Morgunblaðið - 10.04.1981, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1981
COSPER
Pabbi það verður stórdansleikur i kvöld. Geturðu lánað mér
smókinginn!
Er þetta ekki barnaþrælkun?
Ast er...
+■1
... að draga ekki
ályktanir offljótt.
TM Raa. U.S. Pat Oft — all rlghts rutrvtO
c 198 f Los Angatos Tlnws Syndicaie
HÖGNI HREKKVlSI
í
?mmwn ..hwpa MW V . . ''
Þessir hringdu . . .
Hver kannast
við kvæðið?
St.Þ. hringdi og bað Velvak-
anda um liðsinni við aö fá vitn-
eskju um kvæði nokkurt og höfund
þess: — Það er verst hvað ég man
þetta óljóst, en ég held það sé ort
sem eftirmæli eftir norska konu,
Karen, sem gift var Georg, lækni á
Fáskrúðsfirði. Móðir Karenar var
íslensk, ættuð frá Seyðisfirði.í
kvæðinu var Karen þessari lýst
svo, að mig minnir:
Itonoiplnn lintoln.
nftnn kreyntl Nortmnnnn.
umth veiar tnknskt blóft,
fari kert <>tc ver«t •( *lóð.
Þetta er sjálfsagt eitthvað tír
skorðum gengið hjá mér, en e.t.v.
nóg til að einhver kannist við það.
Seinna í kvæðinu segir eitthvað á
þessa leið:
Fátækra aft vera vöm.
verma o* klæða nakln börn.
lue*H rÍMai ei böndin af
hvað kú vinntri mikið *al.
Kvæði þetta las ég ungur að
aldri, sennilega í Austra, en man
það þó ekki fyrir víst____
Hægri vissi ei höndin af
hvað hin vinstri mikið gaf
Fyrir u.þ.b. mánuði, eða 8. mars sl., spurðist St. Þ.
fyrir um kvæði hér í dálkunum, svo og höfund þess. Nú
hefur Velvakanda borist svar frá Aðalbjörgu Magnús-
dóttur á Fáskrúðsfirði og fer kvæðið hér á eftir, svo og
nokkur orð Aðalbjargar, þar sem hún gerir grein fyrir
kvæðinu og höfundinum:
Minning
Frú Karen Georgsson læknisfrú Fáskrúðsfirði.
Dáin 23. des. 1912.
Döpruð hjörtu, dugðu ráðin engin,
dauðinn í sundur lífsins máði strenginn.
Nú er til enda grýtta leiðin gengin,
en Guði sé lof þvi nú er hvíldin fengin.
Þörfin er æ að hæsta valdið hlifi
og hugsvölun veiti lífs í ströngu kífi.
Glöggt er hér dæmi göfugu af vífi,
sem gaf okkur mann, en týndi sínu lífi.
Það er nú fokið friðarins í skjólin,
fjötrar nú sorgin glaðvær hyggju-bólin.
Hver hefði meint að svása lífsins sólin
sigi í dauðans haf um blessuð jólin?
Þau boðuðu öllum blessun hér á jörðu
og bjartari margra andans sjónhring gjörðu,
en forlögin ströngu kjörin nauða kjörðu
konu að mæta dauðastríði hörðu.
Bót fékk ei ráðið viljans aflið vitra;
veikindi þjá, þó fagurt sýnist ytra.
Frá máttugra valdi mundast sorgin bitra,
svo manneðlið veika fer að skjálfa og titra.
Fornar og nýjar fregnir okkur segja
menn fæðast í heiminn, lifa um stund og deyja,
en ljúft er í trúnni landið friðar eygja,
fyrst lögmálið sterka ei er hægt að beygja.
Fjölda margir fella tár,
frúin Karen hér er nár,
sem flestum konum fegri var
og flestum meiri kosti bar.
Þetta látna ljúfa fljóð
lífs i hæstum blóma stóð,
þegar dauðans sárbeitt sigð
svipti henni úr vorri byggð.
Gæði heit í hjarta bar,
höfðinglegur svipur var,
röddin bæði há og hrein,
hlýja og blíða úr augum skein,
íturvöxtinn indæla,
arfinn hraustra Norðmanna,
annars vegar íslenskt blóð
ísi hert og vermt af glóð.
Foreldra af frægum arf
fús að vinna líknarstarf,
snauðra manna vera vörn,
verma og klæða nakin börn.
Ætíð studdi umhyggjan
einhvern veginn fátækan.
hægri vissi ei höndin af,
hvað hin vinstri mikið gaf.
Nú er til hinstu hvíldar fluttur nárinn,
harmandi vinum blæða trega-sárin.
Líkna þeim öllum lífs ófarin árin,
líknsami Guð, og þerra sorgartárin.
Huggaðu, Drottinn, hrygga eiginmanninn,
himneskum geislum lýstu sorgarranninn.
Gef að hann treysti þinni miskunn þannin,
að þínum í faðmi geymist kæri svanninn.
Virstu, ó Guð, hjá börnunum að búa,
bölinu þeirra í fögnuð náðu snúa.
Kærleika þinn lát að kvistum smáum hlúa
og kenndu þeim seinna að unna þér og trúa.
Þó ógnandi heljar dómsorð nái að duna
og dauft verði kærum syrgjendum að una,
ég veit þeir þekktu þessa konu og muna
og þakka af hjarta góðu samveruna.
Og eitt er svo víst, þá bresta lífsins böndin,
að boðin mun aftur kærleiksríka höndin
þegar við svífum ljóss um fögru lðndin
og leyst er og frelsuð sorgum þjáða öndin.
Við svífum í anda um sólarfagra geima,
sæla vor er að hugsa um það og dreyma,
þráðum hjá vinum þar að eiga heima
og þá verður auðvelt sorginni að gleyma.
H.H.
Höfundur þessa kvæðis er Halldór Halldórsson, bóndi
í Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð. Hann var hagmæltur
vel, en því miður mun lítið sem ekkert vera til af
skáldskap hans. Þetta fagra kvæði flutti hann við
jarðarför frú Karenar á heimili foreldra hennar á
Seyðisfirði á nýbyrjuðu ári 1913.
Kvæði þetta hefur varðveist og er I eigu Guðlaugar
Þorsteinsdóttur á Fáskrúðsfirði, sem nú er 82 ára að
aldri. Hún dvaldi sem barn og unglingur á heimili
læknishjónanna ásamt móður sinni, sem var þjónustu-
stúlka þar, en Guðlaug gætti tveggja eldri barna þeirra
hjóna. Guðlaug segir svo frá, að frú Karen hafi verið
framúrskarandi falleg kona og að sama skapi góð. Hún
lést á Þorláksmessu árið 1912, aðeins 24 ára gömul, en
þremur dögum áður hafði hún alið sitt þriðja barn,
stúlku sem hlaut nafn móður sinnar og var skírð við
kistu hennar.
Ágæti Velvakandi.
Ég vona að mér hafi tekist að koma þessu skilmerki-
lega frá mér og þú getir hagnýtt þessar litlu upplýsingar,
sem fylgja. Með bestu kveðjum.
Aðalbjörg Magnúsdóttir,
Fáskrúðsfirði.