Morgunblaðið - 10.04.1981, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 10.04.1981, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1981 „Öll Svíþjóð mun stöðvast44 Stokkhólmi. 9. april. í DAG var boðað til verkfalla hjá 15 þúsund starfsmönnum við fimm stærstu fyrirtæki Sviþjóð- ar. f>að eru hagsmunasamtök starfsmanna. sem ráðnir eru hjá einkafyrirtækjum, PTK, sem boð- uðu til verkfalla hjá fyrirtækjun- um Volvo, Atlas Copco, L.M. Ericson, Saab-Scania og Boliden. Ef til þessara verkfalla kemur, munu fimm stærstu fyrirtæki Sviþjóðar trúlega verða að leggja niður alla framleiðslu og sextíu þúsund verkamenn eiga á hættu að missa vinnuna. Aðstoðarformaður atvinnurek- endasambandsins, Olof Ljung- gren, sagði í dag, að það væru ekki aðeins þessi fimm fyrirtæki, sem lokuðust: „Öll Svíþjóð mun stöðv- ast, ef til þessara verkfalla kem- ur,“ sagði hann. Samningaviðræður hafa staðið í rúman mánuð, en strönduðu í síðastliðinni viku, þar sem ekki náðist samkomulag um uppbætur fyrir PTK-meðlimi fyrir þær kauphækkanir, sem félagar verka- lýðsfélaganna fá utan samninga, svokallaðar aukahækkanir. Sáttasemjarar munu nú reyna að miðla málum, en starf þeirra er engan veginn auðvelt, því stærstu verkalýðssamtökin, LO, hafa hót- að að rifta samningum sínum við atvinnurekendur, ef PTK nær betri kjörum en þau. Auk þessara verkfalla hafa allir yfirmenn og vélstjórar á sænskum skipum, sem liggja í höfn í Norður-Evrópu þann 23. apríl, boðað verkfall frá. og með þeim degi. _ ______ Vopnahlé í Líbanon ^ Beirut, 9. apríl. AP. ÁTJÁN alvarlega særðir óbreytt- ir borgarar voru i dag fluttir frá borginni Zahle i Libanon til meðferðar á sjúkrahúsum í Beir- ut. Fólk þetta særðist í árásum sýrlenzkra gæzluliða á borgina. Vopnahlé er nú komið á í landinu að fyrirmælum Sarkis forseta, en bardagar hafa geisað undanfarna átta daga og a.m.k. 265 látið lífið og um 1000 særzt. SASbýður ný kjör: í>rír fyrir eitt fargjald í NÝÚTKOMNU fréttabréfi SAS-flugfélagsins segir frá kjör- um, sem félagið mun bjóða i ferðalögum innan Norðurland- anna, í þeim tilgangi að örva þau eftir föngum. Frá og með 15. april mun fjölskylda, eiginmað- ur, eiginkona og barn undir fimmtán ára aldri geta flogið á hvaða flugleið SAS sem er milli Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar fyrir sem svarar eitt fargjald, þ.e. karlmaðurinn greiðir fullt gjald, en síðan er ókeypis fyrir konu og barn. Gildir þetta á Kirkjugarð- ur til kaups London, 9. april. AP. ferðamannafarrými, hvort sem er aðra leiðina eða báðar. Ef um fleiri börn en eitt er að ræða, geta þau komizt inn í fjölskyldufargjald þetta fyrir sem svarar 100 sænskum krónum til viðbótar við fargjald húsbóndans. Þetta þýðir, að fimm manna fjölskylda getur nú flogið frá Stokkhólmi til Kaupmannahafnar og til baka fyrir aðeins 362 kr. sænskar á mann, að því er Berg- mall, forstjóri Evrópudeildar SAS, segir í fréttabréfinu. Aðal- skilyrði fyrir að fá að fljúga á þessum kjörum er að pöntun er aðeins hægt að leggja fram með dags fyrirvara. Farseðill þessarar tegundar gildir í mánuð og boðið er upp á þessa kosti fram til 31. október, en þá verða þeir endur- skoðaðir. Reagan heim um helgina? Washington. 9. april. AP. LÆKNAR Reagans, Banda- ríkjaforseta, skýrðu frá því I dag. að forsetinn mætti ekki vinna meira en tvo tíma á dag. eftir að hann snýr heim af sjúkrahúsi. Búizt er við því, að Reagan fái að fara heim á morgun eða mánudag. Forsetinn er nú yfir- leitt hitalaus á kvöldin og hvílist vel um nætur. Banda- ríska alríkislögreglan, FBI, hefur haft hendur í hári fjög- urra manna, sem hótað hafa að myrða forsetann eftir að hann kemur aftur til starfa. Einn þessara manna hafði áður hót- að þremur forsetum, þeim Johnson, Nixon og Ford. HIGHGATE-kirkjugarðurinn í London. þar sem meðal annars er gröf Karls Marx, grafir fjöl- skyldu Charles Dickens og um 166 þúsund annarra, hefur verið seldur fyrir 50 pund eða 850 krónur. Samtök umhverfisverndar- manna festu kaup á kirkjugarðin- um frá eigendunum, Sameinaða kirkjugarðafélaginu, en forstjórar félagsins eru tengdir fyrirtækjum sem hafa verið að verða gjald- þrota upp á síðkastið. Kirkjugarð- urinn þekur 37 ekrur lands og hefur hluti hans verið lokaður í nokkur ár. Nú ætla félagar í umhverfisverndarsamtökunum að taka til hendinni, reisa við fallna legsteina og endurbæta aðra og hafa þegar unnið töluvert „endur- reisnarstarf" í kirkjugarðinum. Veður víða um heim Akureyri 8 skúr Amsterdam 15 skýjaó Aþena 24 heiöskírt Barcelona 19 þokumóöa Berlín 18 heiöskirt BrUssel 20 bjart Chicago 20 skýjaö Denpasar 32 skýjaö Dublin 13 heiöskirt Feneyjar 19 þokumóöa Frankfurt 20 skýjaö Færeyjar vantar Genf 20 heiöskirt Helsinki vantar Hong Kong 26 skýjaó Jerúsalem 15 heiöskírt Jóhannesarborg 25 heióskírt Kaupm.höfn 9 heiöskírt Kairó 23 skýjað Las Palmas 21 léttskýjaö Lissabon 22 heióskírt London 21 heióskírt Los Angeles 21 heiðskírt Madrid 19 skýjaö Majorka 18 alskýjaó Malaga 20 mistur Mexikóborg 29 heióskírt Miamí 24 skýjaö Moskva 4 skýjað New York 21 rigning Nýja Delhi 36 heióskírt Osló 6 skýjað París 18 sólskin Perth 29 heiðskírt Reykjavík 5 úrk. i gr. Rió de Janeiro 31 heiöskirt Rómaborg 21 bjart - Kynning - ^astiihn örbylgjuofnum Dröfn Farestveit húsmæðrakennari, sérmenntuö í meöferð og matreiðslu í örbylgjuofnum, heldur kynningu íverzlun okkar laugardaginn 11. apríl milli klukkan 10 og 12 fh. Gerö ER-638ET meö snúningsdisk. Verö kr. 3.740. Komið og kynnist algerlega nýrri tækni í matseld og sjáið hvaö Toshiba örbylgjuofninn getur gert fyrir yöur. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRATI I0A - SlMI 16995 3 geröir af ofnum. Verö frá 3.180.-. Greiöslukjör. 15 ferma skipin sem hér segir: ^ AMERÍKA o Q PORTSMOUTH Bakkafoss 13. apríl ►—x Berglind 24. apríl rT Holfsjökull 29. apríl Q Bakkafoss 4. maí S Berglind 15. maí H-H NEWYORK Uh Bakkafoss 14. apríl Bakkafoss 6. maí ^ HALIFAX nJ’ Goöafoss 13. apríl. Hofsjökull 4 ma> £3 BRETLAND/ g MEGINLAND < ROTTERDAM 13. apríl Eyrarfoss Álafoss 20. apríl Eyrarfoss 27. apríl W Alafoss 4. mái p£ FELIXSTOWE Álafoss 21. apríi 2 Eyrarfoss 14 apríl ” Álafoss 5. maí ^ Eyrarfoss 2b. aprn ^ ANTWERPEN 15. apríl ^ 22. apríl K Eyrarfoss Álafoss Eyrarfoss 29. apríl Q Álafoss 6. maí HAMBORG < Eyrarfoss 16. apríl s<-h Álafoss 23. apríl 30. apríl Eyrarfoss Álafoss 7. maí WESTON POINT 22. apríl 6. maí Urriöafoss Urriöafoss Urriöafoss 20. maí ^ Urriöafoss 3. júní Q |—s NORÐURLOND/ S EYSTRASALT g, BERGEN < Dettifoss 21. apríl J Dettifoss 4 maí j Dettifoss 18. maí ^ KRISTIANSAND qá Mánafoss 13. apríl Mánafoss 27. apríl 11. maí Mánafoss MOSS > 14. aprA ^ Mánafoss Dettifoss 22. apríl Mánafoss 28. apríl ~ 5. maí w oz Dettifoss GAUTABORG Mánafoss 15. apríl 23. apríl ^ Dettifoss Mánafoss 29. apríl O Dettifoss 6. maí q** FN KAUPMANNAHÖ Mánafoss 16. apríl 24. apríl P* 30. apríl 7. maí Dettifoss Mánafoss Dettifoss HELSINGBORG r" Mánafoss 18 apríl Dettifoss 25. apríl nÍ Mánafoss 2. maí ^ Dettifoss 8. maí HELSINKI M írafoss 14. apríl Múlafoss 23. apríl írafoss 4. maí Q VALKOM 05 Múlafoss írafoss 5. maí RIGA < Múlafoss 21. apríls22 írafoss 7. maí GDYNIA Múlafoss 16. apríl 05 írafoss 8 maí THORSHAVN •* Mánafoss frá Reykjavík 23. apríl Frá REYKJAVÍK: á mánudögumtil AKUREYRAR ÍSAFJARÐAR EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.