Morgunblaðið - 08.05.1981, Page 1

Morgunblaðið - 08.05.1981, Page 1
32 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI 101. tbl. 68. árg. FÖSTUDAGUR 8. MAÍ1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Spánn: Madrid. 7. maí. AP. GÍFURLEGUR viðbúnaður er í Madrid eítir tilræðið við de Valenzuela, hershofðingja og helzta hernaðarráðgjafa Spán- arkonungs. í dag, en i árásinni biðu bana þrír menn úr fylgd- arliði hershöfðingjans. Tólf særðust, sumir alvarlega. Að- skilnaðarsamtökin ETA í Baskalandi segjast hafa verið hér að verki. Svo öflug var sprengingin er árásin var gerð að rúður á fimmtu hæð í nærliggjandi húsum splundruðust, en atburður þessi átti sér stað í miðborg Madrid. Tilræðismennirnir, sem voru tveir, komu þeysandi á vélhjólum upp að hlið bifreiðar hershöfðingj- ans og slengdu plastpoka, sem í var sprengja, upp á bílþakið, og voru á bak og burt á næsta andartaki. De Valenzuela er talinn úr lífshættu, en þeir sem biðu bana voru bílstjóri hans, lífvörður og nánasti samstarfsmaður. Þeir létust samstundis. Mikil ólga er í höfuðborginni og átti lögreglan fullt í fangi með að halda aftur af æstum borgurum, sem hópum saman kröfðust þess í kvöld að herinn tæki völdin í landinu. Juan Carlos, konungur, var að störfum í Zarzuela-höll þegar fregnin um tilræðið barst og hefur hann haldið þar kyrru fyrir síðan, en Sophia drottning hraðaði sér í sjúkrahúsið til að fylgjast með afdrifum hershöfðingjans. Aðeins tveir sólarhringar eru liðn- ir síðan hryðjuverkamenn réðu hershöfðingja og þrjá aðra menn af dögum, en 25 manns hafa fallið fyrir hendi pólitískra morðingja á Spáni það sem af er árinu. Syngja 1 minningu Lennons Hurbank. Kaliforníu. 7. maí. AP. BlTLARNIR þrír. sem eftir lifa. hafa sent frá sér nýtt lag. „AU Thosc Ycars Ago“, en það er samið og flutt í minningu John Lennons. „Ég kalla hátt um kærleikann og ekkert annað, en þeir fóru með þig eins og hund, þig, sem fyrir öllum þessum árum gerðir það svo hátt og snjallt," er inntak textans. Flutningur lagsins, sem er eftir George Harrison, tekur 3 mínútur og 42 sekúndur. „All Those Years Ago“ verður sett á hljómplötu, sem George Harrison sendir frá sér eftir nokkrar vikur, en bandarískar útvarpsstöðvar hefja útsend- ingar á laginu um helgina. Það þykir vera í því, sem kallað er, „sígildur Harrison-stíir, og er með innskotum úr lögum eftir John Lennon. Sýrlendingar komnir yfir „rauða strikið Beirút. 7. maí. AP. UM FJÖGUR þúsund manna sýr- lenzkt herlið, búið skriðdrekum og brynvögnum, er komið yfir „rauða strikið“ í S-Libanon, að þvi er áhrifamaður í stjórninni i Beirút fullyrti i dag. „Rauða strikið" drógu ísraels- menn í S-Líbanon, þegar Sýrlend- ingar komu þangað með gæzlulið, Rólegt í Belfast en hætta á átökum ekki liðin hjá Hulfast. 7. mai. AP. RÓSTUR urðu í Londonderry á trlandi eftir útför Bobhy Sands i dag, en i hverfum kaþólskra i Belfast var allt með kyrrum kjör- um. enda lá athafnalíf þar að mestu niðri. Miklar öryggisráð- stafanir höfðu verið gerðar þar sem búizt var við óeirðum eftir útförina, en þau 20 þúsund manna, sem talið cr að hafi fylgt Bobby Sands til grafar. fóru með friði og spekt, og kom ekki til neinna vandræða. Grimuklæddir IRA- menn fóru fyrir líkfylgdinni, en brezkar öryggissveitir og lögregl- an gættu þess að halda sig i hæfilcgri fjarlægð. „Öll erum við kristnar manneskj- ur, það veit þó Guð, að við erum öll kristin," sagði sóknarprestur hverf- isins þar sem Sands-fjölskyldan býr, sr. Liam Mullan, sem söng sálumessuna. Hann bað þess að bræðravígum og ófriði á N-írlandi lyki, um leið og hann hvatti til stillingar. Þótt dagurinn hafi liðið friðsamlegar en bjartsýnustu menn þorðu að vona, er óttazt að hætta á óeirðum sé ekki liðin hjá, en haft var eftir ónafngreindum IRA- manni í kvöld, að þess yrði ekki langt að bíða að stríðshanzkanum yrði kastað. Samtímis sálumessunni hófst önnur athöfn í miðborg Belfast. Sr. Ian Paisley, leiðtogi mótmælenda, stóð fyrir 3 þús. manna samkomu þar sem minnzt var fórnarlamba írska lýðveldisins. Voru þar m.a. fjölskyldur fjölmargra sem fallið hafa í átökum í landinu sl. 12 ár. sem átti að skakka leikinn, ef borgarastyrjöldin í landinu blossaði upp á ný, í þeim tilgangi að setja hernaðarumsvifum Sýrlendinga skorður. Hætta á návígisátökum Sýrlendinga og ísraelsmanna hefur því stóraukizt og er ástand á þessum slóðum enn ótryggara en verið hefur að undanförnu. Svo virðist sem sýrlenzka herliðið sé nú í aðeins 12 kílómetra fjarlægð frá Metulla, nyrzta þorpi Israels- manna. Sýrlendingar hafa ekki vilj- að staðfesta, að þeir séu komnir með herlið yfir „rauða strikið" og PLO vill heldur ekki við slíkt kannast. Talið er, að nú sé um 22 þúsund manna sýrlenzkt lið í S-Líbanon, en þegar það kom þangað á vegum stjórna ýmissa Arabaríkja á sínum tíma, voru í því um 40 þúsund manns. Chamoun, fyrrum forseti Líbanons, sem er .úr hópi kristinna hægri manna, lýsti því yfir í dag, að her Sýrlendinga í landinu væri ekki lengur gæzlulið, heldur setulið. Gerald, sjö ára sonur Bobby Sands, gengur á eftir kistunni, sem er umkringd grimuklæddumjiðsmönnum úr írska lýðveldishernum. Foreldrar drengsins skildu að borði og sæng fyrir nokkrum árum og hefur móðirin verið búsett i Englandi siðan. Haft var eftir viniim hennar þar i dag. að hún hefði aldrei fylgt IRA að málum og hefði hún heitið því að fara aldrei aftur til '’Trlands. (AP-simamynd) Bændur í Póllandi: Afturhald- ið segir af sér Varsjá. 7. maí. AP. STANISLAW Gucwa ok aðrir helztu leiðtogar Sameinaða hu'ndaflokksins í Póllandi. sem mjög hafa lagzt gegn stofnun óháðs stéttarsambands bænda. sögðu af sér í dag. Talsmaður flokksins skýrði frá þessu í dag og kvað ástæðuna þá að leiðtogarnir hefðu gert sér grein fyrir því að þeir hefðu ekki lengur stuðning bænda og hefði miðstjórn flokksins tekið af- sagnirnar til greina á þeirri forsendu. Þessi tiðindi eru talin benda til þess að fátt geti nú komið í veg fyrir að óháðu bændasamtökin öðlist löggild- ingu með dómsúrskurði hinn 12. maí nk. Sameinaði bændaflokkurinn á aðild að Sameinuðu þjóðarfylk- ingunni, ásamt kommúnista- flokki landsins og fleiri flokkum. Sameinaða þjóðarfylkingin er formlegur valdhafi í Póllandi og hefur hún til skamms tíma verið algjörlega á valdi afturhaldsafl- anna í kommúnistaflokknum. Herinn í viðbragðsstöðu eftir siðasta ódæði ETA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.