Morgunblaðið - 10.04.1981, Side 32
dí^Síminn á afgreióslunni er
83033
JtUrgunbtaltid
JltagmiHiifeife
Síminn á afgreiðslunni er
83033
2R«r0unblnbi(
FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1981
Gosið virtist færast
í aukana í gærkvöldi
„Nálægt ramma Heklu-
gosa en ósköp lítiö“
- sagði Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur
„ÞETTA GOS er nálægt ramma Heklugosa, en ósköp lítið,“ sagði
Sijfurður Þórarinsson jarðfræðinKur i samtali við Mbl. i gær um
eldsumbrotin sem hófust í Heklu laust fyrir klukkan þrjú í fyrrinótt.
Þejjar Morgunblaðsmenn flugu yfir Heklu siðdegis i gær stóð
gosstrókur upp úr skýjaþykkni og náði i 12 þúsund feta hæð, sem er
mjög litið, miðað við Heklugos.! gærkveldi rofaði til við fjallið og sást
hraunstraumur renna niður hliðar fjallsins frá Ásólfsstöðum. Drunur
heyrðust og virtist gosið vera að færast i aukana.
Gosið er í Heklu nálægt Skjól-
kvíahryggnum og einnig sáust
eldsumbrot í sprungu nálægt
toppgígnum. I fyrrinótt og í
gærmorgun sáu menn bjarma
bregða fyrir en hvergi hafði þá
orðið vart við verulegt hraun-
rennsli.
„Það var hrein tilviljun að ég
kom að Heklu í upphafi gossins,"
sagði Sigurður Þórarinsson, „en ég
var að koma til landsins með
Boeing-þotu Flugleiða og hafði
ekki átt að koma fyrr en að kvöldi
fimmtudags. Þetta gos er ósköp
lítið en það jókst eitthvað um
klukkan 10 til 11 í morgun en það
hlýtur að vera eitthvert hraun-
rennsli í þessu þótt skyggni hafi
hamlað útsýni. Þetta er ákaflega
líkt því og er Heklugos hafði náð
sér á strik, og ég væri ekki hissa á
því þótt þetta mallaði í einhvern
tíma. Það má líklega telja þetta
gos framhald af gosinu í ágúst sl.
sumar, enda hefur orðið vart hita
í Heklu framundir jól að minnsta
kosti, þar sem hitastrókar sáust af
og til við ákveðin veðurskilyrði.
Hekla hefur því ekki verið orðin
Heklu, og gæti þar verið um
hraunrennsli að ræða, en eldstöðv-
arnar virtust mér vera heldur
sunnar en í Skjólkvíagosinu."
Axel Björnsson jarðeðlisfræð-.
ingur sem flaug yfir eldstöðvarnar
í gær, sagði að hér væri um mjög
lítið Heklugos að ræða, en þar sem
erfitt væri að fylgjast með úr lofti
vegna veðurs, og jafnframt erfitt
að komast að eldstöðvunum land-
leiðina, þá væri ekki hægt að segja
nákvæmlega um stöðu gossins, eða
spá fyrir um þróun þess.
Sjá miðsiðu.
I.jósmynd Mbl. Kristján.
Gos hófst i norðausturhrygg Heklu i fyrrinótt rétt fyrir klukkan þrjú, en það var næturvaktmaður við
Hrauneyjafossvirkjun, sem fyrstur varð var við gosið. Gosið að þessu sinni er mun minna en fyrri gos.
Jarðvísindamenn telja þó að um eitthvert hraunrennsli sé að ræða.
Þingmaður Alþýðubandalagsins:
„Verði tillagan samþykkt,
springur ríkisstiórnin"
köld.
Árið 1767—’68 lá gos niðri í
Heklu frá águst ’67 til marz ’68.
Áður en hlé kom á gosið hafði
gosið í liðlega eitt ár, en eftir hlé
var um smágos að ræða í tvo
mánuði. Skjólkvíagosið 1970 og
gosið 1980 skapa styzta hlé sem
orðið hefur milli Heklugosa, en
áður hafði slíkt hlé orðið í 15 Vfe ár,
árin 1206 til 1222.“
Morgunblaðið ræddi við Sigur-
jón á Galtarlæk í gær, en hann
kvaðst hafa séð til eldstöðvanna
upp úr hádeginu og heyrt til
Heklu seinni hluta dags. „Það kom
mökkur úr sprungu suður undir
topp Heklu og ég sá öskugos í
nokkrum gígum, en ekki verulega
kraftmikil. Þetta er svona eins og
eftir að fyrsta hrinan er um garð
gengin. Einhver umbrot sá ég í
vesturhlíðinni fyrir sunnan Litlu-
„VERÐI tillagan um flugstöðv-
arbygginguna samþykkt I neðri
deild Áiþingis, er alveg ljóst að
rikisstjórnin springur,“ sagði
einn þingmanna Alþýðubanda-
lagsins í samtali við Morgun-
blaðið í gærkveldi. Svavar
Gestsson sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að gengju
einhverjir stjórnarþingmenn i
lið mcð stjórnarandstöðunni,
væri verið að brjóta grundvöll
stjórnarsamstarfsins og yrðu
þeir aðilar þá að bera ábyrgð á
þvi. Lárus Jónsson alþingismað-
ur, annar flutningsmaður tillög-
unnar i efri deild, sem þar féll á
jöfnum atkvæðum, kvað tillög-
una verða endurflutta i neðri
deild.
í neðri deild Alþingis skiptast
þingmenn þannig að 21 fylgja
Stóríðja við Reyðarfjörð:
Hugmyndum tekið fálega
Á þingflokksfundi Alþýðu-
handalagsins fyrir skömmu mun
Hjörleifur Guttormsson hafa
borið fram tillögu um að stefna
skyldi að stóriðju í Reyðarfirði
og átti þá við að þar yrði reist
kísilmálmverksmiðja.
Samkvæmt þeim heimildum,
sem Morgunblaðið hefur aflað sér,
mun þessari tillögu Hjörleifs hafa
verið tekið með nokkru tómlæti og
var hún hvorki samþykkt né felld.
Morgunblaðið hafði samband við
Hjörleif vegna þessa máls, en
hann vildi ekki kannast við að
hafa borið fram slíka tillögu, en
sagði að auðvitað væru virkjun-
armál og stóriðja tengd þeim
alltaf til umræðu innan flokksins,
en hann hefði í því tilefni ekki lagt
sérstaka áherzlu á ákveðna staði.
ríkisstjórninni, en 19 eru í stjórn-
arandstöðu. Áðurnefndur þing-
maður Alþýðubandalagsins full-
yrti við Morgunblaðið í gær að
Jóhann Einvarðsson myndi breyta
með sama hætti og Ólafur Jó-
hannesson í efri deild, þ.e. greiða
tillögunni atkvæði. Eru þá at-
kvæði jöfn. Jóhann sagði í samtali
við Mbl. í gær, að hann léti ekki
uppi afstöðu sína fyrr en við
atkvæðagreiðsluna.
Þá er heldur ekki vitað um
afstöðu Eggerts Haukdal, sem
vildi heldur ekki tjá afstöðu sína í
gær. Albert Guðmundsson hefur
lýst því yfir við Morgunblaðið að
hann muni ekki stuðla að falli
ríkisstjórnarinnar, nema hann
viti hvað við muni taka í lands-
stjórninni. Það virðist því sem
einn þingmanna Framsóknar-
flokksins muni greiða tillögunni
atkvæði, en eins og þingmaður
Alþýðubandalagsins sagði í gær,
myndu flokksbönd halda öðrum
þingmönnum Framsóknar.
Sjá viðtöl og fréttir
á bls. 2 og 3.
Verkfall flugmanna bannað
„Urskurðaraðilum“ falið að skera úr um í deilu flugmanna
ALÞINGI samþykkti í gær að banna með lögum vinnustöðvun, sem
Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafði boðað til frá og með miðnætti
i nótt er leið. Lögin, sem voru stjórnarfrumvarp, voru samþykkt með
atkvæðum stjórnarþingmanna og þingmanna Alþýðuflokksins en
þingflokkur Sjálfstæðisflokksins sat hjá við afgreiðslu málsins. í
lögunum er kveðið á um, að Hæstiréttur skipi þrjá úrskurðaraðila í
deilu um starfsaldurslista flugmanna Flugleiða hf. og að þeir skuli
hefja störf ekki síðar en innan fjögurra vikna ef störf sáttanefndar
bera ekki árangur fyrir þann tíma. Ákvarðanir þeirra um
starfsaldurslistann eiga að vera bindandi fyrir hlutaðeigendur frá 15.
mars sl.
Samgönguráðherra, Steingrím-
ur Hermannsson, mælti fyrir
frumvarpinu og rakti þær deilur,
sem hafa verið með flugmönnum
um starfsaldurslistann og sagði,
að reynt hefði verið til þrautar að
finna lausn á málinu en án
árangurs. Hann sagði, að lausn
þessa máls væri hvort tveggja í
senn forsenda fyrir kjarasamn-
ingum við flugmenn og forsenda
fyrir eðlilegum rekstri Flugleiða.
Geir Hallgrímsson lýsti því yfir
fyrir hönd þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins, að hann myndi sitja hjá
við atkvæðagreiðslu um málið,
enda hefði ekkert samráð verið við
þingflokkinn haft fyrr en kl. 13 í
gær. Geir sagði málið alfarið á
ábyrgð ríkisstjórnar en með tilvís-
an til þess, að hér væri um
mikilvægt mál að ræða myndu
þingmenn Sjálfstæðisflokksins
ekki hindra framgang þess. Hann
sagði, að einu afskiptin, sem
þingflokkurinn myndi hafa af
málinu, væri að leggja til, að það
yrði nefnt sínu rétta nafni, þ.e.
frumvarp til laga um gerðardóm,
en ekki um úrskurðaraðila, sem
hann sagði vera yfirdrepsskap og
feluleik.
Fyrir hönd þingflokks Alþýðu-
flokksins lýsti Sighvatur Björg-
vinsson yfir stuðningi við málið og
vísaði til fyrri afstöðu Alþýðu-
flokksins við svipaðar aðstæður og
Svavar Gestsson lýsti fylgi Al-
þýðubandalagsins við frumvarpið,
sem hann sagði nauðsynlegt vegna
þess að hér væri um að ræða
deilur flugmanna innbyrðis en
ekki kjaradeilu.
Við aðra umræðu um málið var
breytingartillaga þingmanna
Sjálfstæðisflokksins felld og mál-
inu vísað til þriðju umræðu og
þaðan til efri deildar, sem sam-
þykkti frumvarpið skömmu síðar.
Sjá viðbrögð flugmanna á bls. 2.