér finnst greini- legt að athuga þurfi nánar ýmis- legt betur um þessa byggingu, áður en samþykkt verður lánsfjár- heimild til hennar" sagði hann. Albert Guðmundsson um flugstöðvarmálið: Verði tillagan samþykkt fer Alþýðubandalagið úr stjórn - Styð slíka tillögu, ef framhald er tryggt í stjórn landsins „SAMKVÆMT þeim upplýsingum sem ég tel mig hafa mun Alþýðubanda- lagið ganga úr rikisstjórn. ef breytingartillaga við lánsfjárlögin yrðu samþykkt,“ sagði Albert Guðmundsson m.a. um afstöðu sina til væntanlegrar breytingartillögu sjálfstcðismanna i neðri deild við lánsfjárlagafrumvarpið en það fæli i sér lánsfjárheimild til byggingar flugstöðvarinnar á Keflavikurflugvelli. „Tillagan hefur ekki komið fram i neðri deild, svo ég hef að sjálfsögðu ekki tekið afstöðu," sagði Albert. „Afstaða mín mun ekki verða til þess að stjórnarsamvinnan slitni, án þess að tilbúin sé önnur ríkisstjórn til að taka við.“ — Reiknarðu þá með að ríkis- stjórnarsamvinnan slitni, ef tillaga þessi yrði samþykkt í neðri deild? „Verði þessi tillaga samþykkt í neðri deild fer frumvarpið aftur til efri deildar og þar mun efri deild eflaust fella á jöfnum atkvæðum að taka samþykkt neðri deildar út úr frumvarpinu aftur og samkvæmt þeim upplýsingum sem ég tel mig hafa, mun Alþýöubandalagið þá ganga úr ríkisstjórn. Þeir mundu líta á þessa afgreiðslu sem brot á stjórnarsáttmála. Ég er ekki til- búinn til þess að skapa þann vanda sem af stjórnarkreppu leiðir. Ef fella á ríkisstjórnina verð ég að hafa nákvæmar upplýsingar um hvað tekur þá við í íslenzkum stjórnmál- um.“ Vegna þessara ummæla Alberts Guðmundssonar benti blm. Mbl. honum á, að í ræöu utan dagskrár á þingi 26. mars sl. hefði hann sagt, að hann teldi fráleitt, að minnihluti alþingismanna, þ.e. Alþýðubanda- lagið, hefði neitunarvald í flugstöðv- armálinu. Hann sagði það fráleitt, að minnihluti þingmanna tæki ráðin af meirihlutanum og bætti þvi við, að ef ríkisstjórnin kæmi ekki fram með málið á þingi, þyrftu þeir þingmenn, sem væru óbundnir og óháðir, að flytja málið og fylgja því eftir. Kvaðst hann mundu styðja slíkt frumvarp. Albert svaraði þessu og sagði, að með þessari tillögu væri ekki gengið nógu langt, ekki verið að taka neitt neitunarvald af Alþýðubandalags- mönnum, þetta væri bara heimild fyrir ríkisstjórnina og að ekkert yrði gert nema með samþykki allra ráðherra. Hann sagði, að ef menn vildu fella stjórnina yrðu þeir að koma með frumvarp um að ríkis- stjórnin tæki málið upp. Albert sagði, að Ólafur Jóhannes- son væri bara að storka stjórnar- sáttmálanum án þess að vilja stíga skrefið til fulls. Þetta væri því bara sýndarmennska vegna þess, að Al- þýðubandalagið hefði nákvæmlega sama neitunarvald áfram. Það væri ekki nóg að fella ríkisstjórn bara til að fella hana, það yrði að vera eitthvert framhald. Endurflytja tillög- una í neðri deild „VIÐ MUNUM endurflytja tillög- una i neðri deild“ sagði Lárus Jónsson. varaformaður þing- flokks Sjálfstæðisflokksins i gær. Lárus var að þvi spurður, hvort breytingartillagan við lánsfjár- lagafrumvarpið um lánsfjárheim- ild til byggingar flugstöðvar á Keflavikurflugvelli yrði flutt i neðri deild við meðferð frum- varpsins þar. Lárus sagði einnig að hann reiknaði með að tillagan yrði óbreytt frá því sem hún var í endanlegri gerð i efri deild. Verði flugstöðvarbyggingin samþykkt er grundvöllur ríkisstjórnarinnar brostinn — segir Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins Pálmi Jónsson: „EF að bygging flugstöðvar á Keflavikurflugvelli yrði sam- þykkt með atkvæðum stjórnar- andstöðunnar og einhverjum hluta stuðningsmanna rikis- stjórnarinnar, þá er náttúrlega alveg Ijóst, að þar með væri verið að brjóta grundvöll stjórnarinn- ar og þeir yrðu að bera ábyrgð á þvi, sem að slíkt gera,“ sagði Svavar Gestsson, formaður Al- þýöubandalagsins er Morgun- blaðið spurði hann hvort Alþýðu- bandalagið segði sig úr stjórn yrði bygging flugstöðvarinnar samþykkt á alþingi. „Það liggur alveg fyrir staða Alþýðubandalagsins í þessu máli,“ sagði Svavar,„ í fyrsta lagi að við erum andvígir því að reisa flug- stöð fyrir ameríska peninga. Við höfum alltaf verið á móti slíku fyrirkomulagi, við mundum til dæmis aldrei taka við amerískum peningum í Þingvallaveginn, svo ég nefni dæmi, sem teljast mætti hliðstætt. Nú í annan stað er í stjórnarsáttmala núverandi ríkis- stjórnar ákvæði um það, alveg ótvírætt, að það þurfi að ná samkomulagi á milli allra stjórn- araðila um byggingu flugstöðvar, ef til kæmi og utanríkisráðherra hefur raunar túlkað þetta þannig, að hver og einn ráðherra geti stöðvað þessa framkvæmd." Hefur Alþýðubandalagið gefið forsætisráðherra beina yfirlýs- ingu um það, að það segji sig úr stjórn verði flugstöðvarbyggingin samþykkt? „Ég hef rætt þessi mál og fleiri við forsætisráðherra, bæði í ein- stökum atriðum og almennt og ég tel enga ástæðu til þess að gefa skýrslu um það í Morgunblaðinu." Eggert Haukdal: Kannski er ég með, kannski á móti „Þetta sézt bara þegar ég greiði atkvæði. Ég segi einfaldlega ekki neitt nú þegar," sagði Eggert Haukdal. — Hefur þú þá ekki tekið ákvörðun um hvernig þú ætlar að greiða atkvæði? „Það getur vel verið að ég sé með tillögunni og vel verið að ég sé á móti. Það kemur bara í ljós.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.