Morgunblaðið - 10.04.1981, Page 25

Morgunblaðið - 10.04.1981, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1981 25 félk f fréttum Sjálfur Nloretti + ítalska lögreglan telur sig hafa unniö stærsta sigur sinn til þessa í baráttunni viö Rauðu herdeildirnar — skæruliöa- samtökin, er þeim tókst aö handtaka þennan mann á götu í miðborg Mílanó, á laugardag- inn var. — Þetta er nefnilega sjálfur Mario Moretti, sem ásamt háskólakennaranum Enrico Fenzi prófessor er talinn aöalskipuleggjandi þessara hrikalegu hryöjuverkasamtaka. — Prófessorinn var í för með Moretti, er þeir uröu á vegi ítölsku lögreglunnar. Lögreglu- menn höföu slegiö hring í kringum þá félaga áöur en þeir vissu af og gáfust þeir upþ, er þeim varö Ijóst aö gagnslaust var aö grípa til skotvopna, en Moretti var með skammbyssu sína. + Hvaða kúnstir er ríkisarfi bresku krúnunnar að leika hér? Þessi mynd er tekin af Karli prins fyrir skömmu í Nýja-Sjálandi, en þar opnaði hann íþróttaleikvang í borginni Auckland og brá sér þá að bak þessu pínu-reiðhjóli (sbr. pínupils). Við vígsluathöfn á pínu-reiðhjóli TIL MINNINGAR UM TRÚLOFUNINA + Stórstreymi er að verða á minjagripafjörum í Bretlandi í sambandi við fyrirhugað brúðkaup Karls prins af Wales og lafði Díönu Spencer. Þessa fanta hefur kunn- asta fyrirtækið í Bret- landi, á sviði framleiðslu leirmuna til heimilis- halds, í Staffordshire, gert til minningar um trúlofunina. HAFNFIRSK MENNINGARVAKA fjórða • tíl • ellefta • april • 1981 í dog____________________________ Föstudagur 10. apríl: Kl. 21.00. Dansleikur í samkomusal Flensborgarskóla: Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur fyrir dansi. Skemmtiatriði. q morqun_________________________________ Laugardagur 11. apríl: Kl. 14.00. Kvikmyndasýning í Bæjarbiói: Hafnarfjarðarmyndin, Þú hýri Hafnarfjörður. Kl. 17.00. Tónleikar í Hafnarfjarðarkirkju: Orgelleikur: Guðni Þ. Guðmundsson. Flauta: Gunnar Gunnarsson. Kórsöngur: Kór öldutúnsskóla. Stjórn Egill R. Friðleifsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.